Vísir - 21.10.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 21.10.1968, Blaðsíða 8
8 V1SIR . M*u.udagur 21. október r968. VISIR Otgefandi: Reykjaprent h.t. Framkvæmdastjóri Sveixm R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór CTlfarsson I Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: t lugavegi 178. Slmi 11660 (5 llnur) Áskriftargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands í lausasöiu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda hj. Einn og fjórir 0ft er talað um, að atvinnuaukning í verksmiðjuiðn- aði leggi grundvöll að þrefaldri þeirri aukningu ann- ars staðar í atvinnulífinu; í hvert sinn, sem einn mað- (' ur fær atvinnu í verksmiðjuiðnaði, fái þrír aðrir menn atvinnu annars staðar. Hann þarf að fá vörur og þjón- ustu, sem hann greiðir fyrir af launum sínum. Hann kaupir mat og eykur um leið atvinnu í landbúnaði og fiskveiðum. Hann kaupir húsnæði og eykur um leið atvinnu í byggingariðnaði. Hann eykur atvinnu í verzlun og þjónustugreinum, og svo framvegis. Þessi regla um fjórfjöldun atvinnunnar er vissuleea nokkuð ónákvæm, en í megindráttum styður reynslan hana, bæði hér á landi og tfíendis. Hún var ein rök- semdin fyrir því á sínum tíma, að reisa ætti álbræðsl- una við Eyjafjörð, því að hún myndi skapa þar vinnu fyrir 2000 manns, þótt ekki mundu nema 500 starfa ) við bræðsluna sjálfa. V Menn vilja stundum gleyma þessu, þegar þeir tala am, að stóriðjan sé til lítils gagns í baráttunni við at- vinnuleysið. Stóriðjan ein leysir að vísu ekki þann ( vanda frekar en aðra, en hún er mikilvægur þáttur í , lausn þess vanda eins og margra annarra. Og merg- urinn málsins er sá, að við þurfum á að halda hraðri aukningu stóriðju til viðbótar öðrum atvinnugreinum, ef við viljum hafa fulla atvinnu í landinu á næstu áratugum. Talað er um, að á næstu tveimur áratugum þurfi að mynda 80''0 nýjar stöður í hreinum iðnaði og um leið 24000 stöður í öðrum greinum til þess að hindra atvinnuleysi. Ef við látum ekki sitja við álbræðsluna y eina og ráðumst einnig í saltvinnslu og frekari sjó- efnavinnslu, vítissóda- og klórgerð, olíuhreinsun og silisiumvinnslu, leysum við töluverðan hluta vanda- málsins. í fyrsta lagi yrðu byggingaframkvæmdir gíf- urlegar á tímabilinu og í öðru lagi mundu á að gizka f( 2—3000 manns fá vinnu við rekstur hinna stóru verk- smiðja. í þriðja lagi leggur stóriðjan grundvöll að margvíslegum úrvinnslugreinum, svo sem áliðnaði og plastiðnaði, þar sem mikill fjöldi manna getur feng- ið vinnu. Ólíklega er, að þetta nægi. En við höfum einnig aðra inöguleika vegna væntanlegrar þátttöku okkar í Frí- verzlunarbardalagi Evrópu. Þar fáum við tollfrjálsan aðgang fyrir íslenzkar iðnaðarvörur. Ein meginfor- senda fullrar atvinnu hér á landi er, að okkur takist að vinna íslenzkum iðnaðarvörum markað á erlend- nm vettvangi. Koma þar bæði til greina vörur úr áli og plasti, sem áður er nefnt, os þá ekki síður ullar- vörur, listmunir og margt fleira. Meginvandi okkar í atvinnumálunum á næstu ' veimur áratugum verður fólginn í því að útvega 8000 nýjum mönnum atvinnu í iðnaði. Með kjarki og víð- sýni ætti okkur vel að geta tekizt það. 77. skoðanakönnun V'isis: „Teljið þér æskilegt, að komið verði á einmenningskjórdæmum i kosningum til Alþingis?" Skiptar skoðanir dæmaskipun í sambandi við stjórnarfar hvers lands skiptir kjördæma- skipunin gífurlegu máli. Upp á síðkastið hafa heyrzt raddir um það, að okkar skipulag sé kannski ekki fyrsta flokks, og helzta úrbóta- tillagan er, að komið verði á einmenningskjör dæmum. Til að kanna afstöðu fólks til þessa máls, bar Vísir upp spurninguna: „Teljið þér æskilegt, að komið verði á einmenningskjördæm- um kosningum til Al- þingis?“ Jþað kom fljótt á daginn, að margir voru á báöum átt- um í þessu máli og treystu sér ekki til að taka afdráttarlausa afstöðu. í fljótu bragði er erfitt að lýsa því, hvernig einmennings- kjördæmin yröu skipulögð, en á fundi ungra sjálfstæðismanna kom fram eftirfarandi hugmynd: „Hér á landi Iiti dæmið þannig út, og er þá reiknað með að þingmönnum fækki t.d. : 48 og að Alþingi starfi í einni deild: Landinu yrði skipt í 24—30 einmenningskjördæmi. Af lands- lista hlytu kosningu 18—24 þingmenn. í>eir, sem byöu sig fram I einmenningskjördæmum, mættu ekki taka sæti á lands- lista. Þessu fyrirkomulagi fylgdu vissir kostir umfram það. sem við nú búum við. Það er þó eng- in ,,patent-lausn“ Það getur kjördæmaskipun aldrei orðið.“ 1 leiðara i Vísi. sem birtist í fyrri viku, segir: „Líklegt er, að einmenningskjördæmi séu að ýmsu leyti heppilegasta fyrir- komulagið. En leysa þarf ýmis vandamál, ef þau verða tekin upp hér á landi. Á því sviöi get- um við lært af reynslunni, þvl að hér áður fyrr voru einmenn- ingskjördæmi almenn regla utan Reykjavíkur. 1 fyrsta lagi mega einmenn- ingskjördæmi ekki vera svo smá, að jarðvegur myndist fyr- bak?“ Einhver Reykvíkingur lýsti sig andsnúinn breyting- unni á þeim forsendum, að ir vegarspottapólitík og hrossa- kaup, sem no' '*uð bar á í fá- mennum einmenningskjördæm- um í gamla daga. En hér á landi eru kjósendur svo fáir, að kjör- dæmin verða fá, ef þau eiga að vera stór. Verður þá annað hvort að fækka bingmönnum verulega eða hafa landslista meðfram einmenningskjördæm- unum. eins og f Vestur-Þýzka- Iandi.“ j^,2gar leitað var til fólks um svör við spurningunni. var fólk yfirleitt fljótt til að skýra frá afstöðu sinni. AIls konar útskýringar fylgdu svörunum hjá sumum, t. d.: „Já, það gæti gert kosningarnar meira spenn- andi og skemmtilegri." „Nei, væri það ekki skref aftur á um kjör- Reykvlkingar mundu tapa á henni. Afstaða fólks í sveitum lands ins var hin sama og afstaða Reykvíkinga, þó voru þar heldur fleiri, sem höfðu ákveðna skoð- un á málinu. Eins og venja er, voru það miklu fleiri konur en karlar, sem ekki höfðu málið hugsað,. og vildu því ekkert um það segja. Það er einnig athyglis- vert, að nákvæmlega jafnmargir voru með breytingunni og móti. Það er heldur ekki einsdæmi I skoðanakönnunum Vísis, að fólk skiptist í tvo nákvæmlega’ jafnstóra hópa í einhverjum málum, svo var til dæmis, þeg- a ar spurt var um afstöðu fólks til áfengs öls. Þegar öllu er á botninn hvolft lítur út fyrir, að ekki sé' al- menn ánægja ríkjandi f sam- bandi við kjördæmaskipun á landinu. Þótt ekki hafi fram til þessa verið mikið rætt opinber- Iega um að breyta henni, virtist spurningin ekki koma algerlega flatt upp á fólk. og sumir tóku jafnvel fegins hendi þessu tæki- færi til að segja skoðun sina á málinu. Skoðanakönnunin va: fram- kvæmd á venjulegan 'nátt og nær til allrar þjóðarinnar i bæj- um og sveitum, svo að hún ætti að vera góð ábending um, hverj- ar skoðanir fólk hefur á þessum málum. Niöurstöður Or 17. skoðanakönnun Vísis urðu þessar: Já ...... 32% Nei..........22% öákveðnir... 36% Ef aðesns eru taldir þeir. sem afstöðu tóku. litur taflan svona Ot: Jsá.............50% Nei..........50%

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.