Vísir - 26.11.1968, Qupperneq 3
VISIR
,agu. 26. nu.ei.,ji
Hannibal Valdimarsson, forseti ASÍ, setur Alþýðusambandsþingið,
Tveir hinna „stóru“. Guðmundur Garðarsson, formaður Verzl-
unarmannafélags Reykjavíkur og Hannibal Valdimarsson, for-
INTERNATIONALEN
Hótel Sögu
Tjeir voru prúöbúnir, forustu-
menn verkalýösins, er þeir
í gær gengu upp stigann inn í
Súlnasal Hótel Sögu, einhvers
„fínasta" veitingahúss höfuð-
borgarinnar. Verkamenn á Is-
land geta naumast talizt neinn
öreigalýður, þótt nú syrti í ál-
inn um hríð. Glaöir og reifir
heilsuðust gamlir félagar og
vinir, sem margir hverjir höfðu
ekki hitzt frá því á síðasta
Alþýðusambandsþingi. Þeim
mun þó öllum hafa veriö ljóst,
að þessa þings samtaka verka-
fólksins bíða mörg alvörumál,
/og forseti ASÍ gat þess í setn-
ingarræðu, að sjaldan hefði á
undanförnum árum verið eins
mikið í húfi, að vel tækist til
um störf þings samtakanna.
Kjaramálin eru efst á baugi,
og afstaöa þingsins kann að
ráöa mestu um framvindu efna-
hagsniála almennt á næstunni.
Einnig
mikilsverð og rætt um gjör-
breytingu á uppbyggingu ASÍ.
Almenningur fylgist meö um-
ræðum og ákvörðunum um
þessi mál, en annars vekur það
hvað mesta athygli, aö Hannibal
Valdimarsson, forseti ASÍ, hef-
ur ítrekaö yfirlýsingar sínar um
það, að hann muni nú ekki
lengur gefa kost á sér eftir nær
tveggja áratuga feril í því emb-
ætti. /
Fólk veltir vöngum yfir eftir-
manni Hannibals. Verður það
félagi hans Bjöm Jónsson, eða
hinir róttækari Eðvarð eða
Snorri? Eða einhver Sjálf-
stæðis- eða Alþýðuflokksmaður?
Ef til vill verður enginn krón-
prinsinn kjörinn, þegar öll kurl
eru komin til grafar, heldur ein-
hver óþekktari. Um þetta er
ekki unnt að fullyrða á þessu
stigi, en málin munu skýrast
næstu daga.
Af öllum ofangreindum ástæð-
um mun almenningur fylgjast
með þingi Alþýðusambandsins.
Hinir prúðbúnu fulltrúar sam-
einuöust og risu úr sætum þegar
Internationalen, alþjóðasöngur
verkalýðsins, eins og hann er
kallaður, hljómaði á Hótel Sögu.
Þeir skiptast þó í marga flokka
og munu reynast ósammála um
margt. Hvernig til tekst unr
samstarf og samninga milli
„hópanna", og hverjir verða
ofan á, mun ráða úrslitum.
omar a
eru skipulagsmálin
MYNDSl
Vandamálin skeggrædd. Frá vinstri: Ragnar Kristjánsson, Dagsbrún, Tryggví Benediktsson,
Félagi jámiðnaðarmanna, og Ingólfur Hauksson, Dagsbrún.
* S/, fjta
Aðrir „stórir“. Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasambands-
ins og Guðjón Sigurðsson, formaður Iðju.
Allir risu úr sætum þegar alþjóðasöngurinn var Ieikinn,
I