Vísir - 14.10.1968, Side 4

Vísir - 14.10.1968, Side 4
-K „Skoðið mig vel" Hið gullna hár hennar féll sem fyrr niður í augað á æsandi hátt kjóllinn var nærskorinn með perl- um og glitraði eins skært og jafn- an áður. Væri hún farin að bug- ast fvrir hinum 66 árum sinum, kom það ekki fram á röddinni, sem var örugg og full hinna gömlu töfra. í sannleika sagt, hið eina sem hafði breytzt, er Marl- ene Dietrich sneri aftur til Broad- way eftir eins árs fjarveru, til að syngja um sex vikna skeið, var lagiö. Nú söng hún „Skoðið mig vel“ (Look Me Over Closely). Enginn leikhúsgestur mun bíða eftir því tilboði. Twiggy í New York. Ekkert rúm fyrir hring. „Óhamingja, nafn þitt er Brigitte, — segir aumingja GUnter Sachs Sá kvittur kom upp í Þýzka- landi, að Brigitte Bardot og þriðji Brigitte Bardot með förunaut i Miinchen. eiginmaður hennar, Gunter Sachs, væru enn hrifin hvort af öðru, þrátt fyrir þriggja mánaða að- skilnaö. Flestir höfðu talið, að þau ætluðu að skilja. Væru þau enn ástfangin út að eyrum, þá áttu þau að minnsta kosti í heil- miklu braski með að láta hvort annað um það vita. Hinn þýzki munðarseggur hélt til Munchen, þar sem Brigitte átti að vera niður komin til að leika í kúrekakvikmyndinni Shal- ako. Fuglinn var floginn. Sagan endurtók sig í Hamborg. Brigitte Bardot hélt þar hátíðlegt 34ra ára afmæli sitt. Þau hjúin misstu hvort af öðru enn einu sinni. BB skýröi vinum sínum frá því, að hún heföi hafzt við til klukkan þrjú að nóttu í einum eftirlætisnæturklúbbi Giinters í þeirri veiku von að fá að sjá hann. Gunter sjálfur virtist alveg ringl- aður yfir öllu þessu. „Ég veit ekki einu sinni, hvort ég er kvæntur henni eða ekki“, sagði hann and- varpandi. „Óhamingja, nafn þitt er Brigitte. -S> Twiggy bætir við sig pundi og gjörbreytir um útlit! Áhugasamir skoöendur þóttust hafa greint kúrfu, sem lofaði góðu. Ef til vill var eitthvað satt i fréttunum um, að hún hefði bætt við sig heilu pundi! Twiggy litla sat þó við sinn keyp. Það væri tiihæfulaust með öllu, að hún væri að þyngjast. „Ég er 92 pund, eins og ég hef alltaf verið“, sagði sú stutta. Sumum fannst þó að einhverju væri á hana bætandi af þyngd og kven- legum linum. Annars hefur brezka fvrirsæt- an Twiggy, af einhverjum ástæð- um gjörbreytt um svip, svo að hún lítur nærri því út eins og kvenmaður, eins og sumir hafa orðað það. Hún hefur losað sig við „alla þessa útfletjandi, stráks legu hluti“ og fengið sér raun- verulega brjóstahaldara. í seinni tíð hefur hún næstum venjuleg- an andlitsfarða í stað þess að mála sig í kringum augun með sterkum og láréttum blýants- strikum. Hún lætur hár sitt vaxa „unz það verður svo sítt að það nær niður á tærnar á mér“ seg- ir hún. Twiggy var í vikunni stödd í Manhattan í New York til að auglýsa Yardley-snyrtivörur. Að- spurð um það, hvort unnustinn, Justin de Villeneuve, hefði gefið henni demantshring, hló hún bara. Hún sýndi á sér fingurna og sagði: „Ég hef ekkert rúm fyrir trúlofunarhring.“ Af svölum upp af „torgi menningarinnar" ... ... hrópaði ítalska blaðakonan Orina Fallaci á hálp ... ... en kúlnaregnið banaði förunautum hennar og særði hana. Harmleikur í Stúdentar fögnuðu sigri í bar- áttu sinni fyrir því, sem þeir köll- uðu aukið lýðræði í Mexíkó. — Olympíuleikarnir stóðu fyrir dyr- um, og fólk víða úr heimi flykkt- st til landsins. En lögreglan hafði ekki gefizt upp. Hersveitir og lög- reglulið gerðu harkalega árás á mannfjöldann,' sem safnazt hafði saman á torgi „menningarinnar“. Fólk flýði í allar áttir en varð 'rá að hverfa ,er það mætti mót- stöðu lögreglunn-m, skothríð. — Menn hrundu niður. Á einum fimmtán mínútum höfðu 29 fallið, 80 særzt og 363 verið handteknir samkvæmt op- inberum tölum. Aðrar fregnir - hermdu að annfallið hefði orð- ið miklu meira, eða fimmtíu dán- ir og fimmtán hundruð teknir höndum. Meðai hinna særðu var fræg ítölsk blaðakona, Orina Fallaci, sem myndirnar sýna. Einnig særðist foringi hersveit- anna, José Hernández Toledo, hershöfðingi. Stúdentaóeirðunum í Mexíkó- borg virðist varla vera lokið enn, og óvíst hvernig til tekst um Olympíuleikana. Ungu mennirnir og stjórnmálin Það hefur mikið verið i tízku aö ræða um unga fólkið og stjórnmálin. Þeir ungu töldu, að beim væri haldið til baka, en þeir gömlu sætu í fyrirrúmi of lengi. Þessar sömu raddir hrópa, að nýtt b'.óð þurfi i stjórnmál- in og það sé brýnt, „ð hinir ungu verði kallaðir til ábyrgð- arstarfa við hlið hinna eldri. Það furðulega er, að þessar raddir heyrast innan allra flokka. ''essi tízka ræður víða stefnunni innan ’tjórnmála- starfseminnar. En hafa þeir ungu ekki fengið aö njóta sin? Höfam við ekki fjölda ungra manna i byrgðarstöðum innan flokkanna og í fjármálakerfinu, hó hltt sé rétt að ýmsir hinna gömlu gerist baulsætnari en hollt er. En höfum við nokkur áberandi dæmi þess að hinir ju hafi markað stefnuna á nokkurn hátt? Hver..ig er með þessa ungu menn sem hrópa svo hátt um þessar mundir, ð þeir eigi að fá að glíma við vandann, því núverandi flokka- starf sé staönað? Hafa þeir kom- ið fram með nokkrar glöggar tillögur um stjórnmálabaráttu til batnaðar? Þvi miður hafa þeir ungu menn, sem valizt hafa til trún- aðarstarfa ekki markð dýpri spor fram á við neitt frekar en þeir gömlu, þó mannaskipti geti verið æskileg á sumum sviðum i st!' 'nbaráttunni og í fjár- má' Hitt er þýðingar- meira, að æir sem veljast hvort sem þeir eru ungir eða eldri, færi með sér ferskan anda inn á þau svið sem þeir hasla sér völl á. Um afrek ungra manna á stjórnmálasviðinu höfum vlð því engin glögg dæmi. Engir ungir menn hafa vakið á sér einstaka athygli, þannig að þeir teljist sjálfsagðir til stærri verk efna, en þeir bjóna fyrir. Ungu mönnum svipar of mikið hverj- um til annarra, hvar í flokki seni þeir standa ,og úr beim röð- um h i fáar hugmyndir komið sem skipta nokkru höfuðmáli. Raddir ungu mannanna kafna iví i flaumnum, því þeir hafa ekkert sérstakt fram að t'æra umfram það sem við búum við frá hinum eidri. Hinum ungu mönnum er dálítil vorkunn, því þeir þekkja og lítið til þeirra sviða, sem skórinn kreppir, það er í atvinnulífinu og á fjármála- sviðinu, því fiestir ungu menn- irnir sem hasla sér völl í stjórn- málum, byrja þau afskipti án þess að hætta sér út í atvinnu- lifið, os þess vegna kynnast þeir of lítið beim vandamálum, sem við er að glima af raun. Það er eðlilegt, að ungir menn vilji ekki hætta sér út i atvinnulífið, bví bar er hrösunargjarnara, heldur en jafnvel í stjórnmálun- um, svo að fjöldi ungra stjórn- málamanna, sem byrja sin af- skipti gera það með því hugar- fari, að á þeim vettvangi sé þeim oetur borgið en annars staðar. Meðan baráttan hefst með slíku hugarfari, þá er ekki stórra afreka að vænta sérstaklega ,úr röðum hinna ungu. Reynzluna og raunl.æf r tillögur og hug- myndir vantar til að ungu mönn- unum auðnist að rísa upp úr fjöldanum. Forystumenn munu aldrei verf „búnir til“ i ungmenna- félögum stjórnmálaflokkanna. Hitt er kannski rétta leiðin að gera athafnalífið og fjármála- lífið eftirsótt fyrir unga menn, þá niunu ungir menn koma fram í sviðsljósið umvörpum, uppfull- ir af hugmyndum hinna ungu, sem mótazt hafa af reynzlunni í margslungnu athafnalifinu. Breytingar til bóta verða vart gérðar með hávaðanum einum saman. Þrándur í Götu

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.