Vísir - 24.09.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 24.09.1968, Blaðsíða 10
10 VISIH . Þriðjudagur 24. septemðer I9B5. I—Hlll1! Il'll HIIII i III II|||||| I II ^BI—!■—■Wllllll Sendiferðabifreið óskast ca. 1 tonn, eldri en árg. ’66 kemur ekki til greina. PÉTUR PÉTURSSON Suðurgötu 14 . Sími 21020 og 11219 Mótatimbur til sölu að Garðastræti 41. Sími 18592. 5-6 herbergja íbúð óskast Heimasími 83119 og 21915 á vinnutíma. SíIcS — —> lt> siöu Átján skip tilkynntu um afla, síðasta sólarhring, samtals 2662 lestir. í morgun var svo aftur byrjað að kasta og búizt við sæmilegri veiði í dag, Mörg skip eru nú á landleið. Tveir bátar voru á leiðinni til Rauf- arhafnar og þrír komu þangað í nótt, nokkur skip voru á Ieið til Norðurlandshafna, Dalvíkur, Hrís- eyjar og svo Siglufjarðar. — Flestir sigla með síldina ísaða, en einstaka skip flytur ennþá saltaða síld af miðunum. — Aftur á móti fer minna til bræðslu, en oftast áður. Von var á síldarstúlkum til Rauf- arhafnar í dag, frá Reykjavík, norö- an af Akureyri og af Langanesinu, Þórshöfn. Annars hefur verið deyfð yfir staönum til þessa. Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. ____ PÉTUR PÉTURSSON Suðurgötu 14 . Sími 21020 og 11219 Uppfinning — )»»->■ 1. síðu. eins lengingapall, eins og Einar hefur fundiö upp. Erlendir sérfræð- ingar hafa sýnt þessum uppfinning- um hans mikinn áhuga, en til þess aö köma þessui ! nýjungum á mark- að, þarf hann vissulega aö fá einka- leyfi fyrst og þar stendur hnífurinn i kúnni. Einkaleyfi í Bandaríkjun- um kosta um 300 þúsund krónur fyrir utan allan þann kostnað, sem fylgir slíkum upppfinningum. „Ég er reiðubúinn til að stofna hlutafélag um uppfinningar mfnar þannig að möguleiki verði á að koma þeim á markað og í fram- leiðslu", sagði Einar að lokum. Skortur á hjúkr- unurkonum • Enn er sami skorturinn á hjúkrunarkonum, sem lengi hef- ur háð spítölunum, án þess þö að standa þeim fyrir þrifum. — Hins vegar er enginn hörgull á stúlkum í gangastörf. ,,í bjartsýni sinni vonast menn nú til þess, að úr þessu rætist með hjúkrunarkonurnar í haust, án þess svo sem að byggja þær von- ir á neinú sérstöku," sagði Sigurð- ur Helgason, skrifstofustjóri Ríkis spítalanna í spjalli við Vísi í morg- un. Ríkisspítölum hefur tekizt að halda öllum deildum opnum, þrátt fyrir hjúkrunarkvennaskortinn. „Það eru margar hjúkrunarkonur komnar í störf hiá spítölunum, eink um á Landspítalanum, þar sem þær hafa aðstöðu til gæzlu bama sinna í Grænuborg." Allmörgum sem ráðnir höfðu ver ið til afleysninga í sumar, var sagt upp fyrir nokkru, eða um 200 manns, en Siguröur kvað það ekki rétt, að fækkað hefði verið starfs- fólki hjá spítölunum fyrir þvf. — Sagði hann, að veitt væri heimild fyrir vissum fjölda starfsfólks og væri sú heimild notuð. Allt hiö fast ráðna starfsfólk væri komið úr sumarfríum sínum, því hefði ekki verið vinna fyrir hina lengur. DANSSKOLI HERMANNS RÆGNJIRS Miðhær Kennsla hefst 7. okt. Kennum, börnum, ungling- um og fullorðnum gamla og nýja samkvæmisdansa. REYKJAVIK: Innritun í síma 82*22 og 33222. HAFNARFJÖRÐUR: i Kennt verður í Iðnaðar- mannahúsinu. — Innritun í síma 82122. AKRANES: Kennt. verður í Rein. Innritun í síma 1560. Gagnasöfnun — > 16 siól. ur margvfslegra gagna verið aflað og málin hafa verulega skýrzt vegna þeirra og viö umræður, sem átt hafa sár stað og einungis hafa fjallað um sjálf efnahagsmálin. Hins vegar er enn unnið að frekari gagna öflun og þarf margt nánari athug- unar við, svo sem með samán- burði á þeim úrræðum, sem helzt koma til greina. Fyrr en þessum at- hugunum er lokið verður ekki séð, hvort grundvöllur er til samkomu- lags, og má ekki búast við neinum sérstökum fréttum af hverjum ein- stökum viðræöufundi." Að rækta korn — -> 9 siöU DANSKENNARASAMBAND ISLANDS Tryggir rétta tilsögn — Ég er hér með 193 til- raunareiti, af grasi og korni. Ætli það sé ekki eins og hálf dagslátta hér uppfrá og einn hektari niðri á sandinum. — Hér er ég að gera tilraunir með vetrarbygg, segir Klemens og staldrar við einn tilraunareit- inn. Þessu var ég að sá hérna og þaö sprettur að vetri. — \7'æri ekki hægt að stunda kornrækt hér á landi í mun stærri stíl? — Það ætti að rækta korn á hverjum einasta bæ á land- inu og hafa það sem fóður- tryggingu. Þegar illa árar má þurrka þetta eins og hey. Þetta éta allar skepnur. í góðærum getur bóndinn svo fengið þrosk- að korn og sparað sér fóður- bætiskaup. Þaö má venjulega sjá það í júlí, hvort kornið þroskast eða ekki. — Og yfir- leitt fylgist það að að heytekja sé léleg og kornið nái ekki þroska. Klemens fær sér enn einu sinni duglega í nefiö. Regnið drýpur i stríðum straumum af hattbarðinu og við öslum aftur yfir giröinguna rennvotir. En Klemens tekur aftur upp orfið sitt og heldur áfram að slá með sömu einbeitninni. BORGINI BELLA Jú, jú, Siggi minn. Ég get sagt þér alveg heilmikið um hana, en þaö er nú ekki allt sérstaklega spennandi. UEMSMETl Sú styrjöld sem staðið hefur styðzt yfir, var styriöldin á milli Englendinga og Zanzibar. Hún stóö frá klukkan 9.02—9.40, þann 27. ágúst 1896. Aðfaranótt hins 23. sept. tap- aðist steingrár hestur úr Vatns- mýrinni, merktur B.B. á lend. Uppl. á Hverfisgötu 92. Vísir 24. sept. 1918. VEBRIÐ I DAG Austan gola, skýjað. Hiti 4—10 stig. HEIMSÓKNARTIMI Á SJIÍKRAHÚSUM Fæðingarheimiii Reykjavíkur A.!la daga kl 3 30—4.30 og fyrir feður kl 8-8.30 Elliheimiiið Grund. Alla daga kl 2-4 og 6.30-7 Fæðingardeild Landspítalans. Alla daea ki 3—4 og 7.30 — 8 Farsóttarhúsið Alla daga kl 3 30—5 og 6.30-7 Kleppsspítalinn Alla daga kl. 3—4 og 6.30 — 7 Kópavogshælið Eftir hádegið <ipoipga Hvitabandið Alla daga frá kl 3-4 oe 7-7.30 Landspitalinn kl. 15 — 16 og 19 -19.30 Borgarspítalinn við Barónsstig kl. ‘4-15 og 19—19.30. J. H.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.