Vísir


Vísir - 12.12.1968, Qupperneq 8

Vísir - 12.12.1968, Qupperneq 8
ool V í SIR . Fimmtudagur 12. desember 1968. VISIR Otgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aöalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakið V Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. 5 °Jo kjarabót sjómanna Kjör sjómanna hafa rýrnað verulega undanfarin misseri, aðallega vegna aflabrests. Það eru ekki nema tvö-þrjú ár síðan sjómenn voru meðal allra tekju- hæstu stétta. Nú er öldin önnur. Og þar við bætist, að margir sjómenn bera enn þunga skattbyrði frá velgengnisárunum. Umskiptin til hins verra eru því meiri í kjörum sjómanna en nokkurrar annarrar stétt- ar. Það er eðlilegt, að sjómenn séu ekki ánægðir með þessa þróun mála. Það er hins vegar misskilningur, að efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar í vetur rýri kjör sjómanna miðað við aðrar stéttir. Því er þveröfugt farið. Frum- varp ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir vegna sjávar- útvegsins er ekki nema ein hlið gengislækkunarmáls- ins. Það verður að líta á gengislækkunina og hliðar- ráðstafanirnar ý einu, ef sanngjarn samanburður á að nást. Annars vegar hækkar gengislækkunin sjálf verð- mæti sjávarafurða um 55% í íslenzkum krónum og bætir kjör sjómanna í sama mæli, ef gert er ráð fyrir, að fiskverð til útvegsmanna og sjómanna hækki úm sama hlutfall. Hins vegar gerir frumvarpið ráð fyrir, að 27—37% af óskiptu aflaverðmæti verði notað til stuðnings útgerðinni, og rýrna kjör sjómanna sem svarar því. Nú veit enginn, um hvaða fiskverð verður samið í þetta sinn. En ekki virðist ósanngjarnt, að 55% verð- hækkun sjávarafurða skiptist hlutfallslega milli fisk- vinnslustöðvanna annars vegar og sjómanna og út- vegsmanna hins vegar, svo að hinir síðarnefndu fái einnig um 55% hækkun á sinn hluta verðmætisins. Ef þannig er gert ráð fyrir, að sjómenn og útvegs- menn haldi óbreyttu hlutfalli af verði sjávarafurða, er auðvelt að sjá, að í heild bæta efnahagsaðgerðirn- ar kjör sjómanna um a. m. k. 5% í fyrstu umferð. Þeir hafa sem sé 5% betri kjör en þeir hefðu haft, ef ekki hefði verið gripið til ráðstafananna, gengislækkunar og hliðarráðstafana. Svo ber að sjálfsögðu að líta á, að miklar verð- hækkanir munu eiga sér stað hé'r á landi næstu mán- iði og munu smám saman hækka vísitölu framfærslu- kostnaðar um 17% eða því sem næst. Þetta jafngildir að sjálfsögðu kjararýrnun og hún kemur jafnt niður á sjómönnum sem öðrum landsmönnum. NiðurstaJa þessara hugleiðinga er því sú, að ráðstaf- animar í efnahagsmálum hafa í fyrstu umferð bætt kjör sjómanna um 5% miðað við óbreytt aflamagn og fiskverðshlutfall. Þegar dýrtíðin fer að segja til sín, rýrna kjö'r þeirra eins og annarra. í heild munu kjör þeirra rýrna minna en annarra stétta, vegna þessa 5% forskots, sem þeir hafa nú fengið. Það er svo staðreynd, að aflabresturinn hefur vald- ið sjómönnum gífurlegu tekjutapi. .Þessar hugleiðing- ar draga ekkert úr viðurkenningu á því. Kvislingamir þrír: Alois Indra, Vasil Bilak ogDrahomir Kolder. Varpað nýju Ijósi á það. sem gerðist þegar Rússar réðust inn I Tékkóslóvakíu jY/fargt hefir verið á huldu um hvað raunverulega gerðist, þegar þeir Dubcek, flokksleiö- toginn í Tékkóslóvakíu, og Cernik forsætisráðherra, voru fluttir nauðugir til Moskvu, en hið kunna blað Sunday Times kveðst hafa fengið um þetta ýtarlegri fréttir en áður hafa verið birtar er sanni tvöfeldni og hrottaskap sovétmanna enn betur en áður. Heimildir blaðs- Svoboda forseti - hótaði aö skjóta sig með skammbyssu, sem var gjöf frá Stalin. ins eru frá mönnum, sem hafa náin tengsl við stjóm landsins. Hér fer á eftir úrdráttur úr því, sem SUNDAY TIMES birti, og er frásögnin á köflum allmjög stytt. Klukkan 9 að kveldi þann 20. ágúst háttaði Alexander Dub- cek yngsta son sinn. Þeir voru einir heima vegna þess, aö kona Dubceks og eldri synirnir voru að heiman í sumarleyfi. Þetta var klukkustundu áður en hefj- ast átti fundur forsætisnefndar miöstjómarinnar. Það var fyrir þennan fund, sem Dubcek ját- aði í viðtali við vin, hve^aö sér væri lagt úr öllum áttum og einkanlega frá Sovétríkjunum, en hann fullvissað vin sinn um að hann mundi koma heiðarlega fram, því að þannig hefði hann ávallt starfað og lifað. Fundurinn hófst kl. 10 og hugir manna í uppnámi. Sov- ézkt lið var komið að landa- mærunum og áróðursvél Var- sjárbandalagsins var keyrð af fullum krafti gegn Dubcek og . stjörninni. Tveir menn í forsæt- isnefndinni höfðu fullan trúnað sovétleiðtoganna og vissu, að innrás var yfirvofandi, — þeir Alois Indra og Drahomir Kold- er, og þeir áttu að réttlæta inn- rásina með ásökunum á hendur Dubcek fyrir að hafa hvatt til „gagnbyltingar" og leggja til, að leitaö yrði „hjálpar" Varsjár-- bandalagsins. Þessi málaleitan átti að koma fram á fundinum á sömu mín- útu og liöið færi yfir landa- mærin — rétt fyrir miðnætti. En þetta misheppnaðist vegna þess aö sovézka herstjórnin og tékkneskir samstarfsmenn gleymdu tímamismuninum — tveimur klukkustundum — á Prag- og Moskvutíma —' sam- ræmdu ekki tímann á úrunum sínum. Og innrásarherirnir fóru yfir landamærin á mið- nætti á Moskvutíma, þegar for- sætisfundurinn í Prag var ný- byrjaður kl. 10 (22) að Prag- tíma. Og kl, 22.30 — nærri einni og hálfri klukkustundu áður en Indra og Kolder áttu að biðja um hjálpina var hringt í flokksbygginguna. Það var for- seti herforingjaráðsins, sem tilkynnti innrásina. Indra og Kolder fengu ekki tækifæri til aö biðja um „hjálpina". En það voru aðrir, sem ekki gleymdu tímamismuninum, og þeirra meöal var Viliam Salgo- vik, varainnanríkisráöherra, yfirmaður upplýsingamála. Hann kom á flugvöllinn í Prag kl. 22 (miðnætti Moskvutíma) og neyddi starfsliðið til að kveikja á lendingarljósunum vegna komu sovézkra flug- véla. Og starfsmenn sovézka ambassadorsins Chervonenkos, höfðu ekki gleymt tímamis- muninum og voru þarna til þes að fagna fyrstu sovézku flugvélinni. Blekkt var með því að tilkynna, að þetta væri „Moskvu-Parísarflug- ferðin" og lendingar væri þörf vegna bilunar . 1.. en, eftir /áeinar mínútur voru 20 bryndrekar á leið frá flugvell- inum til flokksbyggingarinnar í Prag og fremst svört bifreiö af Volgugerö, bifreið ambassa- dorsins (greinin innifelur vitn- isburð bílstjóra Volgubifreiðar- innar iim þetta) .. fallhlífa- hermennirnir þustu inn I flokks- bygginguna, fundarsalinn, og einkaherbergi Dubceks, sem í þessum svifum var nýbúinn aö fá staðfestingu á innrásinni frá Dzhur landvamaráðherra. Dub- cek stóð með símatólið í hend- inni, það var hrifsað af honum, og lífvörður hans afvopnaður. Dubcek fékk að minnsta kosti eitt högg á enní yfir auga. í éömu svifum gerðist atvik í fundarsalnum, sem hafði á sér blæ bæði harmleiks og skops. Smirkovski fyllti vasa sína af molasykri og sagði: „Ég veit, að þegar það byrjar svona get- ur það komiö sér vel aö hafa þetta.“ Dubcek, Smirkovsky þingfor- seti og Cernik forsætisráðherra voru síðan teknir og hent inn í brynvarðan flutningabíl. Ekið var til flugvallarins. Verka- menn veittu því athygli, að Cernik haföi sár á annarri hendi. Fallhlífahermennimir á flugvellinum komu fram við hina handteknu menn eins og væru þeir venjulegir glæpa-, menn, æptu aö þeim, ýttu þeim áfram. Á þessu augnabliki brjálseminnar, þegar þeir gátu ekki vitað, hvað næst gerðist, tókust hinir hand- teknu í hendur, og sögðust ekki láta aðskilja sig nema þeir væm beittir valdi Sovézkur herdeildarforingi æpti að'þ'eim. Svo voru þeir bundnir á hönd- um og látnir upp í flugvél. Það eru margar útgáfur af því hvernig þeir voru fluttir til Moskvu. Það er m. a. sagt, aö flugvélin hafi haft' viðkomu í Llov eða Mukachevo (Ukra- inu), þar sem þeir voru fluttir í • skála leynilögreglunnar og „fagnað" með þessum orðum: / „Þeir sem við klófestum, sleppa, ekki auðveldléga. Meiri menn en þið hafa fallið hér.“ 1 Llov var reynt að fá þá til ' aö , „játa glæpi sína“ meö heimatilbúnum fréttum ,um, að nýir leiðtogar væru teknir við í Prag, en þeir neituðu að undir- rita neitt. Síðar, i Moskvu, var þeim skip^ að að undirrita skjal til þess aös. lýsa innrásina í Tékkóslóvakíu löglega. Þeir neituðu allir sem einn. Þeim var svr.ó kyH<m"r ' sem átti að vera af tékkneskj’ fólki á hnjánum þiðjandi sov ézka hermenn að koma á regh' í landinu. Meðan á öllu þessu stc' höfðu þeir aldrei fengiö ?' mennilegan mat og fengu ekk fyrr en tékkneski ambassadc inn fékk að senda þeim mat ö' sendiráðinu. Meöan á þessu stóð hafö- Svoboda forsetí fallizt á, vegna þþss hve fast var lagt að hon- um af sovétleiðtogum, að fara til Moskvu. »-> 7- sfða. æsssc

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.