Alþýðublaðið - 06.01.1966, Síða 2
eimsfréttir
....siáastliána nótt
★ NEW YORK: — Arthur Goldberg, aðalfulltrúi Banda-
tík.ianna hjá SÞ, sendi í gær U Thant, aöalframkvæmdastjóra
samtakanna skýrslu um tilraunir Bandaríkjamanna síðastliðnar
Ivær vikur til að koma af stað samningaviðræðum um Vietmál-
ið. Thant mun síðan senda afrit af skýrslunni til allra aðildar-
ríkja SÞ. í skýrslunni eru aðildarríkin kvött til að gera sitt
ýtrasta til að finna leiðir tii samkomulags. Sáttatilraunir Banda-
rikjanna raktar og sagt, að Bandaríkin æski ekki eftir lier-
stöffvum í Vietnam og vilji að Vietnammenn leysi sjálfir vanda-
mál sin. Goldberg kvað stjórn sína fúsa til samvinnu við Örygg-
isráðið án skilyrða.
★ TASJKENT: — Ayub Khan, forseti Pakistans, og Lal
Eabadur Shastri, forsætisráðherra Indlands liéldu áfram við-
ræðum sínum i Tasjkent í Sovétríkjunum í gær. Formælendur
beggja láta í ljós ánægju sína með viðræðurnar en vara við
Skjótum árangri.
Skýrsla Goldbergs
væntanleg hingað
Reykjavík, ÉG.
EMIL JÓNSSON utanríkisráð-
herra, hefur skýrt Alþýðublaðinu
svo frá að Penfield ambassador
Bandaríkjanna hér á landi hafi
nýlega rætt við sig I tilefni af því
er Arthur Goldberg, fastafulltrúi
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum, flutti fastaráði NATO
ítarlega skýrslu um Vietnam-mál
ið núna eftir áramótin.
Sagði Emii að samkvæmt um
mælum Penfields hefði skýrsla
þessi verið mjög itarleg og fengi
utanríkisráðuneytið skýrsluna til
athugunar innan fárra daga frá
fastafulltrúa íslands hjá NATO
í NTB frétt frá Helsingfors,
Stokkhólmi og Kaupmannahöfn
; i gær segir, að ambassadorar
■ Bandaríkjanna í Danmörku, Finn
landi og Svíþjóð hafi í gær farið
í utanríkisráðuneyti þessara landa
og skýrt frá diplómatiskum tilraun
um Bandaríkjanna í sambandi við
lausn Vietnam-málsins.
★ NEW YORK: — Ted Lindsay, borgarstjóri New York,
tök í gær þátt í samningaviðræðum við félag flutningaverka-
fuanna, en tilraunir til að leysa verkfallið hafa mistekizt. Leið-
togi verkfallsmanna, Quill, liggur þungt haldinn á sjúki-aliúsi, en
“5*iann fékk áðsvif skömmu eftir að hann var handtekinn ásamt
f'jórum samstarfsmönnum í fyrradag fyrir að óhlýðnast skipun-
dömstóla nm að hætta verkfallinu.
★ WASHINGTON: — Bobby Baker, einn nánasti samstarfs-
•noðixr Johnson forseta til haustsins 1960, var í gær ákærður
fyrir að hafa dregið sér 23,000 dollara frá ríkinu.
★ WASIHNGTON: — Johnson forseti mun fara fram á það
V-ið þjóðþingið er það kemur saman í næstu viku að það hækki
framlög til hermála um sem svarar 500—545 milljarða króna,
«0 því er áreiðanlegar heimildir herma. Þetta framlag á að auka
eiyrk Bandarikjamanna í Suður-Vietnam, en lögð er áherzla á að
ekki sé ætlunin að stækka stríðið.
★ MOSKVU: — Aðalritari sovézka kommúnistaflokksins,
fiOonid Bresjnev, fer bráðlega í opinbera heimsókn til Mongo-
■líu, að því er áreiðanlegar heimildir í Moskvu herma. Klofning-
ur kommúnista, Vietnam og efnahagsaðstoð Rússa verða nokkur
■ ^ieiferá mála, sem rædd verða.
★ DANANG: — Mikið mannfall varð í liði skæruliða Viet-
cong í gær er flugvélar Bandaríkjamanna gerðu loftárás á stöðvar
.4«drra skammt frá Danang. Mannfall varð einnig mikið í liði
iviotcong í samskonar árásum á stöðvar þeirra skammt frá Saigon.
★ KAIRO: — Farandsendiherra Bandaríkjastjórnar, Harri-
tnan,. hefur nú lökið viðræðum sínum við egypska ráöamenn og
-♦leldur áfram ferð sinni.
200 þúsund sðfn-
uðust í Kópavogi
Á hinum almenna söfnunardegi
Herferðar gegn hungri, 6. nóv. sl.
söfnuðust í Kópavogi um 200 þús.
kr. Bænum var skipt í hverfi og
önnuðust börn úr efri ’ bekkj-
um barnaskólanna og nemendur
gagnfræðaskólans ásamt skátum og
félögum ungmennafélagsins söfn-
unarstarfið.
Var mjög almenn þátttaka í
söfnuninni. Ung stúlka gaf spari-
sjóðsbók með tæpum 900 kr. og árs
vöxtum að auki. Þá komu inn tæp-
ar 300 kr. á knattspyrnuleik kenn-
ara og nemenda gagnfræðaskól-
ans. Sjálfstæðiskvennafél. EDDA
gaf 2000 kr. ágóða af bazar. Börn
úr Kársnesskóla hafa haldið bazar
með góðum árangri — 10 ára A
gaf ágóða kr. 2665, 11 ára Þ um
5000 kr. Á bekkjarskemmtun hjá
12 ára Þ safnaðist kr. 320 og lijá
12 ára S kr. 475. Þá hélt Valdimar
B. Einarsson í 10 ára A hlufaveltu
á eigin spýtur og gaf ágóðann kr.
400 til söfnunarinnar. LIONS-
klúbbur Kópavogs gaf kr. 10.000,
og ROTARY-klúbbur mun gefa
ágóða af sölu jólamerkja. Þá hafa
fyrirtæki í bænum gefið samtals
úm kr. 35.000.
Þakkar héraðsnefndin öllum of-
angreindum aðilum fyrir góðan
stuðning og undirtektir.
Framhald á 15. síðu.
Emíl talar á
Varðbergsfundi
Starfsemi Varðbergs og Sam-
taka um vestræna samvinnu á
hinu nýbyrjaða ári hefst með há
degisfundi í Þjóðleikhúskjallarau
um laugardaginn 8. janúar og
hefst kl. 12,30. Á fundinum mun
Emil Jónsson utanríkisráðherra
flytja erindi sem hann nefnir Á
ráðherrafundi Atlantshafsbanda
lagsins. Sem kunnugt er sat Emil
ráðherrafund Atlantshafsbanda
lagsins í París um miðjan dea
embermánuð síðastliðinn, og mun
hann segja frá helztu málum-
sem þar voru rædd.
Ekki höfðað inál vegna
dauða piltsins i Hafnarfirði
Rvík, — ÓTJ.
Málshöfðun verður ekki fyrirskip
uð vegna banaslyssins sem varö
þegar ungur piltur dó eftir handa
lögmál sem hann hafði lent í á
Hlógarði | MoWfellssveit. Pilfcur
þessi var úr Hafnarfirði og hafði
verið að skemmta sér á Illégarði
Þar kom til átaka milli hans og
annars pilts og eftir þau fann
hann til verkjar í höfði sem að
lokum leiddi til þess að hann var
lagður inn á sjúkrahús, þar sem
liann lézt skömmu síðar. Við rann
! sókn, sem fram fór í Hafnarfirði
i kom í ljós hver hafði greitt hon
um höfuðhöggið, og ýmis önnur
; hýðingarmikil málsatvik komu
fram. Niðurstöður rannsóknarinn
ar voru sendar saksóknara sem
ekki taldi ástæðu til málshöfðun
ar og er það þar með fellt niður,
Verkstjóra-
riámskeið
Nýtt námskeið hefst mánudag-
inn 7. febrúar n.k. Námskeiðið er
að venju í tvennu lagi, fyrri hluti
7.—19. febrúar og síðari hluti 21.
marz til 2. apríl n.k. Aðalkennslu-
grein á fyrri hlutanum er verk-
stjórn, en á þeim síðari vinnuliag-
ræðing. Nánari upplýsingar gefur
Iðnaðarmálastofnun íslands, Skip-
holti 37.
'000000<>000000000<0»00000000000000<S
írskur þjóðdansa og söngflokkur, sem í eru 19 manns sýndi í
Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. írarnir eru á leið vestur um haf,
þar sem þeir munu koma fram á fjölmörgum stöðum næstu
vikurnar. Sýningin hér verður ekki endurtekin, þar sem lista-
fólkið gat ekki dvalið hér á landi nema sólarhring vegna
samninga vestanhafs, en hingað kom flokkurinn frá London.
Stjórnandi þjóðdansa og söngflokksins er Jim Hastie. Mynd-
in er tekin af írunum við komuna' á Keflavíkurflugvöli í
fyrrinótt.
oooooooo oooooooooooooooooooooooo<i
2 6. janúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ