Vísir


Vísir - 01.10.1968, Qupperneq 8

Vísir - 01.10.1968, Qupperneq 8
'■8 VlSIR . ÞriðjudagHr 1. október 1968.' VISIR Otgefandi: Reykjaprent h.í. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: t lugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakiö Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Ný þjóðmálaumræða JJætt er við, að sumir eldri menn hristi höfuðið yfir málskjölunum, sem voru til umræðu á aukaþingi Sam- bands ungra sjálfstæðismanna um helgina, og álykt- unum þingsins, því að þar voru á ferðinni rnargar nýstárlegar og óvenjulegar hugmyndir. Ekki er hægt að segja annað en, að ungu mennirnir hafi rækilega afsannað þær kenningar, að þeir viti ekki, hvað þeir vilji, og hafi ekki raunhæfar tillögur til úrbóta. Þingið flauí bókstaflega í málskjölum og ályktunartillögum frá mörgum aðilum. Menn verða að sjálfsögðu ekki á eitt sáttir um ályktanir þingsins. En þær eru samt þess eðlis, að þær mynda grundvöll fyrir nýja þjóðmálaumræðu, bæði í Sjálfstæðisflokknum og á almennum vettvangi. Ungu mennirnir voru sammála um, að stjórnmála- ástandið í landinu væri óviðunandi. Virkustu leiðina til úrbóta töldu þeir vera að draga úr valdi stjórnmála- mannanna og færa það þjóðinni í hendur. Bentu þeir á ýmsar leiðir til þess. Þeir lögðu til, að prófkosningar verði gerðar að skyldu innan flokkanna, svo að kjósendur þeirra geti milliliðalaust ráðið vali frambjóðenda sinna. Augljóst er, að það mundi hafa í för með sér miklar breytingar á framboðslistum og draga úr valdi flokksstjórna. ef þessi tillaga kæmi til framkvæmda. Á fundinum kom fram ítarlegt málskjal um framkvæmd prófkosninga. í annan stað lögðu ungu mennirnir til, að peninga- valdið verði tekið úr höndum stjórnmálaflokkanna og fært almenningi í landinu, t. d. með því að ríkisbank- ar verði að miklu eða öllu leyti gerðir að almennings- hlutafélögum eða sjálfseignarstofnunum. Þessi tillaga byggist á þeirri skoðun, að hin nánu tengsl stjórnmála- valds og fjármálavalds bjóði spillingu heim. í svipuðum anda var þriðja úrbótatillagan. í henni er lagt til, að bannað verði að kjósa alþingismenn í yfirstjórnir ýmissa menningarstofnana og stofnana í atvinnulífinu. Er þar að baki sú hugmynd, sem kom fram í skjali á þinginu, að þjóðmálin eigi að snúast um þjóðmál, en ekki um fyrirgreiðslur og forréttindi. Hér er um að ræða róttækar tillögur, sem erfitt er að gera sér grein fyrir í fljótu bragði. Alltaf er ástæða til að taka einföldum lausnum með varúð og kanna þær niðúr í kjölinn. En telja má, að tillögurnar snerti að ýmsu leyti grundvallarforsendur þeirrar óánægju, sem menn eru nú sammála um að ríki með stjórnmála- kerfið í landinu, og þess vegna sé nauðsynlegt að taka þær til alvarlegrar athugunar. Það bætir mjög þjóðmálaumræðuna, sem nú er að hefiast í landinu, þegar fram koma ákveðnar og fast- nótaðar úrbótatillögur, sem hægt er að ræða um. Aukaþing ungra sjálfstæðismanna hefur hér unnið markvert brautryðjendastarf. Þessi teikning, línurit eða skopmynd, sýnir vel, hvemig niðurstöður ör skoðanakönnunum um ’ vfnsældir forsetaeínanna hafa veriö undanfarna mánuöL George Ball gengur í stuðn- ingsmannahóp Humphreys — Nixon enn sigursfranglegur — Wallace óútreiknanlegur □ Á fimmtudag vakti það alþjóðlega eftirtekt, að George W. Ball aðal- fulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ hafði beðizt lausn ar, og skipaður hafði verið eftirmaður hans, James Russell Wiggins, ritstjóri stórblaðsins „Washington Post“. Tl/Tikið hefur verið um það rætt, hverjar ástæöur liggi til grundvallar þessari skyndi- legu afsögn Balls. Johnson for- seti kallaði þegar í stað blaða- menn á sinn fund, og lagði mikla áherzlu á, að Ball hefði sjálfur beðizt lausnar, og þakkaði for- setinn honum gifturíkan feril, sem sendifulltrúi lands síns hjá Sameinuðu þjóöunum. Nú hefur það komið í ljós, aö Ball hætti sínu fyrra starfi til að taka þátt í kosningabar- áttu Huberts Humphreys og er nú aðalráðgjafi hans í utanríkis- málum. Á fundi með fréttamönn- um sagði Ball, að hann væri sannfærður um, aö Humhrey og aðeins Humphrey gæti bundið skjótan enda á styrjöldina i Víetnam. Bai! sagði: „Aö mínu áliti er líklegt. að stjórnmálaleg lausn á Víetnam-málinu komi fram snemma á kjörtímabili næsta forseta — ef hann er Hubert Humphrey. Ef Nixon veröur kjörinn, hef ég ekkert hugboð um hvað gerist. jþegar Ball tilkynnti um afsögn sína, notaði hann tækifærið til að gera harða hrið að Richard Nixon, forsetaframhjóðanda repúblikana. Ball sagði m. a.: .Humphrey er gæddur þeim eig- inleikum, sem forseti þarf aö hafa til að bera — en Nixon skortir þá.“ Ball bætti við: „Til eru mörg meiriháttar vandamál önnur en Víetnam. Okkur hætt- ir til að telja það vera miðpunkt alheimsins. Stórveldin eiga við vandamál að etja, og eflaust verða kveðnir upp úrskurðir jafnmikilvægir og á tímum Kúbumálsins 1962.“ Ball hélt því einnig fram, að það væri meiriháttar misgáning- ur að velta þvf svo ákaft fyrir sér, hvort rétt sé að hætta skil- yrðislaust öllum sprengjuárásum á Norður-Vfetnam. „Slíkt skref,“ sagði hann, „mundi engan veg- inn tryggja fijótan endi striðs- ins. Ég er vissulega þeirrar skoðunar, að Víetnammálið komi fyrst, en það er þó ekki eina vandamálið." J^yrr þennan sama dag, hafði Humphrey frambjóðandi demókrata hvatt mjög til þess, að auka herstyrk Sameinuðu þjöðanna, svo að þær gætu þjónað hlutverki sínu að við- halda heimsfriði. í ræðu í San Francisco kom hann fram með þá tiliögu, að alþjóðlegur her á vegum S.Þ. annaðist friðar-gæzlu í Víetnam og á öðrum ófriðarstöðum. Repúblikanaframbjóðandinn, Richard Nixon, hefur líka sett fram ýmsar hugmyndir um lausn alþjóðamála. Eftir að hafa ráðg- azt við ráðgjafa sína kom hann með tillögu um, að innan skamms yrði haldinn „toppfund- ur“ með Sovétríkiunum. dregið yrði úr skuldbindingum Banda- ríkjamanna við önnur lönd, og haldið áfram að stuðla að hern- aðarlegum yfirburðum and- kommúnistískra ríkja yfir önnur ríki. Humphrey hefur fengið fleiri góða stuöningsmenn upp á síð- kastið. bar á meðal Arthur Goldberg, sem um skeið var aðalfulltrúi Bandarikjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, rétt eáns og Ball. Tjrátt fyrir þessa ágætu stuðn- ingsmenn virðist Humphrey ekki eiga auðsótta braut í fbr- setastólinn. Skoðanakannanir sýna, að Nixon er allmiklu vin- sælli — og þriðji frambjóðand- inn, George Wallace frá Ala- ■ bama sækir ört á, en hann er nú talinn eiga vís um 21% at- kvæða samkvæmt skoöanakönn-' unum. Ef til vill á Wallace eftir að vinna ennþá meira á, því að augljóst er, að bandarískir kjós- endur eru ekki í alla staði á- nægðir með að fallast á annan hvorn hinna frambjóðendanna, sem báðir hafa gegnt stöðu varáforseta Bandaríkjanna. Cumir halda, að Wallace muni ^ takast að tryggja sér at- • kvæði svo margra kjörmanna,. að hann geti síðan samið við annan hvorn hinna frambjóð- endanna, og komizt þanriig í • einhverja mikilvæga áhrifa- stöðu, þótt hann kræki ekki í . sjálft forsetaembættið. 'Fyrir þessu er fræöilegur möguíeiki: 1) Wallace þyrfti aö hljóta meirihluta í fimm til sjö af Suðurríkjunum. 2) í hinum ríkjunum yröu. Humphrey og Nixon að fá álíka mörg athvæði hvor. 3) Humphrey og Nixon yrðu að fá næstum því hnífjafnan atkvæöafjölda í þeim ríkjum, sem flesta kjörm in hafa: Það er að segja New York (43), Kaliforníu (40), Pennsylvaníu (29), Illinois (26), Ohio (26), Texas (25) og Michigan (21), bannig mundi hvor aðeins fá 210 kjörmenn af hinum 270, sem nauðsynlegir eru til sigurs. Ef svo ólíklega fer, að þessi skilyrði uppfyllast öll, er Wallace óneitanlega í sterkri samningsaðstöðu. Og hvað geí.- ur ekki gerzt. knsningnoi? i j e í s • i i i . I i i.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.