Vísir - 21.12.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 21.12.1968, Blaðsíða 9
;sraæa/a- ^ 1SIR . Laugardagur 21. desember 1968. 9 Óskar Clausen. heraga, sjálfstæðiskennd er þeim í blóð borin. — Hefur þú nokkru starfsliöi á að skipa? — Nei, ég vinn að mestu leyti einn, þetta er öðruvísi viða er- lendis, þar eru þeir með hóp sjálfboðaliða á sínum vegum, t.d. sagði Norðmaöur mér aö hann hefði 56 slíka. Ég sagði við hann. „Og hvernig farið þér aö því að stjórna liði yðar?“ Ég óttast að í svo stór- um hóp, sé eitthvað með af fariseum, sem vilja fá tækifæri til að ganga út á götuna og þakka guði fyrir að þeir eru ekki eins og aðrir menn.” Oft er þá blandað í þetta viöreisnar- starf trúmáium og þá jafnan af nokkru ofstæki. Ég er heittrúaður spiritisti og trúi á guðlega forsjón, en þeim einkamálum mínum blanda ég ekki inn í þetta starf. — Pú sagöir áðan að þessi starfsemi þín hefði fært þér hamingju? // StarfiS hefur fært mér hamingju 44 jpáir íslendingar munu svo illa upplýstir, ef læsir eru, að ekki kannist þeir viö hinn aldna fræðaþul Óskar Clausen. Bækur hans fjalla um þau efni og eru svo vel stílfæröar, að þær hafa átt greiöan aðgang að hugarheimi þess fólks, sem ennþá virðir trúveröugan vitnis- burð um líf feðra og mæðra, sem í landinu liföu fyrr en gull haninn gól á burst íslenzkra ölm usumanna. Clausen er fæddur í Stykkis- hólmi 7. febrúar 1887. Foreldr- ar hans voru Holgeir Clausen, kaupmaður þar og um skeið þingmaður Snæfellinga, og kona hans Guðrún Þorkelsdóttir Ey- jólfssonar. Þótt öllum almenningi sé kunnugt um hina merku bók- menntastarfsemi Óskars Claus- ens, þá eru hinir færri sem þekkja annan þátt ævistarfs hans er sízt verður talinn ómerk ari þótt á öðru sviði sé. Að liðnu hádegi ævinnar, þeg- ar ýmsir fara að svipast um eft ir þægilegum hvíldarstól til að geta úr honum litið yfir afrek sín og notið þess að sjá þar flest harla gott, sneri b-'.n?; sér að ööru verkefni jafnhliða sín- um ritstörfum. í hinum stóra heimi eru marg ir, sem úti verða á hjarni mann- lífsins, ef enginn er til að veita þeim skjól. Margir sem hrasa og eiga óhægt með að rísa á fæt ur ef enginn réttir þeim hjálp- arhönd. Margir sem lenda á villi götum og utangarðs, ef enginn er til að vísa þeim leið. Og hér í okkar fámenna þjóðfélagi má finna fjölmörg dæmi þessara lífsfyrirbæra. Þessu haföi Óskar Clausen veitt athvgli á leið sinni gegnum lífið og í janúar 1949, þegar hann var nær 62 ára gamall stofnar hann Fangahjálpina — Og frá þessari stofnun hefur hann fallizt á að segja mér dá- Iítið. var ógiftur maöur, átti talsverðar eignir, og mér fannst þegar ég íhugaði þetta mál, að ég mundi ekki á ann- an hátt geta varið þeim betur en til slíkrar starfsemi, sem hér um ræðir enda hef ég uppskorið mín laun. Starfið hefur veitt mér hamingju. Á þessu því nær 20 ára tíma bili sem ég hef unniö að þessu hafa 894 ungmenni á aldrinum frá 16—21 árs fengið tveggja ára ákærufrest, þótt þau hafi gerzt brotleg við lögin. Á þessu tímabili hafa þau mætt hjá mér einu sinni í mánuði og gefið mér upplýsingar um sínar athafnir. Ég set mig ekki í neitt dóm- arasæti og sjálfur held ég að þungamiðjan í minni starfsemi sé samtöl yfir þetta borð héma og árangurinn hefur orðið sá, að af þeim þvi nær 900 ungmenn- um sem hér hafa setið andspæn is mér, hafa aðeins rúmlega hundrað gerzt brotleg aftur og Þessj útkoma okkar á ákæru- nýtir menn í þvínær öllum stétt um þjóðfélagsins. Ég hef verið á þingum úti í heimi hjá alheimsfangahjálp. — Síðast í sumar 1 Sviss. oröið að þola dóm. Öll hin voru frestinum hefur vakið athygli, því ekkert land í heimi hefur náð sambærilegum árangri. — Stóm löndin jafnvel ekki nema helming. Þeir segja að við náum þess- um árangri vegna þeirrar sér- stöðu að búa á eylandi — hafa engin lönd að baki. í öðru lagi erum við allir af sama kynstofni. Hér eru engin kynþáttavandamál. Og í þriðja lagi, að ég, sem. hef stofnaö þessa fangahjálp fyr ir tuttugu árum, sé kominn til aldurs — afalegur — enginn reynslulaus unglingur. — Hvað segir þú um þátt af- ans og ömmunnar í uppeldi ung- menna? — Ég tel, að hann geti haft ómetanlega jákvæða og mann- bætandi þýðingu. Ekki heföi ég viljað missa þáttinn hennar ömmu minnar, Ragnheiðar Páls dóttur frá Hörgsdal, úr upp- eldi mínu. Þetta langa starf mitt hefur komið mér á þá skoöun, aö fang elsí eigi að opna fyrir öllum öðrum en þeim, sem hættulegir eru borgurunum, og þá á sú innilokun að vera í sambandi við hæli, þar sem fram fara rannsóknir á geðheilsu manna. Flestir afbrotamenn þurfa lækn is við. Mönnum er sjálfsagt ekki al- mennt kunnugt um það, að und anfarin tólf ár hefur verið rek ið opið betrunarhús að Kvía- hryggju við Grundarfjörð. Þar starfar maður, laus við alla utan bókarlærða sérþekkingu, en með hjartað á réttum stað. Þangað hafa verið sendir 70 piltar á aldrinum frá 16—21 árs. Af þeim hafa aðeins tveir brot- ið af sér í annað sinn. Sextíu op átta eru nýtir borgarar. jprumskilyrði þess, að hægt sé að endurbyggja ungan mann, er að hann hafi fyrst og fremst frelsi til að njóta sín og vinna það sem hann vill vinna. Og svo jafnframt það, aö maður inn vilji bæta ráð sitt sjálfur. Það er ekki hægt að þrengja hjálp upp á nokkurn mann. Sú gamla sígilda setning: „Guð, hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur", verður að vera hverjum manni huglæg, sem tek ur að sér fangahjálp. Enda fæst staðfesting hennar daglega í starfseminni. • VIÐTÁLj DAGSINSl er v/ð Óskar Clausen rithöfund Víða í heiminum þróast fanga máti í þá átt að opna fangelsin að ákveðnum takmörkum og endurhæfa fangana við frelsi og holla vinnu. í þessu efni eru margar þjóðir að gera tilraunir. Eru Bandariki Norður-Ameríku þar í forystu. Hver vill taka að sér að endur hæfa ungan mann innilokaðan i fangaklefa? — Hefur þú ekki einnig haft afskipti af eldri afbrotamönn- um? — Jú svipuðum fjölda, eða alls um átján hundruð — en þeir eldrj eru öllu erfiðari, því að þar eru oftast drykkjuskapur og eitumautnir með f leiknum. — Vandamál eiturlyfjaneyzlunnar verður að taka mjög föstum tök- um áður en það verður okkur óviðráðanlegt. — Er nú ekki oft hægt aö finna því nær eðlilega orsök að afbrotum unglinga? — Jú og oft liggja þau rök dýpra en almenningur gerir sér f fljótu bragði grein fyrir. — Mjög oft liggur að baki skilnað- ur foreldra, margvísleg óreiöa í heimilisháttum. Þetta orkar á barnshugann og getur síðar brot izt út á margvíslegan hátt. En allt er þetta mjög einstaklings- bundið, og eins þaö hver áhrif viðtöl hafa. — Hvaö hefur móðirin kennt barni sínu í uppvextinum? íslendingum er mjög á ann- an veg farið en mörgum öðrum þjóðum. Þeir eru hvorki aldir upp við strangan skólaaga né Tá, ég trúi þvi að ég hafi unnið " nokkuð til gagns, og hef oft orðið þess var. Þessir vinir mínir hafa sýnt mér þess marg- víslegan vott. Mér verður starsýnt á listavel unna tréskurðarmynd, sem er á veggnum að baki öldungsins. — — Já, þennan grip færöu mér fimm piltar á tíu ára afmæli fangahj álparinnar. Hér er um að ræöa líkan af Kristi þar sem hann brýtur hlekki fangans. — — Sjómennimir halda að ég sé sælkeri og færa mér oft margs konar sælgæti, þegar þeir koma úr siglingu. Þeir sem eiga bíla, lfta inn til mín eða hringja ef ég kynni að vilja fara eitt- hvað, og þeir gætu létt undir fót minn. — Þannig uppsker ég mfn Iaun. — Það er ekki hátt til lofts né vítt til veggja f skrifstofu þessa aldna heiðursmanns. Engin auglýsingaspjöld um starfsem- ina er þar aö sjá. Aðeins bækur tilheyrandi tvíþættu starfi hans. Skýrslur sem hann færir dag- lega og geyma allar upplýsingar um hið margslungna verkefni fangahjálparinnar. Og svo hand- rit og margs konar fróöleikur viðkomandi ritstörfum hans. — Óskar Clausen skrifar mörg bréf sem hann sendir þeim brota- mönnum er hann vili rétta hjálp arhönd. Og þessi bréf eru f engu frábrugðin hverju venjulegu sendibréfí, á umslaginu er eng- in embættisstimpill, ekkert sem gefur til kynna innihald bréfs- ins. Ekkert sem gefur tilefni til að saga um ógæfu eöa afbrot breiðist með lyftunni í blokk- inni allt frá neðsta gólfi upp á elleftu hæð, jafnvel fyrr en við- takandinn les bréfið. Á veggnum beint á móti sæti hans á skrifstofunni er kross- mark, mvnd máluð á fiallinu helga við Jerúsalem 1880 — baðað liljum og gleymmérei- blómum. Þessi hugþekka mynd var í 40 ár tilbeiöslugripur á ensku heimili en Óskar Claus- en hlaut síðar aö gjöf frá vin- um sínum. Það er orðið stórt starf þessa breiðfirzka öldungs. Hvat mun sá finnast er síðar getur fetaö sömu slóð, með því hugarfari sem þannig er lýst í hinni helgu bók? „Gjörið ekki góðverk yðar til að vera séðir af mönnunum.” Þ.M. ■ Verður bókmennta- þjóðin hijómplötu- þjóð? Þannig spyr „Bókabéus" f bréfi sínu og segir síðan: „Þaö vakti víst furöu flestra, þegar hljómplata frá Svavari Gests fékk inni í fréttatíma sjónvarps- ins á dögunum, — einmitt þeg- ar það boð var látið út ganga að sjónvarpið teldj útkomu nýrra bóka alls ómerkilegan atburð, næstum sama hvaða bókaviðburður það væri, nema helzt að Nóbelsskáldið væri á ferðinni með bók. Hver er stefna sjónvarpsins? Ætlar fréttastofa sjónvarpsins að gera bókmenntaþjóðina að hljóm- plötuþjóð? Vér bíðum spenntir næstu plötufréttar, það verður kannski ein af bftlahljómsveit- unum, — ljóðabækur þjóðskáld- anna verða áreiðanlega að þoka fyrir þeim síðhærðu. Ég tel þessa afstöðu sjónvarpsins hneyksli, og tel að forráðamenn stofnunarinnar ættu að gefa skýringar. ffl Pósti'rinn sendur með snigli? Enn kvarta Kópavogsbúar um seinan póst. Einn þeirra segir í símtali að það sé ekki ofsögum sagt af seinagangin- um, en um hann hefur veriö fjallað hér i dálkinum áður, og taldi bréfritari aö pósturinn væri sendur með snigli eða skjaldböku frá Reykjavík og suöur eftir. Sá sem hringdi í gær kvaðst hafa frétt að póst- urinn til Kópavogs færi með utanbæjarpósii í umferöarmið- stöðina og teföist þar meira en góöu hófi gegnir. Hvað um það. Það kvarta margir um aö fá bréfin sín seint í Kópavogi. ■ Ókurteisi við útlendinga. Mikiö lifandi, skelfing geta Islendingar verið ókurteisir og andstyggilegir, skrifar þýzk kona í bréfi til blaösins. — Um daginn var ég svo óheppin aö missa skinnhatt ofan I drullu- poll 1 miöbænum. Ég vissi hvaö ég átti að gera og fór með hann inn á almenningsnáðhús, sem var þar skammt frá. Ég spurði konuna, sem var þar, hvort hún gæti hjálpað mér, en hún benti mér inn í tóman klefa, þar sem ekkert var nema vaskur og WC. Þegar ég spurði hana hvort hún gæti ekki lánaö mér pappír eða tusku, sagðj hún aö þetta væri ekkert „hreinserf' og sagöi að ég gæti skolað hatt- inn I vaskinum. Þegar ég fór aftur með hatt- inn út, sagöi konan ’að þetta kostaði 3 krónur, sem mér fannst ansi mikið fyrir ekki neitt. Ég fór næst meö hattinn inn í búö, þar sem afgreiðslustúlka tók hattinn alveg aö sér, þó ég hefði aðeins beðið hana um tusku eða bréf. Hún hreinsaði hattinn alveg eins og hægt var og vildi ekkert taka fyrir. — Þegar ég gekk aftur út úr búð- inni, var ég búin að fá eitthvert áiit á íslendingnm aftur. Stúlk- an, sem vegwa starfs síns, þurfti ekkert aö gera, hjálpaði mér, en kerlingin á klósettinu. sem er til þjónustu við fólk. var ókurteis og dónaleg og vildi ekkert gera.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.