Vísir - 23.12.1968, Qupperneq 8

Vísir - 23.12.1968, Qupperneq 8
* TJjað eru æðimargir, sem gripa tækifærið um jólin og bregöa sér í bíó ellegar leikhús, bótt þeir séu annars lítið gefnir fyrir slíkt útstá- elsi. Enda reyna þessar stofn- anir að tjalda því, sem til er um þetta leyti til að enginn þurfi að verða fyrir vonbrigð- um og allir geti funtíið eitt- hvað við sitt hæfi. I Reykjavík, Kópavogi og Kfafnarfirði eru ellefu kvik- myndahús samtals og jóla- myndir þeirra eru af ýmsu tagi. Mest er um gamanmynd ir, enda er það eðlilegt að leitazí sé við að sýna myndir,. sem öll fjölskyldan getur far- ið saman að sjá. Ekki fylgja þó öll bíóin þessari stefnu, og sum þeirra sýna stórmyndir eða saka- málamyndir, sem kannski eru ekki beinlínis við barnahæfi. Annars er ekki ástæða til að f jölyrða meira um kvikmynda valið; réttara er að by*ia þeg- ar upptalnlnguna, svo að hver og einn geti vatið sam- kvæmt sínum smekk. Gamla bló: Ferðin ótrúleffa Nýja b'ió: Yér flughetjur fyrri tíma Myndin í Nýja bíó er ein af dýrari gamanmyndum, sem hafa veriö geröar í seinni tíö. Hún fjallar um flugkeppni mikla á því herrans árj 1910 milli Lundúna og Parísarborg- ar, en sigurvegarinn í þeirri keppni fór vegalengdina á 25 klukkustundum og 11 mínútum. Frægar kvikmyndastjörnur margra þjóöa leika í myndinni. Til dæmis má nefna Gert Fröbe frá Þýzkalandi, James Fox frá Englandi, Stuart Whitman frá Bandaríkjunum, Alberto Sordi frá Ítalíu og margar fleiri. Stjórnandi myndarinnar er brezkur og i röö hinna beztu leikstjóra, Ken Annakin. Ekkert var sparaö viö gerð þessarar myndar, enda getur þar að'líta mörg spaugileg at- riöi, sem henda keppendurna í hinu mikla kapphlaupi milli Lundúna og Parísar. Walt sálugi Disney hafðj þaö aö leiöarljósi, aö gera aldrei kvikmynd, sem væri þannig að hann vildi síðúr leyfa bömum sfnum aö sjá hana. Árangurinn varð sá, aö flestar myndir frá fyrirtæki hans eru fremur bragðdaufar, þótt margt gott sé hægt um þær aö segja. Jólamynd Gamla bíós í ár heitir Ferðin ótrúlega og segir frá merkilegu ferðalagi tveggja hunda og eins kattar, sem lenda í miklum hrakningum. Stórbrotiö landslag sést i myndinni, sem er aö mestu leyti gerð í Kanada. Kópavogsb'ió: Hvað gerðir þú í stríðinu pabbi? Þetta er þekkt gamanmynd, sem engan ætti að svíkja. Tit- illinn er áleitin spuming við þá mörgu, sem tóku þátt í Austurbæjarb'ió: [uepg soldáninn Lfm nokkurt skeið hefur Aust- urbæjarbíó haft þaö að vana aö sýna kvikmyndir um hina tál- fögru Angélique á stórhátíð- um Aösóknin hér sem annars staöar hefur verið framúrskar- andi góð. Flestar þessara mynda snúast um leit aðalkvenhetjunnar aö eiginmanni sínum, sem hefur þaö fyrir fasta reglu aö koma í ljós um miðbik hverrar mynd- ar og gufa upp í lokin til aö framhaldið veröi meira spenn- andi. Angélique-myndirnar em á- vallt dável gerðar af Frans- manninum Bemhard Borderie, og hin ólánssömu hjón eru á- vallt dável leikin af þeim Michele Mercier og Robert Hossein. Angélique-sögurnar em gerð- ar af frönskum hjónum, sem saman skrifa undir höfundar* nafninu Sergeanne Colonne. Bækur þeirra hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál, og sýna mætavel, aö dagar vinnukonu- róman^ eru ekkj taldir. heimsstyrjöldinni síðari, en létu einhverra hluta vegna hjá líða að drýgja nokkrar hetjudáðir. Stjómandi myndarinnat er sjálfur Blake Edwards, sem hér mun vera þekktastur fyrir mynd sína Bleiki pardusinn. Hann hefur sérhæft sig í því að gera skemmtilegar og fmmlegar gamanmyndir, þótt um þessar mundir sé hann einna mest í fréttum fyrir áð stlga í vænginn við Julie Andrews. Aðalleikendur í myndinni eru James Cobum (Ofurmennið Flint) og Dick Shawn. Laugarásb'ió: Madame X Laugarásbíó hefur að þessu sinni tekiö þann kostinn að sýna sakamálamynd, sam fjall- ar um flókinn æviferil konu einnar. Hún lendir í ástarævin- týri, en elskhugi henriar ferst i slysi, þannig að grunur leikur á að hún hafi ráðið horium bana Löngu síðar veröur hún fyrir því að ráða manni bana, og uppkominn sonur hennar verö- ur verjandi hennar, án þess að vita hver á í hlut. Lana Turner leikur aðalhlut- verkið í þessari mynd, og þykir takast vel upp. Hér áður fyrr, þegar hún var í blóma lífsins þurfti hún aðeins að sýna sig í kvikmyndum, en þegar árin færast yfir er ekki verra að geta blásið rykinu af leikhæfi- leikunum. Hafnarb'ió: Óróa- belgirnir Hayley Mills leikur aöalhlut- verkið í jólamynd Hafnarbíós. Myndin er gamanmynd sem fjallar um ungar stúlkur i klausturskóla 'og ýmiss uppá- tækj þeiræ. Myndin er bandarísk og stjómandi hennar er Ida Lupino.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.