Vísir - 24.09.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 24.09.1968, Blaðsíða 9
,'VlSIR . Þriðjudagur 24. september 1968. ■ ■-• ■%--^, ••■•,/.\v «a« 88BpMBB38 s - »4.*- •'•''■ » ^ >•' Í'-"ÍST ST'"í5> : ■ ■ Klemens við slátt á akrinum - í baksýn sér heim að bænum. Það ætti að rækta korn á hverjum bæ á Islandi jþað var húðarrigning austur á Rangárvöllum á laugardag- inn, þegar blaðamaöur Vísis fór þar um. Hey stóð víða í lönum og göltum á túnum, hálfþurrt og sumt hrakið, því að óþurrkar töfðu mjög heyskap framan af sumri og er óvenju mikið hey úti hjá bændum. Eru ja-fnvel dæmi þess, að bændur eigi helm ing heyja sinna óþurrkaðan — og það er komið fram í slátur- tíð. Þegar skimað var til bæja, sá þar hvergi lífsmark, jafnvel hundarnir kúrðu inni og hross stóðu í höm. — Á kornakri rétt við þjóðveginn mátti þó sjá einn sláttumann að verki. Hann sveiflaöi orfinu rösklega, hnell- inn maður í bláum vinnugalla með barðastóran hatt á kollinum. Þegar betur var að gáð mátti þar kenna Klemens Kristjáns- son, fyrrum tilraunastjóra á Sámsstöðum. — Hann býr nú þarna á nýbýli sínu, Komvöll- um, 73 ára gamall og heldur á- fram komtilraunum sínum, sem staðið hafa allt frá þriöja tug aldarinnar. TZlemens tekur vel komu- mönnum, sem klungrast yfir giröinguna, tekur duglega í nefið, leggur frá sér orf og Ijá og sýnir okkur tvíraöa bygg, sem hann hefur lagt að velli. 4- Þessi tegund er í algerum sérflokki, segir hann, þegar við spyrjum hvaða tegund hafi reynzt bezt við kornræktartil- raunimar. — Ég er hér með 18 tegundir, fimm af höfrum og þrettán af byggi. Klemens tekur aftur upp orfið og slær einn skára, síöan tek- ur hann kornið í smábúntum úr Ijánni og leggur það þannig í raðir á völlinn. — — Ég býst við uppskeru í næstu viku, segir hann. Þetta verður bundið og sett í skrýfi og síðan 'þornar það. Svo er vinna við þetta allan veturinn, þegar búið er að þreskja þarf að vigta þetta og rannsaka á alla lund. — Ekki kostar þú þessar til- raunir sjálfur. — Ja, Rannsóknarráð hefur nú lofað að láta mig hafa eitt- hvað fyrir þetta, en ég veit ekki hvað þeir gera. — Ég hætti opinberu starfi sjötíu og tveggja ára gamall, en ég var byrjaður að byggja upp þetta býli löngu áður en ég hætti að Sámsstöð- um. Klemens var sem kunnugt er tilraunastjóri og bústjóri á Sámsstöðum í Fljótshlíð, allt frá árinu 1927. -Ég átti nú að vera hættur fyrr, segir Klemens, en þeir vildu endilega hafa mig lengur svo aö ég var í nokkur ár til viöbótar og ég hætti vegna aldurs, en ekki af því að þeir ildu ekki hafa mig, segir hann ig fiíær VRJ. l', — Já, ég er búinn að fást við þetta lengi, segir hann þegar við spyrj. í nánar um kom- yrkjustörfin. Ég vann fyrst við þessi tilraunastörf í Danmörku meðan ég var viö nám. En Klemens stundaði nám £ búvísindum við Viborggaard Græsmarkskole árin 1919—22 og síðar við landbúnaðarháskóla Norðmanna og hefur um langt skeið verið frumkvöðull að kom- ræktar og grasræktartilraunum hér á landi. Og hlaut enda Riddarakross Fálkaorðunnar og silfurbikar frá Kristjáni X. Danakóngi fyrir kornyrkjutil- raunir — árið 1935. Klemens gengur meö okkur smáspöl meðfram óslægjunni, og við spyrjum hann hvort hann sð ekki farinn að lýjast á þessu. — Ég varð að hafa eitthvaö til þess að dunda við, þegar ég var hættur tilraunastjórastarf- inu, þess vegna er ég nú að þessu. Maður veröur að hafa eitthvað fyrir stafni, iðjuleysið fer verst með mann. — Ég kenni mér ».iskis meins ennþá. — Og þú varst að taka bil- próf um daginn? — Já, ég keyri hér um allar trissur. Þeir segja að ég hafi tekið eitthvert bezta próf, sem hér hefur veriö tekið. Ég var auðv't„ð vanur vélum. — Það er ófært fyrir mig annað en eiga bíl, þar sem ég er með svæði undir tilraunir hérna niðri á söndum líka. Það er iðjuleysið, sem fer verst með mann, ég kenni mér einskis meins ennþá. Staldrað við á akrinum hjá Klemens Kristjánssyni fyrrum tilraunastjóra á Sámsstöðum — en hann stundar nú tilraunir á eigin býli TÍSIESm: Teljið þér þjóðstjóm vera lausnina? Eggert Benónýsson, útvarps- virki: „Ég skil ekki i því að hún bjargi neinu. Það þarf a. m. k. meira til en þjóðstjóm, þó að hún hafi kannski meiri mögu- leika til aö gera það, sem gera þarf.“ Þorsteinn Gunnarsson, bil- stjóri: „Ég held að hún sé ekki lausnin, nema hún geri eitthvað raunhæft. Þó gæti veriö, að betri vinnufriöur fengist með henni.“ Sveinn H. Björnsson, fram- kvæmdastjóri: „NEI.“ Birgir Þorvaldsson, forstjórij_ „Nei, það tel ég ekki. HinirT flokkarnir tveir, sem standa fyrir utan stjórnina nú hafa sýnt það áður, að þeir eru ekki færir til að stjórna.“ Bjöm Bjömsson, póstfulltrúi: „Verður nokkur lausn, nema allir komi sér saman um úr- ræðin?“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.