Vísir - 10.12.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 10.12.1968, Blaðsíða 16
VISIR Þrifljudagur 10. désember 1968. / ..-33 Sigurgeir Jónsson vurufuðlfrúi í sfjórn álþjóðugjcildeyris- sióðsins ® Sigurgeir Jónsson, sem veriö hefur hagfræðingur Seðlabank- ans um nokkurra ára skeið, hefur nú verið skipaður varafulltrúi Norðurlanda í stjórn Alþjóöagjald- eyrissjóðsins. Hann er farinn utan og mun starfa þar í tvö ár. Sigur- geir er ungur að árum, sonur séra Jóns Þorvarðssonar. Við starfi Sigurgeirs í Seðla- hankanum mun að minnsta kosti fyrst um sinn taka Kristinn Hall- (irtmsson, hagfræðingur. INNAN VEGGJA í STEININUM © Fæstir hafa nokkurn tíma séð, hvernig umhorfs er innan veggja tugthússins á Skólavörðu stíg (og þakka sjálfsagt sínum sæla fyrir). En ljósm. Vísis brá sér I „Grjótið“ í gærdag til þess Frumbýlisháftur við reykingsr Vinsælt oð vefja | eigin vindlinga !□ Einn pakki af sígarettum kostar nú um 42 kr. en vindlingar meö síu kosta um 1 46 kr. Einn pakki á dag af hinum fyrrnefndu í heilt ár ^ kostar um 15.300 kr., og af hinum síðarnefndu um 16.800 1 kr. Ef hjón reykja bæði, kon-1 an vindlinga með síu og mað-, urinn síulausa er árskostnað- ur þannig rúmar 32 þúsundir 1 króna. Þetta finnst mörgum fullmik-1 ið, svo að þeir viljasterkustu hætta einfaldlega að reykja, en aðrir geta engan veginn sætt sig við að gefa þennan löst upp á bátinn, svo að þeir verða að finna aðrar sparnaðarleiðir. Þar eru pípureykingar vinsæl- astar, en þó geta ekki allir lát- Ið sér nægja að totta pípu, held- ur langar alltaf til að sjúga sígarettur. Fyrir þá er einnig til leið til sparnaðar. en hún er sú að setja á stofn eigin vindl- ingafabrikku. Það er, að kaupa sér lítið tæki til að vefja sígar- ettur. 1 tóbaksverzluninni hjá M—> 10 siða að bregða upp mynd fyrir lesend ur af fangaklefum. 14 fangaklefar eru í Hegningar húsinu, líkir þeim, sem hér er birt mynd af. í þessum klefum hírast 24 refsi- og gæzlufangar, þar á meðal einn, sem bíður ákæru fyrir manndráp. í hverj- um klefa eru þetta frá einum og upp í fimm fangar. Nálega aldrei er þar óskipað rúm. Þvert á móti veröur sjaldn- ast komið þar inn manni til vörzlu öðruvísi en að losa eitt- hvert rúmið fyrir hann og hleypa öðrum út. Eins og sjá má á myndinni eru rimlar fyrir gluggum klefanna, en út um gluggana geta fang- arnir kallazt á, og taliö er lík- legt, að þannig hafi fangamir fjórir lagt á ráðin um flóttann. <1 Þannig er umhorfs innan veggja tugthússins - veggina prýða Bardot og Blaiberg. Frá Revkjavík að morgni - beið baua í heimaborginni Alfred Asmussen, flugmaður beið bana á föstudagskv'óldið aðeins kilómetra frá flugvellinum i Sönderborg Danski flugmaðurinn Al- fred Asmussen, sem Vísir birti viðtal við nú fyrir nokkrum dög- um, lézt s.l. föstudagskvöld í iendingu í heimaborg sinni, Sönderborg á Jótlandi, en þar beið kona hans, sem er íslenzk, eftir honum. 2 lögreglumenn Sentu í hörðum árekstri • Tveir lögreglumenn á leið til vinnu sinnar lentu í hörðum á- rekstrl á Hafnarfjarðarvegi I gær- 14 DAGAR TIL JÓLA kvöldi, þegar bifreið, sem kom úr gagnstæðri átt var beygt þvert í veg fyrir þá. Lögreglumennirnir óku bifreið sinni áleiðis til Reykjavíkur, en við gatnamótin hjá Litluhlíð mættu þeir bifreiö, sem kom úr bænum og beygöi skyndilega þvert í veg þeirra. Bifreið lögreglumannanna &tórskemmdist, og hlutu lögreglu- mennimir einhver meiðsli, en fengu að fara heim af slysavarðstof 10. síða Höfðu einungis sælgæti upp úr krufsinu — Brotizt inn i tvö fyrirtæki i Kópavogi Í fyrrinótt var brotizt inn i verksmiðjuhús við Fífuhvammsveg í Kópavogi, bar sem tvö fyrirtæki eru til húsa, plastverksmiöjan Vibro og lakkrísgerðin Drift. Innbrotsþjófamir brutust inn á jarðhæð hússins og tóku þar rúðu úr glugga. Fóru þeir fyrst um piast- verksmiðjuna, en fundu þar ekkert meðfærilegt. Komust þeir síðan upp stiga og brutu upp hurð, til þess að komast inn í lakkrísgerö- ina. Er ekki að vita nema þeir hafi rænt þar einhyerju sætgæti, en ekki höfðu þeir neina peninga upp úr krafsinu, enda- eru fjár- munir ekki geymdir á skrifstofum fyrirtækjanna. 1 Asmussen var víðfrægur fyrir flug sitt á litlum flugvélum. Hann var hér á ferðinn} á leið vestur um haf í nóvemberlokin, en þá -var hann að ferja Dorniervél, en frá Ameríku ferjaði hann aðra Domier-vél, sem átti að fara til endurbyggingar í Þýzkalandi. Á leiö sinni kom Asmussen aft- ur við í Reykjavík og gisti á Hótel Loftleiöum og heilsaði upp á vini og kunningja hér á landi, en þeir eru orðnir margir eftir margar ferðir hingað. Á föstudaginn hélt- hann af stað til heimaborgar ’sinn- ar, og þar varð slysið um kl. 21, vélin steyptist niður, í kiló- ALFRED ASMUSSEN á Hótel metra fjarlægð frá flugvellinum Loftleiðum daginn fyrir síðasta og lézt Asmussen þegar. Ekki er fiug sitt til Ameriku — lending í vitað um orsök flugslyssins. heimaborg hans varð sú síðasta. Rikið bótaskylt fyrir tjóni sem strokufangar valda? ; Ýmislegt í sambandi við mái j mannanna fjö**urra, sem brutusí j út úr Hegningarhúsinu við Skóía vörðustíg, hefur vakið almennt umtal. Til að spyrjast fyrir um, hver áhrif þetta athæfi þeirra getur haft á dóma yfir þeim, sneri blaðið sér til Sigurðar Líndals, ritara Hæsta- réttar. Hann tjáðj blaðinu, að lögum samkvæmt væri það refsivert brot að brjótast út úr fangelsi, og þar að auki væri það refsiþyngjandi at- hæfi að ráðast á fangavörð. , Eins og 'kunnugt er voru það aö- eins tveir mannanna sem stóöu að árásinni á fangavörðinn, og opnuöu síðan leiðina til stroks fyr- ir aðra tvo félaga sína, sem voru ekki höndum seinnj að grípa tæki- færið. Nú hafa margir áhyga á að vita. .hvort ríkið er bótaskylt fyrir það tjón, sem slíkir strokumenn kunna að valda á flótta sínum. Sigurður Líndal kvaðst vita til þess, að til væri dómurysem fjallaði um þetta efni, og þar var úrskurð- að, að ríkið væri ekki bótaskylt. Hins vegar kvaðst hann ekki treysta sér til að segja um, hvort málavextir í því tilviki hefðu verið svo líkir, aö ætla mætti að sama giltj nú. V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.