Vísir - 26.11.1968, Side 1
Margir vilja flytja utan
Rúmlega hundrað hafa aflað upplýsinga
i brezka sendiráðinu að undanf'órnu
• í brezka sendiráðinu er
ekki hægt að fá neinar á-
kveðnar tölur um, hversu
margir ísiendingar hafa að
undanförnu gerzt innflytjend-
ur til samveidislanda eins og
Kanada, Ástralíu eða Suður-
Afríku.
Brian Holt tjáði blaðinu, að
sendiráöið gæti aðeins afhent
fólkinu umsóknareyðublöö til út
fyllingar, en þau væru síðan
send til ástralska sendiráðsins
í Stokkhólmi, kanadíska sendi
ráðsins í Kaupmannahöfn eða
10 síða
T VÖ STÓRSL YS í KEFLA VÍK
Tvö mjög alvarleg slys
Urðu í Keflavík nú í gær
og í vikunni sem leið. Var
um höfuðkúpubrot að ræða
í báðum tilvikunum. Fleiri
óhöpp urðu í Keflavík um
helgina. Meðal annars
slasaðist stúlka í bílveltu
og ekið var á kyrrstæðan
bíl niðri í miðbænum.
Maður á níræðisaldri slasaöist al
varlega, þegar ekiö var á hann á
gangbraut rétt framan viö lögreglu
stöðina í Hafnarstræti í Keflavík
í morgun. Gamli maðurinn var rétt
kominn yfir götuna þegar slysið
varð. — Þykir líklegast að vindur-
inn hafi feykt honum lítið eitt til
baka út á götuna, en í bví bar þar
að bíl á hægri ferð. Sá ökumaður
ekki gamla manninn fyrr en um
seinan.
Maðurinn höfuðkúpubrotnaði, fót
brotnaði og hlaut fleiri alvarlega á-
verka og liggur nú þungt haldinn
á sjúkrahúsi.
Jámsmiður, sem var að vinna
við bát í Njarðvíkurhöfn slasaöi?t
mjög alvarlega á höfði á miðviku-
daginn var, þegar planki, sem verið
var að hífa um borð í bátinn
losnaði úr böndum og féll á hann.
— Höfuðkúpubrotnaði maðurinn og
var hann þegar fluttur á sjúkra-
húsið, þar sem yfirlæknirinn Jón
Jóhannsson geröi að áverkanum.
Mun sú aðgerð hafa heppnazt mjög
vel því að maðurinn var á bata-
vegi, þegar Vísir grennslaðist um
líðan hans í morgun, en honum
var varla hugað Iff eftir slysið.
Kólnar eftir suð-
iæga /kitahylgju'
Hinir þíðu vindar frá suðlæg-^-
um slóðum anda ekki lengur um
tslendinga, veðrið hefur farið
kólnandi eftir þriggja vikna hlý-
indi í nóvember. Þó eru ekki
horfur á að frosthörkur taki við
í bráð.
Norðanátt er á landinu f dag og
víða 7—8 vindstig. Horfur em á
norðanátt næstu 2 sólarhringa.
1 morgun snjóaði nyrzt á Vest-
fjörðum og ennfremur víðast hvar
á Norður- og Austurlandi. '?ægt
frost var á Vestf.'irðum, en í
Reykjavik var hitinn 3 stig klukkan
9 í morgun.
Samið endanlega um smíði
á Bjarna Sæmundssyni
— Skipið hefur hækkað i verði i 200 millj. kr.
Nú þessa dagana er verið að | brír Islendingar, Agnar Norðfjörð,
semja um smíði á hafrannsóknar- verkfræðingur, Sigurður Lýðsson,
skipinu Bjama Sæmundssyni við tæknifræðingur, og Ingvar Hall-
þýzka fyrirtækið Unterweser grímsson, fiskifræðingur, eru stadd-
Schiffbau Gesellschaft f Bremer- ir ytra til að semja um hin ein-
haven. stöku atriði varðandi smíði skipsins.
21 íbúi ásakar hreppsnefnd-
ina um óreiðu
Róstusöm sveitarstjórnarmál i Njarðvik
• Allmiklar róstur eru nú uppi
f sveitarstjórnarmálum f
Njarðvíkurhreppi. Hreppsnefnd-
inni hefur borizt mótmælaskjal
Undirritað af 21 íbúa, þar sem
farið er fram á endurskoðun á
bókhaldi hreppsins.
Ein meginorsök þeirrar ó-
ánægju, sem upp er komin meðal
fbúa Njarðvíkur er sú, að fjárhags-
áætlun og yfirlit um framkvæmdir
hreppsins hafa ekki verið birt
opinberlega og almennir borgarar
hafa ekki haft að þeim greiðan að-
gang. — Ennfremur hefur það
verið gagnrýnt, að hreppsnefndin
hafi gefið sveitarstjóranum of
frjálsar hendur.
1 kvöld verður efnt til borgara-
fundar í félagsheimilinu Stapa, Þar
j sem þessi mál verða rædd og er
búizt við heitum umræðum þar.
Þeir fóru í fyrri viku og eru vænt-
anl. fljótlega, og verða samningar
þá undirritaðir, ef viðunandi samn-
ingar hafa náðst um hin einstöku
atrði.
i
I Eins og kunnugt er var smíöi
! skipsins boðin út meðal nokkurra
I erlendra skipasmíðastöðva, sem tald
ar voru til þess færar að smíða skip
j ið. Sex aðilar buðu í skipið og var
1 tilboð Unterweser lægst. Tilboð
þess var um 140 milljónir íslenzkra
| króna miöað við gamla gengiö. Bú-
| ið var að kaupa og greiða fyrir
nokkurn hluta tækjaútbúnaðar fyr
ir gengislækkunina, um 20 millj.
ísl. króna, að því er Gunnlaugur
Briem, ráðuneytisstjóri tjáði Vísi í
morgun.
Það má því búast viö að skipið
i muni kosta um 200 milljónir króna,
I en hefði kostað um 210 milljónir
| króna, ef ekki hefði verið búið aö
jkaupa eitthvað af tækjunum í það
I fyrir gengislækkunina. »
Námskostnaður námsmanna í Berlín
nækkar um 60-100 þús. kr.
Aukning námskostnaðar is-
lenzkra námsmanna í Berlín
eftir gengislækkunina nemur
kr. 60 þús. á einstakling og
kr. 100 þús. á f jölskyldumann
miðað við kostnað fyrir nóv.
1967.
Kemur þetta fram i greinar-
gerð, sem blaðinu barst frá ís-
"lenzkum námsmönnum í Berlín.
Komu þeir saman eftir gengis-
lækkunina til að ræöa bein áhrif
á fjárhagsafkomu námsmanna er
lendis, í öðru lagi úthlutunar-
reglur lánasjóðs íslenzkra náms-
manna.
I greipargerðinni stendur m.
a., að fjöldi námsmanna geti
námsins vegna ekki farið til
íslands í fyrirlestrahléum og
fyrir hina sé eins og nú horfir
hæpinn hagur að fara heim og
vinna og séu þvi nárnsmenn
algjörlega liáðir aðstoð aðstand-
.>rll.»l)1.mHM|| ■ ifcKll
enda eða verði að stofna til
stórskulda við lánastofnanir.
En !. lán liggi ekki á lausu
og séu á háum vöxtum.
I niðurstöðum eftir að fyrir-
komulag Iánasjóðs íslenzkra
námsmanna hefur verið gagn-
rýnt segir m. a., að nýting fjár
þess, sem sé veitt sé slæm, þar
sem reikna megi með því að
fjöldi námsmanna neyðist til að
hætta námi af fjárhagsástæðum
og hjá öðrum dragist námstími
á langinn vegna þess tíma, sem
til fjáröflunar þurfi. Þjóðfélags-
legt misrétti verði þar sem nú
verð; það aðeins á færi barna
velefnaðra foreldra að stunda
nám erlendis. Ef nám erlendis
verði svo fjárhagslega illviðráð-
anlegt, sem nú horfir kunni það
að valda háskalegri og fábreyttri
menntaskiptingu þar sem Há-
skólj íslands stærðar vegna
geti ekki boðið upp á svo fjöl-
breytta menntun, sem beinlínis
sé forsenda þjóðfélagslegrar
þróunar.
Ályktun þessi var send all-
mörgum aðilum.
Lögreglan
greip í tómf
— þjófarnir nýsloppnir
■ Hurð skall nærri hælum í
nótt, þegar lögregluþjónar kómu
að húsinu nr. 178 við Laugaveg
á eftirlltsferð sinni um hverfið.
Innbrotsþjófar voru þá nýlega
famir, eftir því sem ummerki
gáfu til kynna.
Opnar dyr á bakhlið hússins, þar
sem 8 fyrirtæki hafa skrifstofur
sínar og starfsemi, vöktu athygli
lögregluþjónanna, sem kvöddu liðs
auka á vettvang. Ef svo vel hefði
viljað til, að þjófarnir hefðu verið
inni, hefði þeir vafalaust náöst, því
á skammri stund var búið að um
kringja húsið. En þjófarnir voru
farnir.
I ljós kom, að þeir höfðu brotizt
inn í Smárakaffi á neöstu hæð húss
ins og inn í heildverzlunina Kötlu,
en einnig inn I skrifstofur Rolfs
Jóhannssonar og inn á verkstæði
Viðtækjavinnustofunnar.
Ekki var búið að kanna til fulls,
hve miklu stolið hafði verið, en
meöal þess sem saknað er, er magn
ari úr Viðtækjavinnustofunni og
nokkur bflaviötæki. Er það talið
nema að verðmæti milli 40 og 50
þúsund kr.