Alþýðublaðið - 12.01.1966, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 12.01.1966, Qupperneq 11
t= Ritstióri Örn Eidsson 'i/’.-V'' •7:>V;: 'V ;.v, ■■■:■ ' ■ p'?;- . - ■-. v«í. h-fa . :\ '* ' ■■ '■ ■':•;! V 5%Víí í’fiv|l “íní ‘ ^ ■'S ' -^PF ■ - W-Ss ■ liP-'WT ' . ■ íslenzka landsliðið fer utan í fyrramálið Þetta fer allt vel, segir formaður HSl ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 12. janúar 1966 íslenzka lanclsliðið í handknatt- leik karla jer utan í fyrrainálið og leikur tvo landsleiki í förinni, sem báðir eru liðir í undan- keppni heimsmeistarakeppninnar. Leikið verður við Pólland í Gdansk sunnudaginn 13. jan. og við Dani í Nýborg miðvilcudaginn 19. jan- úar. Gist verður í Kaupmannahöfn aðfaranótt föstudags og komið til Varsjár síðd. á föstudag. Frá Varsjá verður farið í hraðlest, vegalengdin er 300 km. og ferðin tekur fjóra klukkutíma. íbúar í m_____________________________ Gdansk eru um 260 þúsundir og þar er glæsileg íþróttahöll, en ekki er vitað, hve marga áhorfendur hún tekur. Farið verður frá Gdansk á mánu dag og komið til Nyborg um kvöld- ið. Leikurinn við Dani hefst kl. 8 eftir íslenzkum tlma og íþrótta- höllin þar tekur 1500 manns. Allir aðgöngumiðar munu uppseldir á leikinn. ÍSLENZKA LIDIÐ íslenzka landsliðið hefur verið valið og skipað sem hér segir: Hjalti Einarsson, FH, Þorsteinn Björnsson, Fram, Gunnlaugur Hjálmarson, Fram, Birgir Björns- son, FH, Hörður Kristinsson, Ár- manni, Ragnar Jónsson, FH, Ágúst j Ögmundsson, Val, Stefán Sand- | holt, Val, Sigurður Einarsson, Fram, sem kemur til móts við liðið í Kaupmannahöfn, en hann dvelur í Svíþjóð, eins og kunnugt | er. íslenzka liðið hefur æft mjög vel undanfarið undir stjórn Karls Benediktssonar. Það sama er auð- ( vitað að segja um pólsku og dönsku liðin, en við erum þess fullvissir, að íslendingar standa sig vel, hver sem úrslit leikjanna verða. — ÞETTA FER ALLT VEL, SEGIR ÁSBJÖRN LIVERPOOL heldur áfram for- ystunni í I. deild, sigraði Arsen- al á Highbury sl. laugardag með 1 marki gegn engu, Yeats skall- aði knöttinn í netið þremur mín- útum fyrir leikslok. Þetta voru ekki sanngjörn úrslit, Arsenal átti meira l leiknum. Liverpool hefur 38 stig eftir 26 leiki, nsest er Burnley með 36 stig eftir 25 leiki. í þriðja sæti er Leeds með 31 stig, en hefur aðeins leikið 22 leiki. Meistarar fyrra árs, Man- chester Utd. fjórðu með 30 stig eftir 24 leiki. Baráttan á botninum er mjög hörð, Fulham er neðst með 14 stig eftir 25 leiki, Blackburn er einnig með 14 stig, en hefur leikið einum leik færra. Blackpool (23 leikir), Newcastle (24) og North- ampton (25) hafa öll 17 stig. Baráttan er mjög hörð í II. deild. Huddersfield er efst með 34 stig (25 leikir), síðan koma með 32 stig, Manchester City (24), Wolves (26) og Coventry 25. Leyton virðist dæmt í III. deild með 12 stig eftlr 24 leiki. Næsta lið fyrir ofan er Charlton með 17 stig eftir 23 leiki. Hér eru úrslitin um helgina: 1. deild: Arsenal—Liverpool 0-1 Burnley—Fulham 1-0 Chelsea—Tottenham 2-1 Everton—Aston Villa 2-0 Manch. Utd,—Sunderland 1-1 Newcastle—West-Ham. 2-1 Northampton—Blackburn 2-1 Nottm. For,—Sheff. Utd. 1-0 Sheff. Wed.—Leicester 1-2 Stoke City—Blackpool 4-1 W.B.A.—Lceds Utd. 1-2 2. delld: Birmingham—Carlisle 2-1 Bolton—Bristol City 1-2 Charlton—Wolves 1-1 C. Palace—Bury 1-0 Huddersf.—Southampton 2-0 Ipswich—Coventry 1-0 Leyton Orient—Cardiff 1-1 Middlesbro-Derby 0-0 Plymouth—Rotherham 5-2 Portsmouth—Manch. City 2-2 Preston—Norwich 0-0 Myndin er tekin í leik Arse- nal og Liverpool á Highbury um helgina. Til vinstri sézt Court Arsenal, en hinn leik- maðurinn er hinn snjalli Hunt, Liverpool. Fararstjórn íslenzka liðsins skipa Ásbjörn Sigurjónsson, formaður HSÍ, Rúnar Bjarnason, varafor- maður HSÍ, Sigurður Jónsson, for- maður landsliðsnefndar og Karl Benediktsson, þjálfari. í stuttu viðtali við fréttamann íþróttasíðunnar sagði Ásbjörn Sig- urjónsson, að þetta myndi allt fara vel. íslenzka liðið er í góðri þjálf- un og samstillt mjög. Það er erf- itt að segja nokkuð fyrirfram um úrslit leikjanna, en telja verður 2 stig góða útkomu, en æskilegrai væri auðvitað að þau yrðu 4, sagði Ásbjörn. Íþróttasíðan óskar landsliðinu góðrar og árangurs ríkrar ferðar. Kempan Gunnlaugur Hjálmarsson, sem leikið hefur flesta Iandsleiki í handknattleik ásamt Ragnari Jónssyni. fyrirliffa, sézt hér skora í laudsleiknum við Rússa. Ulfar Ármannsson kjör- inn formaður UMSK 43. sambandsþing Ungmenna- sambands Kjalarnesþings, var haldið að Hlégarði Mosfellssveit sunnudaginn 12. desember sl. Sambandsformaður Úlfar Ar- íj mannsson setti þingið og bauðr þingfulltrúa og gesti velkomna á ' þingið. 29 fulltrúar sóttu þingið, aufe gesta sem voru Ármann Péturs |, son gjaldkeri UMFÍ og Hermann Framhald á 14. síffn. >000000000000000 Dregið í dag - hvaða lið fær FH næst? París, 11. janúár. (ntb-cifþ)'. Liðin 8, sem leika í næsiu umferð Evrópukeppninuar.í handknattleik karla eru: —* Redbergslid,- Svíþjóð, ‘-Hon- ved, Bildapést,' Uiígv.'i WKS' ’j Wroclaw, Póíl., Dukla Prág, Tékk., FH, íslandi, DHFKÞV Leipzig, Austur-Þýzlial.-.JRK, -J( | Zagreb, Júg. — og Grgss- hoppers Zúrich, Sviss."' '***“ Dregið verður um hmffa lið leika sgman;. á , mið.vi}cife,; dag, (þ. e. i dag). -M 000000000000000-0

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.