Vísir - 11.12.1968, Síða 9

Vísir - 11.12.1968, Síða 9
VÍSIR . Miðvikudagur 11. desember 1968. Geislavirknin meiri liér en víðast hvar □ Hvað eru þeir margir, sem vita að úrfall geisla- virkra efna hér á landi úr gufuhvolfinu var orðið það mikið um tíma, að það var farin að verða fyllsta ástæða til að fylgjast náið með öllum sveiflum á úrfallinu? Þeir eru áreiðanlega ekki margir. Samt er það staðreynd, að hefði úrfallið orðið stöðugt eins og það var, þegar það var mest, hefði það tal- izt innan þess ramma, sem hættulegt er talið. — Það er ekki ástæða til að gera mikið úr þessu, sagði Þorbjörn Sigurgeirsson, forstöðumaður eðlisfræði- stofu Raunvísindastofnunarinnar, í viðtali við Vísi á dögunum, en viðtalið var tekið í tilefni þess, að Þorbjörn var sæmdur stúdentastjörnunni. Fyrri hluti viðtalsins birtist fyrir skömmu og fjallaði aðal- lega um stöðu íslenzkra vísinda í dag. Hér á eftir verður rætt um helztu verkefnin, sem unnið er að á eðlisfræðistofunni. Geislavirkni mæld í öryggisskyni T-jað er fyrst og fremst af ör- yggisástæðum, sem við vinnum stöðugt að mælingum á geislavirkum efnum, segir Þor bjöm. Stööugt er fylgzt með geislavirkni I andrúmslofti og úrkomu, en þetta er eitt af fyrstu verkefnunum, sem við unnum að hér á eðlisfræðistof- unni. Nú er kannski ekki á- stæða til að fylgjast jafn náið með þessu eins og var, en þó talið rétt í öryggisskyni. Geisla virknin varð meiri hér en víöa annars staðar. T.d. virðist svo sem matvælum sé hættara í fjallalöndum en annars staðar. Ástæöan er fyrst og fremst talin stafa af strjálari gróðri. Þetta kom mjög skýrt fram í hrein- dýrum í N-Skandinavíu, þar gáfu mestu geislavirknina. Geislavirknin hér fór stighækk- andi alveg fram til ársins 1963, þegar samkomulag náðist milli Bandaríkjamanna, Rússa og fleiri þjóða að stööva þessar tilraunasprengingar. Geislavirkur ísótópur Annað, sem við mælum stöð- ugt, en í öðrum tilgangi þó, er geislavirkur ísótópur (beyg- ist eins og kópur) Hann mvnd- ast einnig við sprengingar, vetn issprengingar, en nokkuð af hon um myndast einnig stöðugt fyr- ir áhrif geimgeisla. Magn þessa efnis er ákaflega lítið, og það er hættulaust. Við notum það til að fylgjast með neðanjarðar- vatni, nánar tiltekið til að kanna hve lengi uppsprettuvatn hefur verið neðanjarðar. í þess- um rannsóknum er heita vatnið § VIÐTAL DAGSINS er við Þorbj'órn Sigurgeirsson um starfsemi eðlisfræðistofunnar sem hreindýrakjötið innihéit mjög mikið af geislavirku efni. Héma nálgaðist það aldrei aö veröa hættulegt. Er vitað hvaða kjarnorkutil- raunir ollu mestri aukningu í geislavirkni hér? ■|-»að var áberandi að siðustu " tilraunasprengingar Rússa aðallega haft í huga, en þessi aðferð getur einnig komið aö miklu liði til að kanna rennsli kalda vatnsins. Mælingar á þess um ísótópi er einn liöurinn af mörgum í grunnvatnsrannsókn- unum. Þá er unnið að rannsóknum á neðanjarðarrennsli heita vatns- ins í Reykjavík með því að Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor með flugmóöann, sem hefur auðveldað mjög aliar segul- mælingar. Hann og samstarfsmenn hans smíðuöu sjálfir tækið. Fyrir aftan hann er segulkortið. blanda geislavirku joði í vatn, sem er dælt niður í borholur. Með því að fylgjast með hvar þetta geislavirka joð kemur upp má kanna hvernig rennsli heita vatnsins er háttað neðanjarðar, að hve miklu leyti hinar ýmsu borholur eru samtengdar o.s.frv. Annar ísótópur Mælingar á öörum vetnisísó- tópi, tvívetni eru gerðar með masságreini, sem greinir vetnis ísótópana að eftir þyngd þeirra. Slíkar mæiingar eru geröar á vatni, uppsprettuvatni og úr- komu. Þessar mælingar sýna að í úrkomunni er heldur minna af tvívetni inn til landsins. Mæl- ingar á uppsprettuvatni geta því gefið til kynna hve langt innan úr landinu það kemur. Þessar mælingar sýna okkur að heita vatnið, sem við fáum hér í Reykjavfk kemur langt að, í átt frá Langjökulssvæðinu. Þetta vatn rennur neðanjarðar þessa leið, þannig að ef vel væri leit að mætti finna þetta vatn víðar. Vetnisgas Sambærilegar mælingar hafa einnig verið gerðar á vetnisgasi, sem kemur upp á yfirborðið á jarðhitasvæðum. Þessar mæling ar hafa gefið vonir um að hægt sé að mæla hitann undir niðri án borana. Hlutfallið milli tví- vetnis og vetnis gæti gefiö mikl ar upplýsingar um jarðhitasvæö in, en aö sjálfsögðu yrði mikiö hagræði í því að fá þessar upp- lýsingar fyrirfram áður en bor- anir eru hafnar. Það er ekki end anlega sanuað, að þetta gefi á- vallt þaö sanna upp um hitann. Þær rannsóknir, sem gerðar hafa verið benda þó í þá átt. Segulmælingar Við höfum unnið lengi að þvi að fullkomna segulmælingatæki sem við höfum smíðað okkur sjálfir (það má skjóta því hér inn f að Þorbjöm þykir mikill vísindatækjasmiöur. í fyrstu munu hann og starfsmenn hans aðallega hafa smíðað tækin vegna fjárskorts. Upp á síðkast iö hefur það þó ekki verið eina ástæðan. Þeir hafa smíðað sér betri tæki til rannsóknanna, en þeir heföu getaö keypt annars staðar frá). Þessi tvö tæki eru nú í stöðugri notkun, annað á segulmælingastöðinni við Leir- vog, en hitt hinn svokallaði flug móði við segulmælingar í flug- vélum (flugmóðinn þykir hið merkilegasta apparat. Hann er látinn svífa f vír neöan í flug- vél, en tækin í honum eru tengd með kapal við tæki í flug- véiinni.) Þessi tæki mæla styrkleika segulsviðs jarðar. Tónn myndast í tækinu og fer tíöni hans eftir styrkleika seguisviðsins. Tónn frá flugmóðanum er tekinn upp á segulband. Eftir flugiö er segulbandið spilað, tíðnin mæld og segulkort gert af svæöinu, sem fiogið var vfir. Segulmælingatækin í stöð- inni sýna okkur aftur á móti tímabreytingar segulsviðsins. — Tónninn þar er sendur með lít- iili útvarpsstöð hingað til Raun- vísindastofnunarinnar. Hér höf- um viö skrifara og fylgjumst með því hvernig segursviðiö hagar sér. Segulkortiö, sem ég minnt- ist á áðan gefur okkur upplýs- ingar um segulmögnun berg- Wf—> 13 síða visnsmi Teljið þér rétt að vernda Thoi Jensens- húsið að FríkÍEkjuvegi 11? Andrés Björnsson: „í mínum augum stendur þetta hús sem dæmi um borgarahús, eins og þau gerðust bezt á þeim tíma. Þvf fyndist mér, að athuga þyrftj gaumgæfilega, hvort ekki væri þess vert að varöveita það.“ Frú Hrefna Tynes: „Já. Fyrst og fremst vegna þess, að húsið er gott dæmi um stórt framtak á þeim tíma, sem þaö var reist, en svo er ég einnig mótfallin þvf, að fjarlægt sé allt það gamla, sem er í kringum tjörnina og gef- ur henni svo rómantískan Sigurður Líndal: „Já, ég er á því, að þaö beri að verja það.“ biæ. Þar á ég fyrst og fremst við Thor Jensens- húsiö. — Ég vil varðveita gömul verðmæti.“ Ólafur Jensson: „Mér finnst engin sérstök á- stæða vera til þess, þar sem húsinu hefur verið breytt svo mikið að innan, að það er ekki lengur neitt- líkt þvi, sem það var f tíð Thors. Það mætti varð- veita minningu hans með því t.d. að reisa styttu af Halldór Laxness: .JMér finnst það hreinlega skylda allra bæjarfélaga að geyma fornar byggingar og aðrar fornminjat handa eftirtím- anum, en taka ekki upp á því að rífa þær niður og aka þeim burt.“ honum f garðinum, eða með einhverjurr. öðrum hætti.“

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.