Alþýðublaðið - 17.02.1966, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 17.02.1966, Qupperneq 7
TIL BAKA TIL BIBLIUNNAR í DAG gefur guðspjallið tilefni til Þess. að rætt sé um guðs orð, og biskup landsins hefir óskað þess, að allir prestar ræði í pred- ikun sinni um biblíuna Þess vegna hei5 óg valið ræðu minni sérstaka fyrirsögn, — „til baka til bibliunnar“. BIBLÍUÞEKKING. Það þarf engrar útskýringar við, að biblían er ekki talin sá grundvöllur sannrar menningar, sem hún áður var. Bibliuþekkingu (þjóðar vorrar hefir hrakað, og það er tiltölulega lítill hluti þjóð arinnar. sem les hana að stað- aldri eða sækir reglulega þang- að, sem hún er útskýrð eða rædd, svo sem við guðsþjónustur kirkj unnar. Sumir tala um hana með einskonar strákslegu vfirlæti, eins og úreltar kerlingabækur, og aðrir virðast vilja horfa á hana úr fjarlægð, sem helgan og dularfullan grip, en eru smeik- ir við að koma of nálægt hénni. Þegar þeir gripa ofan í hana. vita þeir ekki almennilega, hVernig þeir eiga að skilja tungutak hennar, ypta öxlum og leggja hana frá sér. Þarna er heimur, sem þeir eru ókunnug ir, óg ef til vill finnst þeim sumum hverjum, að fari þeir að rýna meira í hana, verði þeir eins og unglingar, sem ýtt er tfrá landi út á sjóinn. án þess að kunna á faratækið. GUÐSÞJÓNUSTA FRUM KRISTNINNAR. Nýlega las ég grein eftir merk an vísindamann. Hann lýsti því hvernig guðsþjónusta fór fram í samkunduhúsum Gyðinga á dö'g um Jesú. Uppistaðan var í raun inni sú sama og í guðsþjónustu í íslenzkri kirkju. Lestur ritning arkafla, bænagjörð og blessun, meira að segja sömu blessunar- orðin. Þegar kristnaðir gyðingar komu saman til guðsþjónustu, fóru þeir líkt að. Auk þess fóru fram sameiginlegar máltíð ir agape, brotning brauðsins, þ. e.a.s. kvöld má Uj' ð a rsak ramian 113. FURÐULEG ÞRÓUN. Hið ytra form þessara athafna var lengi að myndast. Fjölbreytnin varð geysileg, eins og hún er enn í dag. En smám saman varð furðu- leg bróun innan kristilegrar kirkju. Guðsorðið, biblían hvarf í skuggann fyrir ytri formum. Það hafa komið fyrir þau tíma hil í sögu íslenzkrar ljóðagerð- ar, að andi skáldskaparins var reyrður svo föstum viðjum bragar 'Wátta og forma, að þeir, sem lögðu stund á ljóðagerð eða Ijóðalestur, urðu að vera fim- ustu íþróttamenn í greining hvers konar ljóðhátta. Þannig. fór kirkj- an að. Hún lagði stund á ná- 'kvæma uppbyggingu helgisiða, en bannaði útgáfu biblíunnar á móð urmáli fólksins. Hún yfirgaf 'heim biblíunnar. sem kristnir menn upphaflega dvöldu í, — og hvarf inn í heim helgisið- anna. með öllu þeirra flúri, reykelsi, djáknurn og kórdrengj- um, þar sem engu mátti muna um knéfall á réttum stað, frem- ur en höfuðstafi og stuðla, eða atkvæðafjölda í konungsdrápu. Auðvitað gat verið fe|gurð í þessu, og listræn verðmæti.. en sá Kristur, sem þarna mætti mannsandanum, var ekki sá er 'gekte um götWr Gyðingalands, iheldur hinn upphafni, fiarlægi Kristur, langt fjarri þeim veru- leika, sem mætir oSs innan spjalda bibiíunnar. OG BIBLÍAN HVARF. Og biblían hvarf einni.g á annan hátt. Guðfræðin varð að WáSpeki og heimspeki. Og trú fræðingarnir streittust við að gera grelln fyrir vandamálum, sem vafalaust höfðu sitt gildi, en voru fremur léyst út frá heimspeki hvers tíma heldur en opinberun biblíunnar. Hinn gamli heimur biblíunnar var orðinn kirkjunni ókunnur. Útlegging hennar var ekki orðin í öðru fólg in en að reyna að lesa inn í hana hinar fjarstæðustu merk- ingar og skoða hana sem tákn mál og líkingamál frá upphafi til enda. GÖMUL FORM ÚRELT. Svo var það einn góðan veður- dag, að bragarhættirnir gömlu urðu úreltir, og mcnn fóru að krefjast biblíunnar sjálfrar, og svo furðulegir hlutir geta gerst sem þeir, er kristin kirkja of- sótti þ!á, sem vildu opna hin helgu rit fyrir hverjum manni. En siðbótin á sexbándu öldinni ruddi braut þeim skilningi, að bragarbættirnir mættu ejarnam. vera breytilegir, en hitt væri sálulhjálparatriði, að hjarta hvers manns fengi numið boðskap guðs orðs fná biblíunni. íslenzka kirkjan var ein þeirra kirkju- deilda sem rataði hollan of heil- brigðan meðalveg. Vér höfum einfalda belgisiði, sem fram- kvæmanlegir eru jafnt i lítilli sem stórri kirkju, og meginat- riði þeirra er hið sama og hjá frumsöfnuðinum forðum — að guðsþjón'ustan sé samtal milli guðs og manns. Annars VBgar fagnaðarerindið flutt og útlist- að, hins vegar bæn og lofsöng- ur, sem hverjum manni. er ætl- að að taka þátt í, sem rödd hef ir að mæla. HÁKIRKJUHREYFINGIN. Ég veit vel, að til er í heirn- inum hreyfing, sem fer í þá átt að hverfa sem mest aftur til gámalla bragarliátta. Sumstaðar hefir þessi hreyfing orðið tii þe.?s að valda klofningi all-veru- legum. Það má áreiðanlega skrifast á reikning sænsku há- kirkjuhreyfingarrnnar, að einir tíu prestar hafa horfið á vit hinnar káþólsku kirkju, — og fjöldi leikmanna leitar inn í hvíta sunnusöfnuðinn eða til annarra sértrúarfiokka. Þannig fer einn ;(g héir. ef kirkjan tekur að dýrka hina gömlu bragarhætti guðsdýrkunarinnar í stað þess að leita að eðlilegri leiðum til að túlka trúarvitund sína — og það mun einnig sannast, eins og fyrr í sögu kirkjunnar, að öll endurnýjun kemur frá biblí- unni. Þess vegna sagjum vér: ,,Til baka til biblíunnar“. Til hins upprunalega. BIBLÍAN Á ATÓMÖLD. En er það ekki hægara sagt en gert, þegar tuttugustu aldar maður á í hlut? Og hefir það nokkra þýðingu fyrirt velferð vora að stökkva úr atómöldinni o>g inn í þá fornöld, sem er heimur biblíunnar? Er það í sjálífú sér nokkuð heilbrigðara en kaþólska miðaldanna með helgi- siðum sínum og háspeki? Hvaða erindi getur nútímamaður átt inn í heim bibMunnar? HEIMUR BIBLÍUNNAR. Hvernig er sá heimur? Satt er það, að hann er að mörgu leiti öðruvisi en sú veröld. sem vér daglega dveljum í. Þar er jörðin flöt og himninn margra hæða hús úr föstu efni Þar er læknisfræðin aðallega töfra- brögð, og guðfræðin er útlistun á orðum gamalla rabbía. Þar eru engir bílar engin vélknúin skip, og hvorki útvarp né sjón- varp. Öll þjóðtrú, lífsveniur og éhugamál verka framandi á oss. Allar trúariiugmyndir eru laus- ari í reipum og minna um kerf- isbundnar kenningar en rétttrú- að kirkjufólk getur gert sér í hugarlund. En ekkert af þessu skiptir meginmáli. Þegar vér för- um að kynnast fólkinu, ást þess og hatri, örvæntingu þess og Von, finnum vér skyldleikann með því og oss. Þetta er þrátt. fyrir allt þinn heimur og minn heimur, þegar að kjarnanum kemur. Og i þessum heimi er guð nálægur, sterkur góður. Vér lifum oss inn í samfélag fámenns hóps, sem þarna lifir í meðvitund þess, að allt mannkynið sé eitt bræðrafé- lag, ein fjölskylda eitt ríki und ir stjórn kærleikans. En sá sem opinberar og birtir þá staðreynd er einn maður, sem kemur fram og starfar gagnvart meðbræðrum sinum sem sonur guðs kærleika, og gagnvart guði sem eitt af hans mörgu börnum í systkina- hópnum. Og ihvernig er líf hans? Það er borið uppi af innsæi spámannsins, speki meistarans, raunsærri fórnfýsi — og það er þetta undursamlega og guðdóm- lega líf, sem endar í krossdauða og birtist aftur í upprisu. Og- þannig blasir hann við oss í heiml biblíunnar, bæði sem jarðneskur Jesú og upprisinn Drottinn Krist- ur. í honum rætast helgustu von ir mannanna, enda þótt hugmyntJ- irnar um hann ha'fi bæði fýrr og síðai- verið fjölbreyttar. „KERYGNÁTISKA“ GUÐ- FRÆÐIN. Á seinni árum hafa komiff fram háværar raddir læðra guð- fræðinga, sem segja: ,,Sá Jesús, scm biblían flytur er ekki sögu- leg persóna. Vér vitum ekkert, hvernig hann hefir raunverulega verið. Það eina, sem vér þekkjum, er boðskapurinn um hann. boð- skapur kirkjunnar, sem bjó til bækurnar um hann. Það er kirkj- an, sem hefir skrifað Nýia tesía- mentið, og það er enginn sögu- legur Jesús, heldur hinn upprisni Kristur í predikun kirkiunnar, sem opinberar oss guð. Það á mcð öðrum orðum ekki að vera hægt að komast til baka ti’ Jesú, heldur aðeins til baka til predik- unar fornkirkjunnar og dýrkunar hinna fyrstu safnaða. Ef vér trú um á liinn upprisna sem opin- berun guðs kærleika og m'áttar segja þeir, þá gildir einu un\ hinn jarðneska Jesú, sem eng- inn getúr vitað neitt um. Það er með öðrum orðum einn einu sinni Kristur, skapaður af kirkj unni, en ekki sá Kristur, seni skapaði kirkjuna, sem vér þekkj um og vitum um. HIÐ SANNSÖGULEGA. Er það nokkur furða. þótt kirkjan eigi örðugt mcð að iná til fólksins eða komast í sngrt- ingu við menninguna, ef hlút- Framhald á 10. síffu.i Predikun þá, sem hér birtist, flutti séra Jakob Jónsson, dr. theol. síðastlið- inn sunnudag, á biblíudaginn. Hannræðir hér um vandamál kirkjunnar á okkar dögum, biblíuna á atómöld og sitthvað fleira. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. febrúar 1966

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.