Vísir - 10.12.1968, Blaðsíða 10
70
VISIR . Þriðjudagur 10. desember 1965.
ALÚT vill smíða skip
fyrir flotvörpu
Sameinað þing:
Rannsókn kjörbréfs Sigurðar
Grétars Guðmúndssonar (Ab).
Meðri deild:
1. Otgerðarstofun ríkisins til
atvinnujöfnunar — flutnm. Ragnar
Arnalds (Ab).
2. Ráðstafanir vegna landbún-
aðarins — stjómarfrv.
3. Þjóðminjalög — stjórnarfrv.
4. Breytingar á lausaskuidum
iðnaðarins í föst lán — stjómarfrv.
5. Félagsmálastjóri verkalýðs-
samtaka — 1. flutnm. Hannibal
Valdimarsson (Ab).
6. Verðlagsuppbót á trygginga-
bætur — 1. flutnm. Kristján
Thorlacius (F).
2?"ri deild:
1. Tollskrá o. fl. — stjórnarfrv.
2. Eiturefni og hættuleg efni —
Stjórnarfrv.
3. Ráðstafanir vegna flutninga
síldar af fjarlægum miðum —
stjórnarfrv.
4. Landsbókasafn íslands —
stjómarfrv.
JóEafundur Hvatar
Jólafundur Sjálfstæðiskvennafé-
lagsins Hvatar verður haldinn
annað kvöld í Sjálfstæðishúsinu og
hefst kl. 8.30.
Dagskráin veröur fjölbreytt að
vanda. Séra Ólafur Skúlason flyt-
ur jólahugvekju, nýr blandaður
kvartett kemur fram og syngur
nokkur lög en í honum em: Sigur-
veig Hjaltested, Margrét Eggerts-
dóttir, Sverrir Kjartansson og
Hjálmar Kjartansson. Undirleik
annast Ruth Little Magnússon. Þá
verður jólahappdrætti og sýning
á íslenzkum heimilisiðnaði. Sýna
félagskonur o, fl. margvíslegan ísl.
ullarfa,tnað.
vj
Almenna útgerðarfélagið hélt
framhaldsstofnfund aö Hótel Sögu
á sunnudaglnn. Aðalverkefni fé-
Iagsins hefur verið hlutafjársöfnun
til væntanlegra kaupa togarans
Gylfa. Það kom fram á fundinum,
að gert er ráð fyrir afgreiðslu
þess máls fljótlega.
Á fundinum var rætt um kaup
og rekstur skuttogara. Tveir gestir
fundarins, Jón Sveinsson, forstjóri
Stálvíkur og Erlingur Reykdal, um-
boðsmaður japanskra skipasmíða-
stöðva á Islandi, gerðu grein fyrir
• Hattur eins hinna síglöðu
söngvara í barnaleikriti Þjóðleik-
hússins, hvarf í mannþröngina í
áhorfendasalnum á sunnudaginn og
síðan hefur hann ekki sézt meira.
63 úra húsmóðir
fró Eyrarbakka
sýnir á Mokka
63ja ára gömul húsmóðir frá
Eyrarbakka sýnir nú myndir eftir
sig á Mokka. Hún heitir Ingibjörg
Jónasdóttir og sýnir fimmtíu mynd
ir, sem hún hefur gert úr þurrk- ;
uöum fjörugróðri. Verð myndanna
er 1000 til 1200 kr. og seldust 11
þeirra þegar í upphafi sýningar-
innar.
Ilngir þjéfar
gengu í gildru
• Tveir unglingar gengu í
gildru sem lögð hafði verið
fyrir innbrotsþjófa í bílskúr við
Langholtsveg. 1 bílskúrnum
geymdi Helgi Tryggvason, kunn-
ur bókasafnari, bækur sínar og
tímarit, sem hann hefur viðað
að sér í gegnum árin.
Síöustu vikur hefur sá grunur
læözt að Helga, aö einhverjir stælu
úr geymslunni tímaritum og bók-
um, þvf aö hann saknaði nokkurra
rita úr safninu. Styrktist sá grun-
ur, þegar í, Ijós kom viö eftir-
grennslan hjá fornbókasölum, aö
tveir unglingspiltar höfðu boöiö
þar til sölu eintök af „Veiöimann-
inum“ — sem Helgi’ Tryggvason
saknaði úr safni sínu.
Voru þá gerðar ráðstafanir til þess
að setja upp útbúnað í geymslunni,
þannig að íbúar í húsinu yrðu
strax varir við, ef eitthvað væri
rjálað við geymsluna.
Seint f gærkvöldi beit svo fisk-
urinn á agniö.
Viðvörunarkerfið gerði vart við
sig og lögreglunni var gert viðvart.
Hún kom strax á staðinn og gekk
aö tveim unglingum inni í skúm-
um. Tók hún drengina í sína um-
sjá og var þeim komið fyrir á
Upptökuheimilinu í Kópavogi í
nótt.
Þessir sömu drengir höfðu sézt
á stjái við hús Helga fyrr um
kvöldið og höfðu reyndar þá vak-
ið á sér grun.
nýjungum á sviði sjávarútvegs og
togveiða. Einnig ræddi Auðunn
Auðunsson, um reynslu sína í
þessum málum.
Stjóm ALÚT var falið að kanna
grundvöll nýsmíði fiskiskipa, svo
sem skuttogara og skipa sérstakiega
smíðaðra með tilliti til veiða með
flotvörpu. Eins og kunnugt er hafa
Þjóðverjar mokaflað með sérstakri
gerð af flotvörpu. Þessi flotvarpa
er byggð á uppfinningu Agnars
Breiðfjörðis, en hefur lítt verið not-
uð hér á landi.
• Bessi Bjarnason, sem ieikur
aðalsöngvarann, eða hljómsveitar-
stjórann Andrés, hefur það fyrir
vana sinn að kasta hattinum sfn-
um, sem er allra æruverðugasti
pípuhattur fram f sal til áhorfenda
í iok sýningarinnar. — Svo gerðist
það á sunnudaginn, að hatturinn
kom ekkert aftur til skila, eins og
ætlazt er tii, heldur viröist einhver
leikhúsgestanna hafa misskiiið til-
ganginn. — Og nú geta síglöðu
söngvaramir ekki sungið fyrr en
þeir eru búnir að fá hattinn aftur.
— Eliegar þeir verða að fá saum-
aðan nýjan hatt.
Kaupmannas. —
1 Sfðu
vörur þeirra, sem ekki sýna meiri
skilning en þetta á málefnum
kaupmanna."
Að lokum nefndi Sigurður Magn
ússon það sem dæmi um aðgerðir
Kaupmannasamtakanna til að auka
• útbreiöslu íslenzkrar iðnaðarvöru,
að á þessu ári hafa samtökin sent
út 12 til 15 þúsund bréf, sem öll
eru stimpluð á skrifstofu samtak-
anna með merkinu „Veljum fs-
lenzkt — íslenzkan iðnað“.
Kjarabót —
m-> í- siöu
Fulltrúar sjómanna í kjara-
baráttu þeirra munu miða við
kjaraskerðingu, er felst í hlið-
arráðstöfunum ríkisstjórnarinn-
ar og taka gengislækkunina sem
gefna. Að meðaltali ættu að-
gerðirnar aö bæta kjör sjó-
manna um eitthvað nálægt 5%,
ef við hugsum okkur, að hvorki
hefði komið til gengislækkunar
né hliðarráðstafana. Þess ber þó
ennfremur að gæta, að kjör sjó-
manna hafa rýmað gífurlega
vegna aflabrests undanfarið, og
þeir verða að bera verðhækk-
anir innanlands.
2 lögreglumenn -
m-> i6. siðu.
unni, þegar læknar höfðu gengið
úr skugga um, að meiðsli þeirra
voru ekki alvarlegs eðlis. Hin
bifreiðin skemmdist einnig nokkuð,
en ökumaður hennar slapp ómeidd
ur.
Bókaútgófan —
WH> 9. síðu.
bókmenntir. Nokkrar bókaútgáf
ur lifa eingöngu á útgáfu
þýddra afþreyingarbóka og lifa
góðu lífi.
Hins vegar er lítið sem ekk-
ert, sem slæðist inn á íslenzka
bókamarkaö af skárri nútíma-
bókmenntum erlendum til dæm-
ir forvitnilegum nútímaskáldrit
um Norðurlandaþjóðanna. —
Ekki þar fyrir, tvær nýjar skáld
sögur Norðurlandahöfunda
koma hér út f ár Loftsiglingin
eftir Per Olof Sunderman, ver-
launarit Norðurlandaráðs f fyrra
og skáldsaga eftir Svíann Hjalm
ar Bergmann, sem mun vera í
hópi hinna nýstárlegustu höf-
unda þar f landi. Einnig fáum
við Pan eftir Knud Hamsun f
íslenzkri útgáfu, sem ekki ber
að forsmá, — þarmeð er líka
nánast upptalið.
J. H.
Sígarettur —
16. síðu.
Tomma á Laugavegi fékk blaðið
þær upplýsingar, að vafningsvél-
arnar væru uppseldar að sinni
en væntanlegar mjög bráðlega.
Verð þeirra fyrir gengislækkun
var um 100 kr. en það hækkar
væntanlega, þegar næsta send-
ing kemur. -
Það tóbak, sem algengast er
hér að vefja vindlinga úr, heitir
Midland, og kostar bréfið af því
32.30 kr. og mun eitt bréf nægja
til aö vefja á a. g. 30 vindlinga,
svo að auðséð ætti að vera að
sparnaðurinn er einhver.
Ekki er ólíklegt, að þegar vafn
ingsvélarnar koma á næstunni
muni margir fara að dæmi frum-
býlinga í „Villta vestrinu" og
vefja sér sínar eigin sígarettur.
Tek veizlur, fundi
og minni samkvæmi. Upplýsingar í síma 18408.
Vantar stúlku strax
vegna forfalla. Uppl. í verzluninni, ekki í síma.
KJÖRBÚÐ VESTURBÆJAR, Melhaga 2.
Hattur söngvarans hvarf
\ áhorfendaskarann
WILT0N TEPPIN SEM ENDAST OG ENDAST
■ EINSTÆÐ ÞJÓNUSTA! — KEM HEIM TIL YÐAR MEÐ SYNISiSp IN. IEK MAL C:
GERI --■ ''^'-'^NAÐARLAUSU!
Daníat K]artanssea . S4mi 312
Er þér ekki sama þótt við frest
um matarboðinu til næstu viku?
Ég varð nefnilega að biðja
slökkviliðið um að koma í stað-
inn.
VEÐRIÐ
i DAG
Brevtileg átt og
úrkomulaust að
mestu í dag, en
vaxandi suðaust-
an átt í kvöld.
Hlýnandi.
Kaupið japanska húsgagna
fægilöginn „SADOL“ í glösum á
kr. 1,35, sem gerir gömul hús-
gögn sem ný. — Er notaður á
alls konar póleruð húsgögn og
píanó, á lakkeruð og gullbronsuð
húsgögn og er hinn besti. Fæst
hjá Sören Kampmann. Sími 586.
Vísir 10. des. 1918.
SKIPAÚTGERÐ
RÍKBSENS
‘MBW-----------
MS. ESJA
fer austur um land til Seyðis-
fjaröar 13. þ. m. Vörumóttaka
þriðjudag og miövikudag til
Breiödalsvíkur, Stöðvarfjarðar,
Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar,
Eskifjarðar, Norðfjarðar og
Seyðisfjarðar. — Síðasta ferð
fyrir jól.
M.s. Kerðubreið
fer austur um land til Akureyr-
ar 13. þ.m. Vörumóftaka þriðju
dag og miðvikudag til Horna-
fjarðar, Djúpavíkur, Mjóafjarð-
ar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar,
Bakkafjarðar, Þórshafnar, Rauf-
arhafnar, Kópaskers, Húsavíkur
og Akureyrar. Síðasta ferð fyr-
ir jól.
M.s. Slerfólfur
fer til Vestmannaeyja og Horna
fjarðar 11. þ.m. Vörumóttaka í
dag.
M.s. Baldur
fer til Snæfellsness- og Breiða-
fjarðarhafna á miðvikudag. —
Vörumóttaka í dag og á morg-
un:
BESSSKTf"-'