Vísir - 14.10.1968, Side 16

Vísir - 14.10.1968, Side 16
 Jamberað í Beneventumklettum I j Mánudagur 44. október 1968. Á laugardagskvöld var ekið á hest á Reykianesbraut, þar sem hún liggur ofan við Hafnarfjörð. ‘■'kuggsýnt var á þessum slóðum og sá ökumaðurinn ekki hestinn á veginum, fyrr en um seinan. Lðga þurfti hestinum vegna meiðsl- anna og billinn var óökufær eftir áreksturinn. ■ 400 manna blysför lagði af stað frá Mennta- skólanum í Hamrahlíð klukkan tæplega átta á laugardagskvöld. Fjöru- tíu blys voru borin í göngunni, sem heitið var að „Beneventumklettun- um“ utan í Öskjuhlíðinni sunnanverðri. Ekið á hest Ók í vinstri villu og stakk svo af Þr'ir b'ilar 'i árekstri Eftir að hafa valdið þriggja bíla Irekstri á Hafnarfjarðarveginum á sunnudagskvöld, stakk einn öku- maðurinn af á bifreið sinni. Hann hafði ekið á vinstra vegarhelmingi og mætt tveim bílum í Engidal hjá Keflavfkurveginum, en þeir voru á leið til Reykjavíkur. Báðir bílarnir höfðu stanzað, þeg- ar þeir sáu villu mannsins, en þaö kom fyrir ekki. Hann ók á þann fremri, sem við áreksturinn kast- aðist á þann seinni. Þegar ökumaðurinn hafði náð valdi á bifreið sinni aftur, ók hann á brott og skeytti engu um hina, sem eftir urðu. Hann komst þó ekki langt og náðist skammt frá. Féll á hann grunur um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Styður viðræðurnar Þarna voru menntaskólanem- endur á ferðinni og meðal þeirra voru 120 busar, sem taka átti hátíðlega inn í skólann. „Beneventum-klettarnir" eru gamall samkomustaður nem- enda í Bessastaðaskóla og síðar Menntaskólans. Tjáði forseti nemendaráðs skólans, Ari Ólafs- son blaðinu, aö þar heföu nem- endur safnazt í gamla daga þeg- ar þeir voru að ræða mál, sem kennarar máttu ekki hlýða á. Eftir ræðu og söng hófust „jamberingarnar" eða inntöku- athöfnin sjálf. Voru busarnir „jamberaðir", sem útleggst: „Beygðir saman til þess að votta sér eldri nemendum undirgefni“. Störfuðu 20 böðlar við verkið, sem ekki hefur gengið átaka- laust. AÖ því loknu var aftur snúið til skóla og stiginn dans í til- efni þess að 120 nemendur 0 höföu hátíðlega verið teknir inn I f fyrsta bekk skölans. Þess má geta að í Kópavogi g undraðist fólk ljósaganginn i B Öskjuhlíðinni á laugardagskvöld [t ið. Skýringin er sem sé sú sem | að framan greinir og mega Kópa | vogsbúar vænta þess að sjá svip- | aða sjón næstu áratugina, þvi að | líklega hefur hinn ungi mennta- 1 skóli skapað sér „tradisjón". 0 Á fundi flokksráðs Sjálfstæð- isflokksins á föstudag og laug- ardag var sambykkt einróma til- Iaga um stuðning við viðræður milli stjórnmálaflokkanna, sem nú standa yfir. Ung stúlka sýnir gler- og leirmuni » Fyrir h lgina opnaöi Jónina Guðnadóttir sýningu í Unuhúsi á "ieri og le'rmunum.. Jónína er meö- limur í SÚM. Hún stundaði nám við Handíðaskólann og siðar Mynd- listarskólann. Auk þess hefur hún stundað 'm í list sinni í Sviþjóð um fjögurra ára skeið. © Á sýningunni í Unuhúsi eru eins og fyrr segir einkum gler- og leirmunir. Gripirnir eru allir til sölu, og sýningin er opin daglega til 20. október. Tillagan var á þessa leið: „Flokks ráð Sjálfstæðisflokksins lýsir sam- þykki sínu á, að efnt hefur veriö til -dðræðna á milli stjórnmála- flokkanna um hinn mikla efnahags- vanda þjóðarinnar, sem skapazt hefur vegna óhagstæðs árferðis, aflabrests, verðhruns og markaðs- örðugleika. Flokksráðiö treystir fulltrúum flokksins I viðræðunefnd og öðrum forustum. til að halda svo á málum, að sem bezt verði tryggðir hagsmunir þjóðarheildar- innar með öruggum rekstri höfuð- atvinnuvega hennar og þar af leið- andi almennri atvinnu". FlokksráJsmenn viðsvegar að af landinu fjölmenntu á fundinn. For- maður Sjálfstæðisflokksins, dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra, setti fundinn og stjórnaði honum. Miklar umræður urðu um stjórnmálaviðhorfiö og erfiðleika efnahagslífsins. Það var mikill kraftur í „jamberingunum" á laugardagskvöldið. Detta kommúnistar út úr öilum nefndum? Hannibal semur við Framsókn • Svo kann að fara, að komm- únistar fái ekki menn kjöma í neinar nefndir á Alþingi, eftir að Hannibal Valdimarsson og félagar hans hafa samið við Framsóknarflokkinn um nefnda- kosningar. Stjórnarflokkarnir munu væntanlega bjóða fram sameiginiega lista og tryggja sér meirihluta í öilum nefndum. 1 kosningu fimm manna nefnda hafa leifar Alþýðubandalags- manna, sjö þingmenn, ekki styrk til að fá fulltrúa. Hins vegar kynni að verða um hlut- kesti að ræða við kosningu í sjö manna nefndir milli efsta manns á lista Framsóknar og Hannibals. Gæti svo farið, að kommúnistar töpuðu hhitkesti og misstu fulltrúa sfna. Hannibal Valdimarsson, Jónsson og sennilega Steiagrinmr Pálsson hafa nú samið vfð Fr««n- sóknarflokkinn. Þjóðviljinn tehir þá félaga þar með ekki lengur Alþýðu- bandalagsmenn, en Hannibai hefur lýst því yfir, að þeir félagar hafi ekki rofið bandaiagið. Þeir hafa um alllangt skeið þingað einir og ekki talið sig eiga samleið með öðrum þingmönnum Alþýðubandalágsins. Nú mun hafa horft svo, að meiri hluti þingmanna bandalagsins hafi hugsað sér að svipta þá sætum í nefndum. Með samkomulaginu við Framsókn hafa Hannibalistar tryggt sér sætin. í dag verða kosnir forsetar á Alþingi og væntanlega fulltrúar í ýmsar nefndir. Norræna sýningin opnuð á Akureyri Samnorræna hand- og listiðnað- arsýningin, sem 20 þús. manns sáu f Reykjavík, var opnuð á Akureyri á laugardag. Verður sýningin opin þar á tveim stöðum, Hótel KEA og í sal Landsbanka íslands til 27. okt. Við opnunin þar sem fjöldi gesta var viðstaddur flutti Ivar Eske- land framkvæmdastjóri Norræna hússins ávarp þar sem hann sagði m. a.: „Eins og við höfum tekið fram, er því miður ógerlegt fyrir okkur að flytja Norræna húsið, það er ekki útbúið með vængi, jafnvel Norræna hand- og listiðnaðarsýningin komin til Akureyrar. Fjöldi gesta var viðstaddur opnunina. þótt aó útbúnaður þess sé aö öðru Hér sjáum við nokkra þeirra. Fremst á myndinni er Bjarni Einarsson bæjarstjóri og frú. leyti fyrsta flokks. Nú er aftur á móti orðrómurinn um Húsið fyrir löngu floginn út yfir öll Norður- löndin og ennþá lengra; einnig til Akureyrar." Og síðar sagði Eskeland: „Um leið og ég lýsi yfir opnun þessarar sýningar á Akureyri, vil ég nota tækifærið til að leggja áherzlu á þá von mína, að Norræna húsið fái oftar en einu sinni leyfi til að koma ningað til Akureyrar með það, sem það hefur upp á að bjóða, hvort heldur sem um sýningar eða fólk er að ræða, sem við höfum trú á að hafi eitthvað að bjóða, sem geti gert lífið örlítið auðugra, litríkara og tilbreytingarmeira fyrjr okkur öll.“

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.