Vísir - 21.10.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 21.10.1968, Blaðsíða 3
VlSIR . Mánudagur 21. október 1968. 3 i FOSBURY Á BAKINU YFIR 22 í HÁSTÖKKI ■ Bandaríkjamenn unnu sín 13. gullverðlaun í nótt í karlagreinum frjálsíþrótta ÓL, þegar Dick Fosbury vann há- stökkið. í 8 greinum hafa Bandaríkjamenn því EKKI unnið gullið. Rússar unnu aðeins 2 gullverðlaun í karla- keppninni. Fosbury stökk 2.24 metra, sem er nýtt ÓL-met. Fyrsta metið áttu þeir John Thosas og Valerij Brummei, 21.8 metra. — Fosbury vakti geysiathygli í gær þegar hann kom þjótandi að ránni og sveif yfir 2.24 liggj- andi á bakinu, en stíll hans er mjög einkennilegur. Eftir að hann reyndi þrívegis án árang- urs við nýtt heimsmet, 2.29 metra, var hanum þakkað með miklum fagnaðarlátum af hinum mexíkönsku áhorfendum. 2. varð Carruthes USA 2.22 og Rússinn Gavrilov þriðji með 2,20 metra. TOOMEY VANN TUGÞRAUTINA „Lífvörður keisarans ' vann Maraþonhlaupið • Það fór eins og flestir bjugg- ust við, Bill Toomey frá Banda- ríkjunum vann tugþrautina, náði 8139 stigum, á bezt 8222 stig í ár. Heimsmethafinn, Kurt Bendl in, varð að láta sér nægja 2. sætið, en met hans er 8319 stig. Sería Toomeys var þessi: 10.4 í 100 m hlaupi 7.87 í langstökki, kúluvarpi 13.75, 1.95 í hástökki og 45.6 í 400 metra hlaupi. I 110 metra grindahlaupi 14.9 sek., 43.68 í.kringlukasti, 4.20 í stangarstökki 62.80 í spjóti og 3.57.1 í 1500 metrunum. Steen-Smith Jensen vakti athygli með því að verða 8. í keppninni á Noröurlandameti með 7648 stig, tók þar með mctið af Lennart Hed- mark, sem varð 11. í greininni. Mamo Wolde frá Eþiópiu, starfsbróðir Bikila vann að þessu s'mni „klassisku" OL-greinina • „Ég var allan tímann sér- lega vel upplagður,“ sagði Mamo Wolde sigurvegarinn í hinni „klassísku“ grein Ólympíu leikanna í nótt, þegar hann tal- aði við blaðamenn á ÓL-velIin- um, þar sem frjálsíþróttakeppn- Gull til USA i öllum boð- inni var að ijúka. „Mér fannst strax, að ég hefði nokkuð góð tækifæri á að sigra,“ sagði hann. Hann hafði að auki fengið boð heiman frá Eþíópíu að hann hefði verið útnefndur sem lautinant í hin um keisaralega lífverði. Þar er fyr- ir Abebe Bikila, sem vann i Róm og Tókíó í þessu hlaupi, en tökst það ekki nú. „Hann hefur verið veikur að undanförnu," sagði Wolde, ,,og auk þess hafa meiðsli aert honum lífið erfitt.“ hluupunum • Klassískur bandarískur sigur náðist í báðum boðhlaupunum 4x100 og 4x400 metra hlaupunum í Mexíkó í gær. Gullið fór til Banda ríkjanna eins og oftast. Bandaríkja menn voru búnir að reka heim tvo af beztu spretthlaupurum heims, sem áttu að hlaupa f boðhlaups- sveitunum, en engu að síður unnu þeir bæði hlaupin glæsilega og séttu ný heimsmet í báðum grein- um. Sem skrautfjöður færðu stúlk umar Bandaríkjunum sigur og heimsmet í 4x100 metra hlaupinu. Heimsmetið í 4x100 metrunum missti USA f einn dag, því Jamaica menn settu heimsmet daginn áður f undanrásum, hlupu á 39.3, — hið nýja met USA (Charley Greene, Mel Pender, Ronnie Ray Smith og Jim Hines) er 39.2 sek., eða 9.8 sek. til jafnaðar á mann. Jamaicamenn máttu sjá heims- metið sitt fjúka í úrslitahlaupinu og auk þess að sjá 3 sveitir á und an í mark því að Kúbumenn urðu aðrir á 39.3, Frakkar á 39.4 og Jamaica á sama tíma, þá komu A-Þjóðverjar á 39.6 og V Þjóðverj- ar á 39.7. Sigurvegarar USA í 4x400 voru Matthews, Freeman, James og Ev- ans. Tími þeirra var 2.56.1 mín, en gamla metið var 2.59.6 mín. Bandarísku stúlkumar unnu á nýju heimsmeti í 4x400 metrunum Tvær 2ja herb. samstæðar íbúðir í stein- húsi við Klapparstíg 2. Einstaklingsher- bergi í sama húsi ásamt WC og geymslu. 2ja herb. íbúð við Rofabæ. Laus nú þeg- ar. Verð: 650 þús. 2ja herb. risíbúð viö Silfurteig. 3ja herb. 97 ferm. íbúð á 1. hæð við Stóragerði. Herbergi i kjallara fylgir. Sem ný 115 ferm. endaíbúð á 8. hæð (efstu) við Kleppsveg. Vandaðar innrétt- ingar. Útb. 535 þús. 4ra herb. risíbúð í steinhúsl við Þórs- götu. Laus nú þegar. Útb.: 250 þús. '■V--v.xn-.4i BIS m RACNAR TÓMASSON HDL. SÍMI 24645 SÖLUMADUR FASTEIGNA: STEFÁN J. RICHTER SÍMI 16870 Austurstræti 17 fSilli & Valdi) kvöldsími 30587 á 42.0 sek. í sveitinni voru þær Farrel, Bailes, Netter og Tyus. USA hafði forystuna allan tímann, en Tyus gerði útslagið með geysi- hörðum endaspretti. Kúbustúlkurn ar jöfnuðu gamalt met USA á 43.3, en þær rússnesku komu í 3. sæti á 43.4 sek. Annar á eftir Wolde var Japan- inn Kinji Kcmihara. Wolde hafði yfirburði og var vel fagnað af 80 þús. áhorfendum. Hann sendi fing- urkoss til áhorfenda, þegar hann hljóp siðasta hringinn. Þriðji varð Ryan, Nýja-Sjálandi. „Ég hljóp fyrir orð Carlos“, sagði Lee Evans, eftir sigurinn í 400 metrunum. í gær mót- mæltu sigurvegararnir i 4x400 metrunum með þvi að bera svarta hanzka á verölaunapall- inum og réttu hendurnar upp f | loftið. Evans er á myndinni. R YUN tók of seiut vii sér — Keino vonn gull • LOKSINS fékk Keino gullverö- launin, — hann sigraði í 1500 metrunum f gærkvöldi á Mexíkó- ieikunum. Eftir stórkostlegt hlaup Kenyamannsins, hafði hann unn- ið sér inn 30 metra forskot á hina hlauparana, þegar 300 metrar voru eftir f mark. Tvíbætti heimsmet í kúluvarpinu Tvívegis bætti a-þýzka stúlkan Margita Gummel heimsmetið í kúiuvarpi í gærkvöldi í Mexíkó. Hún átti metið sem var 18.87 og kastaöi hún fyrst 19.07 og loks 19.61, — þannig að metiö var bætt um hátt í einn metra. í öðru sæti varð Margita Lange, A-Þýzkalandi með 18.78 og þriðja Tyjikova, Sovét með 18.19 metra. Heimsmeistururnir töpuðu í Mílunó Estudiantes, heimsmeistarar félagsliða í knattspyrnu léku í gær í Milanó og voru öilum til mikillar furðu slegnir út þar með 2:1 af Inter. í hálfleik höföu ítalirnir yfir 1:0. Jim Ryun frá Bandaríkjunum kom of seint auga á hættuna og þrátt fyrir stórkostlegan enda- sprett Bandarfkjamannsins var ekki hægt að koma í veg fyrir sigur Keinos, sem setti nýtt Ólym- píumet, 3.34,9 mfn, en heimsmet Ryuns er 3.33.1 en Keino var hins vegar ekki á listanum yfir 15 beztu 1500 metra hlauparana í ár. Jipso frá Kenya tók forystuna í hlaupinu millitími á 400 m 56.0 800 m 1.55.3, en þá tók Keino forystuna en Ryun fylgdi á eftir og varð annar, en þriðji varð Þjóð Tékkur unnu Duni 11:0 í HM # Tékkar unnu Dani í gær í und- ankeppni HM í knattspymu 1970 f Mexikó með 1:0. Leikurinn fór fram í Bratislava. í hálfleik var staðan 1:0 en Jokl skoraði eina mark leiksins á 11. mín. síðari hálfleiks. verjinn Bodo Túmmler. Tími Ry- uns varö .37.8, Tummlers 3.39.0' og í fjórða sæti kom V-Þjóðverj- inn Nordpoth á 3.42.5. Tvær úsfrulskur bitust um fgullið ■ Áströlsku stúlkurnar unnu bæði gull og silfur í 80 metra grinda-' hlaupinu á lcikunum á föstudags- kvöldið. Maureen Caird varð ÓL- meistari á 10,3 sek, sem er jafnt> heimsmetinu og nýtt ólympíumet í greihinni. . Pat Kilbourne varð önnur á 10.4 sek. og þriðja Chen Chi frá Taiwan. Karin Balzer, méistari frá Tókíó varð í 6. sæti á 10,6 sek., sem er sami tfmi og ólympíumet hennar, Irenu Press og Pat Kilbourne. Það var hið furðugöða start, sem Caird fékk, sem veitti henni sigur- inn, en Kilbourne, sem var talin sigurstrangleg, virtist véra að ná henni. en tókst ekki þrátt fyrir góðar tilraunir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.