Vísir - 21.12.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 21.12.1968, Blaðsíða 5
Vi S IR . Laugardagur 21. desember 1968. 5 JÓLASÆLGÆTI I i J * \ \ Tjað verður nóg að gera á flest um heimilum núna um helgina. Einhver þáttur jöla- haldsins verður undirbúinn. Sumar eru snemma í þv£ en aðr ar hafa látið þaö dragast. Eink- um verður helgin kærkomin þeim, sem vinna úti og geta ekki sinnt jólaundirbúningnum fyrr en eftir vinnutíma. Helgin kemur því ákaflega heppilega inn fyrir þær útivinnandi og ekki síður fyrir þá, sem geta hugsað sér aö hafa það huggu- legt fyrir jól sem á jólum. Helgin gæti t.d. verið tilval in til þess að búa til ofurlítið jólasælgæti með krökkunum.: Hér á eftir birtum við nokkrar uppskriftir að jólasælgæti, sem er ekki of tafsamt áð búa til. Marsípan eða möndludeig er góð uppistaða í alls konar jóla sælgæti. Það er hægt að kaupa það tilbúið og hræra út með; flórsykri og ofurlitlu vatni en einnig er hægt að búa þaö til. Marsípan — eða möndlumassi. 250 gr. möndlur, 250 gr. flór sykur, ofurlítil eggjahvíta. Af- hýöið möndlumar og skiptið, og látið á hreina þurrku. Lát- iö liggja um tíma (3-6 dagar er bezt, en til þess er enginn tími nú). Möndlurnar malaðar tvisvar í möndlukvörn. Flór- sykrinum bætt í og malað einu sinni enn. Möndlu-deigið sett í steyti og steytt í 10—15 mín. Ofurlítilli eggjahvítu bætt við smámsaman. Röndótt konfekt. í þaö er notað marsípan og grænn og rauður ávaxtalitur. Marsípaninu er skipt í þrjá hluta jafnstóra og er einn lit- aður rósrauður, annar ljósgrænn en sá þriðji er látinn vera ólitað ur. Hlutarnir em flattir út 1 lag y2 — 1 cm. þykkt og lagðir sam an. Þrýst léttilega á þá og þeir skomir út £ snittur. Möndlukúlur. Tilbúið möndludeig, kakó. Kúlur af hæfilegri stærð em búnar til úr möndludeiginu, rúllað á eft'ir upp úr kakó. Marsfpanhnetur. Tilbúið marsipan, grænn á- vaxtalitur, hálfar valhnetur, bráðið hjúpsúkkulaði. laði. Litið marsipanið grænt og rúll ið í kúlur jafnar að stærð. Klemmið y2 valhnetukjarna fastan sitt hvoru megin á nokk ur konfektstykkjanna, klemm- ið y2 valhnetu fast á það sem eftir er af konfektinu og dýfið neðsta hlutanum í bráðið súkku laðið. Látið þessi stykki þorna olíubornum pappír. Geymið ton fektið i loftþéttum kössum með pappir milli laganna. Piparmintutöflur. 225 gr. flórsykur, 1 dl. vatn, 1 tsk. edik, 2-3 dropar pipar- mintuolía, bráðið hjúpsúkku- laði. Sykur, vatn og edik sett i skaftpott og soðið þar til dropi af deiginu, sem er kældur og settur milli bendi- og þumal- fingurs, myndar þræði, þegar fingurnir eru glenntir sundur. Deiginu hellt á fat og piparmintu olíunni bætt við. Hrærið vel saman þar til deigið virkar þykkt. Setjið deigið í dropum á smurðan álpappir og látið þorna. Setjiö ofurlítið af hjúp- súkkulaði á hverja töflu. Þegar súkkulaðið er alveg orðið þurrt setjið þið töflurnar í dósir. Fylltar döðlur. Döðlur, marsípan, ávaxtalitur. Döðlurnar skornar langsum og kjarninn tekinn út, marsípanið litaö meö ávaxtalit og mótað í rúllur, sem eru aðeins stærri en kjarninn. Marsípanið sett í stað kjarnanna og döðlunum þrýst létt saman. Kókoskúlur. 100 gr. 175 gr. sykur, 100 gr. saxaðar valhnetur eða hesli hnetur, 2 msk. kakó, 1 tsk. van illusykur, 2 msk. mjög sterkt kaffi, ca. 200 gr. kókosmjöl. Smjörið hrært hvítt og lint ásamt sykrinum. Hnetunum bætt í, kakóinu, vanillusykrinum og kaffinu, hrært vel saman. Bæt ið við svo miklu af kókosmjöli, að deigið verði fremur þykkt. Búið til kúlur úr deiginu og veltið þeim vel upp úr kókos- mjöli. Látið þær stífna á köld um stað og geymið £ loftþéttum dósum með álpappír eða þvílíku milli laganna. Jólagjafirnar teknar upp „Sinn er siður í landi hverju“ segir málshátturinn og við get um snúið þessu ofurlítið við og sagt að hvert heimili hafi sín ar siðvenjur. Það, ::m við t^.lum að víkja að er jólagjafirnar og hvemig þeim er úthlutaö. Eflaust er það svo sums staðar, að allir taka pakkana upp í einu. En við það fer mikil skemmtun fram hjá garöi. Ef pökkunum er úthlutað fyrst og síðan tekn- ir upp t.d. í aldursröð, þeir yngstu og e.t.v. allra elztu fyrst getur allt heimilisfólkiö fylgzt með ánægju hinna yfir því, sem þeir fá. Börnin fá þá einnig ofurlítið aðhald því hægt er að minna þau á, hver hafi gefiö gjöfina og aö þakka fyrir sig en £ hitanum og æsingnum yfir öllum gjöfunum vill allt slíkt gleymast. S Bótagreibslur almanna- trygginganna í Reykjavík Sérstök athygli skal vakin á því, að bóta- greiðslum almannatrygginga lýkur á hádegi þriðjudaginn 24. þessa mánaðar (aðfanga- dag), og að engar bætur verða greiddar á ný fyrr en á venjulegum gréiðslutíma í janúar. Mánudaginn 23. þ.m. verður afgreiðslusalur- inn opinn til kl. 4 síðdegis. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Laugavegi 114. Mikið úrval af sænskum Lindshammar krystal og öðrum gjafavörum. Einnig jólaskreytingar og skreyt- ingaefni. Mjög fallegar þýzkar styttur ný- komnar. — Opið allan sunnudaginn. BLÓM & ÁViXTIR Hafnarstræti 3. EEKÉöi'ÍEE-TSSESiVEBS tmrí mmvivt t *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.