Vísir - 18.12.1968, Side 9

Vísir - 18.12.1968, Side 9
V1SIR . Miðvikudagur 18. desember 1968. • Hér áður fyrr þóttu teikn og stórmerki á himni boða hörmungar ellegar voveiflega atburði. Það er ekki langt síðan menn tóku að setja einkennileg fljúgandi fyrirbæri í samband við Iíf á öðrum hnöttum, en siðan sú hugmynd kom fram, hafa verið um hana heitar og líflegar umræður. Eins og kunnugt er af fréttum, sáu Þórshafnarbúar fyrir skömmu einkennileg lýsandi fyrirbæri svífa um loftið - ekki einu sinni heldur í tvígang, og eru vitnin mörg og trúverðug. Hvoðo skýringar eru á sýnum Þórshafnarbúa ? TTaustið 1966 setti Bandaríkja- stjóm á laggimer cefnd vís indamanna til að vinna á skipu- legan hátt að rannsóknum á skýrslum um þessa hluti, sem þeir nefna „óþekkt fljúgandi fyr irbæri" eða ÓFF (þýðing á UFO -r Unidentified Flying Object). Það ár fékk nefndin í Banda- ríkjunum 1060 tilfelli til athug unar. Fram til þess tíma er nefnd- in tók til starfa höfðu menn af- greitt þessa hluti einfaldlega með því að yppta öxlum og segja aö um ofsjónir værj að ræöa eða þá eitthvað, sem ætti sér sínar eðlilegu skýringar. Þegar nefndin hafði rannsak- að skýrslur allt aftur til ársins 1947, vom eftir 676 tilfelli af 11107, sem engin viðhlítandi skýring fékkst á. Bandarikja- maðurinn J. Allen Hynek, er var eitt sinn prófessor í stjörnu fræði viö háskólann í Evanston í Illinois-fylki hefur síðan 1948 verið ráðgjafj banda- ríska flughersins í málum, sem varða ÓFF (óþekkt fljúgandi fyrirbæri). Hér á eftir ræðir hann í stuttu málj afskipti sín af þessu verkefni: ,,/TU þau ár, sem ég hef starf- '-að sem ráögjafi, hefur bandaríski flugherinn ákveðiö haldið fram þeirri skoðun, að ÓFF séu annað hvort uppspuni, ofsjónir eða þá rangtúlkun á eðlilegum fyrirbærum. í flestum tilfellum er ég sömu skoöunar. Sem stjörnufræðingur hef ég yf irleitt getaö útskýrt auðveldlega flest fyrirbæri, sem tilkynnt hef ur veriö um. Ég get þó ekki útskýrt þau öll. Af þeim 15000 tilfellum, sem ég hef kynnt mér, eru nokkur hundfuð ákaflega einkennileg, og þar að auki eru nokkur þess- ara dularfullu tilfella á að gizka 25, beinlínis uggvænleg. Þessi sérstöku tilfelli, sem hér um ræðir, eru þau, sem sér- menntaöir og greinargóðir menn hafa tilkynnt um,4. d. stjömu- fræðingar, starfsmenn flugör- yggisþjónustu, mannfræðingar, flugliösforingjar, öryggislög- reglumenn, veðurfræðingar, rad arsérfræðingar, reynsluflug- menn og prófessorar. Almenningur hefur örugglega áhuga á því aö vita, hvernig mál in standa, hverju trúandj er af þessum sögum um fljúgandi diska, sem veröa sífellt stór- brotnari. Þrátt fyrir allan trúnað við bandaríska flugherinn og ríkan skilning á vandamálum hans, lít ég nú á það sem skyldu mína að ræða opinskátt um ÓFF-gátuna. Eftir því sem ég bezt veit, er ég eini vísinda maðurinn sem hefur í tuttugu ár rannsakaö allar tilkynningar frá Bandaríkjunum og öorum löndum um furöuleg fyrirbæri á lofti. TTmræður um ÓFF eru ekki óskyldar trúarbragðastyrj- öld. Annar deiluaðilinn — sömu skoöunar og flugherinn og meiri hluti vísindamanna — veit, að ÓFF yfir Kaliforníu - eru sögur um fljúgandi diska uppspuni einn? en í fyrstu hafði ég haldið, að þarna væri um sérameríska ímyndun að ræða. Skýrrlur komu frá öllum heimshomum, og nú eru frásagnir frá 70 löndum á skránni minni. jþau dularfullu fyrirbæri síð- ustu ára, sem enn eru ó- upplýst. réttlæta fyllilega, að hafin verði nákvæm rannsókn á þeim. En þangað til niður- stöður slíkrar rannsóknar verða kunnar, hef ég á reiðum hönd- Fljúgandi diskar og ferða- langar frá öðrum hnöttum — Próf. Allen Hynek skýrir frá rannsóknum sinum i k>águ bandariska flughersins ÓFF eru ekki til; hinn deiluað- ilinn veit, að ÓFF em eitthvað alveg nýtt fyrir mannkynið. Og svo eru til aðrir, sem ekki vita hverju skal trúa, ef þeir hugsa,,, þá yfirleitt um þessi mál. Þegar ég, árið 1948, heyrði i fyrsta sinn um ÓFF, áleit ég rétt eins og aðrir vísindamenn, , að þarna væri aðeins rugl og vitleysa á feröum. Fyrstu skýrsl umar, sem bámst voru í meira , Iagi óljósar: „Ég fór inn í baö- herbergi til að fá mér vatnsglas, leit út um gluggann og sá þá skært ljós á himni. Það hreyföist áfram, aftur á bak og til hliðar. Þegar ég leit á það aftur var það horfið.“ Ég gerðist ráðgjafi flughers- ins í málum varöandi ÓFF, og næstu ár var það yfirleitt eng- um vandkvæðum bundið fyrir mig, að finna eðlilegar skýring- ar á tilkynningum um „fljúgandi diska“ Nokkur voru mér tölu- vert umhugsunarefni, og flug- herinn lagði þau síðan til hliö- ar merkt „óskilgreinanlegt". Ég verö að taka fram, aö ég lagöi aðeins fram álit mitt; flug- herinn hafði sínar eigin hug- myndir. Skilgreiningu minni „ef til vill er u.n flugvél að ræða“ breytti flugherinn æöi oft i „að líkindum er um flug- vél aö ræða“. Þetta minntj mig töluvert á grísku sögnina um Prókrústes, sem gerði alla menn hæfilega að vexti fyrir rúm sitt. Ef þeir voru of langir, hjó hann bút af þeim, og ef þeir voru of stuttir, teygði hann á þeim. Bandaríski flugherinn veitti aldrei nægilegt fjármagn til aö rannsaka á fullnægjandi hátt þau tilfelli, sem erfitt var að finna skýringar á. Við höfðum aðeins eitt herbergi til umráða, og einn höfuðsmaður fylgdist með rannsóknunum. Sá sem þekkir metoröastigann í banda- ríska flughernum, getur gert sér í hugarlund, hversu mikil áherzla var lögð á þetta verk- efni. Frá 1947 til .1965 voru 10.147 tilfellj rannsökuð. Samkvæmt kokkabókum flughersins eru þar af 9501 tilfelli, sem fullnægj- andi skýringar hafa fengizt á, en þrátt fyrir það eru meira en 600 tilfelli, sem ekki er hægt aö segja neitt um. Jjjinn dularfyllsti atburöur, sem ég hef rannsakaö, gerðist áriö 1953. Aðfaranótt 6. ágúst tóku. fjölmargir menn, fyrst í Black Hawk (í Suður- Dakóta-fylki) og síðan í Bis- marck (í Noröur-Dakóta-fylki) eftir ýmsum torkennilegum fyr- irbærum á himni. Þessar frá- sagnir voru sérdeilis athyglis- verðar, þar sem þarna var um að ræöa menn með sérþekk- ingu — borgaralega aðstoöar- Einkennileg fyrirbæri yfir Texas. £ • Fljúgandi diskur á ferð yfir Nýju Mexíkó. menn við eftirlitskerfið, sem á að segja til um, ef óvinaflug- vélar eru í nánd. Fremur óljós merki sáust énnfremur á radar á svipuðum tíma í herstöðinni í Ellsworth, sem er í nágrenni Black Hawk. Orustuflugvél af gerðinni F-84 var send á stúfana, og tilkynnti að hún hefðj komið auga á hin óþekktu fljúgandi fyrirbæri. Flugmaðurinn sendi skeyti um, að hann hefði séð eitt fyrir- bæranna yfir Piedmont (í Suð- ur-Dakóta) — og það flygi helmingi hraðar en F-84 flug- vélin og væri skærara en skær- asta stjarna, sem hann heföi nokkru sinni séð. Þegar flug- maöurinn hóf eftirför, „hvarf“ ljósið. Fimm borgarar, sem höfðu fylgzt með þessu frá jörðu niðri, hvernig orrustuvél- in eltist við ljósið, staðfestu skýrslu flugmannsins. Síðar var önnur F-84-vél send á vettvang í stefnu á fyr- irbærin, sem enn voru merkjan- leg á radar. Flugmaðurinn nálgaðist einn hlutinn, sem þá tók að auka hæð sína mjög hratt. Þegar flugmaðurinn sá, að eftirförin var vonlaus. gáfst hann upp. Þessa atburði rann- sakaði ég sjálfur, en gat enga viðunandi skýringu fundið. „Að minum dómi,“ skrifaði ég í dagbók mína, „minna at- buröirnir óþæwlega mikiö á eitthvað, sem er eins og úr bókinni um Lísu. í Undralan'ii." Þegar tímar liðu fram kom það æ betur á daginn, að ÓFF sjást víðar en í Bandaríkjunum, um fjórar mögulegar skýringar á fyrirbærunum. 1. ÓFF eru ekki annaö en helber vitleysa, sem byggjast á lygum eða misskilningi. Þetta er skoöun margra vís- indamanna. Ég er engu aö síður þeirrar skoðunar, að nógu efni hafi verið safnað til að vísa á bug skýringunni „tóm svik og prettir". Jafnvel þótt ÓFF séu ekkert annað en ofsjónir er það nóg til að réttlæta vandlega rann- sókn. Það er íhugnarefni, hvers vegna svona margt fólk f öllum heimsálfum sér svona svipaðar ofsjónir. 2. ÓFF eru ný tegund vopna, sem veriö er að reyna meö mestu leynd. Þessa hugmynd er fljótlegt að afgreiða. Leynivopn eru að- eins reynd á vissum afmörkuð- um svæöum. Hvers vegna ættu Bandaríkin eða önnur lönd að reyna íeynivopn sín víðar um heim, sem einnig mundi stór- auka hættuna á uppljóstrun? 3. ÓFF koma utan úr geimnum. Ég er sammála llughernum; það eru engar óhrekjandi sann- anir til fyrir því, að við fáum heimsóknir utan úr geimnum, en engu að síður væri heimsku- legt, að útiloka' algerlega þenn- an möguleika. Við skulum 'fta á þessa hug- mynd hliðhollum augum: Hér á jörðinni er ríkjandi eins 13 sfða 3 vO

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.