Vísir - 18.12.1968, Qupperneq 4
I
Jólasveinninn og eldfærin
Bonnie og Clyde bófaflokkur í London
Eftir eltingarleik, sem í mörgu
var ævintýralegri en gerist í lög-
reglusögu Breta. tókst Scotland
Yard að klófesta þrjá meðlimi
hins brezka „Bonnie og Clyde-
bófaflokks, sem líkir eftir fyrir-
myndum sínum í Bandaríkjunum,
sem kvikmyndin um Bonnie og
Clyde fjallar um. Tveir bófanna
• eru enn óteknir.
• Sandra Sheiton, átján ára,
• Christopher Hague, 19 ára, og
Francis Farren, tvítugur að aldri,
voru handtekin í morgunsárið í
gistihúsi í Austur-London. Pilt-
arnir verða ákæröir fyrir árás og
misþyrmingar á fangaverði.
Saga bófaflokksins hófst í nóv-
ember, þegar tveir þeir, er enn
er leitað brutust út úr uppeldis-
heimili. Hinn 20. nóvember
frömdu þeir bankarán í Birming
ham og tóku yfir fjórar milljónir
króna í ránsfeng.
Hin þrjú slógust nú í för með
þeim. Flokkurinn var vel vopnum
búinn og komst ósjaldan undan
lögreglunni í stolnum bílum.
Ættingjar hinna fimm hafa oft
sinnis skoraö á þau 1 útvarpi og
sjónvarpi að gefast upp af frjáls-
um vilja, áður en þau yrðu skot-
in til bana.
••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••>
í rannsókninni tók þátt heill
herskari vel vopnaðra lögreglu-
þjóna. Réðust þeir á gistihúsið,
þar sem heyrzt hafði, að flokk-
urinn héldi sig. Náðust þau hjúin
í rúminu og reyndu þau ekki að
verjast. Tvær hlaðnar skamm-
byssur og allstór fúlga fundust
í fórum þeirra.
Hin ljóshærða, Sandra Shelton, átján ára, styrkir taugarnar með
vindlingi í lögreglubifreiðinni, eftir handtökuna.
Jóflagetraunin
1968
SÁ Á KVÖLINA
er spennandi saga frá ísrael
á vorum dögum. — Það er
áhrifarík mynd, sem Yael
Dayan bregður upp. Hún seg-
ir sögu Daníels, aðalpersón-
unnar og fólksins umhverfis
hann; Yorams, sem egypzk
jarðsprengja varð að bana í
Sinai-hernaðinum; Nechama,
„konu“ drengjanna f fallhlíf-
arsveitinni; Nílíar hinnar ögr-
andi, sem dansaði inn og út
úr lífi Daníels í Tel Aviv.
INGOLFSPRENT H/F
Eftir beinni og breiðri þjóð-
brautinni kom jólasveinn nokkur
akandi á hreinasleða. Hann söng
og lék við hvern sinn fingur, svo
feginn var hann að vera laus
við flókin umferðarmerki og regl
ur þéttbýlisins. Allt var svo ein
falt og vegurinn skiptist eftir
endilöngu af beinni og óbrotinni
hvítri línu með brotinni línu
vinstra megin við hana. '
Hann hafði verið að koma af
sér jólagjöfunum og nú ætlaði
hann að afhenda dátanum og
nominni eldfæri, sem hann ætl-
JutcC
YAEL DAYAN
8. þraut
□
1. Hann ekur sleðanum
sinum á gangstétt.
□ 2. Hann ekur fram úr öðru
ökutæki á blindhæö.
□
3. Hann fer
línu, sem
brautirnar.
yfir óbrotna
aðskilur ak-
aði þeim. Hundamir með stóru
augun höfðu þegar fengið sitt,
en engin vissi hvaðan.
Þrátt fyrir að umferðin sé ekki
flókin, hefur jólasveinn lag á að
brjóta eina reglu til viðbótar ..
þá áttundu, ef okkur misminnirjj
ekki... en hver er hún? Kross-»j
ið við rétta svarið. !|
Athyglisverður
útvarpsþáttur
Siðastliöið mánudagskvöld
flutti Ásberg Slgurðsson borgar-
fógeti athyglisverðan þátt um
daginn og veginn i útvarpið.
Hann mlnnti á þá þýðingu sem
sfldarsöltun hefði haft á af-
komu þjóðarbúsins undanfarin
ár, og þá staðreynd nú, að i
ár mundi vanta um 180 þúsund
tunnur sfldar til að fylla upp i
geröa samninga. Einnig benti
hann réttilega á þá staðreynd
að stór hluti þeirrar síldar, sem
söltuð var í sumar, var saltaður
um borð í veiöiskipunum sjálf-
um. Einnig var gerð merkiieg
tilraun með söltun sildar um
borð í flutningaskipum, sem gaf
»óða raun, þó skipin væry ekki
hentug sem verksmiðjuskip af
þessu tagi.
Þessar tilraunir gáfu þö mjög
ærið tilefni til að slík söltun
yrði gerð f miklu stærri stíl á
stærri og hentugri skipum, enda
væri þá hægt að hafa þar um
borð ýmsa aöra þjónustu, sem
síldveiðiskipin þyrftu að hafa
aðgang að. Benti Ásberg á
bandaríska gerð skipa, sem
mundu geta' hentað og hægt
mundi vafalítið að fá fyrir lítið
fé.
Vafalaust mundi nánari eftir-
grennslan I''iða ýmsa möguleika
í ljós, og viöa mun skip vera
aö fá, ef frumkvæðið um slíka
stóriöju í síldarsöltun kæmi ein-
hvers staöar frá. Ásberg taldi
að frumkvæðið þyrfti að koma
frá síidarsaltendum sjálfum eöa
samtökum þeirra.
í þessum ágæta útvarpsþæfti
kom einnig fram hvatning um
að taka upp nýla atvinnuhætti,
sem við mundum verða vel sam
keppnisfærir í, en þar mundi
ti! dæmis minkaeldi koma mjög
til greina, þar er við hefðum ó-
dýrara fóður en flestar af þeim
þjóðum sem við mundum þurfa
aö keppa við á skinnamörkuð-
um. Minkaeldið þyrfti nauösyn-
lega að leyfa, svo að þessi at-
vinnuvegur gæti oröiö okkur til
hagsbóta eins og aðrar atvinnu
greinar. Undir þessar áskoran-
ir Ásbergs má gjarnan taka, því
okkur veitir svo sannariega ekki
af að auka fjölbreytnina í at-
vinnugreinum okkar. Minkaeldi
mun vafalitið geta oröið ein af
þeim atvinnugreinum, sem við
gætum orðið samkeppnisfærir i,
miklu fremur en ýmsum grein-
um iðnaðar, þó að við auövitað
munum reyna að iönvæðast. /
Þeir, sem eru móti minka- >
eldi virðast aðallega óttast, að 1
minkar muni sleppa út og því i
sé fuglalífi okkar hætta búin, i
en á það hefur verið marg *
bent, að svo eigi aö vera hægt
um hnútana að búa, að slíkt
sé ástæðulaus ótti. Þegar mink-
ur var fiuttur hingað inn fyrr
á árum, voru all-flestir óundir-
búnir að taka við dýrunum og
misstu þau þvt út úr höndun-
um fyrir handvömm, en slikt á
ekki að þurfa að endurtaka slg.
Það er svo áríðandl að ís-
lendingar hasli sér völl í nýjum
atvinnugreinum, að ekki má láta
fordóma og hræðslu stuöla að
aðgerðarleysi í þeim greinum,
sem líkur eru fyrir að gætu
pröið arðvænlegar fyrir stóran
nóp manna.
Þrándur í Götu.
J^mdiflíGötw
i
i