Vísir


Vísir - 12.11.1968, Qupperneq 1

Vísir - 12.11.1968, Qupperneq 1
VISIR 58. árg. - Þriðjudagur 12. nóvember 1968. - 256. tbl. Gengistap olíutélag- anna 30 milljónir Olíuhækkunin veldur útgerðinni stórfelldum erfiðleikum — Bátaeigendur verða sumir að borga út i hönd Bensín og olía hækkuöu í gær, svo tíl um leiö og tilkynnt haföi verið um gengisbreytinguna. Ben- sínlftrinn kostar nú 11 krónur, hækkar um 2,10 og hver lítri af olíu kostar 3,27 krónur í stað 2,76 kr. áður. Ástæðan fyrir því að olía og bensín hækka svo fljótt er sú, að olíufélögin eiga eftir að borga þá olíu sem þau eru að selja. Sam- kvæmt samningum hafa íslending- ar þriggja mánaða gjaldfrest á olíu hiá Rússum og eiga olíufélögin því eftir að borga þá olíu sem seld hefur verið á gamla genginu und- angengna mánuði. Er gjaldeyristap olíufélaganna við gengisfallið því um það bil 30 milljónir króna að bví er Vísir fékk uppiýst hjá Vil- hiálmi Jónssyni, framkvæmdastjóra Oliufélagsins h.f. — Sagði hann að hver dagur hefði kostað olíufélög- in um 900 þúsund í hreinu tapi, ef beðið hefði verið með verðbreyt- inguna, en það er Verðlagsnefnd, sem ákveður hana. Margir höfðu búizt við meiri hækkun á bensíni við gengislækk- unina. En þess ber að gæta að hækkunin kemur aðeins á inn- flutningsverð bensínsins, en vega- gjaldið, sem er nærri helmingur af bensínverðinu, er fast gjald og hækkar ekki. Tollar hækka hins vegar til samræmis við innflutn- ingsverðið. Olíuhækkunin kemur sér mjög 'Ila fyrir útgerðina og eiga ma-rgir útvegsmenn í erfiðleikum með að halda bátum sínum úti vegna olíu- kostnaðar, ekki sizt þar sem svo er komið að útgerðirnar hafa ekki lánstraust hjá olíufélögunum og verða að borga olíuna á bátana út f hönd. VÖKUNÓn í ALÞINGI Alagning takmórkuð við 30°/o af hækkuninni Það voru syfjaðjr Alþingis- menn, sem fóru heim um fimm leytið í morgun eftir langan og viöburðarikan dag og nótt. Fundum lauk um hálf flmm í efri deild. Frumvarp rikisstjórn- arinnar var samþykkt með 11:9 í deildinni og haföi áður hlotið samþykki neðri deildar meö 21:18. 1 iögunum eru ákvæði um að heimila aðeins verzlunarálagn- ingu á sem næst 30% þeirrar hækkunar, sem leiðir af gengis- breytingunni. og er þá miðað við hækkunina frá því fyrir setningu laganna um 20% inn- flutningsgjaldið. Þetta gildir þó ekki um áiagningu á vöru, þar sem núgildandi heildsöluálagn- Ing er 6,5% eða lægri. Ekki má hækka verð á birgöum inn- fluttra vara, sem greiddar hafa verið á hinu gamla gengi. Að öðru Ieyti eru ákvæði lag- 3 anna svipuð og jafnan er um gengislækkanir. vi 2 milljónir á viku — Frábær veiði Heimis frá Stóðvarfirði i Norðursjó Þafi hafa ekki margir síldar- sjómenn fengið þrjár 10 — 20 þús und króna túra í röð í sumar og haust. Þeir hafa því líklega held- ur betur þótt detta í lukkupott- inn „strákarnir“ á Heimi frá Stöðvarfirði, sem nú er á leið- inni til Fuglafjarðar í Færeyjum með 430 Iestir af sild í bræðslu. i Fyrir þann afla fær skipið um 700 þúsund ísl. krónur, samkv. gamla genginu og miklu meira að sjálfsögðu samkvæmt hinu nvia. Þetta er þriðji stóri túrinn hjá Heimi í röð, en skipið kom tvisvar I til Fuglafjarðar í vikunni sem leið með nær fullfermi, eða 400 tonn í fyrra skiptið og 382 tonn í seinna skiptið. — Þetta eina skip hefur því aflað meira á einni viku en allur flotinn við Austfirði, um 30 — 40 skip á tveimur sólarhringum, en þar var veiðin ekki nema um 1100 tonn, enda er lítið sem ekk- ert af sild þar. Kasta skipin á síldardreifð og fá þetta um tíu tonn í kasti og reita þannig sam- an í smáslatta yfir nóttina, til þess að koma í salt á Austfjarðahöfnum i ... á morgana. — Verðmæti þessa vikuafla skipsins mun vera um 2 milljónir króna. Vísir átti stutt samtal við einn eiganda Heimis Su á Stöðvarfirði í morgun og sagði hann að útgerð- in hefði gengið mjög vel í sumar, miðað við þær aðstæöur, sem veriö hefðu. Til dæmis var saltað um borö í skipinu í um 2600 tunnur í sumar og aflahlutur mun vera orðinn bærilegur á Heimi, miðað við það sem gengur og gerist. — Þess má geta að eigendurnir eru sjálfir jafnan tveir um borö í skipinu, sem fyrsti og annar vél- stjóri og sagðist Kjartan vera i fríi þennan ganginn. Þess má geta að hásetahluturinn úr þessum síðasta túr mun vera nærri 18 þúsund krónum með or- lofi og þó öllu meiri, ef reiknað er samkvæmt hinu nýja gengi. — Og það er sjaldgæfur hlutur í síldveið unum um þessar mundir. Afli hefur hins vegar verið nokk- uð góður hjá bátunum, sem stund- að hafa veiðarnar í Norðursjónum. Sildina fá '• um 60 sjómílur aust ur af Hjaltlandi og er það mest megnis smásíld. • Það var fjölmenni á þingpöliunum f gærdag, en það er' harla óvenjulegt. Greinilegt var, að áhugi almennings á gengislækkuninni var gífurlegur, enda ekki að undra. Gróusögur á kreiki um eit- urlyfjasmygl flugáhafna • Sú saga hefur breiðzt út eins og eldur f sinu, að toll- gæzlan hafi gert ýtarlega leit í fórum áhafnar flugvélar hjá öðru flugfélaginu. Hafi þá fund- izt deyfilyf að verðmæti, sem nemi milli 80 til 100 þúsund kr. „Þaö er ekki fótur fyrir þessum sögurn," sagði Kristján Pétursson, deildarstjöri tollgæzlunnar á Kefla-' víkurflugvelli, þegar Vísir innti Neyzluútgjöldin hækka um 16% — Vísitala hækkar um 18-19% hann ci'tir sannleiksgildi þessara slúðursagna. Illar tungur finna alls staðar í umhverfi sínu fóður til þess að melta og spýta í náungann og hafa áhafnir flugfélaganna verið að und- anförnu einkar vinsælt bitbein slíkra slúðurbera. „Flugmaður tek- inn með maríjúana“. „Deyfilyf fund ust í brjóstahöldum tveggja flug- freyja“. í þessum dúr eru sögumar. •• Af og til kemur það fyrir, að ein- • hverjir einstaklingar úr flugáhöfn- 2 unum verða uppvísir að tolllögbrot- • um, en venjulega eru það einhverj- 2 ir smámunir, sem um er að ræða. 2 Einum viskipela of mikið í far- • angrinum, eða eitthvað slíkt. Stund- 2 um kannski alvarlegra. • 10. sfða. ■ Hagstofan hefur á- ætlað hvaða áhrif geng- islækkunin muni hafa á vísitölu framfærslu- kostnaðar. Hún mun hækka um 18—19% sam kvæmt mati Hagstofunn ar, en þessi hækkun verð ur lengi að koma fram, — allt fram á næsta haust, ef að líkum lætur, sagði Jón Sigurðsson í Efnahagsstofnuninni í viðtali við Vísi í morgun. Það má ekki gleyma því sagði Bjarni Bragi Jónsson hjá sömu stofnun, að vísitala framf.kostn- aðar er ekki alveg rétta viðmið- unin núna. Það má ætla að neyzla almennings yfirfærist á innlendar vörur frá erlendum þannig, að neyzluútgjöldin hækka ekki að sama skapi og vísitalan. — .’ið höfum áætlað að nevzluútgjöldin hækki um 16%. ' „Vísitölufjölskyldan skynjar ekki gengislækkun," sagði Bjarni Bragi, en hin almenna fjölskylda. sem þarf að kaupa inn hlýtur að breyta innkaupa- venjum sínum i samræmi við gengislækkunina. Þegar visital- an er reiknuð út er gert ráð fyrir svo og svo miklum hluta af innfluttum vröum, en inn kaup fólks munu færast yfir á innlendan iðnvarning, en það er m. a. tilgangurinn með gengislækkuninni. Eftir gengislækkunina í fyrra voru áhrifin á vísitöluna lengi að koma fram. Þannig voru ekki komin fram nema 30 — 40% af heildarhækkun vísitölunnar eftir fyrsta mánuðinn og áhrif- in voru að smíkoma fram alh fram á s.l. haust. Ekkj lá ljóst fyrir í morgun, hve innfluttar vörur hækka mikið í verði vegna gengis- breytingarinnar. Verðlagsnefnd á eftir að ákvarða ýmislegt við álagningu og hve flutnings- gjöld megi hækka mikið. Sam- kvæmt lögunum um gengis- brevtinguna, sent samþykkt voru á Alþinei klukkan 4.30 í nótt verður aðeins heim- ilað að leggja á um 30% af verðhækkun vegna gengis- lækkunarinnar. Samkvæmt upplýsingum verð lagsstjóra í morgun, er búizt við að gengið hafi verið frá nýj- um verðlagsákvæðum á morgun eða á fimmtudag og ætti þá eðlilegur innflutningur að geta hafizt á ný. Lesendum til upplýsingar skal tekið fram að innfluttar vör ur hækka ekki að sama skani og gengislækkunin. 20% innflutn- ingsgjaldið, sem hefur verið í gildi i 3 mánuði fellur t. d. niður, sem verkar til lækkun- ar og sömuleiðis verður hækk- un álagningar eklci í samræmi við gengislækkunina eins og korn fram hér að ofan, : Aftur snarpir \ jarðskjálfta- \ kippir í nótt Jarðskjálftakippa varð aftur vart 'í nótt á Suðurlandsundirlend- inu, Voru kippimir tveir, sá fyrri kl. 0.44 og sá seinni og melri kl. 5.34. Mældist hann 3% stig á Richtersmælikvarða. Fólk á Hellu og í Villingaholti í Flóa vaknaði upp við hræringarn- ar, en seinni kippurinn fannst mjög greinilega, m.a, hrundi smádót úr hillum. Upptök jarðskjálftahræringanna eru á svipuðum slóðum og hræring anna, sem urðu um helgina um 20 — 30 kílómetra suður af Eyrar- bakka.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.