Vísir - 16.09.1968, Page 16
Mánudagur 16. september J968.
Þjóðleikhússtjóri
kvænfur
Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleik-
hússtjóri eyðir nú ásamt brúði sinni
hveitibrauðsdögunum suður 1 lönd
um. Kona hans er Sigurlaug Guð-
mundsdóttir, dóttir Guðmundar L.
Friðfinnssonar skálds. Guðlaugur
og Sigurlaug voru gefin saman í
fyrri viku, og héldu utan þegar í
stað.
I Eldhætta
( af rusli
t og fyrirmyndarfólk i
ÍFossvogshverfi
Kæruleysi fólks í meðferð Ij
spýtnabraks og annars rusls i
skapar einhverja mestu eldhætt j
Suna, sem slökkviliðiö glímir nú i
við.
Þrisvar var slökkviliðið kvatt 4
Íút um helgina vegna elda, sem i
kviknað höfðu í rusli, og í tveim *
tilfellunum voru hús í hættu. ^
Á Grensásvegi hafði kviknað )
í rusli í kjallara húss, sem er \
ekki lengur í notkun, en hafði»
áður verið kyndistöð hverfisins. I
Þama hafði safnazt saman mikill /
\ eldsmatur í spýtnarusli og öðru i
t drasli, en eldsins varð vart í»
I tæka tíð, til þess að slökkvilið- i
7 ið réði niðurlögum hans, áður )
1 en alvarleg hætta skapaðist af i
Jhonum. 1 fljótu bragði virtist \
10. síða t
MÆLIR MED BIRGÐASÖFNUN
Hafisnefnd skilar áliti
HAFÍSNEFND mun skila áliti
og tillögum í þessari viku.
Hefur hún látið kanna útlit
fyrir hafís hér við land næsta
vor. Talið er, að marka megi
að verulegu leyti eftir veður-
fari á Jan Mayen og Sval-
barða árið á undan, hverjar
líkur séu á hafís hér.
Óiafur Björnsson prófessor for-
maður Hafísnefndar, skýrði blað
inu svo frá í morgun, að kóln
andi veðrátta undanfarin ár ylli
því, aö telja mætti meiri lík-
ur á hafís hér en í meðalári. Er
athuganir á veðráttu á Jan May
en og Svalbarða lægju fyrir í
haust, væri sennilega unnt að
spá nokkru um hafís hér við
ströndina á vori komanda.
Nefndin mun mæla með
birgðasöfnun á þeim stöðum, er
ísinn hefur gert erfiðast fyrir
síðastliöin vor. Hins vegar eru
ekki uppi neinar sérstakar til-
lögur til þeirra svæða.
í Haflsnefnd eiga sæti: Pró-
fessor Öiafur Björnsson, for-
maður, Pálmi Jónsson á Akri,
Stefán Valgeirsson, Bragi Sig-
urjónsson og Jóhannes Stefáns-
son.
Bróðabirgða-
lausn á hús-
næðisvanda
Heyrnleys-
ingjaskólans
• Bráðabirgðaiausn hefur nú
fengizt á húsnæðisvandamáli
Heymleysingjaskólans, en forráða-
mönnum hans hefur verið mikill
vandi á höndum vegna fyrirsjáan-
legra þrengsla.
Húsnæði hefur nú verið tekið á
leigu á Laugavegi 128, þar sem
kennsla mun fara fram, en einnig
verður þar svefnrými fyrir nem-
endur. sem eru í heimavist skóians.
Nokkrir erfiðieikar eru vegna
þess, að starfsemi skólans fer fram
á tveimur stöðum, eða í hinu nýja
húsnæði á Laugavegi 128 og í
Stakkholti 3, þar sem skólinn hef-
ur verið til húsa til þessa.
í ráði er nú, að fá skólabíl til
að flytja börnin, en ekki mun þó
endanlega hafa verið gengið frá
þeirri ráðagerð.
Kringlumýrarbrautin malbikuö á næstunni
Á næstunni hefjast malbikunar-
framkvæmdir við Kringlumýrar-
braut, aö því er gatnamálastjóri,
Ingi Ú. Magnússon, tjáði Vísi í
morgun. Að undanförnu hafa mal-
bikunnrflokkar unniö í Straumsvík
við aö malbika götur til aö greið-
færara sé þar milli bygginga. Á
morgun lýkur starfi þeirra og þá
verður tekið til viö að malbika inni
í Sundum.
Því næst veröur ráðizt í fram-
kvæmdir við Kringlumýrarbraut,
og malbikuð önnur akbrautin yfir
1 háhæðina á leiöinni til Kópavogs.
Þegar þvf lýkur, verður unnið að
| undirbúningi fyrir malbikun binnar
I akbrautarinnar, en jafnframt er
starfað að því að leggja brautina úr
Kópavogi til móts við Kringkunýr-
arbrautina.
íVafsfíi ðingar láta smíBa
skuttogara á Akranesi
— Á að kosta 24 milljónir — Búinn bæði
fiskitrolli og sildartrolli
Ólafsfirðingar hafa stofnað
hlutafélag til togarakaupa og
hafa nú samið við Skipasmíða-
stöð Þorgeirs og Ellerts á Akra-
nesi um smíði á 350 lesta skut-
togara.
Vísir hafði í morgun tal af Þor
steini Jónssyni, vélsmið á Ól-
"■fsfirði, sem er ásamt Jóni Guð-
5önssyni skipstjóra aðalhvata-
maður að þessum togarakaup-
um.
Sagði Þorsteinn, að ekki væri
endanlega gengið frá samning-
um varðandi smíði skipsins, en
hann kvaðst fastlega búast við
að af þessu yrði.
Hlutafélag hins nýja útgerðarfé-
lags nemur 2 milljónum króna, en
áætlað verð skipsins er um 24 millj
ónir. — Og er áætlað að smíði
þess verði lokið á tíu mánuðum.
Sagöi Þorsteinn að skip þetta
yrði eingöngu bvggt til togveiöa
bæði með venjulegri botnvörpu og
ennfremur með síldarvörpu. —
Sagði Þorsteinn að Þjóðverjar hefðu
veitt síld í flotvörpu með góðum ár
angri hér við land á sumrin og
hygðust þeir nota sér reynslu
þeirra, þegar til kastanna kæmi.
Það er Þorsteinn E. Guömunds-
son, skipaverkfræðingur hjá Skipa
smíðastöðinni á Akranesi, sem
teiknað hefur skipið. En teikningar
hans hafa verið ,,módelprufaðar“ í
Hollandi og sagði Þorsteinn að smíð
in hefði veriö undirbúin svo vel
sem kostur væri.
Skipið verður mjög nýstárlegt,
frambyggt, tvöfalt þilfar. Verður
varpan tekin upp á efra þilfarið, en
á hinu neðra verður gert að aflan-
um.
Týndist í berjamó,
en kom fram aftur
Skipulagðir leitarflokkar voru
kallaðir út f gærkvöldi til þess aö
hefja leit að konu, sem óttazt var
um f Heiömörk. Hafði konan veriö
í berjamó ásamt ööru fólki í hraun
Inu í gærdag, en lét sig vanta, þeg
ar hitt fólkið mætti á umsömdum
tíma viö bifreiðar sfnar rétt fyrir
myrkur.
Hjálparsveit skáta og aðrir leitar
menn voru í skyndi kvaddir af stað
til þess að hefja leit, áður en myrk
ur skylli á, en þégar leitarflokkarn-
ir komu up í Heiðmörk, var konan
komin fram.
I áhuganum við berjatínsluna
hafði hún gleymt því, í hvaða átt
hún skyidi leita bílanna og hafði
þvf tafizt við að leita þeirra.
Þjófur stöðvaður um
jmiðja nótt með sjón-
varpstæki í fanginu
• Það vakti grunsemdir leigu-
bílstjóra í nótt, að farþegi,
sem hafði stöövað hann og beðið
hann að aka sér spottakom,
skyldi burðast með sjónvarps-
tæki um hánótt.
Gerði hann lögreglunnl við-
vart og kannaöi hún máiið. Kom
þá líka á daginn, að sjónvarps-
tækið var stoliö.
Viðurkenndi maðurinn yfir
heyrslu, að hann hefði stolið
tækinu úr húsi einu við Leifs-
götu, enda var stuttu seinna
hringt frá húsinu nr. 6 við Leifs-
götu og lögreglunni tilkynnt um
þjófnað, sem þar hefði verið j
framinn um nóttina.
Sjónvarpstækið hafði staðið
innsiglað og innpakkað inni í
stofu tilbúið til flutnings, þvf
eigandinn var hættur aö nota
það, enda átti hann nýrra og
fullkomnara sjónvarpstæki. Stóð
þannig á hjá eigandanum, að
hann ætlaði að flytja í önnur
húsakynni næstu daga.
En stofuglugginn hafði verið
skilinn eftir opinn og þá var ekki
að sökum að spyrja. Slíka freist-
ingu gat þjófurinn ekki st'aðizt
og inn um gluggann skreið hann.
Engu stal hann öðru en tækinu,
sem var honum ærið nóg byrði.