Vísir - 10.12.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 10.12.1968, Blaðsíða 7
VlSIR . Þriðjudagur 10. desember 1968. XX' v’;• :• * r.*J tíorgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í raorgun útlönd NiXON BIRTIR NOFN ALLRA RÁÐHERRA SINNA Á MORGUN • Richard Nixon tilkynnir á morg- un hvaða inenn hann hafi valið í helztu ráðherraembætti, 12 talsins. Er það í fyrsta skipti, sem Banda- ■ ríkjaforseti tilkynnir í einn lagi nöfn allra aðalráðherra. SHRTVER TIL SAMEINUÐU ÞtóÐANNA Sargent Shriver ambassador Bandaríkjanna í París er sagður hafa til íhugunar tilboð frá Nixon um að taka að sér að vera ambassa dor Bandaríkjanna á vettvangi Sam einuðu þjóðanna. Þetta var haft eftir áreiðanlegum heimildum í Washington, en þó vildi talsmaður Nixons ekki’ staö- festa neitt um þetta. í New York var fréttin talin mikilvæg. Háskóla lokað i Ussabon Innanríkisráðherra Portúgal hefir fyrirskipað lokun tækniháskólans í borginni í 10 daga vegna hótana stúdenta þar að gera verkfall. Leiðtogar stúdenta hafa verið gerðir rækir úr skóla, en þeim gef- ,ið í skyn, að sú ákvörðun kunni að verða tekin til endurskoðunar. Shriver er 53 ára. Hann er kvænt- ur systur Kennedys heitins Banda- ríkjaforseta. Kunnugt er, að þeir Shriver og Nixon ræddust við í fullar tvær klukkustundir i New York í fyrra- dag. Kunnugt er, aö þeir ræddu 'fransk-bandaríska sambúð, Nato, varnir, gjaldmiðilsmál o. fl. Myndin er tekin í veizlu í New York — og snúa þeir þar bökum saman Nixon og Dewey, sem iík- Iega fær ráðherraembætti í stjórn Nixons. Dewey, sem var tvívegis forsetaefni repúblikana - og þrívegis kjörinn ríkisstjóri sambandsríkisins New York. London: Kunnur iðjuholdur og fyrrverandi landstjóri Breta í Rhod- esíu segir horfur þar ískyggilegar, — Iandið sé raunverulega að verða gjaldþrota. JEinkanlega vaidi áhyggj Nýr flokkur í Vestur-Þýzkulundi samtökum „lengst Frankfurt: Stofnaður hefur verið nýr flolckur í Vestur-Þýzkalandi og kallast Lýðræðislegi framfaraflokk urinn og eru stofnendur úr ýmsum til vinstri í v- þýzkri pólitík“ Flokkurinn hyggst bjóða fram í næstu þingkosningum, en þær fara fram í september næsta ár. b'.V.VY.V.V.VVY.Y.V.V.VV.V.V.Y.'.V.Y/.V.Y.V.V.V.V." jjaldbrota? um vaxandi atvinnuleysi. Efnahags- aðgerðirnar séu farnar að ná tii- gangi sínum. 117 blökkumenn eru í fangelsum Rhodesíu. Þeir voru allir dæmdir til lffláts, en ehg'ar áftökur hafá' farið fram í landinu síðan í marz, er aftökum þar var mótmælt víöa um heim. Wilson fil jBonn 11. febrúar Ákveðið hefur verið hvenær Wil- son forsætisráðherra Bretlands fer í hina opinberu heimsókn, sem honum hefur verið boðið til Vest- ur-Þýzltalands. Hann leggur af staö 11. febrúar til Bonn og að þremur dögum liðn- um heimsækir hann Vestur-Berlín. Rúmsnar gagnrýna Bandaríkiasfjórn Rúmeníustjórn hefur gagnrýnt I Búlgaríustjórn hefur einnig bor- Bandaríkin fyrir p.ð senda tundur-1 ið fram mótmæli. í orðsendingum spillí inn á Svartahaf. Telur hún hér vera um að ræða verknað, er spillt geti horfum í alþjóðaviðskipt- um. beggja ríkisstjórnanna segir, að ekk ert geti réttlætt leiðangur herskip- anna inn á Svartahaf. GERIUFOLK HRYNUR NIÐUR • London: Brezkur ráðherra er á leið til Lagos í Nígeríu með sér- legan boðskap frá Wilson forsætis- ráðherra. Kunnugt er, að það sem mestum áhyggjum veldur brezku stjórninni nú er neyðarástandið í landinu, en horfurnar hafa aldrei verið eins ískyggilegar. Brezki fulltrúinn í Alþjóðanefnd- inni segir, að neyðinni verði ekki jneð orðum Iýst. Hann nefnir sem dæmi, að um 900 munaðarlausum börnum hafi verið safnaö saman og séu þau í þremur húsum og hrynji niður vegna matarskorts og hjálpar. Hann hefur endurtekið fyrir nefndarinnar hönd að ásakanir á hendur sambandshernum fyrir að fremja þjóðarmorð hafi ekki við rök að styöjast. Nixon byrjaður að skipa í embætfi • í Noregi er í smíðum 220.000 lesta olíuskip og er það stærsta skip, sem smíöað er í Noregi fyrr og síðar. Því veröur hleypt af stokk unum 15. marz n.k. Skipið er 350 metra langt og 46 metra breitt og vélar hafa samtals 30.000 hestöfl. Skrúfuspaðarnir vega 54 lestir. • Réttarhaldi yfir Sirhan, sem sakaður er um aö hafa myrt Robert Kennedy, hefir verið frestað til 7. janúar. • Öfgamenn meðal þjóðernissinna í Wales hafa með sér samtök, sem þau kalla ,,Her hins frjálsa Wales“ og hafa þegar unnið allijiörg hermd arverk, og hafa m. a. haft í hótun- um að girða fyrir það með hermdar verkum, að enskar borgir fái vatns birgðir frá Wales. Alvarlegasta spellvirki þeirra af þessu tagi var þegar þeir sprengdu í loft upp vatnsleiðslu meö þeim afleiðingum aö helmingur milljónaborgarinnar Birmingham varö vatnslaus. — Skemmdir urðu á fjórum víðum vatnsleiðslupípum við Hagley suð- vestan Birmingham, en um hana rennur vatn úr Elandalnum i Mið ,■ Wales. Ky marskálkur. Ky komittn til Parlsar Washington: Richard Nixon til- kynnti nýlega, að 'Henry Kiss- inger prófes: or yröi sérlegur ráðunautur öryggisráðs Banda- rikjanna. Dr. Kissinger er fædd- ur í Þýzkalandi og er sérfræð- ingur í alþjóðamáium. Hann er 47 ára. Hlutverk hans verður að samræma utanríkisstefnu og einku.n að vinna að skipulagn- ingu t . langs tíma. Aðstoðarmað ur Kissingc.-s verður dr. Ric- hard v. Alien, sem var einn helzti sérfræðingur Nixons í ut- anríkismálum í kosningabarátt- unni. Frá v.: Kissinger, Nixon, Ailen. Nánar verður tilkynnt um ráðherravai Ni*:ons nú í vikunni. Telur góðar horfur á, oð samningar takist !■■■■■! Sendinefnd frá Suður-Víetnam kom til Parísar í gær og með henni Ky varaforseti sem verður ráöu- nautur hennar. Mikill viðbúnaður var af lögreglunnar hálfu og sér- stakiega tii verndar Ky marskálki. Hann sagði við komuna og eins í Aþenu, þar sem flugvélin hafði við dvöl, að stjóm S-Víetnam vonaði að samkomulag næðist og litj hún á viðræöur þær sem nú eiga að fara fram á breiöara grundvelli, sem nýjar viðræður en ekki í fram- haldi þeirra er hafa átt sér stað Tillögur hafa verið lagöar fram af hálfu Bandaríkjanna og einnig af hálfu Suður- Víetnam. Deila hefir verið um fyrirkomu lagaatriði, en sú deila er sögð jöfnuð í gær, en ekki voru fyrir því opinberar heimildir. Síðari fregn hermir, að Ky hafi sagt eftir komuna til Parisar, að sendinefndin mundi ekki fara fram á algera uppgjöf Víetcongliða og Norður-Víetnama. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.