Vísir - 21.12.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 21.12.1968, Blaðsíða 16
ISIR lm 171 -Sm !m« Iqtjnt A. œiRerinn Sími 13835 Ávarfasafí, : sem mft blauða 4 súmmu. með vatnL Kveikt ú jólatrénu fró Asker í Garðahreppi Garöhreppingar munu kveikia á jólatré, sem beim hefur borizt frá vinabænum Asker í Noregi. Fer þetta fram meö athöfn við bama- skólann kl. 16 á morgun. Lúðrasveit Garðahrepps leikur, Ivar Eskeland fhendir tréð fyrir hönd Asker, en frú Eiín Jónsdótt- ir, Vífilsstöðum kveikir á trénu. Sveitarstjórinn Ólafur G. Einars- son, veitir trénu viðtöku. Kynnir verður Árni Gunnarsson, ritari Nor ræna félagsins. Atvinnuleysi, en skortur á hjúkrunarkonum D Ekki er víst, að hægt verði að halda endurhæfingarnám- skeið það, sem Borgarspítalinn auglýsti fyrir hjúkrunarkonur, sem hafa verið lengi frá starfi, og átti að byrja í janúar. Um- sóknarfresturinn rennur út nú um helgina og hefur aðsóknin að námskeiðinu verið dræm. Blaðiö taiaöi við Hauk Bene diktsson lækni, sem skýrði frá þessu og því um leið aö ákveðið hefði verið að halda námskeiðið meðal annars til að kanna það hvort mikið væri af hjúkrunarkon- um í landinu, sem hefðu verið iengi frá störfum eins og sumir héldu fram og þyrftu endurhæfing ar við til að hefja störf að nýju. — Ef svona heldur áfram, sagði Hauk ur, sýnir það að þetta fólk er ekki til. Aðalástæðan fyrir námskeiðinu var að reyna að bæta með því úr 10. síða. Þeir Marx og Engel birfast í jólabókaflóði Það kennir margra grasa í jólabókaflóðinu. Meðal þeirra rúmlega 250 bóka, sem úr er að velja er nýkomið ritverkasafn þeirra kumpána Marx og Engels, tvö bindi í bláu, - slegin með gullnu letri. Heimskringla leggur verkið til jólamarkaðarins, en prentverk hef ur verið framkvæmt í Frelsisprent- smiðjunni i Halle, en innbundin er bókin í Leipzig. Alls er ritverkið nær 600 sfður, þýðendur eru einir 17 talsins. Önnur bok á jólamarkaöi frá Heims kringiu er Vietnam eftir Magnús Kjartansson. Væntanlega hefur hann skyggnzt um beggja vegna vígiínunnar, áður en hann reit þessa bók. ByrjendanámskeiB í blaBamennsku haldið / vetur D Fyrsta blaðamannanám- skeiðið á íslandi verður haldið síðar í vetur, febrúar, marz og aprfl. Námskeiðið er fyrsta verk -fni Biaðamannaskólans, setv Blaðamannafélag íslands hefur komið á fót. Námskeiðið er ætlað byrjendum í starfi og þeim, sem hafa áhuga á að gerast blaðamenn. Námskröfur verða miðaðar við stúdentspróf eða aðra sambærilega menntun. Kennt verður á kvöldin. Tveir kennarar danska blaða- mannaskólans, Th. Behrens dósent og B. Nilsen lektor, munu kenna blaðamennskufræði á námskeið- inu, en innlendir kennarar munu einmg koma þar við sögu. íslenzkt mál er um það bil þriðjungur náms efnsins. Aðallega veröur kennt i fyrirlestrum, en einnig i'aríö í kynn isferðir til blaða, útvarps og ann- arra stofnana. Námskeiðið hefst 10. febrúar, en umsóknarfrestur rennur út 20. jan úar. Ur. >óknir á að senda forstöðu manni námskeiöisins, ívari H. Jóns syni ritstjóra, Frostaskjóli 9, Reykjavík, og veitir hann nánari upplýsingar. Þátttökugjald er 1000 krónur. Fer að sfyftast hjó Sophiu Loren Erlend Dlöð birta forsíðufrétt iir um, að Sophia Loren [veröa léttari eftir viku eða svo. • Leikkonan hefur dvalizt í i íbúð á 18. hæð gistihúss J Genúa til þess að geta verið , nálægt Iækni sínum, frægum i fæðingarlækni, Hubert de Watt- J erville, en Carlo Ponti hefur > keypt hús nálægt húsi læknis- »ins, svo að Sophia geti f i grenndinni við hann fyrst í >stað eftir fæðinguna. Bandarískur stúdent segir frú andspyrnunni í USA gegn Víet- namstríðinu # Bandarískur stúdent frá San Fransisco, Nick Scira, talar f dag á fundi sem Æskulýðsfylkingin og félag róttækra stúdenta f Há- skólanum boða til i Tjamarbfó. Er boðað til fundarins vegna 8 ára afmælis þjóðfrelsishreyfingarinnar í S.-Víetnam. # Scira mun tala á enskri tungu í Tjamarbíó og fjallar um and- spyrnuhreyfinguna gegn strföinu f Víetnam, eins og sú hreyfing starf- ar í Bandaríkjunum. Sveinn Hauks- son mun fjalla um afstöðu Islands til stríðsins og lesin verða Ijóð. # Fundarboðendur hafa sent blöðunum bréf undirritað af Ragnari Stefánssyni, jarðskjálfta- fræðingi, þar sem segir, að banda- rtska sendiráðiö veröi heimsótt að loknum fundi. Laugardagur 21. desember 1968. Fyrsti kaþólski biskupinn í rán 400 ár settur í embætti á morgun \ Hefur ekki gerzt hér á landi siöan Jón biskup Arason var settur i embætti Rúm 400 ár verða liðin á ( morgun frá þvf, að kaþólskur Ibiskup var settur í embætti á íslandi og þar til það gerist á nýjan leik. Á morgun verður Hinrik Frehen settur í embætti fyrsta Revkjavíkurbiskups en umdæmi hans nær um allt land. Það er fulltrúi páfa á Norðurlöndum dr. Bruno Heim, sem setur nyja biskupinn við hátíðarathöfn í Dómkirkju Krists konungs, Landakoti kl. 3.30 síðdegis. Við statt athöfnina verður margt stórmenni: Forseti Islands, biskupinn yfir Islandi, sendiherr ar erlendra ríkja og er athöfnin auk þess opin hverjum sem er. Athöfnina verða einnig við- staddir allir kaþólskir klerkar í landinu — eða allir sem kom- ast. Þessar upplýsingar veitti séra Hákon Loftsson blaðinu í geer. Eins og fyrr var getið hefur slík kirkjuathöfn ekki fariö fram hér í rúm 400 ár eða frá því Jón Arason var settur á biskups stól. Kaþólski biskupinn hér hef ur undanfarnar aldir verið trú- boðsbiskup en nú er landið allt orðið eitt biskupsdæmi. Biskup er kailaður Reykjavíkurbiskup eins og Skálholtsbiskup forðum áður en Hólar komu til sem biskupssetur. D Á biskupssetrinu í Landakoti var þessi mynd tekin I gær. Á henni eru frá vinstri Jóhannes Bruno Heim erkibiskup, dr. Hinrik Fehren, biskup og John Taylor Stokkhólmsbiskup. Gunnarsson, biskup, Dr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.