Alþýðublaðið - 12.01.1966, Qupperneq 3
segir Karl Bjarnhov um bókmenntaverðlaun
NorÖurlandaráÖs, sem veitt verða í dag
„Það verður erfitt að velja"
BÓKMENNTAVERÐLAUN-
UM Norðurlandaráðs verður
sem kunnugt er úthlutað í
Reykjavík í dag. Verðlauna-
nefnd ráðsins kemur saman til
fundar í Alþingishúsinu árla
dags, og verður niðurstaða
hennar látin uppi strax að
fundi loknum. Nefndarmenn
komu hingað til lands í gær og
í fyrradag, Kai Laitinen og
Nils Börje Stormbom frá
Finnlandi, Philip Houm -og
Johannes Dale frá Noregi,
Karl Bjarnhof og Sven Möller
Kristensen frá Danmörku, Vic-
tor Svanberg og Erik Hj. Lin-
der frá Svíþjóð. Af hálfu ís-
lands eiga þeir Helgi Sæ-
mundsson og Steingrímur J.
Þorsteinsson sæti í nefndinni.
Alþýðublaðið náði sem
snöggvast tali af dönsku
nefndarmönnunum á flugvell-
inum í gær. Karl Bjarghof er
fráfarandi formaður nefndar-
innar, roskinn maður, hvít-
hærður, kempulegur; ung
stúlka, ritari hans, leiðir hann
út úr flugvélinni, en Bjarnhof
hefur verið blindur frá barns-
aldri. Hann hlær og verst
allra frétta, þegar hann er
spurður álits um verðlauna-
veitinguna. Þetta kemur allt í
Ijós á morgun, segir hann.
— Standa ekki þeir Gunnar
Ekelöf og Johan Borgen einna
næsta verðlaununum í ár?
— Það eru ágætar bækur
sem standa okkur til boða í
ár, segir Bjarnhof. Það verður
. erfitt að velja.
— Hvað um Jóhannes úr
Kötlum?
— Kemur í ljós á morgun.
— En Danirnir?
— Það er ekkert leyndarmál
hverjir okkar menn eru. Það
eru þeir Villy Sörensen með
smásögur sínar, Formynder-
fortællingar, og Thorkild
Hansen með bók um íshafs-
farann Jens Munk.
Karl Bjarnhof á sæti í
dönsku akademíunni sem ný-
lega veitti skáldinu Erik
Knudsen hin árlegu verðlaun
sín, 50 þús. danskar krónur.
— Það var hyggilega ráðið
hjá okkur, segir liann. Knud-
sen er í hópi okkar fremstu
skálda af yngri kynslóðinni.
Akademían veitir einnig styrki
til yngstu höfundanna sem
eru margir og efnilegir með
Dönum, þar á meðal er t. d.
Klaus Rifbjerg sem mikla at-
hygli hefur vakið.
— Var blómlegt bókmennta
ár í Danmörku 1965?
— Ágætt, segir Bjarnhof og
hlær. Eg get minnsta kosti
ekki sagt annað: Það kom bók
Karl Bjarnhof ásamt einkaritara sínum á Reykjavíkurflugvelli.
Svanberg og Erik Hj. Linder.
Sundman. Frá íslandi kemur
aðeins ein bók til álita að
þessu sinni, Tregaslagur eftir
Jóhannes úr Kötlum.
Helgi Sæmundsson ritstjóri
sagði í stuttu samtali við blað-
ið í gær, að ástæða þess að
Jóhannes er einn á báti væri
einungis sú, að erfitt er að fá
þýðendur úr íslenzku, en verk
íslenzkra og finnskra höfunda
verður að þýða sérstaklega
fyrir nefndina og koma þau því
ári síðar til álits en önnur.
— Óneitanlega háir þetta
okkar mönnum, sagði Helgi,
ekki sízt ljóðskáldum, að skuli
verða að þýða verk þeirra. —
Hins vegar veita þessar þýð-
ingar tækifæri sem annars bvð-
ist ekki til að koma verkum
íslenzkra höfunda á framfæri
erlendis. Þannig hefur Stund
og staðir Hannesar Pétursson-
ar sem þýdd var fyrir nefnd-
ina í hittifyrra komið út á
sænsku í bvðingu Tncrpctpivi
Fries. Hún hefur einnig þýtt
Tregaslag Jóhannesar úr Kötl-
um.
í fvrra lögðu islenzku nefnd-
armennirnir tvær bækur fram
til verðlauna, Húsið eftir Jó-
hannes úr Kötlum og Land og
svni Tndriða G. Þorsteinqsonar.
Það mun nú ákveðið að Húsið
;verði lesið sem fj'amhnlds-;
saga f danska útvarnið í vet-
ur og koma síðan út hjá for-
laeinu Fremad. Þannig eetur
það revnzt íslenzkum höfund-
um nokknrs vert að taka þátt
f bessari árleeu ..keonni” bó
bað draeist eitthvað að verð-
launin falli f fslands hlut.
Kristensen varð viðlíka sagna-
fár um verðlaunaveitinguna og
Bjarnhof, snöfurlegur maður,
með alpahúfu og ekki prófess-
orslegur, en hann er með nafn
kenndustu fræðimönnum um
bókmenntir í Danmörku. Hann
flytur fyrirlestur á vegum Há-
skólans um danska leikritun á
þessari öld á fimmtudag; fyr-
irlesturinn hefst kl. 17,30 í
I. kennslustofu skólans.
— Dönsk leikritun reis hæst
á þessari öld með höfundum
eins og Kaj Munk, Kjeld Ab-
ell og Soya, sagði hann. Tveir
þeir fyrrnefndu eru nú látnir
'án þess nokkur haf’ kom-
ið í þeirra stað. En ýmsir
yngri höfundar fást við leik-
ritun sem eru mjög efnilegir,
þar á meðal Erik Knudsen og
Klaus Rifbjerg.
Þeir Karl Bjarnhof og Sven
Möller Kristensen dveljast hér
báðir fram á laugardag.
Auk dönsku höfundanna
sem áður voru nefndir koma
þessir höfundar og bækur til
álita til bókmenntaverðlauna
Norðurlands í ár. Frá Noregi
Kongen, skáldsaga eftir Káre
Holt, og nýtt smásagnasafn
eftir Johan Borgen, Nye nov-
eller. Frá Finnlandi skáldsög-
Sænsku fulltrúarnir: Victor
urnar Mörkrets karna eftir
Marianne Alopaéus og Made-
leine eftir Christer Kihlman.
Og frá Svíþjóð Diwán över
fursten av Emgión eftir Gunn-
ar Ekelöf, eitt fremsta ljóð-
skáld Svía; og skáldsagan Tvá
dagar tvá natter eftir Per Olof
Sven Möller Kristensen.
út eftir mig. — Bók Bjarnhofs
í fyrra var Uden retur, safn
níu smásagna. Ein bók hefur
verið þýdd eftir hann á ís-
lenzku, Stjörnurnar fölna, sem
byggist á æskuminningum
hans.
Prófessor Sven Möller
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. janúár 19b6 f£$