Alþýðublaðið - 07.01.1966, Síða 10
OPNA
Framhald úr opnú.
með sanni segja, að tilraunin hafi
borið góðan árangur og hafi með
henni verið unnið brautryðjenda-
starf á þessu sviði.
Nokkru eftir að leigutímabili
skipsins lauk bárust um það til-
mæli frá leigutökum og fleirum,
að selja skipið til síldarflutninga.
Með hliðsjón af hinum vafasömu
afkomuhorfum skipsins við olíu-
flutninga innanlands, sem lýst er
í bréfum forstjórans hér að fram-
an, og ennfremur með hliðsjón
af því, að verkefni fyrir skipið
við síldarflutninga virtust miklu
meiri, og loks með tilliti til þess
brautryðjendastarfs, sem unnið
hafði verið af leigutökum og
kostnaði, sem þeir höfðu lagt í
við breytingar á skipinu, var á-
kveðið að þeir skyldu fá skipið
keypt. Var skipaskoðunarstjóra
falið að meta skipið til verðs, þar
sem hann var bæði hlutlaus kunn-
áttumaður á þessu sviði og emb-
ættismaður ríkisins. Var mat hans
5 milljónir króna, og var skipið
selt fyrir það verð. Verðtilboð
forstjórans, sem lýst er hér að
framan, eru að vísu lítilsháttar
hærri, en hvorttveggja er, að ég
ætla að þar hafi ekki verið um
fgst tilboð að ræða, heldpr aðeins
verðhugmynd, enda skipið þá ekki
skoðað, og svo hitt, að með þessari
sölu var tryggt mjög gagnlegt
verkefni fyrir skipið.
Því hefur þetta verið rakið svo
ítarlega, að Tíminn kallar þessa
sölu hneyksli, sem, að því er virð-
ist, beri að víta. Ég, sem ijer á-
byrgð á sölunni, og skal ekki’und-
an henni skorast, tel hana aftur
á móti eðlilega og réttmæta, þeg
ar allar aðstæður eru sanngjarn-
lega metnar, svo sem ég hefi lagt
þær fyrir hér.
Um önnur atriði í Tímagrein-
inni get ég verið fáorður. Mér er
rþar borið á brýn, að ég hafi ekki
sýnt mikinn áhuga á byggingarmál-
um Skipaútgerðarinnar, og er í
blaðinu birt ljósmynd af 20 ára
gömilu bréfi frá mér, sem á að
sanna þetta. í bréfinu er þó ekki
annað sagt, en að Skipaútgerðin
eigi að gera tillögu um fjárveit-
ingar í þessu skyni, og undirskil,-
ið, að ráðuneytið muni taka hana.
upp í sínar tillögur til fjárveit-
inganefndar. Mun það hafa verið
gerU þó að samþykki fjárveitinga-
nefndar hafi ekki fengizt. Tveim-
ur árum síðar hvarf ég úr ríkis-
stjórninni og hafði engin afskipti
af málum Skinaútgerðarinnar
næstu 10 ár. Ailan þann tíma munu
Þessi mál hafa verið undir stjórn
framsóknarmanna í ríkisstjórn-
inni, en ekki bólaði þó á. að þessu
býggingarmáli útgerðarinnar væri
þokað neitt áfram. Ef um sök er
að ræða í þessu efni, eru því
fleiri undir þá sök seldir.
Þá er mér borið á brýn, að ég
hafi sýnt óhæfilegt tómlæti um
hag Skipaútgerðarinnar með
þvi að samþykkja hafnarreglu-
gerðir fyrir ýmsar hafnir, þar
sem hafnar- og vörugjöid hafi ver-
ið ákveðin óhóflega há. Um þetta
er aðeins það að segja, að mér
er kunnugt um að þeirri reglu
liefur verið fylgt undanfarin 30
ár að minnsta kosti, hvort sem ég
íhefi verið í ríkisstjórn eða ekki,
að heimila öllum hafnarstjórnum
að taka þau gjöld af umferð um
höfnina, sem nægðu til að standa
undir nauðsynlegum útgjöldum,
og meira ætla ég, að ekki hafi
verið tekið. Kostnaður við hafn-
argerðir er víða mjög mikill, en
flutningamagnið, sem um hafn-
irnar fer lítið, og hlýtur því gjald
á hverja einingu að verða allhátt
víða og lenda á Skipaútgeröinni
eins og öðrum.
Að lokum er þess getið, að frá
mér hafi jafnan andað köldu til
Skipaútgerðarinnar, og raunar
hafi ég verið fullur af illvilja í
hennar garð. Þetta er auðvitað
alrangt, og virðist eiga að vera
tilraun til að kenna mér um rekst-
urshalla Skipaútgerðarinnar, und-
ir stjórn Guðjóns Teitssonar. Ég
hefi þvert á móti gert mér allt
far um að styðja þessa útgerð,
fyrr og síðar. Á meðal Pálmi
Loftsson veitti henni forstöðu
tókst milli mín og hans hin bezta
samvinna. Við stóðum saman að
endurnýjun og aukningu skipa-
stólsins fyrir tæpum 20 árum, og
ótaldar eru þær ferðir, sem ég
upp á síðkastið hef farið til fjár-
málaráðherra til þess að herja út
fé, umfram fjárveitingu, til þess
að bjarga úr hreinu öngþveiti. Má
raunar hver ló mér það sem vill,
að ég hefi ekki ávallt borið hlýjar
hugsanir til Guðjóns Teitssonar,
þegar rekstrarhalli fyrirtækisins
fór að nálgast HUNDRAÐ ÞÚS-
UND KRÓNUR Á DAG, undir
hans stjórn, en Guðjón Teitsson
og Skipaútgerðin er sitt hvað.
Allt yfirklór Tímans til þess að
verja þennan hneykslanlega
reksturshalla, svo að notað sé
orðalag blaðsins sjálfs, blekkir
engan. Mitt síðasta verk, áður en
ég lét af starfi siglingamálaráð-
herra. var að skipa nefnd til þess
að athuga allan rekstur Skipaút-
gerðar ríkisins, og er vonandi að
henni takist það, sem Guðjóni
Teitssyni hefur aldrei tekizt, að
koma rekstri fyrirtækisins í skyn-
samlegt horf.
Emil Jónsson.
i€astljós
Framhald af 5. síðu
hington ætti að hverfa frá ihinni
iálkvæðu afstöðu sinni til skilyrð
islausra samningaviðræðna.
Utanríkisráðuneytið ber til
haka, að no'kkur slík eindregin
neitun hafi borizt frá Saigon
stjórninni. Hins vegar hefur ver
i'ð Ijóst um nok'kurt skeið, að suð
ur-vietnamiska stjórnin tók t.d.
óoveiigjanlega afst'öðu gegn. því
að Vieteong fengi fulltrúa í samn
ingaviðræðum.
* HÆTTAN
Þegar Bandarískir embættis-
menn skýra í fóum orðum af-
stöðu Bandaríkjamanna til Viet-
namstríðsins fyrir Evrópumönn-
um, sem .gagnrýna stefnu Banda
rí'kjanna, leggia beir áherzlu á
það, að ef Bandaríkjamenn brygð
ust skuldbindingum sínum t.d. í
Suðaustur-Asíu mundi sú alvar
léga hætta skapast, að liin.n
kommúnistíski heimur legði rangt
mat á þann ásetning Bandaríkja
manna að balda skuldbindingar
sínar í heiðri, t. d. í Evrópu,
Þessir fróðu heirnildarmenn
telja þetta langþýðingarmesta at
riðið í allri Vietnamdeilunni.
Þeim er hugsað rti-1 Kúbudeilunn
ar oig þeir velta því fyrir sér
hvort bandamenn hefðu fljótlega
orðið að berjast um Berlín eða
láta toana af hendi ef Kennedy
forseti hefði ekki horfzt í augu
við vandann og krafizt þess að
Krústjov flytti burtu eldflaugar
þær, sem han.n sendi til Kúbu.
FangelsaÓir
Framhald af 7. síðu.
ar í stað látnir lausir, þann úr-
skurð höifðu nazistar og kvisl-
inlgar að sjálfsögðu að engu.
Því norsk löig og norskur rétt-
ur voru ekki lengur við lýði í
Noregi nema þá rétt í orði
'kveðnu.
Fjórða marz 1941, var föng-
unum svo lesinn sá dómur sem
hver og einn hafðr hlotið. Johan
Schwingel og Omar Gjesteby
fenigu 18 mánaða fangelsi hvor.
Vik og Hofna fengu 15 mánaða
fangelsi. Allir fengu þeir óskil
orðsbundinn dóm. Hin.ir voru
dæmdir í eins árs fangelsi skil-
orðsbundið í eitt ár. Allir misstu
'borgarréttindi sín í tíu ár og
urðu hver og einn að greiða 75
norskar krónur í sakarkostnað.
(Arheiderbladet).
Glugginn
Framhald af 6. sfðu
var til. Röð af tveggja hæða
húsum liggur í kringum torg
við vatnið. Neðrf hæðir hús-
anna eru fyrir verzlanir og
fyrirtæki. Abstrakt-höggmynd
um hefur verið komið fyrir á
torginu meðfram húsunum við
eina hlið vatnsins. Hinum meg
in við vatnið standa hús, sem
standa á súlum út í vatnið. Hús
in eru tveggja eða þriggja
hæða og mismunandi. Og eitt
15 hæða háhýsi stendur í miðri
hú'aþyrpingunni. Nokkurra
mínútna gang frá vatninu eru
'raðhús, sem eru ólík öllum
hinum húsunum. Og örlitlu
lengra í burtu eru stór og glæsi
leg íbúðarhús. íbúðirnar og
húsin eru mjög dýr í verði.
í þessari borg á fólkið samt
að geta lifað, ekki aðeins hálf
lifað. Næg atvinna á að vera
fyrir íbúana og næg tækifæri
til að stunda íþróttir og útilíf.
Mairgir Bandaríkjamenn éru
dauðbrevttir á rótleysinu og
eirðarleysinu í núHmalífi. Og
Reston á að vera draumaborg
in. Borgin hefur bæði fengið
gagn'rýni og hrós, sumum
finnst hún of kuldaleg og herfi
leg, öðrum finnst borgin fall
eg. Þar séu falleg nútma lista
verk, sem standi flestu fram
ar. Og skipuleggjendur borg-
arinnar og airkáti ^ktar segja:
Við höldum því ekki fram, að
við höfum gert fullkomna borg.
En við erum þess fullvissir, að
okkur hefur tekizt vel. Það,
sem við höfum byrjað héir á,
getur ef til vill verið lausnin
á vandamálunum. í Reston
verður það manneskjan sjálf,
— ekki bíllinn, — sem verður
herra á vegunum. Og í Reston
eru ekki aðeins boðin ný hús,
heldur einnig nýtt líf.
Verzlunarmanna-
félag Reykjavíkur
Framboðsfrestur
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar-
atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trúnaðar-
m'annaráðs og endurskoðenda í Verzlunar-
mannafélagi Reykjavíkur.
Listum eða tillögum skal skila í skrifstofu
V.R. eigi síðar en kl. 12 á hádegi 10. janúar
n.k.
Kjörstjórnin.
Jólatrésskemmtun
Glímufélagsins Ármanns verður haldin í Sjálfstæðis-
(húsinu í dag, föstudaginn 7. janúar kl. 3.45 e.h.
Aðgöngumiðar eru seldir í hókabúðum Lárusar Blön-
dals, Vesturveri og Skólavörðustíg 2, BóLabúð Kron,
Bankastræti og Verzluninni Vogaver og við inngang-
inn.
Glímufélagið Ármann.
Að liðnu 70 ára afmæli mínu sendi ég imínar alúðar-
fyllstu þakkir til barna minna, tengdabarna og annarra
vina og vandamanna fyrir góðar gjafir, iblóm, skeyti og
'hlý handtök.
Hjartans þakkir.
Guð blessi ykkur og gefi ykkur farsæld á nýbyrjaða
árinu.
Guðm. Ágúst Jónsson.
t, 10 7. jan. 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ