Vísir - 11.11.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 11.11.1968, Blaðsíða 9
9 VÍSIR . Mánudagur 11. nóvember 1968. esnaaEnsr: .insr-r i „Teljið þér æskilegt að taka upp vínbann á ís- Iandi?“ Magnús Aðalsteinsson: „Nei, ég man of vel eftir bannárunum til þess. Hitt er annað mái, að það þarf að breyta áfengislög- gjöfinni“. Rósmundur Tómasson: „Ég tel það ekkj heppilegt. Vínbannið reyndist ekki svo vel á sínum tíma“. Svanlaug Gunnlaugsdóttir: Já. Ég held, að þjóðin sé að fara í hundana ve^.ia áfengisneyzlu". Páll , Linberg, Akureyri: „Já. Þaö eru nógar ástæður til þess, að ég tel það æskilegt". Magnús Ingimarsson: „Nei, skil yrðislaust ekki. “ Líkamleg vanlíðan stundum af ge rænum orsökum □ Finnur þú einhvers staðar til? Hefurðu verki? Hefurðu líkamlegar þrautir? Ef svo er, þarf víst varla að benda þér á að leita læknis ... EN... □ ... kvilli þinn þarf ekki endilega að vera 'íkamlegs eðlis, þótt hann Iýsi sér þannig. Þú getur verið þjakaður af líkamlegri vanlíðan, sem er þó upprunnin af geðrænum or- sökum, og þá er kannski þörf fyrir þig á aðstoð geðlæknis. etta mundi heimilislæknirinn þinn sjálfsagt benda þér á, ef þannig væri í pottinn búið .. EN... „Margt fólk á erfitt meö aö taka gildan úrskurð almenns læknis, sem það hefur leitað til vegna líkamlegrar vanlíðan sinn ar, ef sá segir, að það stafi af taugaveiklun", segir Ragnar Karlsson, geðlæknir, sem í átta ár hefur starfað á þessu sviði hér á landi. Hann starfar í „frjálsum praksis^‘, eins og þaö heitir á læknamáli. Þaö táknar, aö hann hafi sína lækningastofu eins og almennur læknir, þang- að sem sjúklingar leita til hans með kvilla sína. Þar leitast hann við að veita þeim lækningu, en starfar ekki við stofnun eða spítala. Ragnar varð vel við beiöni VÍSIS um aö verja smá- stund til skrafs um geðheilbrigö ismál. „Fólk sem skynjar tilfinninga lega vanlíðan sína, kennir kvíöa eöa hefur þungar áhyggjur á miklu auðveldara með að sjá, að vanlíðan þess er af geð- rænum toga spunniö. En fólk sem skynjar vanlíöan sína, sem verki í líkama eða þrautir, á oft erfiöara með að skilja, aö slíkt geti átt sínar geðrænu orsakir og beinlínis stafað af geðræn- um kvilla,“ svaraði Ragnar, þeg ar blaðamaðurinn spurði, hvort fólk væri ekki tregara að leita til geðlæknis en almennra lækna.. „Þaö gætir jú vissrar tregðu hjá sumum, en ég hef þó oröið var þeirrar heilbrigöu þróun’- ar hjá íslendingum, að þeir er skilja þetta betur, — aö geð- rænar orsakir geti orsakað kvilla þeirra. Sérstaklega verð ég þó var þessa vaxandi skiln ings hjá yngra fölkinu. En ég hef ekki þurft aö kvarta undan sjúklingaskorti, því aö heildarþörfin hefur veriö svo mikii, aö ég hef ekki alltaf getaö sinnt öllum, sem til mín hafa viljað leita.“ „Stafar þessi mikla þörf af því, að þið eruð svo fáir, geö- læknarnir, eöa eru geðrænir kvillar svona algengir meðal ís- lendinga?" „Viö erum þrír sem störfum í Reykjavík með þessum hætti — ótengdir stofnunum eða spítöium. En fimm geðlæknar sem starfa í sjúkrahúsum, eru í takmörkuöum praksís. Þaö er auövitað of fámennt lið. En hve margir íslendingar séu haldnir geðrænum veikind- um, geðveiki eða taugaveiklun það er ekki gott að segja um. Það leita ekki allir til læknis, þótt sjúkir séu. Sem dæmi þó ■ um það hve mikill fjöldj þetta er, má nefna þaö, að þaö er ekki álitið fjarri lagi, að um 50 til 70% þeirra sem leita til al- mennra lækna, sáu haldnir kvill um, sem að mestu leyti eru af geðrænum uppruna". l.Hvers vegna ' .tar fólk ekki til læknir ef það er geöveikt?“ „Margir geðsjúklingar gera sér ekki grein fyrir því að þeir séu veikir, þó að veikindi þeirra bitni mikið á aðstandendum þeirra og nánasta umhverfi. Geösjúklingur, sem er það alv arlega truflaður, að hann er hættulegur sjálfum sér eöa um- hverfi sínu og ekki vill undir- gangast læknismeðferö af fús- um vilja, er sviptur sjálfræöj og lagður inn á sjúkrahús. Það er mikill almennur ótti við geðsjúkdóma vegna þess að fólk er hrætt við frelsissvipt- ingu og óttast, að það eigi ekki afturkvæmt, fari það inn á geö sjúkrahús. Sem betur fer er sá tími löngu liðinn, að sjúklingar, sem urðu geðveikir voru kannski ævilangt lokaðir inni á geðspítölum, en af óttanum við þetta eimir ennþá meðal þjóðarinnar, þótt þessi ótti sé algerlega ástæðulaus. Það er ennþá litið niður á fólk með geðsjúkdóma á sama hátt og litið var niður á holds- veikisjúklinga áöur fyrr. En sem betur fer er þessi hugsunarhátt ur að breytast, enda hefur veriö unnið að því að eyða þessum ótta með a’.nennri fræðslu um geðsjúkdóma, líkt og Geðvernd arfélagið hefur gert undanfarin ár. Það ráða fæstir viö, hvaða sjúkdóm þeir fá, hvort það verð- ur geðveiki, eða hvort þeir fá krabbamein, en viðhorf manna gagnvart siúklingum, sem haldn ir eru þessum sjúkdómum eru mjög ólík. Það er gerólíkt, hve fólk hef- ur miklu meiri möguleika í dag á því aö öölast lækningu á geð- sjúkdómum, en það hafði fyrir 20 til 30 árum. Batahorfurnar núna eru margfalt meiri. Það hafa orðið svo miklar framfar- ir í geðlækningum. Helztu fram farirnar hafa verið á sviði lyfja fræðinnar. Lyf eru notuð í si- auknum mæli við geðlækningar og ný lyf hafa gerbreytt horf- ufn geðsjúklinga til þess að ná bata. „Hvers konar geösjúklingar leita þá til geðlækninga?" „Það má segja, aö engin mannleg vandamál séu okkur óviökomandi. Til mín kemur fólk, sem á í erfiðleikum vegna ým- issa félagslegra vandamála, hjónabandsvandamála, fólk, sem á við námsörðugleika aö etja, erf iðleika á vinnustað o.s.frv. Sumir eru haldnir taugaveikl-. un, aðrir eru með skapgerðar- bresti, þriöju eru haldnir geð- veiki. Langmestum hluta þessa fólks er hægt að hjálpa með meðferð á stofu, svo að það geti haldið áfram sem starfandi þegnar í þjóðfélaginu, en nokkr- um verður að vísa á geöspítala til lækninga um stundarsakir, en síðar er hægt að hafa þá til eftirmeðferðar á stofu.“ „I hverju gæti slík meöferð verið fólgin?" „Lækningin er fyrst og fremst fólgin í viðtölum við sjúkling og athugun á geörænum viöbrögðum hans og grein- ingu á því, hvers konar vanda- mál við er aö etja. Viö suma sjúklinga nota ég eingöngu sam töl (psychoterapy), sem á ís- lenzku hefur veriö nefnt sál- könnun eða sálgreining. Við aðra notar maður aö mestu lyf og. stundum hvort tveggja. Lækningin er oft aö mjög miklu leyti komin undir sjúkl- ingnum. Hve samvinnuþýður hann er og eins hve geölækn- irinn er lipur viö að fá sjúkl- inginn til þess að tjá sig. Milli sjúklingsins og geölækn isins þarf að ríkja gagnkvæm- ur skilningur og trúnaðartraust til þess að varanlegur árangur náist. I sálkönnun er reynt að fá einstaklinginn til þess að skilja orsakakeðjuna, sem leiddi til sjúkdóms hans, því að þar er aldrei um eina orsök að ræða. Eins verður sjaldnast umhverf inu einu um kennt, þótt það kunni að vera einstaklingnum óhagstætt og veikja hann. „Hver er sinnar gæfu smiður" er nokkuð sem á við i þessum málurn líka“ „Er ekki lækning geðsjúkl- ings mikið undir því komið að læknirinn fái s. 'klinginn sem- fyrst til meðferðar?" „Jú, og allir þeir sjúklingar, sem hafa leitaö til mín sem geð . læknis hefðu átt aö koma miklu fyrr.“ „Hvemig er unnt að koma geöveriídarmálum þannig fyrir, að tryggt sé, aö sjúklingar kom ist undir læknishendur f tæka tíð og jafnvel strax og einkenna tekur að gæta?“ „Hvort fullorðinn einstakling ur er andlega heilbrigður bygg- ist á samspili tveggja þátta — erfða og áhrifa umhverfis á mótun einstaklingsins. Deilt er um það meðal sérfræðinga, hvort erfðir eða umhverfi hafi þar meira að segja, en ég aðhyll ist þær kenningar, sem álíta að umhverfið sé þýðingarmeira fyr ir mótun persónuleikans. Fyrstu sex árin eru talin vera þýðingar mest í þessum efnum. Þess vegna hefur uppeldið miklu hlut verki að gegna f geðverndar- málum. Uppalendur ættu að líta á það# sem skyldu sína, að leita til sálfræðings eða geölæknis, strax og þau eiga í erfiðleikum meö bam sitt. Fólk, sem ég hef vitað til, að hefur þurft að leita sér aðstoöar fyrir þessar sakir, hefur alltaf verið mjög þakk- látt ráðleggingum f uppeldis- málum, enda eru foreldrar allt- af viðkvæmir fyrir því, hvemig þeim tekst til við uppeldi bama sinna. Geðvernd beinist líka fyrst og fremst að því aö skapa uppal- endum sem mesta möguleika til að þroska það, sem í börnum þeirra býr, en geðvernd getur líklega aldrei oröið svo öflug, að hún fyrirbyggi alveg geð- veiki og taugaveiklun." „Undanfarið hafa ástand og horfur í geðverndarmálum okk- ar verið mjög til umræðu, en hvert er þitt álit á þeim mál- um, Ragnar?“ „Mönnum hefur í þeim um- ræðum yfirsézt ýmislegt, sem gerzt hefur í framfaraátt, því að ýmislegt hefur þó verið gert. Jákvæðast finnst mér í því til- liti vera stofnun geðdeildarinn- ar í Borgarsjúkrahúsinu. ÁÖur voru geðsjúklingar lagðir inn á geðsjúkrahús, en nú er hægt aö leggja þá inn á almennt sjúkra- hús, eins og sjúklinga meö líkamlega sjúkdóma. Ég álít, aö það eigi að meö- höndla taugaveiklað og geðveikt fólk, sem þarf á sjúkrahúsvist að halda inni á almennum sjúkrahúsum, en erfiðari tilfell in sem þurfa lengri meðhöndl- unar við í sérstökum geðspítul- um. En hinu er ekki hægt að neita að við eigum við ýmis erfið vandamál að stríöa. Þar af er erfiðasta vandamálið í dag skortur á sjúkrarými fyrir geö- sjúklinga. Eitt aöalvandamálið er í því fólgið, að okkar geð- sjúkrahús eru full af krónískum sjúklingum sem urðu veikir fyrir 20 — 30 árum og margir af þeim væru ekki krónískir ef þeir hefðu tengið þá meðferð í byrjun sem nú er hægt að veita. Við eigum auðvitað einnig við nokkra erfiðleika að stríða vegna skorts á sérmenntuðu fólki, eins og t.d. félagsfræðing um, sálfræðingum, geðlæknum fólki sérmenntuöu í hjúkrun geð veikra o.s.frv. en að mínu áliti ber fyrst og fremst að snúa sér að betri skipulagningu þessa þáttar heilbrigðismála, sem ann arra. Tilfinnanlegasti skortur- inn er nefnilega á sérmenntuðu fólki í stjórnun og skinulagn- ingu heilbrigðismála". G. P. Ragnar Karlsson, geðlæknir. | i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.