Vísir - 14.10.1968, Blaðsíða 9
V1SIR . Mánudagur 14. október 1968.
9
Gísli Pétursson: „Nei, ég mundi
álíta, að krakkarnir yrðu leiöir
ef þeir þyrftu að hanga Iengur
á skólabekk, og námsárangur-
inn yröi sennilega eftir því.“
Um olnbogabörn bióðfélagsins:
Það er ekki hæet að horfa
„Teljið þér lengingu
skólaársins æskilega?“
Bragi Gíslason: „Nei. Börnin
yrðu kannski of kúguð af langri
skólasetu. i
Guðbjartur Björgvinsson: „Nei,
það held ég ekki, þetta er fjanda
kornið alveg nógu langt eins og
nú er“.
David Pitt: „Það mætti alveg
lengja skólaárið. Einkum og sér,
í lagi vegna þess að núna eri
sáralítið fyrir unglinga að geraj
yfir sumartímann, svo að hvað >
hafa þau betra við tímann að
gera heldur en að læra?“
María Magnúsdóttir: „Já!“
— segir formaður VERNDAR
□ Mönnum veitist erf-
itt að leggja trúnað á
sögur, sem sagðar eru
frá fyrri tímum um
menn, sem neitað hafa
þreyttum ferðalöngum
um húsaskól og aðhlynn
ingu. Sent þá, þegar
slíka bar að garði, aftur
út í stórhríð og fárviðri,
þar sem þeir hafi orðið
úti.
□ Enn síður mundu
menn trúa því, að slíkt
gæti átt sér stað nú á
tímum. Þaðan af síður,
að slíkt gæti hent sig í
þéttbýli, þar sem ein bæj
arleið er orðin að einni
húslengd aðeins.
A ð einhver gæti orðið úti í
henni Stór-Reykjavík? Hver
mundi trúa því, ef honum væri
sagt það? Að einhver hefði dáið
af vosbúð og kulda, sem fylgt
hefði í kjölf.ar langvarandi nær-
ingarskorts - HUNGURS —
en þó aldrei verið lengra burtu
frá næsta eldhúsi en svo, að
hann hefði auðveldlega getað
fundiö matarlyktina leggja
þaðan.
„Segöu öðrum en mér, góði!“
Eitthvað líkt þessu yrðu vafa
laust þau viðbrögð, sem slíkur
sögumaður mundi fá. Varast
skyldu menn þó að væna við-
komandi sögumann um lygi, því
vel gæti það verið satt,
„Hvernig getur það átt sér
stað?“ mundi kannski einhver
vilja spyrja.
„Gat maðurinn ekki barið ein-
hvers staðar upp og beðiö um
húsaskjól og matarbita?"
Jú, jú. Það gat hann vel, en
enginn vildi hafa neitt saman
við hann að sælda. Þegar hann
var að snudda nærri íbúðarhús-
um, skipuðu höstugar raddir
honum að snauta burt, eða þá,
að dregið var fyrir glugga og
banki ekki anzað.
Þetta var nefnilega drykkju-
ræfill og róni. Áttj engan að og
hvergi höföi sínu að halla. Fyrir
löngu útskúfaður og óalandi tal
inn. Algengustu eftirmælin, sem
mannauminginn hlaut voru:
„Farið hefur fé betra!“
O—T
jþetta þarf ekki aö vera svo ó-
trúlegt, því aö oft hefur
fólk lesið um menn, sem hlot-
ið hafa svipuð örlög úti í heimi í
stórborgum. eins og París op
annars staðar. Á frosthörðum
vetrum hirða þeir lík þessara
manna af strætum Parísar og
undan brúm Signu. Sem U3tur
fer eru þess ekki mörg dæmi
hér. en því aðeins að bakka
tvennu eða þrennu. Upphituðum
fangaklefum lögreglunnar sem
oft sér aumur á þessum mönn-
um og hýsir þá um stundarsak-
ir meðan þeim er útveguð vist
á drykkjumannahælum, en það
getur tekið tímann sinn. Og
heimili sem félagasamtökin
VERND reka, þar sem þessum
mönnum er oft veitt næring og
stundum aðhlynning og gisting,
þótt vistheimili VERNDAR sé
raúnverulega ætlað öðrum.
„Vernd, sem hefur fangahjálp
á stefnuskrá sinni, ætlaði þetta
heimili sem samastaö fyrir
fanga, sem tekið höfðu út refs-
ingu, en hefðu ekkert heimili og
ættu hvergi inni, en gætu haldið
til á heimilinu, á meðan þeir
væru að koma undr sig fótunum
á nýjan leik“, sagði Þóra Einars
dóttir, formaður VERNDAR í
viötali við blaöamann Vísis.
„Það er i samræmi við tilgang
og lög félagsins. sem var stofn
að 19. okt. 1959 að undirlagi
Kvenréttindasambands Islands
og að fyrirmynd samtaka í ná-
grannalöndunum, sem vinna að
því að styrkja og styðja fyrrver
andi fanga.
VERND hóf rekstur vistheim-
ilis fljótlega eftir að starfsemi
félagsins var hafin, því strax
kom í ljós, að þörfin var brýn.
Það þurfti nauðsynlega eitthvert
heimili, þar sem fyrrverandi
fangar, sem komu kannski pen-
ingalausir, klæðasnauðir, og
heimilislausir frá Litla Hrauni,
gætu haldiö til fyrst í stað,
meðan þeir voru að byrja að
vinna. Annars gat neyöin hrein-
lega rekið þá út á afbrotabraut-
ina á nýjan leik.
I sex ár rákum við heimili
á Stýrimannastíg 9 á eigin kostn
að. Strax og við höfðum komiö
þvl upp, fylltist það á auga-
bragði af fyrrverandi föngum
og fleirum.
Smám saman þróaðist svo
starfsemi heimilisins í þaö, aö
vera þak yfir höfuöið — ekki
aðeins fyrrverandi fanga og
fyrrveraadi drykkjumanna, held
ur einnig — þeirra, sem hvergi
áttu höfði sínu að halla annars
staðar", í
„Hvernig?"
O—T
aö kom smám saman í ljós
að þetta voru margir hverj
ir sömu mennirnir, sem höfðu
átt að stríða viö áfengisvanda-
málið og þeir sem höfðu afplán
að refsingu. Þau mál eru mjög
samtvinnuð.
Auk þess hefur það átt einnig
drjúgan þátt í þessari þróun að
ýmsum styrkjum, sem félaginu
hafa verið veittir, fylgja nokkr
ar kvaðir, sem það verður að
taka að sér um leið. Þegar við
fluttum heimilið úr húsinu á
Stýrimannastíg 9 lét Reykjavík
urborg okkur f té þetta hús í
Grjótagötu, sem við rekum heim
iliö í nú. 4 staðinn hýsum við
fólk, sem bærinn biöur okkur
fyrir, en það er eðlilega ekki
mdilega fyrrverand: fangar.
Okkur er úthlutað 100 þús.
króna styrk árlega úr Gæzlu-
vistarsjóði en i staðinn skjótum
Frú Þóra Einarsdóttir, formaður Verndar.
við skjólshúsi yfir menn frá
Gunnarsholti og Víðinesi, sem
heldur eru ekki alltaf fyrrver-
andi fangar.
Svo er það bara þörfn, sem
við hjá VERND höfum oröiö
svo áþreifanlega vör við, að er
svo brýn. Það er ekki hægt aö
horfa upp á þessi olnbogabörn
þjóðfélagsins, sem erfiöast eiga
og hvergi fá inni, deyja, vegna
þess eins, að þau fá ekki húsa-
skjól.
Þaö hefur komið fyrir, aö við
höfum sótt einn og einn þessara
manna, þar sem þeir hafa veriö
næstum því að dauða komnir,
að því að manni virtist — og
látið þá snyrta sig, gefiö þeim
aö boröa og leyft þeim aö sofa
inni nokkrar nætur. Þetta hefur
hresst þá upp, en það veldur
okkur erfiðleikum, hve þröngt
er hjá okkur. Þetta getum við
því miður ekki, nema þegar al-
ger neyð ríkir. Öll rúm á heim-
ilinu eru fullskipuö og við get-
um ekki holað öllum niður hjá
okkur, sem til okkar leita“.
„Hvaö rúmast margir hjá ykk-
ur?“
„Við höfum rúm fyrir tólf á
heimilinu, og i húsinu við hliö
ina þar sem skrfstofur okkar
eru, höfum við rúm fyrir fimm.
Venjulegast búum við 17 í einu,
en þeir eru oft tuttugu.
Á veturna verðum við að vísa
mörgum frá og hingaö fá menn
ekki að koma ef þeir eru undir
áhrifum áfengis. —
Þrátt fyrir þrengslin reynum
við alltaf að sjá til þess, aö
geta skotið skiólshúsi yfir fyrr-
verandi t'anga, beri þá að garði,
enda er tilaangur heimilisins
sá.
Hitt er þó einnig ! anda start-
seminnar að liösinna þeim, sem
hvergi eiga höfð,i sfnu að halla
enda þótt ekki sé um að ræða
varanlega endurhæfingu. Að
vísu er endurhæfingarstarfsemi
það sem við leggjum áherzlu
á en fyrirbyggjandi starfsemi á
einnig mikinn rétt á sér. Meö
þvi að veita þessum mönnum
húsaskjól gerir VERND-töluvert
til þess að fyrirbyggja að þeir
neyöist ti! þess að brjóta af sér
við lögin.
Stundum hefur það jafnvel
komið fyrir, að einn og einn hef
ur tekiö sig á, sem við höfum
veitt aöhlynningu og hjálpaö
síðan til þess að fá vinnu. Það
hefur komið fyrir“.
Tlvernig gengur þá endurhæf-
íngarstarfsemin? Komið þiö
mörgum aftur til manns?“
„Því miður er árangurinn ekki
sá, sem unnt væri aö ná, ef
aöstaða væri til þess meiri. Af
reynslu nágrannaþjóða okkar
sýnist mér þurfa að koma upp
endurhæfingarheimili ef góður
árangur á aö ást.
Það er hér sannarlega þörf
fyrir heimili, sem tæki á móti
mönnum í hvaða ástandi, sem
þeir væru — ölvaðir eða sjúk-
ir.Þaö þyrfti að vera nokkurs-
konar upptökustöð með læknis
hjálp með aðstöðu fyrir vinnu
handa þeim innandyra, þegar
þeir væru komnir ,á bataveg og
síðan heimili fyrir þá fyrst í
stað þegar þeir færu út í lífið
aftur.
Það er blátt áfram nauðsyn að
slíku heimili en það er líklega
að byggja sér skýjaborgir, að
hugsa til slíks, þvi eins og
stendur skortir Vernd bæði
fjármagn og aðstöðu til þess
að geta rekið slíkt heimili."
„lYTanni skilst aö systurfélög
Verndar á hinum Norður-
löndunum fái miklu áorkaö. Eru
þau mikið öf!ugri?“
„Þau eru mjög öflug, enda
m-> 10. síða.