Vísir - 21.12.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 21.12.1968, Blaðsíða 3
V1SIR . Laugardagur 21. desember 1968. r.iíESfaii® Tj’inu sinni á jólanótt — endur fyrir löngu gerðist margt kynlegt, sem nú er gleymt. Þá komu jólasveinar af fjöllum. Einn og einn örkuðu þeir á bæ- ina og gerðu þar af sér marga skömmina, kenjóttir karlar og öllu viðsjálli jólasveininum, sem birtist okkur á jólunum nú til dags, en sjálfsagt beztu sál- ir. Þá áttu dýrin það til að ta’a mannamál í fjósinu og gera sér þar skemmtun. — Huldufólk- ið fór á stjá með dansi og söngvum, dvergar hvískruðu í steánum og tröllin kváðust á í hömrunum. Það var jafnvel ekki óttalaust um nærveru Grýlu kerlingar. — Að minnsta Dýrin skemmta sér í fjósinu á jólanótt. (Myndin er tekin á æfingu). Þarna má þekkja af hausunum kú, hund, hest, geithafur og á, og uppi á tunnunni dansa snjótittlingur og mórauð mús. Leiðinleg jól Lubbatrýni kosti fóru börnin hennar á stúf ana. Við getum kallað þau Lang legg og Bólu, Leiðindaskjóðu, Leppatusku, Dúðadurt og Skrugguskjóðu. Það eru heldur ófrýnileg kvikindi og þau segja: — „Leiðinleg jól, Lubbatrýni" við þá sem mæta þeim úti í nótt inni. Frá þessu og fleiru í ætt viö gamla íslenzka þjóðtrú segir í leiksýningu Litla leikfélagsins, sem frumsýnd verður á annan dag jóla. — Leikurinn er að miklu leyti byggður á sex ljóð- um eftir Jóhannes úr Kötlum. Þetta er annað verkefni „Litla leikfélagsins“, en það sýndi í fyrra ,,Myndir“ í Tjarn- arhæ. Þetta er félagsskapur ungs fólks, sem útskrifazt hefur úr Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur og starfar félagið í nánum tengslum við Leikfé- lagið. Leikstjóri að þessari sýningu er Guðrún Ásmundsdóttir. Leik endur eru tíu, en hlutverkin eru æðimörg, eða 49 talsins. Eru þar meö taldir þrettán jóla sveinar Tónlist hefur ungt tónskáld, Jónas Tómasson, samið eða val ið. Leikararnir hafa sjálfir samið textann í leiknum, og gert tjöld og búninga. Þetta ævintýri á jólanótt hyggst Litla leikfélagið sýna fram á þrettándann, á hverj- um degi nema á stórhátíðunum, gamlársdag og nýársdag. Hófar glymja í svellum og engum mennskum manni er vært ... segir álfamærin (Helga Jónsdóttir) við Sigga strák (Önnu Kristínu Arngrímsdóttur). Hesturinn Smári og kýrin Rós, mús og snjótittlingur. 1 Heima í baðstofunni eru sögur sagðar: Húsfreyja (Helga Hjörvar) - Strákur (Anna Am- grímsdóttir) Gunna vinnukona (Þórunn Sigu rðardóttir) Amma (Ásdfs Skúladóttlr) Magnús (Kjartan Ragnarsson). J3B

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.