Vísir - 21.10.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 21.10.1968, Blaðsíða 1
VISIR Dr. Halldór Þormar ordinn forstöðumaður veirurann- sóknastöðvar í New York Einn fremsti veirufræðingur heims var ekki nógu góður fyrir Islendinga Dr. Halldór Þormar, lífefna- fraeðingur hefur nýlega verið ráðinn forstöðumaður veirurann sóknarstöðvar vanþroskastofn- unar f New York, þar sem hann mtm stjórna rannsóknum á „haegfara“ veirum. Stofnunin nefnist Staten Island Institute for Bacic Research in Mental Retardation. Þetta er mikill frami fyrir dr. Halldór Þormar, fór hann héðan af landi brott í fyrra eftir að hafa sótt um starf forstöðumanns á Keldum. Gengið var fram hiá honum við embættisveitinguna og varð mik ill styrr af því og blaðaskrif, eins og lesendur muna. Með rannsóknum sínum á „hægfara“ veirum hefur dr. Halldór Þormar notið mikillar viöurkenninear oc er nú talinn einn fremsti veiru- fræðingur heims. Það var hér á landi, sem „hægfara" veirur fundust fyrst, við rannsókn á orsökum mæði- veiki í fé. Dr. Halldóri Þormar var falið það þegar hann kom til íslands að afloknu doktors- Frá Skorpios-eyju í gær. Brúðurin og brúðguminn senda ljósmyndurunum (þeim útvöldu) bros við athöfnina um borð í „Christina“, að lokinni kirkjuathöfninni. — (Símamynd frá UPI). JACKIE GEFIN ONASSIS prófi 1957 að einangra veiruna, sém honum tókst éftir 6 máh- aða starf. Uppgötvun hægfara veirunnar á Kéldum undir stjórn 10 síða 0 Um allan heim fylgd- ust menn af miklum á- huga með öllu því, sem birt var í blöðum, sjón- varpi og útvarpi um það, sem gerðist á Scorpios- ey á Eyjahafi, þar sem þau voru gefin saman frú Jacqueline Kennedy og gríski auðmaðurinn Aristoteles Onassis, en það voru erfiðleikar á því að afla frétta og mynda, þar sem aðeins takmörkuðum fjölda fréttamanna var leyft að vera við athöfnina. Hjónavígslan fór fram í Kap- ellu heilagrar jómfrúar og stóð í 65 mínútur. Viðstaddir voru nánustu ættingjar og vinir brúðhjónanna. Meðal ástvina Jacqueline voru böm hennar tvö, Caroline og John. Jacqueline er nú 39 ára, — brúðguminn 62. Að athöfninni lokinni var far- ið um borð í skemmtisnekkjuna Christina og skálað í kampa- víni. Snekkjan lá enn fyrir akk- eri við eyna, er síðast fréttist, og vildi Onassis ekkert láta uppi um hvert siglt yrði til þess að eyða hveitibrauðsdögunum. Kirkjan var fagurlega skreytt og voru þau gefin saman af grísk-kaþólskum kirkjuhöfö- ingja, en Onassis er grísk-ka- þólskur. Jacqueline er rómversk kaþólsk, Aðeins 15 fréttamenn fengu að vera viö kirkjuathöfnina. En óánægðir fréttamenn, sem ekki voru í þeirri náð að mega vera í GÆR viðstaddir, og leigðu sér báta til þess að komast til eyjunnar vom teknir af lögreglunni, og fluttir til baka til meginlands ins þegar, en nokkrir frétta- menn höfðu haft fyrra fallið á, synt í land úr bátum og falið sig í runnum í grennd við kirkjuna. Eftir að kirkjuathöfninni lauk var stöðvað allt símasam- band frá eynni að skipan On- assis. I frétt frá Hvíta húsínu í Washington segir að Johnson og kona hans óski Jacqueline allrar blessunar og hamingju. Þau munu ekki hafa sent form- legt heillaóskaskeyti. VíStæk leit í morgun að týmfrí rjúpnaskyttu W Nær tvö hundmð menn úr Björgunarsveitinni Ing- ólfi og Hjálparsveit skáta úr Hafnarfirði hafa nú haf- ið leit að týndri rjúpna- skyttu, sem var í nótt á fiallinu Skjaldbreið. Vildi sjá slökkviliðið Saknað er ungs laga- nema, Jóns Þóroddssonar, 26 ára, sem fór ásamt tveim félögum sínum til rjúpna í gærmorgun á Skjaldbreið. Hann kom ekki á umsömdum tíma þangað, sem þeir félagar höfðu skilið eftir bílinn. Kl. 6 í gærkvöldi ætluðu þeir að hittast aftur við bifreið sina, en þeir skiptu sér á fjallið um kl. 11 t gærmorgun. Biðu félagar Jóns Þóroddssonar eftir honum fram til kl. 10 um kvöldið, en þegar hann þá var ókominn, óku þeir til Kára- staða í Þingvallasveit og þaðan var Slysavamafélaginu gert viðvart. Sjálfir snéru þeir aftur, eftir aö hafa fengið bensín, og héldu til þess staðar, sem þeir höfðu ætlað að hittast. Bifreið með lögreglumönnum og björgunarmönnum úr „Ingólfi” Iagði þegar af stað austur í nótt og fleiri fylgdu á eftir. Kl. 2 í nótt fóru tveir mannaðir bilar með leit- armenn austur. 20 manna flokkur frá Hjálparsveit skáta í Hafnar- firði fór austur með sporhund um kl. 6 í morgun til þess að aðstoða við leitina. Fleiri voru svo sendir til viðbótar og nú leita un. 200 manns undir stjórn Jóhannesar Briem og Baldurs Óskarssonar frá Björgunarsveitinni Ingólfi. Leitarskilyrði voru sæmileg í morgun, en skyggni þó ekki gott. Þyrla Landhelgisgæzlunnar lagði af stað austur til þess að taka þátt í leitinni í morgun rétt um kl. 11, I en þá hafði ennþá ekkert til Jóns j Þóroddssonar spurzt. Þegar þeir félagar skildu um morguninn, var það ætlun Jóns aö ganga styttra en hinir tveir. Hann hefur ekki gengið heill ti! skógar undanfarið. Átt við að stríða veik- indi f baki og treysti sér ekki í langar fjallgöngur. Gylfi tekur við í A1 þýðuflokknum j 9 óra drengur kveikir ! í hjá menntamálaráð- herra og tveim prófessorum ■ Með einum eldspýtustokk olli 9 ára drengur tölu- verðri hættu í hverfinu þar sem prófessorabústaðirnir eru. í þeim tiigangi að fá að sjá slökkviliðið koma fleygði hann logandi eldspýtum inn um glugga á húsum. Á einn staðinn þurfti að kalla út slökkviliðið til að ráða nið- urlögum eldsins, en þar hafði m—> 10. síða Flokksþingi Alþýðuflokksins lauk klukkan hálf fjögur i nótt. Emil Jónsson utanríkisráðherra baðst undan endurkosningu sem formaður flokksins, og var dr. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamála- ráðherra kjörinn formaður ein- róma. Varaformaður var kjör- inn Benedikt Gröndal og ritari Eggert G. Þorsteinsson, og voru þeir einnig sjálfkjörnir. Kjörnir voru í miöstjórn 27 menn. Urðu allmiklar breytingar á miðstjórninni. Ýmsir ungir menn náðu kosningu, en eldri menn féllu úr. Á flokksþinginu urðu miklar um ræður um þjóðstjórn og efnahags- vanda þióöarinnar. ÁkveðiS var, 'að afstaða flokksins til þjóðstjórnar og áframhaldandi samsteypustjórn- ar Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks skyldi ræc' ’ á fyrsta fundi miðstjórnar strax eftir flokksþing- ið. Samþykkt var að náið samstarf skvldi haft við launþega um allar ráðstafanir í efnahagsmálum. Sér- stakt tillit skyldi tekið til, láglauna fólks, barnafjölskyldna og bótaþega almannatrygginga. Emil Jónsson var ákaft hylltur á flokksþinginu og þökkuð unnin störf. Talið er, að hann muni gegna embætti utanríkisráðherra um nokkurt skeið enn. TF-Eir, þyrlá Landhelgisgæzlunnar leggur af staö frá varftskipinu Ægi I leitina I morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.