Alþýðublaðið - 07.01.1966, Qupperneq 9
t
skipa svipaðrar stærðar í eign
olíufélaganna hér. Hefur Þyrill af
þessari ástæðu þegar orðið að
liggja aðgerðarlaus í IV2 mánuð á
þessu ári.
Vér gerum ráð fyrir að hið of-
angreinda verð fyrir Þyril, 20 ára
gamalt skip, sé það hátt, að vart
sé hægt að gera sér vonir um
mikið hærra boð, en yrði horfið
að því ráði að selja skipið, mynd-
um vér eindregið leggja til að
andvirðið yrði notað í byggingu
fyrir starfsemi Skipaútgerðarinn-
ar{ sem lengi hefur verið þörf
fyrir, og væru það nokkrar sára-
bætur fyrir útgerðina gegn missi
skipsins”.
Þessu tilboði var einnig hafnað.
Upp frá þessu er ekki að sjá,
að rekstrarhorfur Þyrils taki
neinum stakkaskiptum, að dómi
forstjórans, fyrr en nú, meira en
hálfu ári eftir að skipið hefur
verið selt. En nú bregður svo við,
að í staðinn fyrir hinar bágbornu
rekstrarhorfur, sem hann hefur
áður lýst í fjölda bréfa, sem get-
ið er um hér að framan, sköp-
uðu síldarflutningarnir úrtök frá
glæsilegum rekstrartíma sumarið
1964.
Hið rétta er, að greiðsluhalli
var á rekstri skipsins síðustu þrjú
missirin að upphæð um 250 þús.
kr. og raunverulegur rekstrar-
halli (vextir, lágar afskriftir og
sameiginlegur kostnaður) upp á
ca. 2<3 millj. króna.
Þegar ég ákvað að Skipaútgerð-
in skyldi kaupa Þyril 1947, var
það gert af tveimur ástæðum: í
fyrsta iagi vegna þess að þörf var
á skipi til að flytja olíu út á land,
þar sem olíufélögin höfðu ekki
nægilegan skipakost til þessara
flutninga, og í öðiru lagi vegna
þess, að skipið fékkst keypt fyrir
mjög lágt verð. Nú hefur þetta
gerbreytzt. Olíufélögin eiga nú
mikinn skipakost, og verkefnin
fyrir Þyril því minnkandi, eins
og greinilega kemur fram í bréf-
um forstjórans, enda fór hann
þess oftar en einu sinni á leit við
mig, að ríkisstjórnin kæmi í veg
fyrir að Samband ísl, samvinnu-
félaga og Olíufélagið fengju
möguleika til að kaupa Litlafell-
ið. Þetta kom að mínu viti ekki
til mála, þar sem ég taldi eðli-
legt, að olíufélögin önnuðust sjálf
sína olíuflutninga, ef þau ósk-
uðu þess, og þá ekki sízt stærsta
olíufélagið. Ég þybbaðist þó við
að selja Þyril úr landi, eins og
greinilega kemur fram í bréfum
forstjórans. Þessi afstaða mín
breyttist ekki fyrr en mér var sýnt
fram á, að hægt væri að nota
skipið hér innanlands til annarra
og gagnlegri hluta. Tíminn, eða
Guðjón Teitsson, sér enga aðra
ástæðu til sölunnar en að eitthvað
hafi orðið að koma á móti þvi
,,að Sjálfstæðismenn samþykktu
að láta ríkið kaupa hús Guð-
mundar í. Guðmundssonar fyrir
algerlega óeðlilega hátt verð.”
Þessi fuilyrðing er ósköp fram-
sóknarleg, því að þar mun ekki
óalgengt, að hönd selji hendi og
greiði komi greiða í mót. En hún
stenzt nú samt ekki, því að sala
Þyrils fór fram mörgum mánuð-
um áður en hús Guðmundar var
keypt, og meira að segja löngu
áður en mat á því fór fram. Ég
hafði því enga hugmynd um þá
sölu, þegar Þyrill var seldur,
enda hefði mér aldrei dottið í hug
að taka þátt í slíkri verzlun. Nei,
það var allt annað, sem lá til
grundvallar fyrir sölu Þyrils, og
skal það nú rakið lítillega.
Vorið 1964 kom að máli við mig
Haraldur Ásgeirsson, verkfræðing-
ur. Tjáði hann mér, að hann og
Einar Guðfinnsson í Bolungar-
vík hefðu hug á að reyna síldar-
flutninga með nýjum hætti. Væri
hugmynd þeirra að fá tankskip
til flutninganna og dæla síldinni
úr síldveiðiskipunum, í stað þess
að áður liöfðu síldarflutningar
farið þannig fram, að venjuleg
flutningaskip tóku síldina úr
landi. Þóttist ég sjá, að hér væri
um gagnmerka nýjung að ræða.
Hafði Haraldur séð um hina
tæknilegu hlið málsins og virtist
allur undirbúningur í góðu lagi.
Fóru þeir fram á að fá Þyril á
Ieigu til þess að gera tilraunina.
Með hliðsjón af því, að síldveiðin
var nú öll fyrir Austurlandi, en
verksmiðjukostur þar takmarkað-
ur, og hins vegar fjöldi verk-
smiðja annars staðar á landinu
hráefnislaus, taldi ég sjálfsagt að
freista þess, hvort ekki væri hægt
á þennan hátt að leysa þennan
vanda með hinni nýju flutninga-
aðferð, sem sýnilega hafði marga
kosti. Samþykkti ég því að leigja
Þyril til flutninganna. Ríkisstjórn-
in og Fiskimálanefnd samþykktu
einnig að styðja tilraunina. Var
ákveðið að skipið yrði leigt fyrir
25.000 kr. á dag. Árið 1963, eða
árið áður, höfðu brúttótekjur
skipsins verið tæpar 20.000 kr.
á dag að meðaltali, og var því
þessi leigumáli talinn fullforsvar-
anlegur fyrir Skipaútgerðina.
Forstjórinn, Guðjón Teitsson,
brást raunar, eins og vant var,
öfugur við tillögum ráðuneytisins,
og taldi 31.000 kr. vera sönnu nær
og vildi raunar einnig ráða því,
hverjum skipið væri leigt, þó að
þeir aðilar ekki vildu leggja út í
að gera tilraunina. Skipið var þó
leigt upp á þessi býti, og tilraun-
in tókst, tekniskt séð, vel, en ó-
hagstætt veður olli töfum á flutn
ingunum, og gaf því tilraunin
ekki eins góða fjárhagslega raun
og vænta hefði mátt. Leigutakar
lögðu mikið fé í þessa tilraun eða
ea. IV2 milljón krónur, samkvæmt
reikningum, er mér voru sýndir.
Tilraunin sýndi, að tankskip væru
hin ákjósanlegustu flutningatæki,
að dæling á síldinni úr síldveiði-
skipunum var hagkvæmari en hin
hefðbundna löndun og loks að
hægt var að taka síldina á þennan
hátt úti á miðunum, þar sem skip-
in voru að veiðum, þannig að
ferðir til lands spöruðust, — og
einnig stundum löndunarbið. Var
þetta mjög þýðingarmikið, þegar
skipin voru að veiðum 1-200 míl-
ur frá landi. Síldveiðiskipstjórar,
sem fylgdust með tilraununum,
töldu þetta hina ákjósanlegustu
Ieið til síldarflutninga, enda hafa
nú aðrir tekið þessa aðferð upp
með góðum árangri. Mátti því
1 Frh. á 10. síðn.
Stúlkur óskast
til starfa í frystihúsi okkar í vetur. Frítt
húsnæði, frí ferð. fæði' á staðnum.
Talið við verkstjórana í síma 2254.
Vinnslustöðin hf. Vestmannaeyjum.
TILKYNNING
Frá 1. jan. 1966 er Bréfaskóli SÍS rekinn
sem sameigharstofnun samvinnuhreyfing-
arinnar og verkalýðshreyfing'arinnar, og
verður heiti skólans í samræmi við það:
Bréfaskóli SÍS og ASÍ.
Bréfaskólinn.
Kynning á framleiðni-
aukandi launakerfum
Dagana 3. — 5. febr. n.k. boðar Iðnaðarmálastofnun j
íslands í samvinnu við Industrikonsulent A/S til kynn- V
ingar á framleiðniaukandi launakerfum fyrir forstöðu
menn fyrirtækja og nánustu samstarfsmenn) þeirra. ■
Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að snúa sér til I;
Iðnaðarmálastofnunar íslands, Skipholti 37, Reykjavík
ísímar 1-98-33/34. sem lætur í té nánari upplýsimgar
og þátttökueyðublöð.
Iðnaðarniálastofnun íslands
Industrikonsulent A/S
jl.
DEFA Hreyfiihitarar
í bíla og dráttarvélar auðvelda gangsetningu
í köldu veðri.
SMIÐJUBÚÐIN
við Háteigsveg, sími 21222.
ALÞÝÐUBLAÐtÐ - 7. janúar 1966 $