Vísir - 28.12.1968, Síða 10

Vísir - 28.12.1968, Síða 10
10 V1SIR . Laugardagur 28. desember 1968, Hans herradómur Hinrik Hubert Frehen í biskupsbústaðnum (annan dag jóla): „Heilög María er móöir alira kristinna manna“. Herra biskup hefur látiö greypa þessi einkunnarorö í skjaldar- merki sitt: PERSEVERANTES CUM MARIA MATRE (aö vera staöfastur undir handleiðslu Móöur Maríu). Andii mildinnar - ®—V 9. siðu lendinginn van Rossum kardí- nála, sem kemur mikiö við sögu kaþólsku kirkjunnar á íslandi í sambandi við það, að hann helgaði Kristskirkju í Landa- koti og vígði hinn þýzka síra Meulenberg inn í biskups- embættið, fyrstan kaþólskra manna með biskupshlutverk á íslandi síðan fyrir siðabót, en þá var kirkjan hér ekki sér- stakt biskupsdæmi fremur en í tíð herra Jóhannesar Gunnars- sonar Hólabiskups. Hér var ekki stofnað sjálfstætt nýtt biskupsdæmi fyrr en með til- komu og útnefningu hans herra- dóms Hinriks biskups nú í vet- ur. ísland og kirkjan hér voru ofarlega á baugi í Hollandi um þær mundir sem þessir atburðir, vígsla Landakotskirkju og herra Meulenbergs áttu sér stað. Þessi van Rossum kardínáli var for- seti heims-trúboðshreyfingar kirkjunnar í Róm, og hann var frægt mikilmenni í Hollandi, „þrunginn dínamískri lífsorku“, maöur, sem gerði mikið og vann mikið. Van Rossum fylgdist alltaf vel með íslandi og undir- bjó jarðveginn ásamt með öör- um með guðs handleiðslu. Menntunarferill herra biskups Hinriks er í stuttu máli þessi: Kaþólskur menntaskóli (undir- búningsskóli fyrir æöri presta- skóla) í Schimmert, þar sem m. a. var lögð áherzla á strangt tungumálanám. og svo tók hinn eiginlegi prestaskóli við í öirschot, þar sem heimspeki og guðfræði voru þyngst á metun- um. Að loknu námi í prestaskól- anum lagði biskup leið sína til Leuven, sem er háskólabær, og eftir fjögur ár í viðbót við prestsnámið tók hann dokt- orspróf. Eftir þaö tók hann há- skólakennslu og stundaði hana þrettán ár samfleytt, þar af sex ár ritningargreinar og sjö ár guðfræði og kennisetningar. Samfara ritningakennslunni hélt hann áfram að nema ótrúleg- ustu tungumál, svo sem eins og aramaísku, sem var mál inn- fæddra í tíð Krists í Landinu helga (það er semitískt mál), einnig Babýloníumál og kopt- ísku, sem hvort tveggja var hon um nauðsyn vegna rannsóknar á heilögum ritningargreinum. Ofan á allt hafði hann lært latnesku, er hann hefur kennt, og grísku út í hörgul eins og vera bar. Af nýju málunum talar herra biskupinn og skrifar jöfn- um höndum frönsku, þýzku ítölsku, ensku og hollenzku og af hinum Evrópumálunum kann hann prýöilega að því er sagt er: spönsku, portúgölsku, sænsku, dönsku. Kirkjan er alþjóðleg stofnun og því verða prestamir að læra hinar margvíslegustu tungur. þegar herra biskup Hinrik hætti akademískri kennslu, en þá voru 17 ár, síðan hann brautskráðist úr prestaskólan- um, hóf hann prestskap fyrir alvöru, þá er hann 41 árs gam- all. Hann veitti forstöðu Maríu- hreyfingu í Leuven, og hann ritstýrir þaðan tímariti, sem kemur út bæði á frönsku og flæmsku og hefur mikla út- breiðslu, 220 þúsund lesendur. Þetta tímarit heitir Middelares en Koningin (eða á frönsku: Médiatrice et Reine), sem þýðir lauslega Tengiliður og drottn- ing. María Guðs Móðir er hugs- uð sem tengiliður milli Krists og manna“. Og undanfarin þrjú ár hefur herra biskup veriö heimilisfast- ur í Róm og gegnt þar mikil- vægu embætti við útbreiðslu- stöð reglu sinnar, unz nú að hann er hingað sendur. „Herra biskup — teljið þér hollenzk þjóðerniseinkenni koma kirkjunni að gagni eða vera til sálfræöilegrar hindrun- ar þegar þau koma til móts við íslenzk þjóöareinkenni (hér hafa starfað og starfa margir hol- lenzkir prestar?" „Ég er t.a. m. ekki Hollend- ingur, þótt ég sé alinn upp í Hollandi. Ég er alþjóðlegur eins og kirkjan, en sennilega hef ég erft geðslagið frá möður minni, sem var belgísk". Andlit hans ljómar af gamansemi. „Hafið þér, yðar herrádóm- ur, nokkuð að segja að svo stöddu um, hvaö þér hyggizt fyrir í embættismennsku yðar, í því sem er brýnasta nauðsyn- in?“ „Ekki ennþá“, segir herra biskup, „ég mun gera áætlun um tilhögun vinnu minnar.“ „Hvemig ætlið þér að mæta íslenzkum skilyrðum og aöstæð- um?“ „Með áköfum góðleik og fyr- irgefningaranda og þolgæðum. Ég mun reyna að kynna mér Iand og þjóð frá rótum, grafast fyrir um rætur íslenzkrar þjóð- menningar, svo að hún falli að kirkjunnar sið, minnugur kirkj- unnar og ástar á Kristi". „Hvað um mótmælendur, sem eru í svo miklum meirihluta og andstæðir eru kirkjunni?" ,,Ég mun einfaldlega hafa sam vinnu viö þá. Sú samvinna virð- ist mér einföld og sjálfsögð. Ég hygg, að mótmælendur skynji hið sama. Þeir em opnar sálir. Vér munum reyna að meta hin raunverulegu verðmæti hvorrar kirkju ú't af fyrir sig án þess að leggja áherzlu á hið gagn- stæða ... allt í friðar þágu“. Annar dagur jóla er dagur Heilags Stefáns, sem varð fyrst ur píslarvottanna til þess að vera vitni að trúnni á Krist, enda fyrstur til að deyja fyr- ir þá sök. Veður þann dag var mildara en það hafði verið undanfarið, bjart og gullinn himinn. Annir hans herradóms Hin- riks biskups eru þegar hafnar. Á morgun fer hann til Stykkis- hólms í vísítasíu. Á næstunni hyggst hann fara um landið á afskekkta staði, þar sem býr kaþólskt fólk, og huga að sál- um kirkjunnar. s t g r Geiitiferðin — »-> 1. síðu. vegna núningsins við andrúms- loftiö. Síðan kom geimfariö í Ijós, þar sem það sveif til jarðar í fallhlíf sinni og lenti á hafinu 1260 sjómílum suðvestur af Hawaii, en það er ein nákvæm- asta lending í sögu banda- rískra geimferða. Apollo 8 lenti með um 27 km hraða í sjónum tæpa fimm i kílómetra frá „Yorktown“ og þar um borö heyrðist í fjar- skiptatækjunum, hvar geimfar- amir þrír ræddust við. Og fréttin, sem beðið hafði verið eftir, var send út: „Banda- ríska geimfarið „Apollo-8“ er giftusamlega lent á Kyrrahafi. Geimfarinn James Lovell hefur tilkynnt að allt sé í lukkunnar velstandi um borð." Þyrilvængjur héldu þegar í stað á vettvang að geimfarinu, þar sem það vaggaðist á öldun- um. Ekki var hafizt handa við, að ná geimförunum úr hylkinu fyrr en ljóst var orðið af degi. Þá stukku froskmenn út úr þyrilvængjunum til þess að koma fyrir flotholtum á Ap- 0II0-8, sem var óstööugur á sjónum, og flotholtin vom sett til að fyrirbyggja aö geimhylk- ið gæti steypt stömpum og sokk ið er það hafði verið opnað. Klukkan fimm að íslenzkum tíma voru geimfararnir þrír síð an fluttir um borð í „York- town“ Þeir voru fyrst teknir um borð f þyrluna „Recovery ni“. Geimhylkið yfirgáfu þeir eftir tign, Borman, foringi far- arinnar, fyrstur, þá Lovell og síöastur Anders, sem er yngstur þeirra félaga. Klukkan tuttugu mínútur yfir | fimm stóðu geimfararnir loks á j þiljum skipsins, en þar hafði ver ið lagður rauður dregill þeim til 1 heiðurs. Skipverjamir hylltu þá j ákaft, og geimfaramir virtust i vera f essinu sínu. Skipherrann á „Yorktown" 1 bauð geimfarana velkomna, og Borman svaraöi fyrir þeirra 1 hönd og sagði, aö þeir væm vissulega ánægðir yfir því að vera komnir aftur niður á jörö- ma Eftir móttökuathöfnina snæddu geimfararnir morgun- verð, sem búinn var til úr beikoni og eggjum, sem þeim þótti kærkomin tilbreyting frá pillunum, sem þeir nærðust á í ferðinni. Að Ioknum morgunverði héldu þeir í læknisskoöun, og þvi næst r. .'.du þeir í síma við .Tohnson forseta Bandaríkjanna. T dag munu þeir fljúga til Hawaii og þaðan til Houston til fjölskyldna sinna, sem þeir yfir- gáfu áður en þeir lögöu upp í hina miklu ferð sína að morgni 21. desembers. Ferð Apollo-8 hófst á sunnu- dag 21. des. kl. 12:51 að íslenzk- um tíma, en þá var geimförun- um Borman, Lovell og Anders u skotið á loft í ApoIlo-8 hylkinuj með eldflaug af gerðinni Satúm- ® us 5, stærstu eldflaug, sem gerð * hefur verið. 0 Klukkan átta á sunnudags- ■» kvöld var fyrsta sjónvarpsmynd in send frá geimfarinu, og > geimfararnir tilkynntu að allt léki í lyndi, þrátt fyrir að Bor- ® man og Lovell hefðu fundið i fyrir einhverjum minniháttar , óþægindum snemma í feröinni. Á mánudag hélt ferðin áfram samkvæmt áætlun, án þess að ! nokkuð sérstakt bæri við. * Á þriðjudag kl. 9:48 hvarí» Apollo-8 bak viö mánann ogB aðgerðirnar til að koma geim-J skipinu á braut umhverfis hann s hófust Kl. 9.59 hafði það tekiztj og Apollo var á sporbraut sinni. • KI. 12:31 var tekið á mótiÍ fyrstu myndunum af tunglinu. ® Kl. 14:40 var annarri hringferð-* inni lokið og Apollo sveif í 113 2 km hæð yfir yfirborði tungls- ® ins. Kl. 01:35 var aftur tekið við. beinni sjónvarpssendingu frá* geimskipinu. Kl. 06:10 voru hreyflar eldflaugarinnar ræstir til að koma geimfarinu út fyrir lofthjúp tunglsins og kl. 06.14 var það búið og gert og ferðin aftur til jarðar hafin. Kl. 17:39 var Apollo-8 kominn þar sem þyngdarleysisins gætir, og hraðinn fór vaxandi. Á fimmtudag hélt geimfariö stefnu sinni og kl. 20:51 kom síðasta sjónvarpssendingin frá því. Föstudaginn 27. desembar var stefnan nákvæmlega rétt, þann- ig að ekki þurfti að leiðrétta hana eins og þó hafði verið bú- izt við. Forráðamenn Geimferöa stofnunarinnar lýstu því þá yfir, að þeir væru ákaflega ánægðir með geimferðina fram að þessu og bjartsýnir mjög um árangur. Kl. 15:37 kom Apollo-8 síöan inn í gufuhvolf jarðar eins og glóandi vígahnöttur og kl. 15:51, nákvæmlega eftir áætlun lenti geimfarið aðeins fjóra og hálfan kílómetra frá bandaríska flug- vélamóðurskipinu „Yorktown“, sem beið eftir að geimfaramir lentu — og þar með var hinni > sögulegu ferð lokið. I Hallgrímskirkja. Messa kl. 11. Dr. Jakob Jónsson. Laugarneskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 10 fyrir há- degi. Séra Garðar Svavarsson. Grensásprestakall. Barnaguðsþjónusta í Breiöagerðis- skóla kl. 10.30. Felix Ólafsson. Neskirkja. Messa kl. 11. Séra Páll Þorleifs- son. Dómkirkjan. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Séra Óskar J. Þorláksson. Hafnarfjarðarkirkja. Jólasöngur á sunnudagskvöld kl 8.30. Strokkvartett og organisti kirkjunnar flytja jólatónlist. Kirkjukórarnir syngja jólasálma með almennri þáttt. kirkjugesta Sóknarprestur les jólaguðspjöllin og þjónar fyrir altari. Garðar Þorsteinsson. Fundarfrelsi —* m—> i síðu pólitískar ofsóknir", eins og þeir komust að orði í viðræð- um við lögregluna. Stjórnarskrárákvæðið, sem vitnað var þarna í, er úr 74. gr. stjórnarskrárinnar, sem hljóðar orðrétt þannig: „Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglustjórninni er heimilt að vera viö almennar samkomur. Banna má mannfundi undir ber- um himni, þegar uggVáent þykir, að af þeim leiði óspektir". f „Stjórnskipun íslands", kennslubók, sem laganemar viö Háskóla íslands lesa við laga- nám sitt, kemst Ólafur Jóhannes son, prófessor í lögum, þannig aö orði í kafla, er nefnist Fund- arfrelsi: „Þrátt fyrir ákvæði 74. greinar stjómarskrárinnar gæti lögreglan lagt bann við því, að fundur væri haldinn á götum úti, eöa á strætum, eða annars staöar, þar sem hann truflaði umferð, enda þótt ekki væri hægt að segja, að af honum stafaði óspektahætta“. Engin ákvörðun enn um mál- sókn gegn mófmælamönnum • Engin ákvörðun hefur enn ver- ið tekin um það, hvort höfðað verði mál á hendur einhverra mótmæl- endanna fyrir þátt þeirra I óspekt- um undanfarið ár, en það liggur á valdi embættis saksóknara ríkisins, sem nýlega hafa borizt skýrslur af rannsóknum Sakadóms Reykja- víkur í nokkrum málum, sem risið hafa upp fyrir mótmælaaðgerðir Æskulýðsfylkingarmanna og fleiri. Síðustu aðgerðimar, sem sak- sóknara hafa borizt skýrslur um, voru ólætin i Háskólabíói, þegar eggjum var kastað í bandaríska og kanadíska hljómlistarmenn, er þar héldu tónleika. Bíða nú þessi mál frekari afgreiöslu og ákvörðunar saksóknaraembættisins. Rannsókn á síðustu óeirðunum, 21. des. við Austurvöll og Þor- Iáksmessu við Lækjartorg, er ekki lokið og hafa engar skýrslur borizt um þau atvik enn til saksóknara. Atvinnumálanefnd- i t I ir vfða um land? ■ Viðræðufundur Alþýðusam- bandsins og Vinnuveitenda- sambandsins átti að fara fram milli jóia og nýárs, en var frest að. Búizt er við, að fundur verði haldinn fljótlega upp úr ára- mótum, að sögn Björgvins Sig- urðssonar, framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins. Til þessa hafa kjaramálin ekki verið rædd á fundum atvinnurek- enda og ASÍ, en atvinnuástandið hefur verið á dagskrá. Kvað Björg- vin hugmyndir hafa venö um stofnun atvinnumálanefnda víðs vegar um land til þess að bæta úr skák í þeim efnum. Hugmyndir rikisstjómarinnar hefðu verið til umræöu. Óvíst er, hvenær fundur verður milli aðilanna þriggja, ASÍ, vinnu veitenda og rikisstjðrnarinnar. Mun í ráöi, að viðsemjendur á vinnu- markaðinum óskj sameiginlega eft- ir fundi með ríkisstjóm, eftir að þeir hafa fjallað um málin sín í milli. ■■............... .. I I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.