Vísir - 18.12.1968, Síða 3

Vísir - 18.12.1968, Síða 3
▼ fS IR . Miðvikudagur 18. desember 1968. 3 Þessir krakkar voru að fara að leika í leikriti, sem þeir sögðu að héti „Kóngsdóttir vill giftast”. Gunnar Guðmundsson skóla- stjóri er með þeim á myndinni. \ w +* ♦ 1 **«•.. & Hátiðar fara nú í hönd. Þor- láksmessa, jól, gamlárskvöld, nýársdagur, þrettándi — sum- um finnst nóg um allt tilstand- ið en smáfólkið kippir sér ekki upp viö aö taka fjörugan þátt 1 samkvæmislífinu og halda sín litlu jól, \ í Kársnesskóla i Kópavogi var jólalegt um að litast, þegar Myndsjáin kom þar við í gær- morgan. Skólastjórinn, Gunnar Guðrrlundsson, var þar fyrir, og sagði að börnin hefðu unnið ötullega aö því aö skreyta stof ur og ganga skólans. I skólanum eru börn á aldrin um 7 ti) 13 ára, og það voru þau yngstu, sem voru að bvrja sitt jólafrt og sátu við kerti f rökkvbðum stofunum og hlýddu hugfaflgin á jólasögur, sem kenn ararnir lásu upp fyrir þau. Töflurnar, sem venjulega eru riotaðar til að útskýra einhver flókin dæmi úr stærðfræði eða lestrarvísindum, voru nú veg- lega skreyttar fallegum mynd- um I öllrim regnbogans litum, þar sem ungir listamenn túlk- uðu jólaskap sitt. Skólastjórinn fylgdi okkur ' H Litlu jólin hjá litla fólkinu stofu úr stofu, og alls staðar ríkti sami jólaandinn. — Börnin sátu með hönd undir kinn og hlustuðu af áhuga á upplestur kennaranna. Sums staðar var ekki nóg með, að börnin fengju jólasög- ur, heldur höfðu krakkarnir úr efri bekkjunum tekið sig sám- an um að skemmta þeim meö því að færa upp leikrit — fyrir það erfiði sitt uppskáru þau líka ríkulegt þakklæti áhorfend anna, I dag hafa síðan eldri börnin sín litlu jól, og jólaleyfið hefst. Enginn skóli aftur fyrr en 7. janúár. Að visu er það tilhlökk unarefni að fá fri i skólanum, en víst er um, að þau voru ekkert niðurdregin börnin I Kársnesskóla, þar sem þau sátu í stofunum sínum og hlýddu á jólasögur. Bömin sátu hljóö og stillt í raunverulegu jólaskapi í stofunum, sem þau höfðu skreytt svo fallega. Krakkarnir Iitu upp- rétt sem snöggvast meðan ljósmyndar- ,*l inn smellti af, en annars voru þeir nifjursokknir í jólasöguna, Þessar ungu stúlkur voru aS leika nýstárlegt Ieikrit, sem snerist að mestu um súpuát. Áhorf- sem kennarinn var að lesa. endur skemmtu sér konunglega.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.