Vísir - 18.12.1968, Page 6

Vísir - 18.12.1968, Page 6
6 TÓNABÍÓ lelenzkur téxti. Dj'óflaveiran Víðfræg og snilldarvel gerö amerísk kvikmynd í litum og panavision. Myndin er gerð eft ir samnefndri sögu Alistair MacLean. Richard Basehard George Maharis Endursýnd kl. 5 og 9. — Bönn uð bömum. STJÖRNUBÍÓ Ormur rauði Islenzkur texti. Richard Wid mark, Sidney Poitier. Endur- sýnd kl. 5 og 9. GAMLA BIO Mogambo með Clark Gable Ava Gardner Grace Kelly Endursýnd kl. 5 og 9. LAUGARASBIO Táp og fjör Sérlega skemmtileg ný amer- ísk músik-gamanmynd I litum og Cinemascope. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ Brostin framtið Áhrifamikil amerisk stórmynd með ísl. texta. Aöalhlutverk: Tom Bell Bernhard Lee Leslie Caron Sýnd kl. 9. Aðgöngumiðasalan öpnar kl. 7. AUSTURBÆJARBIO Vikingarnir koma ’ Cameron Mitchell. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9. KOPAVOGSBIO Viva Maria Islenzkur texti. Brigitte Bar- dot. Jeanne Morian. Endur- sýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuð böm um innan 12 ára. NÝJA BÍÓ Tveggja mynda sýning Höll Satans Hrollvekjumynd. Heimsendir? Ævintýramynd. Bannaðar yngri en 16 ára. Sýndar kl. 5 og 9. HAFNARBIO Hér var hamingja min Sarah Miles, Cyril Cusack. fslenzkur texti. Sýnd kl. 9. Maðurinn fyrir utan Van Heflin. íslenzkur texti. — Bönnuð innan 16 ára sýnd kl. 5 og 7. / HÁSKÓLABÍÓ Byltingarforkólfarnir fWhat hapDened at Campo Grandej íslenzkur texti. Aðalhlutverk: Eric Morecambe, Emie Wisa. Sýnd kl. 5, 7 og 9. V í S I R . Miðvikutíagur 18. desember 1C88. □ Síöastliðið sumar fór fram í skátaheimilinu við Dal- blaut firmakeppni Skátasam- bands Reykjavíkur. Kepptu þar skátaflokkar fyrir 184 fyrirtæki i skátaíþróttum, um farandbik ar sambandsins. Verðlaunaaf- hending fór síðan fram í skáta- heimilinu í Háagerðisskóla. — Hlutskarpast í þessari fyrstu firmakeppni Skátasambandsins, var fyrirtækið Múrhúðun hf. og veitti Magnús Baldvinsson, múr- arameistari bikamum viðtöku. í öðm sæti var fyrirtækið G. Helgason og Melsteð hf. og Rolf Johansen og Co í þriðja sæti. Áformað er að halda slíka keppni árlega. □ Umbúðir eru mikilvægar í flestu tilliti. Það var því þörf á að halda samkeppni um umbúöir fyrir íslenzkan iðn- varning, en úrslit keppninnar hafa verið kunngjörð. Myndin er af einkar haganlega gerðum brúsa fyrir teppasiampó, en Sigurður Jónsson, módelsmiður hjá Landsmiðjunni hannaði brús ann, Sigurplast h.f. framleiöir þá, en notandi er Frigg. Mikla athygli vakti og pækiltunna Vig fúsar Friðjónss., sem er fram- leidd erlendis. Merki fyrir um- búðir hiutu auk þessara aðila kassi fyrir jurtasmjörlíki, kassi Glits hf. fyrir öskubakka og hólkur fyrir Álafoss-hespulop- ann. Hönnuðir voru Haukur Hall dórsson og Tómas Tómasson, Kristín Þorkelsdóttir og Gísli B. □ Akureyringar hafa fengiö sjónvarpið. Nú vilja þeir diskótek líka, að því er segir í Alþýðumanninum á Akureyri. Segir að Einar Hafberg hótel- stjóri á Hótel Akureyri vilji hrinda þessu í framkvæmd, en þarna gætu „útskotaunglingar komið inn frjálsir og stigiö dans í stað þess að híma úti eða sitja yfir kókflösku út kvöldið og fengju útrás fyrir athafnaþrá sína með því aö misþyrma borð plötum og stólsetum", segir í AM. Blaðið segist geyma mörg bréf, þar sem hótel þetta var kallað vændishús en þau bréf hafi hætt að berast, eft ir aö Einar Hafberg tók við stjóm hótelsins. □ Það vakti allnokkra athygli á dögunum, þegar sjónvarps þáttur í umsjá dr. Gunnars G. Schram stóö 16 mín. fram yfir auglýstan tíma. Blaöið hefur fregnað að allmargir hafi hringt í sjónvarpið á meöan á þættin- um stóð og kvartað undan trufl unum. Þær stöfuðu af því að annar aðilinn „á öndverðum meiði“ sló fast í borðið til að leggja áherzlu á skoðanir sínar. Þess skal og getið, að tækni- menn óttuðust mjög eyðilegg- ingu á dýrum tækjum f borðinu, en þeim sem sitja slíka fundi er bent góðfúslega á að slá ekki í borðið meðan á upptöku stend- ur. □ Skátar í Garðahreppi halda uppi þróttmiklu starfi og í fyrradag sendu þeir frá sér myndarlegt jólablað þar sem sagt er frá starfseminni, en skátastarfið þar syðra er aöeins rúmlega ársgamalt, félag þeirra heitir Vífill, og nú eru næstu verkefni að byggja skátaheimili. Hefur heimiliö verið teiknað og ádráttur fenginn um lóð. Á myndinni eru tveir sveitarfor- ingjar kvenskáta í Garðahreppi, Hólmfríður og Kristfn. □ Nú fyrir jólin verða haldnir sex skiptafundir í þrotabú- um hjá skiptaráðanda, Unnsteini Beck, m.a. f búum Landa og leiða, Friðriks Jörgensens og Lídó. □ Neytendasamtökin eru flutt f nýtt skrifstofuhúsnæði að Austurstræti 9. Þama er neyt- endum veitt öll almenn þjónusta t.d. vegna kvartana undan vör- um og þjónustu, gefnar eru upp lýsingar um rétt neytenda, vönv gæði og fleira. Skrifstofan er op in frá kl. 13—18 daglega, nema laugardaga og sunnudaga. Ot- gáfustarfsemin er veigamikill þáttur í starfseminni og mun Neytendablaðið koma út eftir áramót í nýstárlegu formi. □ Hinrik biskup FreHen verð- ur settur í embætti sitt f dóm- kirkju Krists konungs, Landa- koti, á sunnudaginn kl. 3.30 af dr. Bruno B. Heim erkibiskupi og fulltrúa páfa á Norðurlönd- um. Hinrik biskup mun bera titil inn Reykjavikurbiskup. □ Það er óvenjulegt, — ef það er ekki einsdæmi, að rfkis- styrk sé skilað aftur, og líklega hefur Magnús Jónsson fjármála ráðherra var trúað sínum eyrum, þegar forráöamenn Norræna byggingardagsins gengu á hans fund og tjáðu honum erindið, aö skila aftur hálfri milljón, sem var framlag rfkisins svo og 175 þús. króna styrk Reykjavíkur- borgar. Fyrirtækið gekk betur en nokkum óraöi fyrir, og þurfti ekki á styrkjunum aö halda. □ Verzlun Halla Þórarins, eða Halla Þór eins og eldri Reyk víkingar eru vanastir að kalla verzlunina, hefur opnað nýja búö við Hraunbæ í nýja Árbæjar hverfinu. Verzlun Halla Þórarins er 70 ára um þesar mundir. □ Eins og að venju er tekið á móti jólagjöfum til blindra sem Blindrafélagið mun koma til hinna blindu manna fyrir jólin. Móttakan er að Ingólfsstræti 16 hjá Blindrafélagi Islands. □ Eftirfarandi barst í gær: — „Þar sem Mæðrastyrks- nefnd hefur tekið við Vetrar- hjálpinni f Reykjavík, treysti ég öllum þeim einstaklingum, fyrir tækium og félagasamtökum, er studdu mig af drengskap og vel vilja í mínu starfi um 13 ára skeið til að láta Vetrarhjálpina njóta sömu velvildar og sendi sínar gjafir til Mæðrastyrks- nefndar í nafni Vetrarhjálpar- innar eða Mæðrastyrksnefndar. Oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn. Um leið vil ég þakka öllum þeim, sem með mér unnu, fyrir sfn óeigingjömu störf og drengskap mér sýndan á þessu tímabili. Reykvfkingar, gefið hver öðr- um gleðileg jól með þvf að styrkja þá bágstöddu, yngri sem eldri. Magnús Þorsteinsson". □ Kvennadeild Slysavarnafé- lagsins í Reykjavfk hefur af- / hent fræðsluskrifstofunni endur I skinsmerki til allra 7 ára bama 1 í skólum Reykjavíkur. Merkin l verða afhent bömunum áður en / jólaleyfi hefst. Leiðbeining'ar ,[ fylgja um það, hvernig festa skal merkin á yfirhafnir bamanna. Foreldrar eru hvattir til að nota merkin eins og til er ætlazt, til aukins öryggis fyrir bömin f umferðinni, og eru Kvennadeildinni fluttar þakkir fyrir gjöfina. Lykkja F/os Lykkjuf/os Mynzturjykkja ALAFOSS WÍLTON- VEFNAÐÚR ÖR ISLENZKRLULL

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.