Alþýðublaðið - 12.01.1966, Blaðsíða 8
LIMBÓ-ROKK
Bessi Bjarnason ogr Óskar Ragrnarsson í hlutverkum sínum.
Þjóðleikhúsið:
FERÐIN TIL LIMBÓ
Barnaleikrit í 10 atriðum
eftir Ingibjörgu Jónsdóttur
Sönglög eftir Ingibjörgu
Þorbergs
Leikstjóri: Klemenz Jónsson
Dansar: Fay Werner
Hljómsveitarstjóri Carl
Billich
Leikmynd og búningar:
Gunnar Bjarnason.
Ung stúlka sem var með mér
i leikhúsinu á sunnudag sagði
mér að sér fyndist dálítið gaman
að Ferðinni. til Limbó. Þó ekki
jafngaman og Kardimommubæn-
um sem mörgu æskufólki í Reykja
vik finnst víst nokkurn veginn
bezta leikrit í heimi. En eiginlega
anzi gaman samt. Mest var gam-
an þegar kóngurinn var lokaður
inni í turninum og átti að fara að
skjóta hann Ómar Ragnarsson með
stóru nagiabyssunni þeirra á
Limbó. Qg það var voða-gaman að
veizlunni í lögreglustöðinni og
brunanum á Limbó og borgarstjór-
anum sem heyrði ekkert og mis-
skildi aUt sem hann heyrði ekki.
Eiginlega var mest gaman að öllu
eftir hlé, en það var lfka anzi gam-
an fyrir hlé, Sagði hún. Og áreið-
anlega voru margir fleiri sama
sinnis. Smekkurinn er sjálfsagt
margbreytilegur, einn tekur þetta,
annar þetta fram yfir hitt. En
Iangflestir leikhúsgestir skemmtu
sér auðsjáaníega mætavel við Ferð-
ina til Limbó; það var óvenju gott
■og -glatt skap í Þjóðleikliúsinu á
þessari frumsýningu.
Eftir þessa umsögn kann að
vera óþarfi að hafa mörg orð um
hið nýja barnaleikrit Þjóðleikhúss
ins. Ferðin til Limbó er fjörmik-
ið, litskrúðugt verk, mætavel lag-
að fyrir augu barnanna sem fylgd-
ust með því af vakandi áhuga frá
upphafi til enda. Klemenz Jónsson
er orðinn reyndur leikstjóri barna-
leikja, og sýningin ber öll vitni
um hans högu hönd, greið og
ljós og dálítið glettin. Tónlist
Ingibjargar Þorbergs er snoturleg
dægurtónlist, sum lögin líkleg til
að festast á vörum um stund, og
einfaldir dansar Fay Werners vel
við hæfi dansfólksins sjálfs sem
áhorfenda þeirra; leikmynd og bún
ingar Gunnars Bjarnasonar litríkt
og skemmtilegt verk. Að öllu sam-
anlögðu er þetta ákjósanleg
skemmti- og skrautsýning fyrir
börnin; hún tekst eftir því sem til
hennar er stofnað.
En eins og endranær á barna-
sýningum leikhúsanna saknar mað-
ur þess að ekki skuli stofnað til
neins meira en stytta börnunum
eina dagstund, að ekki skuli koma
upp höfundur sem kann að semja
þeim markvert skáldskaparverk
í leikhúsinu. Um þetta er víst fá-
nýtt að kvarta; góðir rithöfundar
fyrir börn eru sem kunnugt er enn
fátiðari en handa fullorðnum. En
þess er ekki að dyljast að Ferðin
til Limbó er einkar efnisrýrt verk;
saean sem sögð er í leiknum barna
gaman í einfalda,'ta mynda-
söeustíl. Þar á móti er það Ingi-
biörgu Jónsdóttur til lofs og dýrð-
ar að hún dregur enga dul á þetta
og setur sig í engar lærimeistara-
stellingar yfir börnunum. Hún seg-
ir þeim sína einföldu sögu ein-
földum orðum. Hins mætti óska sér
að hún væri ofurlítið fimari að
skrifa fyrir sviðið; mörg söng-,
dans og ærslaatriðin í leiknum
eru óþarflega utangátta við sögu
þráðinn; þau standa sérstök án
þess að koma framvindu hans við.
Ingibjörg er raunar ekki ein um
þetta; sami ljóður er á ráði revíu
og músíkalahöfunda okkar. Og eins
og þeir verður Ingibjörg sumstað-
ar að láta persónur sínar setja á
tölur til að skýra ganginn í leikn-
um sérstaklega, endist ekki til að
sýna atburðina sjálfa á sviðinu.
En skylt er að geta þess að þessir
annmarkar eru sízt meiri hér en
í öðrum barnaleikjum og þrátt
fyrir þá gengur leikurinn hratt og
greiðlega fyrir sig.
Nefna ber að vanda nokkra
helztu leikendurna. Og þá er fyrst
að geta Ómars Ragnarssonar og
Margrétar Guðmundsdóttur sem
eru mýslurnar tvær sem lenda ó-
vörum til Limbó og greiða skjót-
lega fram úr vandræðum heima-
manna; þau leika bæði með fjöri
og gáska og syngja ljómandi lag-
lega, hún ekki síður en hann.
Limbó er eins og allir mega vita
smástirnj nokkurt inilli tungls og
jarðar. ijau Ómar og Margrét voru
raunar | leið til tunglsins í eld-
flaug Beþsa Bjarnasonar; Bessi er
löngu r^gi-óinn í ibarnaleikiunum
og gerir sér líka mikinn mat úr
hlutverki prófessorsins sem því
miður kemur aðeins við fyrri hluta
hans; þeir Lárus Ingólfss. aðstoð
ar maður hans, eru skoplegastir í
leiknum. A Limbó búa tómir út-
blásnir boltar; þar vöktu athygli
Agga prinsessa sæt og fín sem Sig-
ríður Þorvaldsdóttir leikur. Nalli
varðmaður Sverris Guðmundsson
ar, og ekki sízt syndaselurinn Surt-
ur fótbolti sem Jón Sigurbjörns-
son leikur hlakkandi; Árni
Tryggvason er slökkviliðsstjórinn
á Limbó sem aldrei hefur í elds-
voða komið, 500 ára gamall og
eftir því góður með sig.
Ljósameistara hússins er nokk-
ur vandi á höndum með köflum
í þessari sýningu en flest tókst
sæmilega á frumsýningu. Eftirsjá
er þó að því að ekki skuli lagt mei
upp úr geimskotinu og sjálfri gein
ferðinni; þar mætti víst koma vi
mikilli ljósadýrð og leiktjálda.
Þjóðleikhúsið var þéttsetið efl
irvæntingarfullum gestum á sunn
dag og urðu fáir fyrir vonbrig
um; hér bauðst sú skemmtun ser
búizt var við. Sjálfsagt verðu
Þjóðleikhús barnanna vinsælt
vetur að vanda þó einatt sé kur
um það fullorðna. — OJ.
FULBRIGHT-SIYRKIR AUG-
Sviðsmynd úr Ferð inni til Limbó.
LÝSTIR TIL UMSÓKNAR
Menntastofnun Bandaríkjanna á
íslandi (Fulbright stofnunin) aug-
lýsir hér með eftir umsóknum frá
kennurum til sex mánaða náms-
dvalar í Bándaríkjunum á náms-
árinu 1966—67.
Styrkir þessir munu nægja fyr-
ir ferðakostnaði til Washington. og
heim aftur, nauðsynlegum ferða-
Sundlaugar-
innbrotiö upplýst
, Reykjavík, OTJ.
Búið er að hafa hendur í hári
þeirra er brutust inn í Sundlaug
Vesturbæjar á gamlársdag og
stálu þaðan úrum og öðrum mun
um. Tómas Einarsson hjá rann-
sóknarlögreglunnj sagði Alþýð'u
blaðinu að þar hefðu verið á ferð'
inni fjórir drengir um fermingu,
og hefur enginn þeirra komið við
Frh. á 10. síðu.
kostnaði innan Bandaríkjanní
kennslugjöldum, bókagjöldum o
nókknim dagpeningum.
Styrkirnir verða veittir kennui
um til náms í eftirtöldum greinun
bnrnakennslu, kennslu í fran
haldsskólum. verklegri kennsl
(iðnfræðslu); kennslu í stærí
fræði, náttúrufræði, eðlisfræði o
skyldum greinum: ensku, skólaun
sjón og skólastjórn, bandarískui
þjóðfélagsfræðum og öðrum séi
greinum.
Umsækjendur verða að vera ú
lenzkir ríkisborgarar, skólakeni
arar með minnsta kosti þriggj
ára reynslu, skólastjórar, starfí
mcnn Menntamálaráðuneytisin
eða fastir starfsmenn mennt;
stofnana eða annarra stofnana, sei
fara með fræðslumál. Umsækjen;
ur þurfa að geta talað, lesið, ski*i
áð og skiiið ensku.
Umsóknareyðublöð eru afher
á skrifstofu Fulbright stofnunai
innar að Kirkjutorgi 6, 3. hæð ír
1—6. Umsóknarfrestur er til I
febrúar næstkomandi.
■ ;g 12. janúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ