Vísir - 24.09.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 24.09.1968, Blaðsíða 7
V1SIR . Þriðjudagur 24. september 1968. 7 morgun útlönd í morgun útlönd í raorgun útlönd í morgun útlönd Rauði krossinn undirbýr neyðar- ráðstafanir til bjargar Bíafra ■ Hinn aíþjóðlegi Rauði kross er nú á höttunum eft- ir flugvélum til að geta haf- ið stórfelldar aðgerðir við Allsherjarþing Sameinuðu jb/dðonno hefst i dag Það er nú talið, næstum því öruggt, að dr. Emelio Arenales Catalan, utanríkisráðherra Guat- emala, verði valinn forseti 23. allsherjarþings S.Þ., sem hefst í dag. Sendifulltrúar 124 þjóða munu sitja þingið og þar að auki fjölmargir forsætisráð- herrar, aðstoðarforsætisráðherr- ar og utanríkisráðherrar. örygg isráðið hefur gefið Suður-Afríku meðmæli varöandi upptöku í samtökin. Fyrstu viku þingsins verða valdir formenn nefnda og aðrir starfsmenn á þinginu, og starfs svið þeirra skipulagt. Hinar al- mennu umræður á þinginu munu því vart hefiast fyrr en 2. október n.k. Þrjú aðalmál líðandi stundar, Tékkóslóvakía, Nígería og Víet nam, eru ekki á hinni fyrirfram ákveðnu dágskrá, en þau mái munu þó örugglega koma upp á teningnum meðan hinar al- mennu umræður standa yfir, en búizt er við, að þær endist til um 25. október. önnur meiri háttar mál, sem verða rædd, eru: Afvopnun, friðsamleg rannsókn sjávarins og himingeimsins, trygging mannréttinda, útrýming kyn- þátta- og trúarmisréttis og ný- lendukúgunar. Öll þessi mái hafa áður verið til umræðu á allsherjarþingum Sameinuðu þjóðanna. að fleygja niður matvælum og öðrum nauðsynjum til hinna hrjáðu íbúa Bíafra. Frá þessu var skýrt í Genf á mánudagskvöld. Talsmaður Rauða krossins neit- aði að skýra frá því, til hvaða landa hefði verið leitað í sambandi við þessa aðstoð. Þeir, sem til þekkja, telja þó líklegast, að Norðurlöndin verði fyrir valinu. I Svíþjóð á Rauði krossinn flug- véi af Herkúles-gerð, henni er nú verið að breyta með hliðsjón af því, að hún verði notuð til flutninga á matvælum, sem fieygt verður út í fallhlífum. Talsmaður Rauða krossins skýrði frá því, aö sænskur fallhlífasérfræð- ingur ynni 'nú að undirbúningi á þessum matvælaflutningi, og innan tíðar mundu fimm aðrir sérfræð- ingar koma honum til aðstoðar. Rauða kross-menn hafa þegar fund- ið hentug landsvæöi til að varpa nið ur matvæiabirgðunum. Þessi falihlífa-loftbraut verður rfeyðarúrræði til bjargar Bíafra- mönnum, ef svo fer, að sambands- hermönnum tekst að leggja undir sig síðasta flugvöllinn, sem er í höndum þeirra. _^MarcelIo Caetano — líklegasti eftirmaðurinn... Líðan Salazars óbreytt Búizt við útnefningu eftirmanna hans — Erlendum blaðamönnum visað úr landi ■ Siúkdómsástand Ant- ’ embættið, og gera flestir ráð fyrir, að hinn 62 ára gamii Marcello Caetano verði fyrir valinu, en hann hefur áður átt sæti í ríkisstjórn Portúgals. Sagt er, að tveimur sænskum blaðamönnum frá „Expressen" og „Dagens Nyheter" hafi veriö vlsað frá Portúgal. Ekki hefur sú fregn þó verið staðfest, né heldur gefin upp nein ástæða fyrir brottvísun- inni. Einnig er sagt, aö brezka blaða manninum Richard Bourne hafi verið neitað um dvalarleyfi í land- inu, þegar hann var kominn til flugvallarins í Lis.,N.on, en hann 'Skrifaði fyrr á þessu ári heiftúðug an greinarflokk um ástandið í Portúgal. onios Salazars hafði ekki versnað, þegar fréttir bár- ust frá Lissabon í gær- kvöldi. Hinn 79 ára gamli einræðisherra, sem hefur ráðið fyrir Portúgal í um 40 ár, fékk heilablóðfall fyrir viku. Hann liggur nú með- vitundarlaus, og eru lækn- ar og sérfræðingar vonlitlir um að hann muni lifa þetta af. 1 skýrslu, sem iæknar Salazars hafa birt, stendur, að á aöfaranótt mánudags hafi engrar breytingar órðið vart á sjúkdómsástandi hans öfugt við tvær fyrri nætur, þegar blóöþrýstingur hans féll uggvæn- lega mikið. Þótt svo ólíklega takist til, að Salazar komist aftur til heilsu er , talið útilokað að hann geti tekið við 1 stjómarstörfum að nýju, þar sem | heili hans hefur orðið fyrir var- anlegum skemmdum. Einhvern tíma alveg á næstunni er búizt við, að forseti landsins Americo Tomas muni útnefna eft- Dr. Antonio Salazar — myndin er tekin, þegar einræðisherrann irmann Salazars í forsætisráðherra- flytur eina af sínum sjaldgæfu útvarpsræðum ... Stór taska — smár maður Sonur Kennedys heiíins forseta, John, sem er sjö ára gamall, er hér á leið í skólann í fyrsta sinn. Hann gengur í elzta barnaskóla New York-borgar. Áður gekk hann í kaþólskan einkaskóla til und- irbúnings, eða nokkurs konar tímakennslu. Rússar áhugasamir um flotaæf- ingar Atlantshafsbandalagsins „Um daginn, þegar við vorum á siglingu að taka matvæli um borð, veitti rússneskur tundur- spillir okkur eftirför. Allt í einu duttu tveir matvælakassar fyrir borð. Rússneska skipið var beint fyrir aftan okkur. Það stoppaði og náði þeim upp úr sjónum. Síð an sendi það merki tii okkar og spurði, hvort við vildum ekkl fá kassana aftur, ef svo væri, gætum við skotið út báti, en til þess var of mikil alda, svo að við sögðum nei takk. Þann dag- inn gat rússneska skipshöfnin gætt sér á bandarískri steik og smjöri,“ þessa sogu sagði banda- rískur sjóliðsforingi blaðamönn- um á fundi með þelm um borð í ameríska flugvélamóðurskipinu „Wasp“, sem um þessar mundir tekur þátt í hinum mikiu flota- æfingum NATO. Fréttamenn, sem fylgjast með æfingunum, segja, að áhugi Uússa á þeim hafi verið aug- ljós frá fyrsta degi. Og þegar æfingarnar hófust voru lang- drægar sovézkar fiugvéiar á staðnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.