Alþýðublaðið - 07.01.1966, Side 4

Alþýðublaðið - 07.01.1966, Side 4
Bltstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. - Ritstjórnarfull- trúl: EiSur Guðnason. — SímaK 14900 - 14903 - Auglýsingasími: 14906. Aösetur: AlþýöuhúsiS vlö Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Aiþýðu- blaS3Íns. — Askriftargjald kr. 80.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 elntakið. Utgefandi: Aiþýðuflokkuritm. Tillaga Óskars ENDA ÞÓTT andstæðingar núverandi ríkis- stjórnar kalli hana íhaldssíjórn, heíur hún fram- kvæmt ýmsar umbætur, sem hefðu þótt góður sósíalismi í tíð vinstri stjórnarinnar. Gott dæmi um þetta eru þau fyrstu skref til áætlunargerðar, sem stigin hafa verið, en óskir alþýðuflokks- og alþýðu bandalagsmanna um slíkar aðgerðir strönduðu á andstöðu framsóknarmanna í tíð vinstristjórnar. Ríkisstjórnin hefur enn aðeins getað gert áætl- anir um fjárfestingu þeirra aðila, sem starfa á ríkis jns vegum. Slfk áætlunargerð verður að sjálfsögðu einnig að rná til bæjar- og sveitarfélaga og til fram kvæmcia einstaklinga, ef hún á að ná tilætluðum árangri. Næsta skrefið er því að fá sveitarfélög til að taka þátt í gerð framkvæmdaáætlana og starfa eftir þeim. Umræður um fjárhagsáætlun Reykjavíkur fóru fram í gærkvöldi og nótt. Höfuðborgin er stærsti framkvæmdaaðili í landinu að undanteknu ríkinu, en mikið iskipulagsleysi hefur verið á beim málum hjá borginni og stórfelld peningavandræði hafa vald ið töfum og tjóni. Er borgarsjúkrahúsið gott dæmi um fyrirhyggjuleysi á þessu sviði. Óskar Hallgrímsson, borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins, hefur barizt fyrir þeim umbótum á rekstri borgarinnar, að gerð yrði framkvæmdaáætl rui. Tillaga hans á fundinum í nótt er á þessa leið: „Borgarstjórn Reykjavíkur er ljóst gildi þess, að fylgt sé fyrirfram gerðum áætlunum um allar meiri háttar framkvæmdir borgarinnar og stofnana Ihennar. Fyrir því samþykkir borgarstjórnin að fela borgarstjóra og borgarráði að láta gera heildaráætl un um fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum borgar innar og stofnana hennar, svo sem íbúðabyggingar, byggingar skóla, dag- og vistheimili, leikskóla og leikvelli, útivistarsvæði, gatnagerð, hafnárgerð, raf-, vatns- og varmavirkjanir og framkvæmdir vegna skipulags. Heildaráætlun þessi skal fyrst og fremst við •það miðuð, að sem bezt yfirsýn fáist um fyrirhugað ar framkvæmdir og fjármagnsþörf borgarinnar til framkvæmdanna. Undirbúningi framkvæmdaáætlunar skal hraða ísvo sem tök eru á og áð því stefnt, að borgarstjórn geti tekið áætlunina til umræðu fyrir lok aprílmán <aðar 1966.“ f , Þannig hljóðar tillaga Óskars Hallgrímssonar «m áætlunargerð Reykjavíkurborgar, Er erfitt að mótmæla því, að hann hafi rétt fyrir sér og fuli ástæða sé til að samþykkja tillöguna. 7. jan. 1966 - ALÞÝÐUBLA8IÐ Stálvaskar - Burstafell, byggingavöruverzlun Réttarholtsvegi 3. Sími 3=88-40. Danskir, sænskir, þýzkir eins og tveggja Siélfa með borði ©g án borðs Hjá okkur fáiS þið vask við yðar hæfi. Eldhúsvaskar M. W A \ ir frelE bji T ! \ \ | r, rn..rei p J Jj <><><><><><><><><><><><><><><><><><><><>000000000000 <> ★- íbúSarverð í Reykjavík, Hafnarfirði og á Selfossi. 0 ir Gífurlegur munur á verðinu. ó íc í hverju liggur hann. $ ★ Nýjungar framundan. ->00 ooooooooooooooooooooooooooooo* NEÍ, ÞVÍ MIÐUR get ég ekki BENEDIKT SKRIFAR: „Getur, þú frætt mig- á því Hannes minn, j hvernigr standi á því, aff nýjar I íbúðir af sömu stærff os: aff því er virðist byggffar eins, skuli vera allt frá liundraff þúsundum til hundraff og sextíu þúsund krón um ódýrari í Hafnarfirffi held ur en hér í Reykjavík? Mér er sagt, aff nokki-u valdi um þetta undariega fyrirbrigði, aff í Reykja vík eru lóðirnar seldar en í Hafn arfi'ði ekki. Ég hef svo lítiff kynnt mér þetta og komizt aff raun um, aff þetta getur ekki ver iff skýringin á því hversu mikill munurinn er. Hann hlýtur aff liggja í öðru. ÞÁ ER MÉR SAGT, að laun byggingarmanna séu ekki eins mik il í Hafnarfirði og í Reykjavík og að uppmælingarnar komi ekki eins hart niður í Firðinum og þær gera hér í höfuðstaðnum. En hvað sem því líður, þá hlýtur þetta að vekja furðu og ekki nema eðli legt, að maður sé forvitinn að heyra hvað það getur verið, sem veldur. Þá vil ég minnast á ann að í þe^su sambandi. íbúðir eru miklum mun meira en betta ódvr ari á Selfocsi en hér. Þetta munar svo miklu að á Selfossi kostar hús udd á tvær hæðir ekki meira en áttatíu og fimm fermetra íbúð í Reyk.iavík. NOKKRU MUN VALDA um þetta mismunurinn á lóðaverðinu. En mig langar að vita, hvort bvgg ingamenn á Selfo^si hafi miklu lægri laun en hér í Reykjavík. Ekki getur þessi gífurlegi mismun ur legið í bví. að bvegingarefni sé svo miklu ódvrari fvrir austan en hér. Engin stevDU=töð er starf andi bar. Og allur flutningu- er dvr. Þó að stevoan sé bá kannski hrærð með öðrum hætti fvrir aust an bá hlýtur það að kost.a mikið fiármaen og marga sta"fsmenn. Þetta allt veltist fyrir mannL” svarað þessum spurningum frá Benedikt. Ég er ekki svo kunnug ur kringilkrókum þesara mála. Miltil viðleitni er nú uppi af liálfu hins opinbera að reyna að efna til stórfelldra íbúðabygginga og gera íbúðahúsabyggingar ódýr ari en þær eru nú. Við skulum vona að þetta takist. Nú er unnið sleitulaust að rannsóknum í þess íim efnum undir forystu Jóns Þorsteinssonar alþingismanns, sem er kunnur fyrir hugkvæmni og dugnað. Ég trúi því að þetta rannsóknar og undirbúningsstarf leiði til ýmissa nýjunga og ann arra leiða en farnar hafa verið í þessu nauðsynjamáli undanfarið. EF TIL VILL birtir framund an, þannig, að byggingarkostnað ur minnkar og liæfilegum íbúð um fyrir almenning fjölgar. Ég held að það hafi verið rangt hjá okkur að byggja jafn mikið og raun er á af stórum íbúðum og miða auk þess við það, að þær gætu skýlt mörgum kynslóðum. Hanncs á horninu Starfsfólk óskast í skrifstofu borgarstjóra sem hér segir: Fulltrúi. Lögfræði, viðskiptafræði eða önn- ur áþekk menntun æskileg. Fulltrúi til skjalavörzlu. Stúlka til vélritu’narstarfa, Laun skv. gildandi kjarsamningi við Starfs mannafélag Reykjavíkurborgar. Umsóknum skal skilað í skrifstofu borgar- stjóra, Austurstræti 16, eigi síðar en 14. þ.m. Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík, 6. janúar 1966. Borgarstjórinn í Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.