Vísir - 31.10.1968, Page 3

Vísir - 31.10.1968, Page 3
VlSIR . Flmmtudagur 31. október 1968. Jjað er mannmargt við götu- vitana og ys á strætunum síðdegis. Fólk er aö hraða sér heim í hlýjuna fyrir kvöld- Vestur í bæ hlupu krakkar með hund í bandi yfir götu. Seppi virðist, eins og aðrir, ekkert sérlega hrifinn af því að vera að kulið. Húsmæður gefa sér naum hoppa þetta úti í haustnepjunni. j Hauststemmnjng í bænum ast tima til þess að líta í búð- arglugga, heldur sveipa að sér skjólflíkum og hraða sér að kaupa í kvöldmatinn. Skrifstofu stúlkur trítla sárfættar af kuldanum eftir gangstéttarhell- unum áleiðis i strætisvagninn, sjúga upp í nefið og lagfæra flausturslega á sér hárið, sem vill fara aflaga í golunni. Kaup- sýslumenn og kontóristar stika þungbúnir á svip út úr bönkum og skrifstofum, hugsandi um skattana sína og efnahags- ástandið. Krakkar flangsast lít- ið eitt í Miðbænum á leið heim úr skólanum, eirðarlaus og kuldaleg. Haustnepjan setur hvarvetna svolítinn þunglyndisblæ á bæ- inn, brosið frá í sumar er dottið af andlitunum. Menn kinka rétt lauslega kolli, þegar þeir mæta kunningjunum og segja kannski „mikið helv... er hann kald- ur“ og hraða sér sína leið ... Svo er líka allt ótryggara með síldina og menn tala um geng- isfellingu og atvinnuleysi. Nístandi frostgolan feykir þúsundum fölnaðra laufa eftir götunum, um stíga og húsa- sund. Haustlitimir, öll þessi feg- urð í fölnuðum stráum og blöð- um veldur alltaf dálitlum trega, gerir skáldin angurvær og fólk- ið „deprímerað". Kannski er líka öllum fjand- ans sama, þótt hann blási. Þá er bara að grafa upp lopapeys- una og dúða sig, ellegar taka lífinu með ró í rökkrinu, líta í bækur og blöð, horfa á sjón- varp. Hver veit nema menn geri þá eítthvað þarfara heima hjá sér, heldur en með öllum landshomaflækingnum og Spán arreisunum I sumar. Svo eiga menn altént von I dálítilli huggun með vetrinum. Þá byrja saumaklúbbamir og spilakvöldin, leikhúsin komast í fullan gang og bíóin sýna al- mennilegar myndir. Fólk fer að sinna hugðarefnum sínum í tóm stundunum í skammdeginu. Gáfumennimir setjast niður og hugsa — semja langar greinar í blöðin og skipta sér af menn- ingunni. Svo tekur brátt allt lauf af trjánum, nætumar veröa lengri og lengri, hann snjóar, söknuð- urinn hverfur, allt verður eins og það á að vera. — — Svo fara menn aftur að hlakka til vorsins — kannski þeir sakni þá vetrarins um leið. SKóiastúlkur burðuðust gegnum bæinn með töskurnar sínar, kuldalegar og svolítið kvíðnar á Uppi í Þingholtum stóð þessi litla stúlka og horfði á lauf- § svipinn, kannski voru þær að hugsa um Iexíurnar sínar. blöðin fjúka af trjánum og safnast i hrúgu á gangstéttinni. /

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.