Vísir - 11.11.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 11.11.1968, Blaðsíða 4
 ÖSKUBUSKA DÆGURLAGÁNNA — Twiggy sá hano og sagði Paul Við tedrykkju með mömmu á Piccadilly. Fyrír taspum sex mánuðum lék hin átján ára gamla Mary Hopkin á gítar og söng þjóð- söngva frá Wals i góðgerða- klúbbum verkamanna og námu- manna og fyrir drengina í heima- bæ hennar, Pontardawe. Nú er hún á góðri leið með að verða ein skærasta söngstjarna verald- ar. Férsta hljómplatahennar, „Those were the days“, sem hljómplötu- fyrirtæki Pítianna gaf út, stökk úr 23. sæti vinsældalistans á Bretlandseyjum upp í 1. sæti á fjórum vikum. Táningar sækja að henni hvar sem hún er á ferð og biðja hana um eiginhandará- ritun. Gamalmenni meðal aðdá- enda hennar senda henni blóm og einn þeirra sagði um hana, að hún væri það yndislegasta, sem Bretland ætti. Hún lætur sér samt fátt finnast um þetta umstang allt og spvr ósköp blátt áfram: „Mað ur getur þó varla komið sér vel við alla eða er það?‘‘ Hún virðist geta það. . Saga hennar er ævintýri líkust. Hún man eftir því, að hún söng fyrst opinberlega 4 ára gömul. „Ég hef alltaf elskað söng. Mamma leikur á píanó og við tök um öll lagiö heima, þegar svo ber undir. Þetta er ósköp algengt í Wales.“ Fyrir tveimur árum byrjaði hún að læra af sjálfri sér á gítar. Hún iék í kirkjunni og í skólanum, en tók síðan að koma fram í klúbb- um með hljómsveit nokkurra pilta úr Pontardawe. Hljómsveit- in leystist þó fljótlega upp, en maður nokkur í þorpinu, sem iifði á umboðsmennsku fyrir skemmti- krafta, hélt henni viö efnið. Hann kom henni að í þætti i brezka sjónvarpinu, sem nefndur er „Tækifærið bera að dyrum“ (Opportuniy knocks). Hún kom fram í fyrstu útsendingunni 4. maí, daginn eftir að hún varð 18 ára. Twiggy -sá hana og sagði Paul McCartney af henni, en hann var aö svipast um eftir söngvurum vegna útgáfufyrirtæk- is Bítlanna. „Daginn eftir fékk ég sím- skeyti, sem í stóð: „Hringdu í Peter Brown hjá Apple hljóm- plötuútgáfunni!“ „Ég hringdi og spurði eftir manninum. Þegar ég fékk samband spurði ég: „Er þetta Peter Brown?“ Röddin spurði á móti: „Er þetta Mary Hopkin?" Hann sagöi aldrei, hver hann væri, en seinna komst ég að raun um, að það hafði verið Paul. Hann spurði mig, hvort ég hefði áhuga á því að gera samning um útgáfu hljómplötu og ég svaraði, að það væri undir ýmsu komið. Mary og systir hennar, Carole, haga sér enn eins og sveitastúlk- ur, sem koma í fyrsta sinn til stórborgarinnar. Hann spurði, hvort ég gæti kom- ið til London, en ég sagðist ekki geta komiö í þessari viku (vegna þess að ég var að bíöa eftir úr- slitunum í „Tækifærið ber að dyf um“) en kannski í næstu viku. Ég sagði mömmu frá þessu og eins hinu, að mér hefði fundizt röddin lík rödd Pauí McCartneys. Fimm mínútum síðar hringdi síminn aftur og sama röddin spurði: „Geturðú komiö á morg- un?“ Þegar ég svaraði neitandi, var spurt: „Hvers vegna ekki? Farðu og spurðu mömmu þína.“ Svo talaði hann við mömmu og sagði henni, hver hann væri. Aldr eí á ævinni hef ég verið jafn æst og þá. Ég hef alltaf verið mikill að- dáandi Bítlanna. í skólanum var ég farin að tala um þá, áður en nokkur hafði heyrt á þá minnzt. Daginn eftir sendi Paul bíl eft- ir okkur og þegar við komum á skrifstofuna hans spurði hann: „Hafið þið fengið nokkuð að borða? Við skulum skreppa héma út á hornið og fá okkur eitthvað í svanginn." Hann er svo elsku- legur og blátt áfrarn." Þannig hófst ævintýri Mary Hopkin. Systir hennar, sem er 22 ára, kemur fram sem umboösmaður hennar. Ursulu bregður fyrir á ný Mary og Paul í upptökusal bítlafyrirtækisins. Það hefur lítið borið á Ursulu Andress að undanförnu og engu líkara en hún hafi horfið í skugga nýrra kynbomba, eins og Raquel Welch og Sharon Tate. Henni brá þó fyrir í sviðsljósinu fyrir stuttu, þegar hún kom til Holly- wood með vini sínum, franska sjarmömum, Jean-Paul Bel- mondo.Þauvoru viöstödd frumsýn ingu mvndarinnar, Funny Girl, músikmyndar, er beðið hefur ver- ið eftir með eftirvæntingu. Koma þeirra vakti mikla athygli, þvf þau hafa töluvert verið orðuð saman og nokkrir fullyröa, að þau séu leynilega gift. Eyðileggingarstarfsemi Undarleg er sú árátta mann- anna bama að þurfa sýknt og heilagt að vera að eyðileggja hluti. Þvi miöur er það svo aö mest af eyðileggingarstarfsem- inni er unniö af fólki, sem ætti að vera komið á það þroska- stig að þaö ætti að geta hugsað sjálfstætt og vitað nokkurn veginn / um afleiðingar gerða sinna. Roskin kona hringdi til mín á blaöið núna i haust. Hún vildi 'segja mér sögur af þeirri eyði- leggingarstarfsemi, sem hún og aðrir hafa orðið að þola uppi við Rauðavatn, þar sem margir eldri Reykvfkingar eiga sér litla og látlausa sumarbústaði. Það varð að ráöi að ég fór upp eftir og skoðaði verksummerk- in, sem sannarlega voru ekki falleg víða. Það virðist hafa orðið einhver hátizka hér f velferðarríkinu að eignast jeppabíl, — og sportið við slíka bíla er einmitt það að þurfa ekki að aka alfaraleiöir og raunar mun það heldur „ó- þau gróa nokkru sinni. Reynt hefur verið að girða þarna upp frá, það er gert af litlu fé og kröftum, en girðingin er jafn- óðum klippt niður eða tröðkuö niður af einhverjum „nærgætn- um“ mönnum, sem þarna eiga leið um. sundurklipptar plöntur og trjá- gróður. Um þessar mundir er mikiö ritað og rætt um geðheilbrigði manna, enda ærin ástæða til, svo geigvænlegur sjúkdómur sem bar er á ferðinni. En ganga ekki einmitt hættulegir vargar KJALLARAGREININ ffnt“ að nota vegakerfið meira en þörf er á. Lág hlíð vlð sumarbústað konumtar sýndi greinilega hvernig hiól jeppanna höfðu sett sár í lands- lagið, sár sem gróa seint, ef Þannig er einnig umgengnin um matjurta-' og blómagarða, þvi að þegar girðingamarqpnast kemst sauðkindin í feitt, og mátti siá að þarna höfðu sauðir setzt að veizlu, um það vitnuðu lausir í þjóðfélaginu, menn sem alltaf þurfa að eyðileggja eitt- hvað þar sem þeir koma við? Þurfa þessir einstaklingar ekki nánari athugunar við? Vart geta þeir verið með réttu ráði? Ég hef séð fullorðinn mann, — ekki undir áhrifum áfengis — sem náði ekki sambandi í al- menningssíma, meðan hann var á Lækiartorgi. Hann sleit niöur símann með öllu, svona til að undirstrika vonbrigði sin. Ég sá i sumar hvernig menn spilla gróðursælum reitum á fegurstu stöðum okkar með því að hleypa „þarfasta þjóninum“, bílnum, yfir hvað sem fyrir er, aöeins til að geta ekið að lítilli sólbaðslaut. Ég held að anzi rnargir í þjóð félagi okkar geri séi ekki grein fyrir bessari veiki, sem þeir ganga með. Liklega þurfa þeir ekki að gangast undir rannsókn lækna, þeir burfa aðeins að rann saka hug sinn sjálfir, áður en þeir fremia óhæfuverkin. Jón Birgir Pétursson.— i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.