Vísir - 12.12.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 12.12.1968, Blaðsíða 4
 Svívirti þrettán stúlkur, sem ferðuðust á.þumalfingrinum ■BBhe JóSeegetrsiuiiiit 1968 Dómstóll í Bad Homburg í Vestur-Þýzkalandi dæmdi á þriðjudaginn 32ja ára Frakka í fangeisi, en hann er ákærður fyrir að hafa nauðgað að minnsta kosti þrettán stúlkum eftir.aö hafa deyft þær með brögðum, að því er lögreglan heldur fram. Tvær brezkar stúlkur voru meðal fómardýranna. Þær höfðu feröazt á þumalfingrinum um Vestur-Þýzkaland/og*tekið sér far meö Frakkanum. Komu þær til Þýzkalands á mánudag til þess að aðstoða við uppljóstr unina. Jólasveinnirm og nýju fötin keisarans Það var furðuleg sjón, sem mætti jplasveininum, þegar hann kom í gamla bæinn hans H. C. Andersens ... eöa hvar það nú aftur var, sem keisarinn fékk nýju fötin sín. Jólasveinninn I varð svo hissa, aö hann — alveg óvart — braut eitt af ströngustu ákvæðum umferðarlaganna,, og auðvitaö hafið þið séð, ’ hvaða skyssu hann gerði. Setjið þá kröss fyrir framan rétta númerið: Klippið út lausnirnar, annaö- hvort alla klausuna með mynd- 3. þrmit □ 1. Braut hann reglur um há- □ 2. Fór hann vinstra megin mark öxulþunga flutninga" viö hlemminn á torginu? bíla? □ 3. Fór hann út úr torginu, án þess aö gefa stefnumerki? inni eöa bara rammann utan um lausnum um vinninginn — kapp- spumingamar, haldið þeim til akstursbrautina vinsælu, sem er haga og sendið slðan allar 10 I til sýnis I Sport (výrzluninni á í einu. Dregið veröur úr réttum Laugavegi 13). Fimm aðrar stúlkur frá Vest- ur-Þýzkalandi og Belgíu komu einnig til Bad Homburg sömu erinda. Lögreglan heldur því fram, að Frakkinn hafi tekið stúlkurnar upp í bifreið sína á þjóðvegum I V-Þýzkaiandi, Frakklandi og Belgíu. Hún segir manninn hafa boðiö þeim viskí eöa létt vín og síðan gefið þeim gular pillur, sem hann taldi þeim trú um að mundu hindra ölvun og eyða vín lyktinni. Þegar lyfiö hafði hrifið, stöðvaði hann bifreiöina og dró þær meðvitundarlausar á afvik- . ,' 1 i ' \ inn stað og svivirti þær. Sum fórnardýrin skildi hann eftir meðvitundarlaus og lágu þær þar sumar hverjar allt að tvo sólarhringa. Sjónvarpsþátt ur er fjallaði um óleyst glæpa- mál leiddi til handtöku Frakk- ans. Þar var almenningur hvatt- ur til að taka að sér hlutverk leynilögreglumanna. Lögreglan segir Frakkann framkvæmda- stjóra innflutningsfyrirtækis' eins nálægt Frankfurt í Vestur- Þýzkalandi. í sjónvarpsþættinum var lýst táknrænni árás og skorað á fórnardýrin að gefa sig fram og aðstoða lögregluna. Þýzk stúlka er hafði skrifað hjá sér bíl- númerið, hringdi til lögreglunn- ar. Bfaðamaðurinn Friedrich Zimmermann stjórnaði þættin- um og lofaði fómardýrunum að nöfnum þeirra yrði haldið leynd um, svo áð þau gæfu sig fram óttalaust. Gregory Peck í erjum við Rauða-Kína Engum þótti þaö sæta furðu, þegar vinstri sinnaðir í Hong Kong dreiföu áróðursspjöldum um borgina og lofuðu Mao for- mann. Önnur skilti báru áletran- ir svo sem „Farðu heim, Gregory Peck,“ og það þótti mönnum skrýtiö. Reiöi kommúnista orsakaðist af kvikmynd, þar sem Peck leik ur bandarískan vísindamann, sem laumast inn í Rauða-Kína til að aðstoða kínverskan starfs- bróður sinn við að sleppa úr klóm Maos. Kvikmyndin nefnist einfaldlega „Formaðurinn". Blöð í Kína réðust á kvikmyndafélagið og sökuðu það um að móðga byltinguna og æsa upp 700 millj- ónir Kínverja. í Hong Kong var áróöurinn gegn Gregory Peck fullkomnaður meö hótunum um aö sprengja allt saman í loft upp. Kröfu- göngur voru famar. Niöurstað- an varð sú, að ríkisstjómin bann aði áframhaldandi töku kvik- myndarinnar þar og fóru þá kvik myndamenn allir til Formósu og héldu áfram, þar horfið. Kringlótt eða ferkantað samningaborð Styrjöldin austur i Víetnam er vafalaust sá harmleikur sem víðast hefur valdiö áhyggjum. Ekki vegna þess, að sú styrj- öld sé sú skæðasta, því að því leyti er styrjöldin I Biafra , hörmulegri, heldur vegna hins, að þar er íhlutun stórveldanna álitin meiri, svo að þar væri hættan meiri á, að styrjöldin gæti breiðzt út, jafnvel orðið að ófyrirsjáanlega hörmulegri heimsstyrjöld. Það voru því miklar gleði- fregnir víðast um heim, þegar sá áfangi náðist, að deiíuaðilar skyldu setjast að samningaborði í París. En að það ætti eftir að verða samningaborðið. sjálft, sem gæti orðið að deiluefni, það óraði næstum engan fyrir. Nú hefur staöið yfir þóf í marga daga um það hvemig borðið skuli vera í Iaginu, kringlótt, í- langt eða jafnhyrnt. Það er með ólíklndum, að slikur skrípaleik þátt í slíkum skrípaleik. Þegar þessar línur eru ritaðar er ekki fyrirsjáanlegt, hvernig þessu furðulega deilumáli lyktar eða hvort samningaumræður tefjast fram yfir áramót, éða ekki. Þegar slíkar furöulegar veg fyrir frið. Ef takmörkun á dreifingu og notkun kjarnorku- vopna er álíkum tilviljunum háð, þá getur vart farið hjá því að mannkyniö eigi eftir að kalla yfir sig hörmulegan heimsófrið á nýjan leik. ur skuli geta sprottið upp í alvarlegum samningaumleitun- um um frið. Það er kaldranaleg ur sannleikur, að jafnvel millj- ónir manna skuli eiga líf sitt undir forustumönnum, sem taka : • ' i « . ite ■ deilur geta upprisið, þá er ekki að furða þó margur fyllist van- trú á heinisforustunni. Hvað get ur ekki gerzt, fyrst eitt samn- ingaborð getur orðið að slíku fótakefli, getur iafnvel komið í Það er illt til þess að vita, að duttlungar og þjóðernis- rembingurinn skuli ráða svo miklu, þegar að lokaleiknum er komið í Víetnam, að það skuli geta oltiö á þvilíkum deiluefn- um, hvort friður verður eða ekki. Slíkt veldur svartsýni og vantrú. Það er ekki að furða, þó marg ar ráðstefnurnar úti í hinum stóra heimi þyki oft skila litlum árangri, ef þátttakendurnir geta stundum verið Iíkt þenkjandi og þeir, sem deila um hvernig samningaborðið er í laginu, sem þeir eiga að sitja viö. Þá er það annað en friðarviljinn sem ræö- ur. Vonandi hefur þegar rætzt úr til hins betra, þegar þessar línur eru komnar á prent, því maöur vill helzt ekki sætta sig við, að slíkt deiluefni getl staðið í vegi fyrir jafnþýðingarmikl- um friðarfundi og á milli dellu- aðila í Víetnamstríðinu. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.