Vísir - 26.11.1968, Page 2

Vísir - 26.11.1968, Page 2
VI S IR . Þriðjudagur 26. nóvember 1968. EINN MAÐUR A AÐ VELJA OG STJÓRNA LANDSLIÐI — segir Albert Guðmundsson, nýkjörinn formaður KSI — Hann vill crð landsliðsæfingar hefjist nú þegar og verði á hverjum sunnudegi i allan vetur „Það er hreint fárán- legt!“ Þetta svar gaf Al- bert Guðmundsson, for- maður KSf, blaðamanni Albert Guðmundsson. Vísis, sem rabbaði við hann stutta stund í gær- dag á skrifstofu hans við Brautarholt, þegar hann var spurður um álit á því að 3 menn eða jafnvel fleiri veldu landslið. „Ég tel að þaö sé langeðlileg- ast að einn maður geri þetta og hann sé ábyrgur. Reynist hann ekki hæfur, verður nýr maður að taka sæti hans“. Albert kvaðst hafa mikinn áhuga á aö þeir menn, sem kæmu fram fyrir KSÍ og fyrir landsins hönd, væru vel undir leiki búnir. Þannig taldi hann að landsliðið þyrfti í vetur að æfa vikulega, t.d. á sunnudags- morgnum, og þá hvernig sem viðraði. Árangur í knattspyrnu kæmi aldrei fyrr en hart væri lagt aö sér. — Og hvað um atvinnu- mennsku eöa hálfatvinnu- mennsku? „Ég tel að það sé tómt mál um að tala um atvinnumennsku fyrr en fleiri áhorfendur koma að sjá leiki liðanna. Og þaö gerist aftur á móti ekki fyrr en leikmenn eru orðnir betri en þeir eru nú, þetta tvennt helzt í hendur. 2g mundi telja að við ættum að greiða fyrir vinnutap og ferðalög, eins og aðrar þjóðir gera, en það telzt ekki til atvinnumennsku aö fá greidda peninga fyrir slíkt, en það hefst ekki fyrr en knatt- spyman hagnast betur á leikj- unum“. Albert kvaðst fyrst um sinn verða að setja sig inn í starf fyrirrennara síns, hann hefði ekki kynnzt störfum knatt- spyrnusambandsins fyrr en nú, en félagsmálum knattspyrnu- hreyfingarinnar hefði hann aö- eins kynnzt í sambandi við störf sín með Akumesingum í stríðsbyrjun áður en hann fór utan til keppni, og þá var hann með i að sameina Akranessfé- lögin undir eitt merki, og eftir að hann kom heim starfaði hann dyggilega með Hafnfirðingum. — Nú varst þú á báðum átt- um um það hvort þú ættir að taka að þér starf formanns í KSÍ, hvað olli því að þú lézt undan óskum stuðningsmann- anna? „Mér fannst satt að segja að ég skuldaði knattspyrnunni eitt- hvað, — mér finnst að ég sé að greiða afborgun af gamalli skuld. Knattspyrnan hefur fæyt mér ótrúlega lífsreynslu og á- nægju, og nú vil ég leggja eitt- hvað af mörkum til að aörir geti notið hins sama. Ég mun gera mitt bezta til að svo megi verða og nota til þess að- stööu mína sem formaður í knattspyrnusambandinu," sagði Albert aö lokum. Fyrsti fundur Alberts með stjóm hans verður á fimmtu- dag. Þá hefst starf Alberts fyr- ir knattspymuíþróttina í land- inu, — menn binda sterkar vonir við Albert Guðmundsson. Hann hefur margar hugmyndir, bæði hvaö varðar kattspymuna sjálfa og fjármál sambandsins. Enginn efast um dugnaö og þrautseigju Alberts. Nú vantar aðeins átak knattspymumann- anna sjálfra, þeir mega ekki , verða áhorfendur, heldur virkir þátttakendur í endurreisn knatt- spyrnunnar. — jbp — lUL til Bandaríkjanna? Ekki er útilokað að ungl- ingalandsliðið, sem stóð sig svo vel í Norðurlandakeppn- inni s.l. sumar i Reykjavík, fái verkefni að glíma við áfram. Ámi Ágústsson, formaður unglinganefndar KSÍ sagði blaö- inu f gær, að samtökin People to People hefðu boðið 25 manna hópi unglinga til Bandaríkj- anna að leika þar. Feröir og gisting eru liöinu aö kostnaöar- lausu. Gert er ráð fyrir að ferð þessi verði farin 12. sept. n.k. og standi til 2. október. Reiknað er með að keppa við háskólalið, en knattspyrnan er stöðugt að festa raetur f háskól- um Bandaríkjanna Ármann J. Lárusson heiðpður. I i KAUPIDNÚNA Svefnherbergishúsgögn Eik og tekk og hvítmaluö r^7~7\ ! Löí )inr -í. n 1! 111 j * i Sími-22900 Laugaveg 26 Glímusnmhandið heiðruði Ármunn J. Lúrusson • Ármann J. Lárusson var heiðr- aður á sunnudaginn var fyrir starf sitt fyrir glímufþróttina á ís- landi. Ármann hefur starfaö ar fullum krafti í 15 ár og er enn a toppnum í þessari íþrótt. • Hafa yfirburðir hans lengst af verið r'tvíræðir. Á myndinni afhendir Kjartan Bergmann Ár- manni fallegan skjöld f heiðu^s- skyni, en honum var haidið hóf í Tjamarbúð við þetta tækifæri.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.