Vísir - 25.09.1968, Page 7

Vísir - 25.09.1968, Page 7
ÍTTSI R . Míðvibudagur 25. septemoer rsos. morgxin útlönd í morgun útlönd í raorgun útlönd í raorgun útlönd T'itó Júgóslav'iuforseti: // HCIMSFRIDURIHÆTTU" 9 í Belgrad hvatti Tító Júgóslavíuforseti til þess í gær, að hin minni ríki leggðust á eitt við að hamla gegn þróun, sem leitt gæti til nýrrar stórstyrjaldar. Um leið skýrði forsætis- ráðherra landsins frá því, að spor hefðu verið stigin í þá átt, að efla hernaðarstyrk Iands- ins og baráttuþrek júgóslavnesku þjóðarinn ar í heild. 9 Forsætisráðherrann talaði um innrás Varsjárbandalagsríkjanna í Tékkóslóvakíu, og sagði að nú væri efst á baugi að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi hinna smærri ríkja og landa, sem ekki gætu talizt i stórveldatölu. Það mætti vel sjá af örlögum Tékkóslóvakíu, þar sem gerð hefði verið hemaðarleg innrás til að koma í veg fyrir frjálsa og óháða þróun í sjálfstæðu ríki. Hann sagði, að mikill meirihluti þjóða heims hefðu fordæmt inn- rásina, en óróinn virtist samt vera mestur í Evrópu. • Tftó flutti ræöu sína um á- standiö í alþjóðamálum f miðdegisverðarboði, sem haldið var fyrir Haile Selassie keisara 23. allsherjarþing S.Þ. hófst i gærkvóldi: U Thant lenti 7 harðri orðasennu við fulltrúa USA 9 23. allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna kom saman til fundar í gærkvöldi. Utgnríkis- ráðherra Guatemala, Emilo Ar- enales Catalan, var valinn for- seti þingsins eins og spáð hafði veriö. Súasíland var samþykkt sem 125. aðildarríki samtak- anna. 9 í fyrsta sinn á ferli sínum byrjaði UThant þetta þing með því að lenda í harðri sennu við eitt stórveldanna. George Ball aðalfullfrúi Bandarfkjanna vítti framkvæmdastjórann harölega fyrir ummæli um Vletnam-styrj- öldina, sem U Thant hefur látiö hafa eftir sér. 9 UThant vitnaði í sína eigin álitsgerð um málið, en hún verð- ur lögð fyrir þingið. Þar mælir „ _ . hann með því, að Bandaríkin B Thant, aðalritan Samemuðu }iæ^j að öliu loftárásum á Norð- þjóðanna, lenti strax á fyrsta ur-v;etnam. Þessi álitsgerð verð- degi í orðasennu við fulltrúa ur að Iíkindum lögð fyrir þingið Bandaríkjanna. d mánudag eða þriðjudag. Aðvörun til húseigenda Vegna síendurtekinna kvartana, viljum við hér með ítreka aðvörun okkar til húseigenda við auglýsingum ýmissa réttindalausra aðila um húsaviðgerðir, og benda húseigendum á að leita upplýsinga hjá samtökum byggingar- iðnaðarmanna. Meistarafélag húsasmiða, Trésmiðafélag Reykjavíkur. Landsmálafélagið Vörður Hádegisverðarfundur verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu laugar- daginn 28. septemberm. k. Dómsmálaráðherra Jóhann Hafstein ræðir um atvinnuöryggi. Stjórnin. Eþíópíu, sem er nú staddur í Júgóslavíu. Tító hélt því fram, að þróun á sviði alþjóðamála ógn- aði mannkyninu meö nýrri heims styrjöld. Hann ræddi um stór- þjóðir, sem beita smáþjóðir ofur-i efli til að kúga þær undir vilja sinn, og koma þannig í veg fyr- ir, að vonir fólks um frelsi og sjálfstæði fái að rætast. Tító minntist einnig á, aö baráttunni fyrir útrýmingu ný- lendukúgunar væri ekki enn lokið, því aö nú liti sannarlega út fyrir, að viss ríki blönduðu sér inn í innanríkismál landa — ekki aðeins í Afríku og Asíu — heldur líka i sjálfri Evrópu. „Viö stöndum frammi fyrir ógn- vænlegu ástandi,“ sagði Tító, „og nú er það lífsnauðsyn fyrir ö.Il friðelskandi lönd að standa saman til að komast hjá stór- ógæfu, sem snertir öll lönd heims. Ennfremur sagði Tító, að aldrei fyrr hefði verið jafnmik- ilvægt, að leggja áherzlu á varðveizlu friðarins. Tító mælti með, að haldiö verði áfram viö að undirbúa ráöstefnu, þar sem þau lönd komi saman, er ekki eigi hlutdeild aö neinum banda- lögum. Tító, forseti Júgóslavíu, varar við ófriði, og hvetur til fundar með þjóðum, sem standa fyrir utan hernaóa ‘bandalög. MONTEVIDEO. Ríkisstjórn Uru- guay hefur ákveðið að vísa úr landi sovézkum stjórnmálamanni og tveimur sendiráðsstarfsmönnum. — Öllum þremur hefur verið bent á, að þeir séu taldir óæskilegir í land- inu og hafa fengið 48 stunda frest 'til að yfirgefa það. OSLÓ: 300 fjölskyldur í Noregi hafa boöizt til þess að taka að sér viet- nömsk munaöarl. börn. Barnavernd- arnefndin hefur fallizt á tilboö 70 foreldra um þetta og hafa þeir greitt kostnaðinn af að koma börn- unum til Noregs, en hann er 4000 n. kr. á barn. MADRID: Fyrsti sjúklingurinn á Spáni, sem grætt var I nýtt hjarta, Juan Rodrigues Grille, 44 ára gam- all pípulagningamaður, lézt 27 kst. eftir uppskurðinn. GENF. Talsmaður Rauða krossins í Genf sagði í gær, að allar ásakanir sambandsstjórnar Nígeríu á hendur Rauða krossinum, um að hann hefði sent hundruðir milljóna króna til Bíafra til kaupa á vopnum og skot- færum, væru ósannar. VVASHINGTON. Bandaríki Norð- ur-Ameríku, Stóra-Bretland og Frakkland velta þvi nú fyrir sér. að senda Sovétríkjunum sameigin- leg mótmæli. vegna þess að austur- þýzkar hersveitir tóku þátt í1 inn- rásinni í Tékkóslóvakíu. Þetta mál um þríveldamótmæli er nú til um- ræðu, en ekki hefur verið endan- lega ákveðið, hvort úr því verður. Mótmælaaðgerðir í Portúgal — Krafizt frjálsra kosninga # Meira en hundrað manna hóp- ur af andstæðingum Salazars sneri sér f gær til forseta landsins, Am- erico Tomas, með áskorun um, að hann leysti upp þjóðþingið og boð- aði til nýrra kosninga. • Hópur þessi gaf út flugrit, sem útbýtt var til blaða og erlendra fréttastofnana í Oporto í norður- hluta landsins, og I flugritinu var, sagt, að lagt hefði verið að forset- anum að boða til frjálsra kosninga, þannig að íbúum landsins yrði tryggður sjálfsákvörðunarréttur. í flugritinu segir, að sjúkdómur Salazars hafi komið landinu í al- varlega aðstööu, stjórnmálalega og efnahagslega. Flugritið er unfíirrit- að af ýmsum þekktum vísindamönn um og skáldum í Portúgal. Æðstaráðið / Tékkósló- vakíu ræðir Moskvufundinn 9 Æðsta ráð tékkneska kommún- istaflokksins kemur líklega saman til fundar í dag til að ræða um mál flokksins — og væntanlega ferö stjórnarleiðtoganna til Moskvu. • Enn er ekki ákveðið, hvenær Moskvu-fundurinn verður haldinn, og jafnvel hefur ekki örugglega ver- ið ákveðið, að af honum verði. 9 Jafnframt þessu áttu Lpdvik Svoboda forseti og Oldrich Cernik forsætisráðherra í gær viðræður við hinn nýja innanríkisráöherra lands- ins, Pelnar, um framtíðarstarf ráöu- qeytis hans og væntanlegar athafn- ir, eins og það var kallað í tilkynn- ingu, sem gefin var út eftir fundinn. Sildarstúlkur óskast til söltunar, flökunar, pökkunar o. fl. Mikil vinna, unnið í upphituðu húsnæði. HRÓLFUR H.F. Seyðisfirði. Uppl. í síma 35709. Síldarstúlkur — S'ildarstúlkur Sunnuver h.f. Seyðisfirði óskar eftir að ráða strax vanar síldarstúlkur til Seyðisfjarðar. Fríar ferðir, kauptrygging. Upplýsingar á skrifstofu Sunnuvers, Hafnar- hvoli og í síma 20955 frá kl. 10—5 og 7—9 á kvödin. Sunnuver Seyðisfirði. S)

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.