Vísir - 05.12.1968, Blaðsíða 1
jVÍSIR
38. árg. - Fimmtudagur 5. desember 1968. - 276. tbl.
Kippurinn harðastur
í Skíðaskálanum
Vitavörðurinn í Reykjanesvita
kvaðst ekki hafa orðið var við
jarðskjálftakippinn í morgun, en
aftur á móti teldi heimilisfólk
sig hafa orðið vart við minni
háttar jarðhræringar um fjögur
leytið í nótt.
I Höfnum og Grjndavík fund-
ust hræringarnar greinilega, þótt
ekki væri þar um stórvægilegan
jarðskjálfta að ræða.
i Skíðaskálanum varð jarð-
skjálftans óþyrmilega vart.
Kvaðst veitingamaðurinn þar
ekki muna annan eins kipp. Allt
lauslegt fór á hreyfingu, og hlut-
ir hrundu niður úr hillum. „Á
tímabili var mér hætt að standa
' á sama,“ sagði hann.
I Vik í Mýrdal varö jarðskjálft-
ans greinilega vart og sömuleiðis
á Kirkjubæjarklaustri. I lóran-
stöðinni á Reynisfjalli var settur
uþp jarðskjálftamælir ekki alls
fyrir löngu, og sögðu menn þar,
að þessi jarðskjálfti væri sá
sterkasti. sem mælzt hefði á
þennan mæli.
Stöðvarhúsið hristist greini-
lega, og mennirnir töldu, að
þessi kippur hefði verið mun
snarpari en t. d. jarðskjálftinn,
sem varð 5. nóv. s.l.
Á Selfossi urðu menn greini-
lega varir við jarðhræringarnar.
„Kippurinn var geysiharður
hjá okkur,“ sagði Alexander
Guðmundsson, fréttaritari Vísis
í Vestmannaeyjum, þegar hann
hringdi í ritstjórnina sköiþmu
eftir að ósköpin dundu yfir. Víða
fóru hlutir úr hillum, bæði i
verzlunurti og íbúðum. Ekki var
vitað um neinar skemmdir.
Á Hellu var kippurinn vel
merkjanlegur, en þó ekki áber-
andi harður. Hlutir í hillum högg
10. síða
Það var mikiC um að vera á Veðurstofunni, þegar þessi mynd var tekin örfáum mínútum
eftir jarðskjálrtakippinn. Veðurfræðingarnir standa við jarðskjálftamælinn. Ljósm. Vísis B. G.
/ morgun
1 0 Mörgum varð ekki Suðurland, svo að hús
um sel í morgun, titruðu og munir færð-
y þegar mjög snarpur jarð ust úr stað á svæðinu frá
skjálftakippur fór um Reykjanesi austur um
FÓLK ÞU5TI ÚT Á
GÖTUR ! MIÐBÆNUM
Myndir dingluðu á veggjum og lyfta stödvað-
ist i háhýsinu að Austurbrún 2
\
Það var heldur handafum á
fólki, þegar jarðskjálftatitring-
urinn fór um borgina í morgun.
Víða þusti fólk út úr húsum. —
í miðbænum æddi fólk út úr
verzlunum og skrifstofum — út
á götu ríkti mesta ringulreið í
örstuttan tíma. — Hins vegar
varð fólkið á götunni lítið vart
við skjálftann. f skólum varð
upplausn víða. Klukkur stöðv-
uðust meðal þeirra var útvarps-
klukkan.
Guðný Guðmundsdóttir, hús-
freyja, sem býr á 11. hæð í stór
hýsinu að Sólheimum 25, sagði
svo frá að myndir hefðu dingl-
að á veggjum í stofunni og ljósa
krónur dingluðu til í loftinu.
Mikill ótti greip um sig, þar
sem börn voru saman í skóla.
Þorsteinn Valdimarsson, sem
staddur var í Vogaskóla sagði
svo frá í viðtali við Vísi, að al-
gjör „panik“ hafi orðið í skóla-
stofunni, þegar jarðskjálftinn
varð — En þetta var fljótt að
jafna sig og kennsian hélt áfram
eins og ekkert hefði í skorizt.
Halldór Guðmundsson yfir-
smiður við Hallgrímskirkju
sagði að þeir smiðirnir, sem
voru að vinna uppi í turninum
hefðu fundið mikinn titring. —
Sjálfur kvaðst hann ekki hafa
orðið var við slíkan jarðskjá'fta
síðan 1929.
Lyftan í stórhýsinu að Aust-
urbrún 2 bilaöi í jarðskjálftan-
um og óttazt var að sprungur, er
sveitar að Vík í Mýrdal.
® „Þetta er einn sá
mesti kippur, sem
fundizt hefur í Reykja-
vík,“ sagði Ragnar Stef-
ánsson jarðskjálftafræð-
ingur á Veðurstofunni.
mynduðust í húsinu í jarðskjálft
anum fyrir nokkrum árum,
hefðu tekið sig upp.
Titringurinn fannst greinilega
á ritstjómarskrifstofum Vísis að
Laugavegi 178. — Menn stóðu
agndofa í nokkrar sekúndur
meðan húsið titraöi og skalf.
Loftur Guðmundsson, rithöf-
undur, er búsettur í Hraunbæ
í Árbæjarhverfi í nýlegri blokk,
sagði: Þaö skalf allt saman og
gekk allt til. Allar Ijósakrónur
fóru af staö og titruðu á eftir.
Gólfið gekk í bylgjum og það
voru a. m. k. einar þrjár sjálf-
stæðar öldur, sem komu.
— Þetta er jarðskjálfta eða
eldgosaveður, sem nú hefur ver-
ið, þessi góða tíð. Það hefur
alltaf verið þannig, aldrei hefur
verið betra veður hér á landi
en þegar jarðskjálftarnir miklu
10 siða
„Ég gizlca á, að hann
hafi mælzt um 5l/i—6
stig á Richtermæli-
kvarða.“
Það var mikið um að vera á
Veðurstofunni, þegar blaða-
mann Vísis bar aö þar í morg-
un. Símtæki glumdu í hverju
horni, þegar tilkynningar víðs
vegar af Suðurlandi bárust um,
að fólk hefði fundið jarðskjálfta
kippi.
„Mér virðist sem kippirnir
eigi upptök sín ekki langt frá
Reykjavík.“ sagöi Ragnar. —
„Fyrsti og mesti kippurinn kom
kl. 9.45, en á næstu 25 mínútum
mældust greinilega 12 kippir.
Kippimir sem komu fyrst á eft
ir þeim stærsta (líklega eftir-
skjálftar eftir aðaljarðskjálft-
ann), mældust koma úr um það
bil 50 til 70 km fjarlægð frá
Reykjavík.
Eftir því, sem manni fannst
hér í Sjómannaskólanum, en
við fundum fyrsta kippinn mjög
greinilega, þá er eins og jarð-
skjálftarnir hafi komiö úr austri.
Rétt um leið og blaðið fór í
prentun, höfðu mælingar gefið
jarðskjálftafræðingum frekar til
kynna um upptök jarðskjálft-
anna í morgun. Bentu líkur þá
Einnig þegar maður dæmir út
frá því, hve austarlega hann
fannst. Þeir fundu hann austur
í. Kirkjubæjarklaustri og í Vík í
Mýrdal."
Stór hópur starfsfólks Veður-
stofunnar stóð í þyrpingu utan
um sjálfrita, sem sýndi jarð-
skjálftana. Þar eins og annars
staðar í Reykjavík lagði fólk nið
ur vinnu andartak til þess að
svala forvitni sinni og spjalla
við náungann um kippina. Einn
starfsmanna Veðurstofunnar
hafði verið staddur í bifreið við
umferðarljósin á Miklubraut og |
Lönguhlíð, þegar snarpasti kipp |
urinn reið yfir . ..
“ ... og bíllinn kipptist svo- |
leiðis til, að ég hélt, að sá, sem I
á eftir mér var, væri eitthvaö |
að riðlast á honum. Ég skyldi |
ekki, hver fj.... þetta var eig- I
inlega, en svo .. . “
„Þessir kippir eru ekkert sér-
stakt fyrirbrigði Ekkert annað,
en við megum alltaf búast við
á þessu svæði. Reykjavík er
vestast í jaðrinum á einu mesta
jarðskjálftasvæðinu hér um slóð
ir,“ sagði Ragnar Stefánsson.
til þess, að hinir síðari kippir
hefðu átt upptök sín í um 30
til 40 km fjarlægð frá Reykja-
vík.
Upptökin skammt
frá Reykjavík
♦
I