Vísir - 12.11.1968, Page 3

Vísir - 12.11.1968, Page 3
V í SIR . Þriðjudagur iz. nóvember 1968. 3 Margt var spjallað við borðin og hreyfing á mönnum. Hér sjást lalið frá vinstri: Sverrir Lúthersson tollvörður, Einar Þorkelsson verkf ræðingur, guðfaðir klúbbsins. Hjalti Þórarins- son, Agnar Norland verkfræðingur. BLÓTAÐ Á HAUSTI Hér eru saman við borðið: frá vinstri Ebeneser Ásgeirsson forstjóri, Magnús Erlendsson sölu stjóri, Gunnar Ásgeirsson forstjóri, beint á móti honum Ómar Ragnarsson, sem skemmti við góðar undirtektir, hinum megin við borðið Pétur Benediktsson bankastjóri og Þorvald- ur Þorsteinsson framkvæmdast.óri. Snæbjörn Ásgeirsson var veizlustjóri. Bára sýndi.dans við mikla eftirtekt. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sýndi kvikmynd af Vatna- jökulsieiðangri og flutti skýringar með. Jjað var fjölmenni á haust- blóti Lionsklúbbsins Freys í Leikhúskjallaranum fyrir skömmu. Um leið var þetta fyrsta herrakvöld klúbbsins, sem er nýstofnaður og yngstur Lionsklúbbanna í Reykjavík. Formaður klúbbsins er Hinrik Thorarensen. Vel var vandað til hófsins m. a. með mörgum skemmtiatrið- um og má þar fyrst telja kvik- mynd, sem Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sýndi af Vatna- jökulsleiöangri og flutti um leið skýringar með. Margir ferða- menn eru innan klúbbsins, sem telur 30 félaga, en á stefnuskrá klúbbsins er að merkja ýmsa staði á landinu, sem sögufrægir eru. Hefst sú starfsemi á sumrj komanda. Efnt var til happdrættis á skemmtuninni er ágóðinn rann f sjóð þann, sem varið verður til merkjanna. Ýmis önnur skemmtiatriði fóru fram og salarkynni voru skreytt með landbúnaðarverk- færum eins og hrífum og orfum auk rokka og strokka. Eins og nafn klúbbsins gefur til kynna tengja meölimimir starfsemi sína landinu á táknrænan hátt. Einn gestanna kaupir sér happdrættismiða.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.