Vísir - 10.12.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 10.12.1968, Blaðsíða 9
V1SIR . Þriðjudagur 10. desember 1968. Það getur naumast talizt fátæk þjóð að bókmennt- um, sem gefur árlega út sem svarar einni bók á hverja 5 — 600 læsa íbúa í landinu! — Bókaútgáfa virðist síður en svo hafa dregizt saman hér á landi þratt fyrir efnahagsbág- indin. — Um 250 bækur koma á markaðinn fyrir þessi jól, og er það sízt minna en síðustu árin. það sem kannski vekur hvað mesta athygli varðandi bókaútgáfuna í ár er verð bók anna, sem er litlu eða engu hærra en bókaverð síðustu tvö til þrjú árin. Má þaö kallast vel af sér vikið hjá útgefendum. Sjálfsagt er ein ástæðan aukin fyrirhyggja. Bækur eru nú meira prentaðar og unnar allt árið um kring, en ekki einungis síðustu mánuði ársins, eins og oft vildi verða. Eigi að síöur heyrir það til undantekninga að bækur komi út um annan tíma en tvo til þrjá síðustu mánuðina fyrir jól. — Annað kallast að senda bækur út á „dauðan markað". Jólagjafafarganið er eiginlega forsenda mikils hluta bókaútgáf er yert að minnast nýrrar Líffræði, sem einkum mun að vísu ætluð æðri skólum, en er eigi að síður aðgengilegt fyrir allan almenning. — Fiskabók AB er mörgum einnig kærkom- iö rit, en þaö hefur Jón Jóns- son, fiskifræðingur, þýtt og staöfært að nokkru. TTér veröur ekki sKrifað langt mál um barnabókaútgáfuna í ár, enda gefst vonandj kostur til þess síðar hér í blaðinu. Vert er þó að vekja athygli á þvi, 'hversu islenzkar barnabækur eru þar í miklum minnihluta, eða 20 á móti 40. Þaö er þó heldur hagstæðara hlutfall en er á milli íslenzkra og erlendra skáldsagna. Þar keyrir fyrst um þverbak. — í heild eru þýddar bækur langtum fleiri en innlend ar, eða um þaö bil 50% fleiri (ca 150 á móti 100). Auk skáld sagna og bamabóka eru þýddar hvers kyns „sannar frásagnir“ — sumt af því leggja íslenzkir þýðendur á sig aö tína saman úr hinum og þessum ritum. — Flest er að sjálfsögöu bein þýð ing á erlendum bókum. ævisög- um frægra manna, dulrænum Andleg fátækt og offramleiðsla — bókaútgáfan 1968 unnar. Menn kaupa sjaldnast sín ar bækur sjálfir heldur fá þær sendar f jólapappír frá kunningj um og senda þeim svo aðrar í staðinn. Þetta orsakar að verulegu leyti mesta löst íslenzkrar bóka- útgáfu nú sem endranær. Yfir okkur dembast tugir þýddra af þreyingarbókmennta nokkuð á annað hundrað f ár, ef barnabæk ur erU' með. Flestar eru þess- ar bækur bundnar í vandað og dýrt band, þannig að menn geti • verið þekktir fyrir að gefa þær í jólagjöf. Ef menn keyptu slíkar bækur fyrir sjálfa sig myndu þeir trúlega kjósa sér ódýrari út gáfur. J grófum dráttum flokkast út- gáfan þannig: íslenzkar skáldsögur 30 Þýddar skáldsögur 70 Ljóöabækur 20 Fræðibækur 20 Þjóðleg fræöi, æviminningar og þættir ýmiss konar 50 íslenzkar barnabækur 20 Þýddar barnabækur 40 Ljóðin setja óvenjumikinn svip á bókaútgáfuna í ár. Þau eru raunar ásamt örfáum skáldsög- um það sem talizt geta bók- menntaviöburðir ársins. — Af ljóðabókaútgáfunni eru um tíu nýjar Ijóðabækur, hinar eru ým- ist endurútgáfur, heildarútgáfur skálda eða Ijóðaþýðingar. Að minnsta kosti tvö ný ljóö skáld koma fram á siónarsviöið Bjrgir Sigurðsson og Hallbergur Hallmundsson. Ný lióöabók eftir Hannes Péturss. hlýtur að vekja athygli. Af öðrum kunnum nú- timahöfundum er vert að minn- ast Jóns úr Vör og Jónasar S. Svafár og Nínu Bjarkar Árna- dóttur. sem eiga ljóö sín ný- þrykkt af valsinum. Kempur af eldri kynslóðinni eins og próf. Einar Ölafur Sveinsson og Guð mundur Böðvarsson hafa og lagt sitt til málanna. Guðmundur þýð ir hið mikla öndvegisverk Divina Comedia, sem Yaunar hlýtur að teljast til stórviðburða í okk ar bókmenntum. Próf. Einar Ólafur hefur ekki gefið út ljóða- bók áður. En hann hefur þó ekki farið algjörlega dult með ljóðajmíði sína, sumt hefur hann til dæmis lesið í útvarp og eitt-' ■ hvað af ljóðum hans hefur birzt í tímaritum. \ J íslenzkri skáldsagnagerð er naumast um eins auðugan garö aö gresja Þaö er að vísu ekki hægt að ætlazt til þess að á hverju ári séu skrifuð tíma- mótaverk í íslenzkri skáldsagna gerð. — En óhætt held ég sé líka að segja að ekkert óvenju- legt beri til þetta árið, nema ef vera skyldi bók Laxness. Ekki verður heldur gengið fram hjá höfundum eins og Thor Vil- hjálmssyni og Jóni Óskari. — Tveir ungir rithöfundar koma fram á sjónarsviðið, Arthur Far estveit og Vésteinn Lúðvíksson. Um framtíð þeirra mun erfiít að spá af þessum fyrstu bókum þeirra. — Það er skemmtileg til- viljun að tveir alþingismenn senda frá sér sínar fyrstu skáld sögur um þessar mundir, báðir komnir á efri ár. Gísli Jónsson gaf út fyrstu skáldsögu sína í fyrra, talsvert kröftuga sögu þótt enginn hávaði yrði í kring um hana. Hann kemur nú með eins konar framhald af þessari sögu. — Og Bjartmar Guð- mundsson þingmaður frá Sandi gefur út sitt fyrsta skáldverk, smásögur. — Fleira kann að vera forvitnilegt af þeim skáld- sögum, sem út koma, svo sem fyrstu skáldsögur þeirra Gunn- ars Dal og Hafsteins miðils, sem báöir eru kunnari fyrir annað en skáldsagnagerð hingað til, en bækur þeirra hefur mér ekki gefizt tími til aö kynna mér. — Um annaö sem út kemur af skáldsögum, íslenzkum er varla vert að fjölyrða. Augljóslega er þar fátt um fína drætti. Sumt eru árlegir viðburðir, svo sem sveitalífssögur þeirra Guð- rúnar, Ingibjargar og Magndu. Slíku taka menn orðið með jafn- aðargeði. Eins flýtur með í bókaflóðinu allmargt fróðleiksbóka, ýmsir þættir, írásagnir. viðtalsbækur og minningar. Þar er hvorki um auðugri né fátæklegri garð að gresja en venjulega. Þessum skrifum má líkja við vandaða blaðamennsku, þegar bezt læt- ur. Athygli véröast af þessum flokki bóka er ýmislegt af þjóð- legum ffóðleik, sem skrifaö er af kunnum rithöfundum, svo sem, Tómasi Guðmundssvni og Sverri Kristjánssyni, Árna Óla, Jóni Helgasyni, Gunnari M. Magnúss, Þorsteini Thoraren- sen, Benjámín Kristjánssyni, Óscari Clausen. Einnig mætti láta fljóta með í þessum hópi rit Sigurðar Nordals „Um ís- lenzkar bókmenntir" (Saga Iitteratureny, sem Árni Bjöms- son þýðir úr dönsku og ritgerðir Siguröar A. Magnússonar „Sáð' í vindinn", þótt þessi rit séu af dálítiö ólíkum toga spunnin. Nokkrir íslenzkir rithöfundar eru farnir að stunda útgáfu slíkra fróðleiksbóka árlega, eða svo gott sem og vinna sér marg- ir drjúgan lesendahóp, en eitt- hvaö hljóta að grynnast upp- spretturnar, ef svo heldur áfram lengi. Slfkt viröist vera brauð- strit allmargra íslenzkra rit- höfunda. Þessi grein bókmennta hefur vaxið með árunum, á með an heldur virðist kreppa að í skáldskapnum, einkum skáld- sagnagerð. Þaö er erfitt að finna þessu neina skýringu, nema þá andlega fátækt þjóðarinnar. Það fátt sem kemur fram af fersk- um skáldverkum, hafa lesendur almennt ekki viljað sjá. Skáld- sögurnar þurfa helzt að vera einhvers konar jarðbundnar lífsreynslusögur og Ijóðin hefð- bundin, til þess að fólk hafi gaman af og kaupi. — Það er kannski ástæðan fyrir því aö ýmsir rithöfundar og skáld hafa hreinlega gefizt upp við skáld- skapinn. JJétt er aö geta útgáfu fs- *■ lendingasagna, sem tekið hefur nokkurn fjörkipp. — Ber þar fyrst og fremst til endurút- gáfa allrar fslendingasagnaút- gáfunnar, 42 binda. Það eru nýir eigendur útgáfunnar, sem tekið hafa þessa rögg á sig — Bindin hafa flestöll komið út á þessu ári, en íslendinga- sagnaútgáfurnar hafa ekki verið til í mörg herrans ár, nema eitt og eitt bindi á fornsölum. — Nú væri vissulega veröugt verk , efni fyrir íslendingasagnaútgáf- una, þegar þessari endurútgáfu er lokiö að auka við sig og gefa út fomrit, sem ekki hafa komiö út áður, enda mun það í upphafi hafa verið ætlun hinna nýju eig- enda. Það færist nú í tízku að. sefa út fornrit með nútímastafseln- ingu. Þannig kemur Njálssaga út í umsjá Jóns Böðvarssonar, Grettissaga kemur út hjá Helga- felli, myndskreytt og Skuggsjá í Hafnarfiröi er aö hefja útgáfu átta binda af fornsögum meö nútfma stafsetningu. — Enn fremur koma Eddukvæði út i slíkum búningi hjá Iðunni. — Hér er um nýmæli að ræða. Ef til vill mælist það ekki eins vel fyrir hjá öllum. Menn eru íhaldssamir, þegar íslenzku fornritin eru annars vegar og slíkar útgáfur mega vera unnar af mikilli vandvirkni, ef öllum á að líka, (Þaö skal tekið fram að út- gáfur Handritastofnunarinnar eru ekki teknar með í þessu spjalli). J^átt kemur út af almennum A fræðiritum í íslenzkum út- gáfum, enda eru slíkar útgáfur venjulega kostnaðarsamar. Upp sláttarrit og orðabækur sjást sjaldnast í bókaskrá bóksal- anna, sem gefin er út árlega. — Það ber því að fagna ritum eins og íslenzkum orðtökum, sem AB hefur gefiö út. Fyrsta bindiö kom út í haust og hið síðara kemur að ári. II. bindi af staðfræðiritinu „Landið þitt“ kemur út í ár. Tel.ur það til öræfa íslands og fylgir ritinu staðanafnaskrá fvr ir bæði bindin. — „Landið þitt" er brautryðjandaverk, sem hef- ur þótt gallað að vísu, en þó einstakt í sinni röð. / Alfræðasafn AB hefur bætt mjög úr þeim skorti, sem hér hefur verið á almennum fræðiritum og er nú komið 21 rit í þessum bókaflokki og þar með siðasta bókin. Af öðrum fræðibókum, sem út koma i ár bókum og fleiru. — Og svo eru sem fyrr segir nokkur fræðirit. En erlendu skáldsögurnar eru sem sagt obbinn af íslenzkri bókaútgáfu. Þar ganga sömu höfundamir aftur ár eftir ár, frægir æsisagnahöfundar eru vinsælir orðnir hér á landi og tjóar ekki að nefna nein nöfn því af þeim úir og grúir. íslenzkir útgefendur hafa þann háttinn á, að þeir fá sér ódýrar erlendar pocket-bækur láta þýða þær á fljótlegasta máta, prenta þær síðan á vand- aðan pappír, venjulega og altént í vandaðasta band, burtséð frá því þótt bókbandskostnaðurinn sé helmingurinn af útgáfukostn- aði hverrar bókar. Það kemur jafnvel fyrir að fjöldi mynda er prentaður með afþreýingarritum einkum í þeim tilfellum að sög- urnar hafa verið kvikmynd- aðar. Slíkan lúxus þola fæstar bækur fslenzkra höfunda, nema útgáfunnj sé stofnað i mikla fjárhagslega hættu. Og ekki er nóg meö það að sömu hasarbókahöfundarnir gangi aftur í nýjum og skraut- legum bókum ár eftir ár, magn- aðri en allar okkar Guörúnir, Ingibjargir og Magneur, heldur ganga sömu reyfaramir aftur. Sögur, sem birtust neðanmáls í dagblöðum eða voru lesnar f út varp, enda flestar fyrr eöa síð- ar á bókamarkaöinum íslenzka og eru sumar gefnar út tvívegis í þokkabót. Þetta kaupir fólk svo í jóla- gjöf handa vinum sínum fyrir 3 til 400 krónur. — Eða kannski kaupir þetta einhver handa sjálf um sér? Ég veit það ekki. Óneitanlega er margt þessara bóka læsilegt og meira að segja ágæt dægrastytting í skamm- deginu en flestir sem geta, lesa þetta f enskum eða dönskum vasabókaútgáfum. — Og þvf ekki að gefa slíkar bækur út f slíku broti hér einnig f stað þess að sóa þessu óskaplega fé í rándýr bókaspjöld og fínan pappír. En það verður að segja útgef endum til einhverrar afsökunar, að þetta selst! — og selst jafn- vel betur en íslenzkar öndvegis mH>- 10. síða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.