Vísir


Vísir - 14.10.1968, Qupperneq 12

Vísir - 14.10.1968, Qupperneq 12
12 V1SIR . Mánudagur 14. október 1968, ^^SKÁUNN Bílar of öllum gerðum til sýnis og sölu f glæsilegum sýningarskóla okkar að Suðurlandsbraut 2 (við Hallarmúlo). Gerið góð bílakaup — Hagstæð greiðslukjör — Bllaskipti. Tökum vel með farna bila f unv- boðssölu. Innanhúss eða utan .MEST ÚRVAL— MESTIR MÓGULEIKAR KR. KRISTJANSSQH HF II n n (I fl I fl SUÐURLANDSBRAUT 2, VIÐ HALLARMULA U M 0 U U I 11 SjMAR 35300 (35301 — 35302). „Þú átt við hvort ég sé hrædd við óveðrið?" „Við höfum grun um að Irena Chase sé stödd hér í byggingunni“, kallaði Christan. „Haltu kyrru fyrir í herberginu, fyrir alla muni, og hafðu dyrnar læstar.. .** Irena miðaöi marghleypunni í andlit Lauru. Hún kinkaði kolli og Laura svaraði: „Já, ég skal gæta þess.“ „Ég ætla að skreppa út í kof- ann minn og svipast um þar. Það er ekki að vita nema hún hafi far- ið þangað.“ Irena Chase beið nokkurt andar- tak áður en hún gekk út að dyr- unum. Hún ýtti hurðinni gætilega nokkra þumlunga frá stöfum, gægð ist fram á ganginn, svo felldi hún hurðina aftur að stöfum, sneri lykl inum í skránni. „Það er einhver á ferli frammi á ganginum“, sagði hún og handlék marghleypuna. „Stattu kyrr þarna.“ Hún hljóp út að glugganum, en í sömu svifum var reynt á huröarhúninn og síðan drepið á dyr. Irena Chase sneri sér að Lauru, og eftir augnatillitinu að dæma gerði Laura eins ráð fyrir, að hún mundi hleypa af skoti. Hugsun hennar gertæmdist andartak, og hún vissi ekki hve langt andartak leið þangað til hún varð þess vör að stormsveipur fór um herbergið. Þegar hún leit út að glugganum, sá hún að hann stóö opinn og Irena Chase var horfin, hún hafði farið út um gluggann og kleif nú niður eldvarnarstigann. Þegar Laura sneéri lyklinum og opnaöi dymar, stóð Rodney Kahler úti á ganginum og hélt á stóru vasa ijósi í hendinni. Honum varð litið inn í herbergið, snaraðist inn fyrir og út að glugganum. Hann beindi vasaljóssgeislanum fyrst niður eld varnarstiganum, sveiflaöi sér svo út um gluggann, út á þrepin. Nokkurt andartak stóö Laura annars hugar og starði á stígvélin svörtu og handtöskuna, sem lá á gólfinu hjá stólnum þar sem gest- ur hen.-ar hafði setiö. Svo rann það allt í einu upp fyrir henni, að Irena væri á leiðinni út í kofa Christians til að myrða hann. Hún greip regnkápuna sína, snar aðist í hana og hélt síðan á eftir Kahler út um gluggann. Þegar hún kleif niður eldvarnarstigann, gat hún séð hvarflandi geislann af vasaljósi Kahlers. Þegar niður kom, tók hún á rás eftir stígnum, og gegnum illveðurssortann sá hún ljós í gluggum í kofanum. Dyrnar opnuöust í sömu svifum og hún sá Christian standa á dyrahellunni, af- markaðan af Ijósbirtunni innan frá. Kahler var ekki nema nokkur skref á eftir Irenu Chase. Hún var komin að þrepunum, sem lágu upp að kofanum, þegar hann beindi vasaljóssgeislanum að henni. Það kváðu viö nokkrir lágir skothvellir — það var Irena Chase sem skaut af marghleypunni. Laura sá Christi- an rétta út höndina og hörfa aftur inn um kofadyrnar. Þá sneri Irena sér skvndilega að Kahler og hleypti at' í áttina á vasa- Ijósageislann. Þegar Kahler tók und ir sig stökk og hugðist handsama hana, grýtti hún marghleypunni aö honum og tók á rás niður stiginn, sem lá út á klettarifið, enda þótt hún hlyti að vita að hún kæmist ekki undan þá þeiðina. Christian kom út aftur, kallaöi til hennar og tók svo til fótanna á eftir henni. Kahler var nú einnig kominn að stígnum og Laura átti ekki nema fáein skref eftir til hans. Hann beindi vasaljósageislanum út á rif- ið, og Laura sá tvær mannverur, sem virtust óeðlilega smávaxnar bæði vegna umhverfisins og fjar- lægðarinnar; þær hlupu báðar fram klettasnasirnar, hrösuðu, risu aftur á fætur og héldu förinni áfram, lengra fram á rifiö, þangað sem brimsjóimir gengu án afláts yfir klappimar. „Christian ...“ Laura kallaði og ætlaði að hlaupa fram hjá Kahler, en hann greip um arm henni og hélt henni fastri. Þau sáu þaö bæði er feiknmikið ólag reið yfir og þegar það sogaðist út aftur, vom báðar mannverurnar horfnar af rfinu. Kahler leiddi hana upp þrepin að kofa Christians, þar sem hún hneig niður, því næst hljóp hann þangað sem Jagúarinn stóð, sett- ist inn I hann og kveikti á Ijósun- um. Hann ók bílnum aftur á bak og sneri honum. þannig að ljósgeislam ir stæðu beint út yfir rifið. 1 skini þeirra gat Laura séð hvernig brim- sjóirnir gengu stöðugt yfir klett- ana, andartak þóttist hún geta greint höfuð og handlegg í einum öldufaldinum upp við klettana. Hún spratt á fætur og tók á rás niður stiginn. Kahler kallaði, en hún heyrði einungis óminn af rödd hans yfir brimgnýinn. Annar bíll nálgaðist nú kofann, Þegar hún kom á fætur og tók á rás niður stiginn. Kahler kallaði, en hún heyröi einungis óminn af rödd hans yfir brimgnýinn. Annar bíll nálgaðist nú kofann. Þegar hún kom út á klettana, nam hún staðar og kallaði nafn Christians eins hátt og hún mátti, en rödd hennar drukknaði í storm- inum og brimgnýnum. Og í rauninni vissi hún að það var meö öllu þýð- ingarlaust að kalla. Kahler stóð allt í einu við hlið hennar. Hann tók þegjandi undir arm henni og leiddi hana orðalaust upp stiginn og aftur inn I kofann. Hann vildi að hún settist á legu- bekkinn, en hún spratt á fætur. „Ég get ekki verið héma inni," hrópaði hún. Kahler virti hana fyrir sér. Svip- ur hans var samanbitinn og harð- neskjulegur. „Þá það,“ sagði hann. „Komdu út í bílinn ...“ Hún settist inn í Jagúarinn, sem skalf og nötraði fyrir stormsveip- unum. Hún ræsti vélina og lét þurrk urnar strjúka regnið af rúöunum, bæði til þess að sjá betur út og til þess að vita einhverja hreyfingu í nánd við sig. í skini ljósanna sá hún brimfexta fáka hafsins koma æðandi að utan úr myrkrinu ... NÍTJÁNDI KAFLI Og hún sá Kahler og annan mann, sem komið hafði í bílnum, halda fram á rifið. Andrá síðar sá hún þriðja manninn bætast í hóp- inn, og þekkti það þegar af vaxtar- lagi og limaburði, að þar var Trölli á ferðinni. Nokkra hríð fylgdist hún með hreyfingum þeirra. Þeir gengu fram og aftur um klettasnasimar, svip- uðust um og gerðu ýmist að sækja fram eða hörfa til baka undan brot- sjóunum. Allt í einu sá bún Tíölla benda meö annarri hendinni og klífa niður snasimar í hvarf. Brot úr andrá horfðu þeir, Káhler og hinn maðurinn á eftir honum, skyggðu fyrir augun vegna brfm- úðans, en svo lögöu þeir e'umig af stað niður snasimar og hurfn. Sparið peningana Gerið sjált við bilinn. Fagmaður aðstoðar NÝJÁ BÍLAÞJÓNUSTAN Sími 42530 Hreinn bfll. — "allegur t>£U Þvottur, bónun, ryksugun NÝJA BÍLAÞJÓNUSTAN sími 42530 Rafgeymaþjónusta R. geymar í alla bíla NÝJA BÍLAÞJÓNUSTAN simi 42530 Varahlutir bflinn Piatinur, kerti, hðspennu- kefli, ljósasamiokur, perur, frostlögv bremsuvökvl, olíur ofl ofl. NÝJA BILAÞJÓNUSTAN Hafnarbraut 17. simi 42530 i,---'BHmnsan RftunfltnABSsio aa s&uu .22022 ÝMISLEGT ÝMISLEGT Tökum af okkui overs Konaj cnúrhr.. og sprengivinnu i oúsgrunnum og ræs um Leigjum út loftpressiu og rtbn sleða Vélaleiga Stemdórs Sighvats sonat Alfabrekkt vif Suðurlands Oraut slm' '0435 TÆKIFÆRISKAl TP Höfum nýfengif ROTHO hjólbörur, kr 1185—1929, v-þýzk úrvalsvara, einnig úr val af CAR-FA toppgrindum, p. á m. tvö földu buröarbogana vinsælu á alla m'la Mikið úrval nýkomið af HEYCO og DURO bfla- og vélaverkfærum, stökum og í sett urn, éinnig ódýr blöndunar'æki, botnventlar og vatnsiásar Strok ,árn kr 405. — Málningarvörur. — Allar vörur á gamla verðinu. — Póstsendum iNGÞÓR HARALDSSON H/F, Grensásvegi 5, sími 84845. TEKUR ALLS KONAR KLÆÐNlNGAR FLJÓT OG VÖNDUÐ VINNA ÚRVAL AF AKLÆÐUM LAUCAVcG 62 - SlHI 10625 HEIMAS'lMI 03634 BOLSTRUi Svefnbekkir í úrvali á verkstæðisverði GÍSLI JÓNSSON Akurgeröi 31 Smi 35199. Fjölhæt jarðvinnsluvéi ann- ast lóðastandsetnlngar, gref húsgrunna, holræsi o.fl. AB...KILLED JAP-BSH-OTHO? THESE PEOPLE , CALL ME /SON-OF-ÓOP iBECAUSE m TAJL-LESS, LIKE THEIK SOP. UAO- BEN-OTHO- Refsið Ab morðingja guðs okkar, Jad- Ben-Otho. Steikið hann. Ab verður að deyja. Ab... drap Jad-Ben-Otho? Þetta fólk kallar mig son guðs vegna þess að ég hef engan haia, eins og guð þeirra Jad-Ben-Otho... Var Tarzan hér...? Héldu þeir að hann væri Jad-Ben-Othc? Drap Ab... ET i

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.