Vísir - 21.12.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 21.12.1968, Blaðsíða 6
 TONABIO Islenzkur texti. y / Djöflaveiran Víðfræg og snilldarvel gerð amerísk kvikmynd í litum og panavision. Myndin er gerð eft ir samnefndri sögu Alistair MacLean. Richard Baseharo George Maharis Endursýnd kl. 5 og 9. — Bönn uð bömum. STJÖRNUBÍÓ Ormur rauði Islenzkur texti. Richard Wid mark, Sidney Poitier. Endur- sýnd kl. 5 og 9. GAMLA BÍÓ North by northwest Gerð af Alfred Hitchcoch. Endursýnd kl. 9. Róbinson-fjöldskyldan Hin vinsæla Disney-mynd. Sýnd kl. 5. LAUGARASBIO Táp og fjör Sérlega skemmtileg ný amer- ísk músík-gamanmynd í litum og Cinemascope. Sýnd ki. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ Brostin framtið Áhrifamikil amerísk stórmynd með ísl. texta. Aðalhlutverk: Tom Bell Bernhard Lee Leslie Caron Sýnd kl. 9. Aðgöngumiöesalan opnar kl. 7. AUSTURBÆJARBIO V axmynd asafnið Vincent Price. — Bönnuð böm um innan 16 ára. — Endur- sýnd kl. 5 og 9. KOPAVOGSBIO Viva Maria íslenzkur texti. Brigitte Bar- dot. Jeanne Morian. Endur- sýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuö böm um innan 12 ára. Tveggja mvnda sýning Höll Satans Hrollvekjumynd. Heimsendir? Ævintýramynd. Bannaðar yngri en 16 ára. Sýndar kl. 5 og 9. HAFNARBIO LOKAÐ vegna breytinga Næstu sýningar 2. jóladag. HÁSKÓLABÍÓ Byltingarforkólfarnir (What happened at Campo Grande) íslenzkur texti. Aðalhlutverk: Erir Morecambe, Emie Wisa. Synd kl. 5, 7 og 9. |——Listir -Bækur -Menningarmál VÍSIR . Laugardagur 21. desember 1968. Jón Hjartarson skrifar bókmenntagagnrýni: Eintal sáiarinnar Vésteinn Lúðvíksson: Átta raddir ur pípulögn. Útgefandi: Skuggsjá. Höfundur kýs aö kalla þessar sögur sínar „raddir". Þaö má til sanns vegar færa. Allar eru þær eins konar eintal sálarinn- ar. Hugrenningar einstaklinga um eigin geröir, aöstööu sína og umhverfi. Frásögnin verður í þessum sögum mjög afmörkuð og hnit- miðuö. Höfundurinn leikur mjög á eina nótu í þessari raddsetn- ingu sinni, en sú nóta er líka slegin af vandvirkni og kunn- áttu. Eintalið veröur hvaö skýrast hjá fyrstu röddinni. Hún talar í rör í fiskimjölsverksmiðju til þess að fá útrás í einmanaleika sínum: „Ég byrjaði aö tala í það til að drepa tímann,“ seg- ir hún. „Ég reyndi að ímynda mér að þeir væru í geymslunni, að ég væri að tala við þá.“ — Þessi saga lýsir örvæntingar- fullri tilraun manns til þess að losa sig við einmanaleikann meö þessu móti, koma kvörtun- um sínum á framfæri við þá, sem hann ímyndar sér að séu hinum megin við rörið. Hann talar hægt og hikandi I fyrstu, en brátt kemst hann upp á lagið og talar það í rör, sem hann heföi ekki getað sagt við nokk- um mann. — En þaö heyrist til hans. Þá kemur óttinn, augna ráð vinnufélaganna í bílnum á leiðinni úr og 1 vinnu ... Út frá þessari sögu verður ákveðin stígandi í sögunum, sem á eftir koma og þaö losnar um málbeinið. — Raddirnar eru margbreytilegar, þrátt fyrir þennan ákveöna gegnumgang- andi tón. En þær eru allar leit- andi — og einmana, hver á sinn hátt. Einrænan einkennir allar raddirnar. Ein rifjar upp gamla gráa bernskuleiki — miskunn- arleysi gagnvart minnimáttar — og hún leitar eftir sambandi við þennan lítilmagna, sem situr hinum megin glersins — gjald- keri hjá fyrirtæki ... Önnur leitar andsvara hjá stúlku. Hún býr á sama gangi. — Það er brugðið á það ein- kennilega ráð að hengja miða á hurðina sína, sem eiga aö vera eins konar dulbúin skila- boð til stúlkunnar. Hún á að draga sínar ályktanir af þeim. Síðan sagan segir frá ungum manni, sem bíður allan daginn eftir stúlku — en hún kemur ekki. Þá fer hann að ímynda sér að hún yröi honum hættu- leg og honum þætti í rauninni ekkert vænt um hana og hann gerir ráðstafanir til þess aö brynja sig gagnvart henni og hleypa henni ekkert inn. Þessi saga er ekki sögð í fyrstu per- sónu eins og hinar, heldur í þriöju, en hún er eigi að síður eintal. Höfundurinn lætur raunar persónurnar stundum tala um sjálfar sig í annarri persónu. — Það getur hann leyft sér, vegna þess hve einræn frásögnin er jafnan, en sums staðar fer illa á því. Þessar sögur eru óvenju á- hrifamikið byrjendaverk. Höf- undurinn hefur tamið sér vönd- uð vinnubrögö. Hann tekur mjög skýra stefnu og skeikar hvergi. Hann er alls ólíkur þeim höf- undum, sem komið hafa fram hér á landi seinni árin, þó að vissu leyti megi kenna sömu tilhneiginga og verið hafa að gera vart við sig í íslenzkum nú tímabókmenntum. Frágangur bókarinnar allrar er góöur. Hún er sett upp á smekklegan hátt. Að vísu bregð- ur þar fyrir prentvillum og því sem prentarar kalla „hóru- unga“. en slíkt er naumast annað en sparöatíningur. í í JÓLAGJÖF tm Sffjl M S% ^ 1 i;; ""'""'""“"A =1 V ’^WBK.jjjjjjjj =1 r— JHlÍL? ; Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 ÞJOÐLEIKHUSIÐ Delerium Búbónis eftir Jónas og Jón Múla Árna- syni. - Leikstjóri: Benedikt Ámason. — Ballettmeistari: Colin Russell. — Hljómsveitar stjóri: Carl Billlch. Frumsýning annan jólad kl. 20 Önnur sýning laugard. 28. des kl. 20. Fastir frumsýningargestir vitji aðgöngumiða fyrir föstudags- kvöid. Aðgöngumiöasalan opin frá kl. 13.15 til 20. — Simi 1-1200. Munið jólagjafakort Þjóðleik- hússins. raftœkjav ínnust&fan TENCÍLL Odýrar útíijðsaseríur f samþykktar af raffanga- /’ prófun ríkisins. SÖLVALLAGÖTU 72- Reykjavík. Sími 22530. Heima 38009 Victoria Holt er einn af kunnustu og vinsælustu rithöfundum Englands í dag. Sögur hennar eru spennu og dulúö, iesandinn leggur bókina ógjarnan írá sér íyrr en hann hefur lesiö hana til enda, Báka hennar er ætíð beöiö meö mikilli eítirvæntingu. Bókaútgáf- an Hiidur hefur þegar geíiö öt tvær af sögum Víntftriil llnlt ManfrDU!! ífúctolinn nrr nu Mynzturiykkja ALAFOSS WILTON-VEFNAÐUR ÚR iSLENZKRI ULL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.