Vísir


Vísir - 14.10.1968, Qupperneq 1

Vísir - 14.10.1968, Qupperneq 1
38. árg. - Mánudagur 14. október 4968. - 231. H»l. Vaka hlaut meirihluta í Stúdentafélaginu * [ Um helgina fóru fram kosning- Torfi Stefánsson, stud. jur. og Jó- ar i Stúdentafélagi Háskóla ís- hann Bergmann, stud, polyt. lands. Tveir listar voru í framboöi, A-listi, borinn fram af Vöku, félagi lýóræðissinnaóra stúdenta, og B- ±mmmX Réðust inn í íbúB í nótt og börðu búsráðundunn 0 Þrír menn brutust inn í íbúð við Baldurs- götu í nótt og veittu hús- ráðanda áverka, svo að hann liggur núna á sjúkrahúsi. Fékk hann stóran skurð á höfuðið og smærri skrámur, en er þó ekki í neinni hættu. Mennirnir skriðu inn um bað- herbergisgluggann og komust þann veg inn í íbúðina, eftir því sem bezt verður séö. Eftir Ollum sólarmerkjum að dæma, virðast þeir hafa átt það erindi eitt að berja á húsráðanda, sem var svo illa farinn eftir árásina, að hann hefur enn ekki getað gefið lögreglunni upplýsingar um, hvað þarna átti sér stað. Gestur, sem var Hbúðinni hjá manninum, vaknaði við það, að húsráðandi var í áflogum við einhverja í íbúðinni, sem var í niðamyrkri, svo ekki sást hverj- ir árásarmennirnir voru. Þegar lögreglan kom til hjálp-- ar, voru mennirnir á bak og burt, en húsráðandi mætti þeim blóðugur og illa til reika. Var hann fluttur á slysavarðstofuna. listi, borinn fram af 15 háskóia- stúdentum. J Orslit kosninganna urðu þau, að 850 manns greiddu atkvæði. A- listinn hlaut 420 atkvæði eða 50,6% og B-listinn hiaut 410 at- kvæði eða 49,4%. Auðir seðlar v voru 18 og ógildir 2. Fráfarandi formaður Stúdenta- félagsins, Jón Ögmundur Þor- móðsson, tjáðí blaðinu, að sér væri ekki nákvæmlega kunnugt um, hversu margir hefðu verið á kjör- skrá, en kjörsókn hefði álla vega ekki verið góð. Hann sagði, að undanfarin tvö ár hefði, B-listinn sigrað með um 51% atkvæða gegn 49%. Stúdenta- félag Háskóla Islands sér um fé- iagslif stúdenta, en Stúdentaráð H.l. um það, er að hagsmunamálum þeirra lítur. Þeir sem náð hafa kjöri í stjórn , Stúdentaféiags H.í. eru þessir: Af A-lista: Ólafur G. Guðmundsson, stud. med„ Ellert Kristinsson, stud. oecon., Skúli Sigurðsson, stud. jur. og Bjami P. Magnússon, stud. med. Af B-iista, Sveinn Run- ar Hauksson, stud. med., Finnur Dauðaslys við GEITHALS lögreglan leitar ökuntanns # Lögreglan ieitar nú dyr- um og dyngjum að ökumann- inum, sem aöfaranótt sunnu- dagsins ók á gangandi mann á Suðurlandsveginum og stakk síðan af, án þess að hirða nokkuð um hinn slas- aða. Maðurinn lézt á Landakots- spítalanum í gær, en þangað var hann fluttur beint af slysstað. Hann komst aldrei til meðvit- undar. Fjórir piltar, sem voru á ferö í bifreið eftir Suðurlandsvegi kl. 2.30 þessa nótt, voru sjónarvott- ar að slysinu, sem varð nokkru austan við afleggjarann upp f Rauðbóla. Þar var maðurinn á gangi og var að koma úr húsi einu skammt frá, en ætlaði til Reykjavíkur. Sáu piltarnir, hvar bíll kom aðvífandi á mikilli ferð og stefndi til Reykjavíkur. Rétt áð- ur en bílarnir mættust, sáu pilt- arnir, hvar hinn bíllinn sveigði snöggt til vinstri fram meö manninum, en síöan vék hann aftur út í kantinn, þegar bílarnir mættust. Lá maðurinn eftir í akbrautinni, en bíllinn hvarf út í buskann. Þegar piltarnir hugðu aö manninum, þar seni hann lá á veginum, virtist þeim hann með- vitundarlaus, enda hafði hann hlotið áverka á höfuðið. Gerðu þeir viðvart og var lögregla ogp sjúkralið kvödd á vettvang. Maö urinn var fluttur á Landakots- spítala, en hann iézt í gær og komst aldrei til meövitundar. Ökumaðurinn hefur ekki gefið sig fram við lögregluna, sem vinnur af kappi að rannsókn málsins. Leitar hún bæði bfls og ökumanns, en hvorugt er fundið enn. Pakkað og saltað í flestum vinnslustöðvum SV-lands Fjöldi skipa með afla úti af Reykjanesi i nótt Mikill viðbúnaður er nú í ver- stöðvunum við Faxafióa til þess að taka á móti sildinni, sem berst á land. — Þessi stidarhrota hér sunn- anlands kom flestum á óvart. — Starfsfólk frystihúsanna, sem lítið sem ekkert hefur haft að gera siðustu vikur og mánuði var skyndi lega kallað til vinnu. Fjöldi hús- mæðra starfar nú við að pakka sildinni og í dag verður byrjað að salta hjá allmörgum stöðvum hér 'syðra. ;. „Menn voru óvissir um þetta" sagði Guðmundur Guð- mundsson, verkstjóri hjá frystihúsi ísbjarnarins, þegar Vísir hringdi í þann í morgun, „menn bjuggust gkki við þessu — svolitil spenna er í fólki, þetta fylgir sildinni". Hjá ísbirninum var á föstudag og laugardag pökkuð síld í 1500 9 kg öskjur, sem fara á á Rúss- landsrnarkað. Guðmundur sagði að •nýtingin á þessari sild hefði verið miög góð. Talsverð veiði var úti af Reykja- nesinu í nótt og er Von á mikilli sild til flestra frystihúsa og sölt- unarstöðva við Faxaflóann og á’ Reykjanési i dag. — Fjórar söltun- arstöðvar munu byrja söltun í Keflavik í dag, Tvær á Akranesi og fleiri munu byrja söltun á þess- um stöðum á næstunni. Söltun sunnanlandssildar er þó takmörkuð við 10 þúsund tunnur til þess að byrja með og mun því ekki stór hlutur hverrar stöðvar — Það veld- ur erfiðleikum við frystingu sild- arinnar, að frystihúsin eru flest full af fiski, sem þau hafa ekki losn- að við ennþá og hafa því takmarkað pláss fyrir síldina í frystiklefum. Þessi skip tilkynntu sig til Reykjaneshafna í morgun: Eldey 30 lestir, Amfirðingur 50, Harpa 100, Jón Finnsson 140, Magnús Ólafsson 30, Þórkatla II. 90, Guðbjörg GK 40, Jón Garðar 150, Albert 80, Ingi- ber Ólafsson 25 og Lómur 15 tonn. TM Reykjavíkur koma í dag Þorsteinn með 80 tonn, Fylkir meö um 50 tonn og Gísli Árni og Ásþór höfðu einnig fengið afla, sem landað verður I Reykjavík, væntan- lega. Höfrungur III var væntanlegur til Akraness með 130 tonn og Höfr- ungur II. með 60, auk þess sem búizt var við fleiri skipum þangað með skitta og verður eitthvað af þeim afla saltað hjá Söltunarstöð Haraldar Böðvarssonar og hjá stöð Þórðar Óskarssonar. Fleiri skip munu hafa fengiö afla í morgun, en höfðu ekki tilkynnt sig í morgun. Allmargir Vestmanna eyjabátar voru á miðunum úti af Reykjanesi en frá þeim hafði ekk- ert heyrzt um tíuleytið í morgun. Búizt var þó við talsverðri síld til Vestmannaeyja í dag. Á leiðinni til Þingvalla, skammt frá Leirvogsvatni, hafnaöi vöru- bifreið þessi á handriði brúar og sópaði því með sér, eins og sjá má á myndinni. Bifreiðin fór út af veginum og munaði ekki nema nokkrum metrum, að hún hafnaði í gili. Miklar skemmdir urðu á bílnum. Framhjólin og það, sem þeim fylgir, öxull or stýrisendar, sópuöust undan bílnum. Ökumaður slapp hins vegar ómeitídur. 2700 sjúkrarúm á landinu Um síðustu áramót voru 2730 sjúkrarúm á öllu landlnu í hinum ýmsu heilbrigöisstofnunum. Flest rúm hafði Landspítalinn eða 310. Geðveikrahælið á Kleppi hafði 280 rúm, Elliheimilið Grund 200 og St. Jósefsspítali við Túngötu 190. Aðrar heilbrigðisstofnanir hafa mun færri sjúkrarúm. Þá voru 125 sjúkrarúm að Reykjalundi og 115 að Vífilsstöð- um. Á heilsuhæli Náttúrulækninga- félagsins í Hveragerði voru sjúkra- rúm 110. Stærst utan Reykjavíkur var Sjúkrahús Akureyrar með 128 Einn Dani leikur fimm íslendinga hart ■ Allhörð rimma var háð á bifreiðastæði BSR aðfaranótt sunnudags- ins eft-r að vertshúsum hafði verið lokað og laug ardagsböliin búin. Kom til grimmilegra átaka milli fimm íslendinga annars vegar og eins Dana hins vegar. Þegar lögreglan kom á vett- vang og skakkaði þennan ójafna leik, lágu tveir I’slendingar í valnuni. Virtist Daninn hafa öllu betur og voru hinir fegnir komu lögreglunnar. Niðri á lög- reglustöð, þegar taka átti skýrslu af mönnunum, vafðist þeim tunga um tönn og enginn mundi þá lengur, hvers vegna var slegizt. Tveir íslendinganna voru fluttir á slysavaröstofu og sá þriöji á sjúkrahús, þar sem hann liggur enn. Ilinir allir voru fluttir i fangageymslurn- ar. Daninn hafði beitt jafnt hönd- um og fótum og sparkað svo í kvið eins íslendingsins, að menn óttuðust, að sá kynni að bera þess merki æviiangt. Bólgnaði hann upp, en í morgun virtist bólgan ætla að réna, svo menn eygöu vonir um bata.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.