Vísir


Vísir - 01.10.1968, Qupperneq 1

Vísir - 01.10.1968, Qupperneq 1
Spænsk í septembersól Spænsk senoríta nýtur íslenzkrar septembersólar við Brúar- hlöð. Fleiri dísir voru með í hringferðalagi til Gullfoss og , Geysis, sem sagt er frá á bls. 9 í dag Ferðamannastraumnum í ár er nú að ljúka og má búast við því að eftirtekjurnar verði nokkuð miklar. Island verður í vaxandi mæli ferðamannaland, og hingað sækja margir úr suðri. Sérstakt kvöldeftirlit | víBa í borginni — Útivistart'imi barna og unglinga breytist 5 írá og með deginum i dag — Afbrotum. barna og unglinga fer iskyggilega fjólgandi • Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hyggst í samstarfi við lögregluna herða eftirlit með því, að reglum um útivistartíma barna og unglinga verði framfylgt. • Sérstakt kvöldeftirlit verður haft í hinum ýmsu hverfum borgarinnar, en um Ieið er heitið á alla þá, sem hafa með hönd- um forsjá bama og unglinga, að gera sitt til þess að koma f veg fyrir slæping og göturáp þeirra að kvöldlagi. Frá og með deginum í dag breytist útivistartími barna og unglinga, skv. reglum í lögreglu samþykkt borgarinnar, þannig að böm innan 12 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20, og börn innan 15 ára ekki eftir kl. 22, nema í fylgd með fullorðn um. Ýmsar tölur í skýrslum Barna verndamefndar frá síðustu ár- um sýna uggvænlega þróun 1 þá átt, að afbrotum unglinga, einkum hinna alvarlegri, fer fjölgandi — afbrotum, sem mörg eru framin 1 skjóli náttmyrkurs og reiðileysis götunnar, einmitt eftir að leyfilegum útivistartfma lýkur. Niðurstaða athugunar, sem ís- lenzkur skólam. gerði á svefn- tíma allmargra reykvískra skóla bama nýlega, sýndi, að þorri skólabarnanna situr vansvefta og sjálfum sér ónógur í kennslu stundum. Þarf engan sérfræð- ing til þess að sjá út, hvaða af leiðingar svefnleysi hefur á þroska bama. Því miður hefur reynsla ár- anna verið sú, að regfum um úti vistartíma bama og unglinga hefur ekki verið hlýtt sem skyldi. Þvkir þar helzt skorta á samstarfsvilja foreldra, sem ekki hafa gefið því nægilegan gaum, hversu mikið velferðar- mál þetta er bömum þeirra. ,VA' .V.V, Nærrí tveggja metra skafl- ar á Skaga — Búið er að ryðja bjóðveginn norður i land, en innanhéraðsvegir viða ennbá ófærir • Vegheflar og ruðningstæki frá Vegagerðinni hafa unnið síð- an í gær við að ryðja snjó af •vegum norður í landi. Eru nú allar aðalleiðir færar allt aust- ur að Möðrudalsöræfum, en þar er ennþá verið að ryðja snjó af veginum. Snjólagið var víða þaö þykkt að vegheflarnir komust ekki í gegn. Snjórinn var hvað mestur í Skaga- firðinum og úti á Skaga voru skafl- amir allt upp í 1,80 metra á þykkt. Fjöldi bíla sat fastur í gær á leiðinni norður, ýmist höfðu þeir drepið á sér í hríöarveðrinu, ellegar festst ,í sköflum. Nokkrir bílar sátu ennþá á Holtavörðuheiði seinni partinn í gær. Meðal annars lá þar einn Bronco-bíll hálfvegis á hlið- inni, hafði hann runnið út af veg- inum. Mönnum mun ráðlegast að búa sig og farartæki sín vel, áður en þeir legggja upp í langferðir, því að frost er talsvert á fjöllum og mikil hálka á vegunum. Ennþá er ófært yfir Vopnafjarð- arheiði og Hólssand og innanhéraðs vegir nyrðra éru víða þungfærir eða ófærir ennþá, en unnið verður að því í dag og næstu daga að ryðja þá. Búvörur hækka Framleiðsluráð landbúnaðar- ins hefur auglýst nýtt verð á búvörum. Hækka þær flestar um nær fimmtán af hundraði í verzlunum, en verðlagsgrund- völlur landbúnaðarafurða hækk- ar um 7%. Verðlagsgrundvöllur- inn gildir til tveggja ára. Mjólkin hækkar í 10,50 hver lítri úr 9,15, rjómi í kvarthym- um verður 26,65, en var 24,10, akyr 26,00 hvert kíló, áður 23,65, gæðasmjör kostar 138,45 kr. hvert kg., en var 115,75. Þá kostar 45% ostur 159,25 kr. hvert kg. en áður 144,65. Súpu- kjöt 97,90 kr., en áður 84,75, heil læri kosta 111,55 en áður 97,00, kótelettur 127,15 kr„ áö- ur 110,95 og slátur með sviðnum haus kostar 98,59. en kostaði áður 87,00 krónur. Verð til bænda veröur kr. 10,61 per lítra mjólkur, og verð á 1. flokks dilkakjöti til bænda .erður 77,53 krónur. Sex skip rifu nætur sínar í nótt Örfirisey fékk i gær eitthvert stærsta kast sem sézt hefur á sildarmiðum Fimm eða sex skip eru á leið til lands af síldar- miðunum með rifnar nætur ef tir nóttina. Mik- ill straumur var á mið- unum og ókyrrð. Síldveiðiskipin byrjuðu að kasta í fyrrakvöld eftir að storminn lægði. Fengu allmörg skip sæmileg köst þá um nótt- ina og undir morgun. Vélskipið Örfirisey var með gríðarlega stórt kast á síðunni í gærmorg- un og náðist ekki nema litill hluti af síldinni úr nótinni um borð i skinið Sagði skipstiórinn að hann hefði aldrei séð svo stórt kast á síðu. — Skipið kemur til lands í dag með síld- Nokkur skip eru nú á landleið með slatta, en þessi tilkynntu um afla frá þvi klukkan sjö í gærmorgun þar til f morgun: Örfirisey 260 tonn, Börkur 120. Gísli Árni 130 Helga 110. Vörður 60. Tálknfirðingur 70, Hoffell 20, Kristián Valgeir 19. Guðbjörg tS 40. Gígia 150, Jör- undur III. 60 og Gissur hvíti 25. Vildu aðeins sprengiefnið en litu ekki við tækjunum Stálu 55 kg> af sprengi- efni og 550 hvellhettum - Það er engu Iíkara en þjóf- arnir hafi gagngert verið á hött- unum eftir sprengiefni, sagði Páll Hannesson, verkfræðingur hjá Hlaðbæ h.f. í Kópavogi, en úr vinnuskúr verktakans var stol ið 55 ke af sprengiefni um helg- ina. „I skúrnum voru geymd mæling- artæki ýnrss konar, sem eru hundr- uð þúsund króna virði, en við þeim höfðu þjófarnir ekki hróflað." Hins vegar höfðu þjófamir lagt á sig nokkra fyrirhöfn - til þess að brjóta upp kistu, sem sérstaklega var höfð til þess að geyma í hvell- hettur. 550 hvellhettum hafði verið stolið, auk tveggja sprengjuhnalla og þar tilheyrandi leiðslum. Hvell- hetturnar, springa ekki nema hleypt sé rafstraumi á þær. Sprengiefnið, sem starfsmenn verktakans söknuðu, þegar þeir mættu til vinnu í gærmorgun, er af veikari tegundunum. Önnur tegund- in heitir ,,SIagbjörn“, en hin „Geo- mit“. Þótt vægt sé. nægir þó svona mikið magn af sprengiefninu til þess að valda miklum skaða, ef ranglega er með farið. > 10. sfðs Gamla konun enn ú sjúkruhúsi Líðan uömlu konunnar, sem á fimmtudagskvöld varð fyrir blfreið á Reykianesbraut á móts við Þór- oddsstaði, er talin vera eftir von- um sæmileg, en hún hlaut mikil meiösli, meðal annars opið brot á hægra fæti, handleggsbrot og á- verka á höfði. Ekki er með öllu Ijóst, hvernig slysið hefur villað til. .Sjónarvottar. sem voru nærstaddir (akandi eða gangandi), hafa ekki gefið sig fram ennþá, en lögregiunni bykir mikið við liggja, að ná tali af beim. Þeir, sem sáu atvikið, sem varð á ní- unda timanum, eru þvi beðnir um að snúa sér til lögreglunnar með unnK'sinRar sfnar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.